Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984 Reynsla af tandurfiskinum er hvatning til sóknar í vöruþróun Fyrri hluti ræðu Friðriks Pálssonar framkvæmdastjóra Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda á aðalfundi SÍF Agætu saltnskrramleidendur og aðrir áheyrendur. Eins og fram kom í ræðu for- manns hér áðan hefur margt farið á annan veg en ætlað var frá því við komum saman til aðalfundar síðast. Þá bjuggust landsmenn frekar við auknum afla en minnk- andi og engan óraði fyrir því, að við stæðum frammi fyrir öðrum eins niðurskurði á afla eins og raun ber vitni. Sú vitneskja, að afli yrði skorinn niður um allt að 30% frá síðasta ári hafði að sjálf- sögðu mikil áhrif á undirbúning okkar við sölu á framleiðslu ársins 1984. Eins og öllum er kunnugt, hafa verið gerðir samningar við öll fjögur aðalmarkaðslönd okkar í blautfiski, Portúgal, Spán, Ítalíu og Grikkland. Samtals höfum við selt þessum fjórum löndum nú 19.000 tonn, auk tæplega 8.000 tonna, sem eftir var að afhenda upp í eldri samninga. Framleiðslu- spáin okkar er ekki hærri en svo, að við reiknum með að mestur hluti framleiðslu ársins 1984 sé þegar seldur. Við þær aðstæður, sem skapast höfðu í upphafi árs, var eðlilegt að nokkur bjartsýni væri i hugum manna um að ná mætti hærra markaðsverði heldur en ef við hefðum mjög mikið magn að bjóða, en við erum ekki einir í heiminum og ýmsar aðrar fram- leiðsluþjóðir hafa allt aðra sögu að segja um ástand fiskistofna sinna. Nægir þar að nefna Kanada og Bandaríkin, sem í vaxandi mæli hasla sér völl á fiskmörkuðum í heiminum. Gífurleg verðhækkun dollarans undanfarin misseri, sem svo oft er minnst á, hafði haft mjög lamandi áhrif á viðskipti okkar og reyndar svo illyrmisleg áhrif á alþjóða viðskipti yfirleitt, að ýmsir þjóð- arleiðtogar hafa látið hafa það eftir sér, að efnahagsstefna Bandaríkjanna, sem leitt hefur til hágengis dollars, væri beinlínis háskaleg fyrir heimsviðskiptin. Við búum við það ástand að verða að selja í Bandaríkjadollurum eða einhverri annarri mynt, sem að mestu fylgir honum að verðgildi, til þess að dragast ekki aftur úr hér heima fyrir í samkeppninni um hráefnið við frysta fiskinn, sem að mestu leyti er seldur í doll- urum. Dregið úr rýrnun Okkur var það því ljóst, að mik- ill vandi væri á höndum, að reyna að ná viðunandi verði fyrir salt- fiskinn í þvi árferði sem framund- an virtist, þar sem ljóst var, að samkeppnin um hráefnið yrði mun harðari en áður hafði verið og þrýstingur keppinautanna vax- andi. Við brugðum því á það ráð, að freista þess að reyna að tryggja hag framleiðenda meira með öðr- um hætti en beinum verðhækkun- um og okkur tókst að semja við kaupendur i öllum markaðslönd- unum um, að þeir féllust á að taka við vörunni strax og hún yrði full- verkuð og draga þannig verulega úr rýrnun, vaxtakostnaði og geymslukostnaði, sem ávallt hafa verið tilfinnanlegar tölur. Auk þess samdist að meðaltali um 10% hækkun í dollurum frá árinu á undan og er það satt að segja meiri hækkun heldur en við höfð- um þorað að reikna með í upphafi. Rétt er þó að undirstrika, að við erum í línudansi og ekkert má út af bregða. Markaðsverð okkar er nú þriðja árið í röð svo miklu óhagstæðara kaupendum okkar en fiskur frá keppinautunum, að mjög reynir á þolrif þeirra. En hvers vegna hafa kaupendur okkar greitt hærra verð fyrir ís- lenskan fisk en frá keppinautum okkar? Fyrst og fremst kemur það til af því, að viðskipti SÍF við alla helstu kaupendurna hafa verið mikil og trygg um árabil og samböndin verið vel ræktuð. Það hefði þó vafalaust ekki dugað til í þeim erf- iðleikum, sem dunið hafa yfir okkur síðustu árin, ef ekki hefði komið til, að þeir hafa fundið, að við vildum allt fyrir þá gera. Við höfum að vísu sagt þeim hrein- skilnislega, að við gætum ekkert spornað við þvi, að dollarinn stigi svona heiftarlega; við yrðum að fá verð í líkingu við það, sem