Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 19
þá er full ástæða til að fara að
með gát og gæta þess að spilla
hvergi fyrir sér.
Gæði og verð
Víkjum þá nánar að mörkuðun-
um aftur. Miklar hræringar hafa
verið í innanríkismálum í Grikk-
landi síðustu mánuðina. Þarlend
stjórnvöld hafa hert mjög tökin á
gjaldeyris- og viðskiptamálum yf-
irleitt og sett mjög strangar regl-
ur um útsöluverð og fyrirkomulag
innanlandsviðskipta. Mun strang-
ara eftirlit verður nú með verð-
hækkunum á innfluttum matvæl-
um og er þess þegar farið að gæta
í viðskiptunum við okkur og óvíst
er hvaða stefnu það mál kann að
taka. Sú hækkun, sem við náðum í
samningum við þá nú nýverið, hef-
ur þó fengist staðfest i Grikklandi,
og innflytjendur eru bjartsýnir á
að þeim takist að vinna á þeirri
línu. Neyslan í Grikklandi virðist
annars vera stöðug og viðskiptin
að öðru leyti snurðulítil.
Svo virðist sem innflytjendur á
saltfiski til ítaliu hafi allir líkar
áhyggjur af þróuninni þar, en
saltfiskneysla virðist dragast
saman. Sá samdráttur er að vísu
hægur en ýmis hættumerki eru á
lofti og erfitt virðist að henda
reiður á, hvernig best sé að bregð-
ast við því. Ítalía er eini markað-
urinn af þeim fjórum hefðbundnu
mörkuðum okkar fyrir blautfisk,
þar sem þessa samdráttar gætir
að einhverju marki. Þrátt fyrir
nokkuð ítarlegar athuganir inn-
flytjenda og saltfiskkaupmanna á
Ítalíu af hverju samdrátturinn
stafar hefur engin einhlít skýring
á því fengist né heldur fundist
með hvaða hætti væri best að
bregðast við. Vafalaust kemur
margt til. Þó er talið að aðal-
ástæðan sé sú, að neytendur á ít-
alíu hafi hvekkst töluvert vegna
lélegra gæða og ennfremur vegna
þess, að aðrir seljendur hafa leyft
sér að selja til neytenda fisk, sem
merktur hefur verið þorskur en
hefur verið keila eða langa eða af
öðrum tegundum mun lakari að
gæðum en þorskur og þannig
smátt og smátt hrætt fólk frá því
að kaupa saltaðan þorsk. Sem bet-
ur fer virðist þessu vera að linna
og að flestir útflytjendur til Ítalíu
telji sér skylt að reyna að vanda
vel til vörunnar, sem þangað fer,
til þess að reyna að ná neyslunni
upp á nýjan leik. Norðmenn hafa
töluvert auglýst í itölskum fjöl-
miðlum en telja árangur lítinn. Að
því er að okkur snýr teljum við
fullvíst að besta leiðin til að við-
halda stöðu okkar á italska mark-
aðnum séu óaðfinnanleg gæði og
samkeppnisfært verð, en það síð-
arnefnda hefur okkur reynst erf-
iðara en það fyrra. í athugun er að
láta framkvæma nokkuð ftarlega
markaðskönnun ef leiða mætti
þannig í ljós hvað til úrbóta gæti
verið. Hins vegar eru sveiflur í
neyslu af því tagi eins og á Ítalíu
koma fram nú ekki óþekktar og
ekki ástæða til að örvænta en víst
er rétt að hafa af þessu hæfilegar
áhyggjur.
Saltfiskur er
dýr á Spáni
Okkur varð svo tíðrætt um
tandurfiskinn á Spáni hér áðan að
hægt er að stikla á stóru um Spán.
Verðhækkun dollarans virðist
hafa komið hvað verst við Spán-
verja af öllum mörkuðum okkar,
þar sem þeir, ofan á allt annað,
þurfa að borga um það bil 20% toll
og hafa þurft að gera árum sam-
an. Markaðs- og dreifingarkerfi
þeirra er sömuleiðis dýrt og hafa
allar tilraunir til að breyta þvi
reynst árangurslausar. Þessvegna
er saltfiskur mjög dýr í sam-
keppni við aðra matvöru á Spáni
og allar hækkanir koma þess
vegna verr við kaupendur á Spáni
en annars staðar. Svo var komið á
9einni hluta síðasta árs að í óefni
virtist stefna og því var brugðið á
það ráð eins og áður hefur komið
fram að reyna að senda á markað-
inn vöru, sem innihéldi meira vatn
og væri ódýrari í framleiðslu,
pökkun og flutningi heldur en
venjulega framleiddur saltfiskur
og væri þessvegna líka hægt að
selja á lægra verði heldur en ella.
