Morgunblaðið - 09.06.1984, Side 21

Morgunblaðið - 09.06.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1984 21 Ljósm. Mbl./ KEE. Norræni starfshópurinn. F.v. Jan Helraar Petersen, Per Egil Mjaavatn, Birgitte Jallow, Greta Bilfling, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Elisabeth Edlunds, Stina Báckström, Tuula Pentti og Jens Pedersen. „Hlustið á börn á N orðurlöndum“ „HLUSTIÐ á börn á Norðurlönd- um“ er yfirskrift verkefnis sem norrænn starfshópur, skipaður 1982 af Norrænu ráðherranefnd- inni, vinnur nú að. Fulltrúar Norð- urlandanna í starfshópnum héldu nýlega fund í Reykjavík, en verk- efni þeirra er að fylgjast með barnamenningu á Norðurlöndum og veita upplýsingar um þau mál sem hæst ber á þeim vettvangi á hverjum tíma. Eins og yfirskrift ársins 1984 gefur til kynna mun starfshóp- urinn beita sér fyrir því að börn fái „orðið", þ.e. aukinn tíma og aukna athygli í dagblöðum, út- varpi, sjónvarpi og öðrum fjöl- miðlum. Er þá ekki einungis átt við að aukið verði við efni sem ætlað er börnum, heldur að börn fái sjálf að hafa þar hönd með í bagga. Á blaðamannafundi sem hóp- urinn hélt í tengslum við fund sinn hér, kom fram að í því skyni að ná settu marki verður sett upp „barnafréttastofa" á skrif- stofu starfshópsins, sem þetta árið er staðsett í Kaupmanna- höfn. Á fréttastofunni verður safnað saman og dreift um Norðurlöndin margvíslegu efni um börn og barnamenningu, en fréttaritarar og tengslahópar verða á öllum löndunum. Einnig verður sent út fréttabréf og verður efnið í því á upprunalega málinu, að undanskildu efni frá íslandi og Finnlandi, sem verður þýtt yfir á eitthvert hinna Norð- urlandamálanna. Þá er ráðgert að halda mál- þing á komandi hausti, sem eins- konar hápunkt verkefnisins. Þangað verður boðið stjórnmála- mönnum, fulltrúum fjölmiðla og börnum, í því skyni að skiptast á skoðunum um tjáningarfrelsi barna. Verða á þinginu væntan- lega lagðar fram tillögur til stjórnvalda, en þess má geta að nú eru liðin 25 ár frá því að Sam- einuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýs- ingu um réttindi barna. I starfshópnum eiga sæti, Jens Pedersen, lektor, og Jan Helm- er-Petersen, menningarfé'agsfr., frá Danmörku; Stina Báckström, ritstjóri, og Tuula Pentti, for- stöðumaður, frá Finnlandi; Sig- ríður Ragna Sigurðardóttir, kennari, frá íslandi; Katrín Englund, fulltr., og Elísabeth Edluns, kvikmyndaráðgjafi, frá Svíþjóð og Per Egil Mjaavatn, rannsóknarstj., og Gréya Billing, ráðgjafi, frá Noregi. Egilsstaðir: Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs Kgil.sNtöðum, 3. júní. ^ I VOR boóuóu nokkrir áhugamenn um golf til stofnfundar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs og komu 23 áhuga- menn til stofnfundarins. f stjórn klúbbsins voru kjörnir Árni Hann- esson, formaður; Kristinn Ást- valdsson og Ragnar Steinarsson. Stjórnin virðist hafa starfað af krafti síðan, því að félagar klúbbs- ins eru nú orðnir hartnær 40 tals- ins — og tekið hefur verið á leigu land til næstu fjögurra ára — sem klúbbfélagar hafa nú snyrt og gert að alvöru golfvelli. Land þetta er rétt norðan við aðalbyggðina í Fellabæ. Að sögn formanns, Árna Helga- sonar, eru brautir vallarins sam- tals um 1 km að lengd — en hver braut um 112—212 m og 6 holur eru í hringnum. Taldi Árni þetta bærilegan æfingavöll fyrst í stað, en þeir félagar eru stórhuga og hafa fullan hug á stærri golfvelli í framtíðinni. Um Jónsmessuna mun Golf- klúbbur Fljótsdalshéraðs efna til fyrsta golfmótsins og er væntan- legum þátttakendum bent á að skrá sig hjá einhverjum stjórn- armanna hið fyrsta. — Ólafur Formaður Golfklúbbs Fljótsdalshér- aðs, Árni Hannesson. , Ljósm. Mbl./Ólafur. Galvaskir kylfingar á hinum nýja golfvelli Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Bjarnarstígur Skólavörðustígur Laugavegur 1—33 CANNON-VÖRURNAR STUÐLA AÐ VELFERÐ BARNSINS * 'mmmm * 'V Skoöiö CANNON-barnavörurnar í næstu lyfjaverslun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.