frysti fiskurinn fengi, til þess að við gætum hugsanlega lifað þetta tímabil af. Á hinn bóginn höfum við lagt okkur fram við að verða við óskum þeirra og við höfum jafnframt reynt að skera niður kostnað, hagræða og endurbæta á öllum sviðum, en fyrst og síðast að vanda vöruna, þannig að hún væri óaðfinnanleg og eftirsótt á mörk- uðunum þó á töluvert hærra verði SDR-ákvæði í öllum samningum Strax á vormánuðum 1981, þeg- ar dollarinn fór að stíga í verði fyrir alvöru, urðum við að lækka verð í gildandi samningum á Spáni. Allar götur síðan allt fram á vormánuði ’84 höfum við smátt og smátt þurft að lækka verð í dollurum og síðast á árinu '83, tengdum við söluverðið í mörgum tilvikum við gengi sérstakra dráttarréttinda eða SDR, eins og þau eru nefnd, enda höfðum við við verðlækkunarsamninga und- anfarinna ára meira og minna reynt að styðjast við þá viðmiðun. Við samningana í ár höfðum við það í huga öðrum þræði, að gengi Bandaríkjadollars kynni að fara lækkandi og þar sem við höfðum reynslu af því, að hækkandi gengi dollars í þeim mæli, sem við höf- um búið við undanfarin misseri, knúði okkur ávallt eftir á til að lækka verð á gildandi samningum Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenzkra fiskfram- leiðenda, flytur ræðu sfna i aðal- fundi SÍF. þótti okkur rétt að semja að öllu leyti með SDR viðmiðun þannig, að samningsverð færi hækkandi í Bandaríkjadollurum, ef gengi dollarsins félli. Sumir kaupenda okkar voru nokkuð tregir til að verða við þessum óskum okkar, en svo fór þó að lokum, að SDR ákvæði er f öllum samningunum. Það er ekki langt síðan að við luk- um samningum á þessu vori en þrátt fyrir það hefur verulega reynt á þetta ákvæði samning- anna og enda þótt sú staðreynd, að við miðum við SDR þýði í reynd, að dollarahækkunin leggist aðeins af hálfum þunga á kaupendur, eru þeir órólegir yfir verðhækkun dollarans síðustu vikur og kvarta sáran. Við teljum þó, að samning- arnir muni allir standa og eins og við gátum um áðan, þá þökkum við það fyrst og fremst þeim auknu gæðum og bættu þjónustu sem náðst hefur með samstilltu átaki allra, sem að þessum málum vinna. Vöruvöndun Tilkoma og gott starf eftirlits- deildar SÍF, góð samvinna við Framleiðslueftirlit sjávarafurða, brettavæðing, tilkoma pappa- kassa, fræðslustarfsemi, hugmyndaríkir flutningsaðilar, handbók um saltfiskverkun og fleira mætti til nefna, hefur haft mjög mikil áhrif í þá átt, að auka vöruvöndun og meðferð alla. En fyrst og fremst teljum við, að hug- arfarsbreyting hafi orðið hjá framleiðendum og starfsfólki þeirra, sem hefur skilað feikilega góðum árangri. En við eigum verk að vinna og allir þeir þættir, sem að ofan eru nefndir auk allra annarra, sem ekki voru nefndir, þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og þróunin má aldrei taka enda. Erfítt aö kenna fólki að borða nýjan mat Því hefur stundum verið haldið fram, að íslenskir saltfiskfram- leiðendur væru einkar íhaldssam- ir, en við höfum rekið okkur á það, að kaupendur og neytendur í markaðslöndunum eru ennþá íhaldssamari. Það er jú ósköp skiljanlegt, því fátt er jafn íhaldssamt og bragðlaukarnir. Það er erfitt að kenna fólki að borða nýjan mat, sér i lagi jafn bragðsterkan og bragðeinkenn- andi mat eins og saltfiskur er. All- ar umræður sem við höfðum átt við kaupendur okkar í markaðs- löndunum höfðu yfirleitt ein- kennst af því að þeir sögðu: „Reyn- ið að framleiða fiskinn á þann hátt, sem gert var f gamla daga og þá komið þið til með að skila af ykkur bestu vörunni." Flest öllum tilraunum okkar til að breyta þar um hafði verið tekið einkar fálega. Áður hefur verið rakið, hve langan tima það tók að fá kaupendur til að fallast á að taka við fiski í pappakössum enda þótt þeir yrðu fljótir að taka við sér, þegar þeir sáu hvaða þýðingu það hafði. Það sama hefur átt sér stað með brettavæðingu, en nú getur enginn hugsað sér útflutning á