Ekki aðeins tók markaðurinn vel
þessari hlutfallslegu verðlækkun,
sem breytt vara hafði í för með
sér, heldur hefur tandurfiskurinn
likað einkar vel og ástæða til að
ætla að eftirspurn fari vaxandi.
Eftir því sem best er vitað hefur
neyslan á Spáni ekki dregist sam-
an neitt sem heitið getur enda þótt
of snemmt sé að spá fyrir um hvað
tandurfiskurinn á eftir að verða
lífseigur.
Stærsti markaðurinn
Portúgalski markaðurinn er
eins og áður okkar langstærsti
markaður. Ekki er ástæða til að
tíunda sérstaklega magntölur i
sölu undanfarinna ára, það er ykk-
ur öllum kunnugt. (Sjá mynd.) Á
þessu ári höfum við þegar selt
1.000 tonn til Grikklands, 1.500
tonn til Ítalíu, 4.500 tonn til Spán-
ar og 12.000 tonn til Portúgal og
áttum þó óafgreidd upp í samning
frá síðasta ári tæp 8.000 tonn. Ef
til vill áttum við ekki von á því að
geta afgreitt til þeirra öll þessi
20.000 tonn á yfirstandandi ári, en
vð samningagerðina í vor var
Portúgölum mikið í mun að við
reyndum að tryggja þeim allt það
magn, sem við mögulega gætum,
og því varð að ráði, að við freistuð-
um þess að setja saman samning
um 12.000 tonn með nokkurri
verðhækkun til þess að reyna að
verða við óskum þeirra. Við erum
skuldbundnir að afhenda þeim um
15.000 tonn á þessu ári og helst
upp í 20.000 tonn, ef við mögulega
getum en erum þó ekki skuld-
bundnir til þess. Það verð sem
Portúgalir greiða í ár er gott og ef
það er reiknað út á grundvelli há-
gengis dollarans þá er það hátt og
því teljum við það vera siðferði-
lega skyldu fiskframleiðenda að
reyna að sjá svo um, að við getum
staðið við loforð okkar og afhend-
um þeim það, sem um er samið.
Það er ekki endilega víst, að doll-
arinn verði alltaf svo hár sem
hann er nú og þá kann að vera
auðveldara um vik að gera mörk-
uðum okkar til hæfis en verið hef-
ur síðustu misserin.
12% tollur
Sú meginbreyting varð á við-
skiptunum í Portúgal seint á árinu
1982, að nokkrir einkaaðilar tóku
við stærstum hluta samningsins,
sem gerður var við Reguladora, og
sáu um móttöku og verkun fisks-
ins og sölu hans innanland9. í
samningunum nú í vor varð sú
raunin á, að við sömdum beint við
6 einkaaðila enda þótt það væri
gert undir handarjaðri Regula-
dora, sem enn hefur yfirumsjón
með saltfiskinnflutningnum.
Mönnum hefur að sjálfsögðu
orðið mjög tíðrætt um þær fréttir
að setja ætti 12% toll á innfluttan
saltfisk frá íslandi til Portúgal.
Við eyddum löngum tíma í að
ræða um viðskipti við Portúgal á
síðasta aðalfundi og þið hafið
fyrir framan ykkur í prentuðu
9kýrslunni. Allt frá árinu 1975
hafa verið uppi um það hugmyndir
í Portúgal að setja einhvers konar
innflutningstoll á saltfisk. Sjávar-
útvegurinn í Portúgal hefur átt
við mikla erfiðleika að stríða og
hvort tveggja hefur verið talið
nauðsynlegt að veita honum ein-
hvers konar tollvernd og auk þess
væri æskilegt að geta safnað ein-
hverjum peningum í ríkiskassann
af tolltekjum til að styðja við bak-
ið á honum með einum eða öðrum
hætti. Þrátt fyrir að mikið hafi
verið um þetta talað á undanförn-
um árum hefur ekkert ennþá verið
í því gert fyrr en nú, að ríkis-
stjórnin tók ákvörðun sem þó ligg-
ur ekki enn fyrir, hvort formlega
hefur verið birt. Almenna reglan
mun vera sú, að settur er 12% toll-
ur á innfluttan óverkaðan saltfisk.
Undanþága er þó frá þessu gerð
þannig, að á fisk, sem kemur frá
löndum sem veita fiskveiðirétt-
indi, þarf aðeins að greiða 3% toll.
Af þurrfiski þarf sennilega að
greiða 6% toll.
Hvað býr að baki þessari
ákvörðun?
Erfitt er að segja um það með
nokkurri vissu, en út á við virðist
hún beinast gegn okkur. Hins veg-
ar er vitað, að útvegsmenn í
Portúgal hafa lengi lagt ofur-
áherslu á tollvernd fyrir starfsemi
sína og loks hefur þeim orðið
ágengt.
Portúgölskum stjórnvöldum
hefur fundist við íslendingar hafa
of frítt spil í viðskiptum okkar við
Portúgal. Við höfum að vísu verið
þeim afskaplega mikilvægir; selt
þeim mikið magn af góðum fiski
en oftast á verði, sem hefur verið
að þeirra mati nokkuð hátt og auk
þess hafa viðskipti landanna verið
mjög einhliða okkur í hag þar til
nú alveg nýverið. Allar aðrar þjóð-
ir, sem selja Portúgölum saltfisk,
hafa annaðhvort veitt þeim fisk-
veiðiréttindi beinlínis eða í það
minnsta fallist á að selja útvegs-
mönnum fiskinn hálfunninn beint
um borð í fiskiskip í höfnum, en
við höfum ekki viljað fallast á
þessar aðferðir. Vel má spyrja
hvers vegna við reynum ekki að
nýta okkur þá kosti, sem því gætu
fylgt að selja útvegsmönnum beint
og leyfa þeim að setja fiskinn í
portúgölsk fiskiskip í íslenskum
höfnum. Auðvitað er þetta hægt,
þar sem um tiltölulega lítið magn
er að ræða, en líklegt er, að erfitt
yrði að koma því fyrir að fá þá til
að sækja fiskinn inn á allar hafnir
og auk þess myndum við verða al-
gjörlega háðir því, hvenær kaup-
andanum hentaði að taka við
fiskinum og hvenær ekki. Við
hljótum því að reyna að keppa að
því áfram að stunda þessi við-
skipti á eins eðlilegan hátt og
hægt er; gera samninga um kaup
og sölu og sjá um flutninginn á
fiskinum sjálfir.
Við eigum að sjálfsögðu að nýta
okkur landhelgina, en megum
samt ekki gleyma því, að fiskimið-
in í kringum landið eru auðlind,
sem við eigum að nýta á þann
hátt, sem við teljum skynsamleg-
astan og hagkvæmastan og úti-
loka enga möguleika í þvi efni
enda þótt við verðum að forðast
þau fordæmisáhrif, sem hljótast
kynnu af ákvörðunum þar að lút-
andi.
Það er ósköp eðlilegt að
mönnum verði hverft við þegar
þær fréttir berast, að mikilvæg-
asti markaður okkar fyrir saltfisk
setji 12% toll á allan innfluttan
fisk. Margir hafa og spurt, hver
borgi þennan toll. Þýðir þetta
beinlínis 12% lækkun á fiskinum
okkar? Það benda allar líkur til
þess, að sá sem endanlega borgar
þennan toll sé neytandinn í Portú-
gal. Á hinn bóginn er það víst, að
samkeppnisaðstaða okkar íslend-
inga mun versna til muna á mark-
aðnum við það að kaupendur
okkar þurfa að borga hærri toll
heldur en aðrir. Ef við berum toll-
inn á Spáni saman við tollinn i
Portúgal er auðsýnt að 20% tollur
á innfluttan saltfisk til Spánar
gerir saltfiskinnflytjendum mjög
erfitt um vik að keppa við aðrar
matvörur á spánska markaðnum.