saltfiski í stórum stíl í strigapokum. Sumum finnst jafnvel að þetta hljóti að hafa gerst fyrir mörgum árum, en misserin eru fá síðan við pökkuð- um öllum fiski í gömlu strigaum- búðirnar. Tandurfískur Við sendingar á smáfiski í pappakössum til Spánar lukust upp augu Spánverja fyrir því, að þar væri um nokkuð öðruvísi vöru að ræða heldur en þeir voru vanir ÚTFLUTNINGUR ÓVERKAÐS SALTFISKS. MIÐJARÐARHAFSLÖND. PORTÚGAL SPÁNN ÍTALlA GRIKKLAND TONN 20000 1973 1974 1975 1979 1977 1979 1979 1990 1991 að fá frá okkur. Spánverjar höfðu verið allra manna kröfuharðastir um það, að fiskurinn væri vel staðinn svo ekki yrði um undirvigt að ræða í flutningi til Spánar. En í þeirri kröfugerð hafði þeim yfir- sést, að við það að pressa fiskinn svo mikið sem gert var, komu fram annars konar ágallar, sem hentuðu markaðnum á Spáni verr heldur en minna pressaður fiskur. Er skemmst frá því að segja, eins og ykkur er öllum kunnugt, að til- raunir með svokallaðan tandur- fisk, sem er mun minna pressaður heldur en venjulegur saltfiskur, hafa gefið mjög góða raun og heildarsamningurinn við Spán- verja á þessu vori, um 4.500 tonn, var allur gerður um tandurfisk og frá því að sú verkun og sala hófst hafa engar gæðakvartanir borist um fiskinn og heldur ekki undir- vigtarkrafa, sem mörgum mætti þó þykja undarlegt. Upphaflega bjuggumst við við því að tandur- fiskur yrði allur að fara í pappa- kössum til þess að verja hann hnjaski og þrýstingi, en hann virð- ist geymast fullt eins vel eða betur á brettum en í pappakössum. Hér er um að ræða mikinn mun eins og allir þekkja og enda þótt við höf- um þegar sent úr landi um 5.000 tonn af tandurfiski, þá er reynslan af honum aðeins nokkurra mán- aða gömul og því ef til vill full- snemmt að telja öll ljón úr vegin- um, en svo sannarlega hefur þetta verið ánægjuleg tilraun. Vöruþróun Kostirnir við þessa verkunarað- ferð eru margir og enda þótt við höfum selt tandurfisk á lægra verði en fullstaðinn fisk, eðli málsins samkvæmt, þá á það eftir að skila sér síðar og víst er um það, að enginn árangur er jafn tryggur eins og aukin nýting. Þessi nýja verkunaraðferð, tand- urfiskur, hefur að sjálfsögðu boðið þeirri hættu heim eins og ljóst var í upphafi, að margir framleiðend- ur vildu líta svo á, að hér væri komin lausn á öllum vanda og aðr- ir markaðir hlytu að vilja sömu vöru, ef Spánverjum líkaði fiskur- inn svona vel. Við teljum ástæðu til að ætla, að Ítalía og Grikkland fylgi fast í kjölfarið þó ef til vill taki einhvern tima að kenna þeim átið, en á hinn bóginn virðist fátt benda til þess að nokkur breyting verði í Portúgal, þar eð allur fisk- urinn, sem þangað fer, er ennþá þurrkaður áður en hann er sendur til neytenda og um hann gilda aðr- ar reglur bæði í innflutningsreglu- gerðum og reglum um þurrkun fisksins áður en honum er dreift til neytenda. Því er rétt að undir- strika það hér, að á engan hátt hefur verið slakað á kröfum um fullstöðu fisks, sem til Portúgals fer. Því fer víðs fjarri. Sú reynsla, sem fengist hefur af tandurfiskinum á Spáni, er gífur- leg hvatning til sóknar í vöru- þróun. Tandurverkunin hefur vak- ið svo margar spurningar, að lang- an tíma mun taka að finna viðhlit- andi svör við þeim öllum. Við hóf- umst þegar handa, bæði með starfsmönnum okkar og í sam- vinnu við Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, að leita svara við ýms- um þeim spurningum, sem upp komu, og auk þess höfum við ný- lega ráðið matvælafræðing til að reyna að skjóta fleiri stoðum und- ir þá tilraunastarfsemi sem við stöndum í. Rétt er að vara menn við of mikilli bjartsýni í þessum efnum. Eins og svo oft áður hefur komið fram, þá eru matvælamark- aðir yfirleitt afskaplega hefð- bundnir og neysluvenjur sterkar og enda þótt svo virðist sem mjög vel hafi tekist til við þessa nýju afurð, sem við seljum til Spánar,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.