í Portúgal er málið að því leyti
flóknara að okkar kaupendur
þurfa að greiða 9% hærri toll en
saltfiskinnflytjendur frá öðrum
þjóðum og þessvegna keppa
kaupendur að okkar fiski ekki á
jafnréttisgrundvelli við innfluttan
fisk annarra. Þessu hefur þegar
verið harðlega mótmælt bæði í
Portúgal og utan sem mismunun
af versta tagi og við skulum svo
sannarlega vona að þetta mál fáist
leiðrétt áður en meiri skaði verður
af því. Hér er þó ekki um heims-
endi að ræða og við skulum halda
ró okkar og reyna að vinna málið
19
eftir skynsamlegum leiðum þar til
viðunandi lausn fæst.
Viðskipti
Það verður ekki skilið við þetta
mál án þess að nefna viðskipta-
jöfnuð landanna. Viðskiptin voru
okkur íslendingum mjög í hag en
nú hefur orðið á því mikil breyt-
ing. Mikill fjöldi innflytjenda hef-
ur brugðist vel við óskum okkar og
tilmælum opinberra aðila hér-
lendis að reyna að stuðla að inn-
flutningi frá Portúgal og fullyrða
má að í fjöldamörgum tilfellum er
það íslenskum neytendum líka
mjög í hag. Margvíslegar portú-
galskar iðnaðarvörur hafa
streymt inn í landið og fle9tar
hverjar ágætar og á góðu verði.
Sömuleiðis hafa íslensk stjórnvöld
mjög lagt sitt af mörkum og hefur
Viðskiptaráðuneytið með ráðu-
neytisstjórann í fararbroddi að
öðrum ólöstuðum svo sannarlega
lagt sitt af mörkum. Svo mikil
breyting hefur orðið á þessu á
undanförnum árum, að ekki er
ýkja langt síðan að við keyptum
innan við 10% af því verðmæti,
sem við seldum til Portúgal, en
allt stefnir í það að við munum
jafnvel jafna viðskiptin á þessu
ári þó að sjálfsögðu sé ekki líku
saman að jafna þegar við erum að
tala um að flytja til þeirra 15.000
tonn á móti allt að 38.000 tonnum
fyrir fáum árum. Engu að síður er
þetta góður árangur og við skulum
vona að portúgalskir stjórnmála-
menn meti þennan árangur nokk-
urs. Portúgölum er mikið í mun að
fá að vinna hluta af Blönduvirkj-
un eða einhverjar þær stór-
framkvæmdir sem hér standa
fyrir dyrum og við skulum vona að
sú ósk þeirra rætist. Það væri
þeim mjög mikils virði og okkur
mikill raunverulegur styrkur.
Loks er ekki hægt að láta hjá líða
að lýsa furðu yfir því fálæti, sem
íslenskir útvegsmenn hafa sýnt í
þessu efni. Við höfum margítrekað
bent þeim á, að þeir væru að
styrkja sjálfa sig fyrst og fremst
með því að kaupa portúgölsk net.
Viðbrögðin hafa verið grátlega lít-
il og því 9kylt að beina því til allra
þeirra sem hér inni eru og á ein-
hvern hátt eru tengdir netakaup-
um, að láta einskis ófreistað að
kaupa portúgölsk net sem ku vera
jafngóð og net annarra þjóða og
fyllilega samkeppnisfær í verði.
Um aðra blautfiskmarkaði má
segja að eins og framleiðslumálum
er komið hjá okkur nú verður lítið
aflögu handa þeim þó að við reyn-
um að veita þeim einhverja úr-
lausn svo ekki sé hægt að segja um
okkur að við gleymum alveg smá-
fuglunum þegar illa árar.
Siðari hluti ræöu Friðriks
Pálssonar veröur í blaö-
inu á miövikudag.
Nóbelsskáldið og listakonan
SÝNING Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalsstöðum hefur vakið óskipta
athygli. Louisa hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 1942 og það hefur
ekki verið fyrr en á síðari árum, að athygli hefur beinst að henni i
listaheimi New York-borgar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar Nób-
elsskáldið Halldór Laxness og kona hans, Auður, ræða við listakonuna,
sem er lengst t.h. á myndinni.