Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
23
La Cambe í Frakklandi:
Þjóðverjar minnast
fallinna frá D-degi
i ■ r.miu a ap **■—^
La Cambe, 8. júní. AP.
UM TVÖ hundruð manns komu
saman í þýska hermannagrafreitn-
um í La Cambe í Normandí í gær til
aö minnast þeirra hermanna, sem
féllu þegar þeir reyndu að verjast
hinu sigursæla innrásarliði banda-
manna á svonefndum „D-degi“ fyrir
fjörutíu árum.
Meðal viðstaddra voru Franz
Jochen Schoeller, sendiherra
Vestur-Þýskalands í Frakklandi,
og Jean Laurain, sem er ráðherra
í ríkisstjórn Frakklands og fer
með mál fyrrverandi hermanna.
Þjóðverjum var ekki boðið að
taka þátt í hátíðarhöldunum 6.
maí þegar tugþúsundir manna,
þ.á m. margir þjóðarleiðtogar
vestrænna ríkja, héldu upp á D-
dag í Normandí.
Sendiherra Vestur-Þjóðverja
sagði í ávarpi, sem hann flutti í
grafreitnum þar sem 21.160 sam-
landar hans eru grafnir, að Frakk-
ar og Þjóðverjar væru nú full-
komlega sáttir og gerðu sér grein
fyrir hve fráleitt væri að útkljá
deilumál með stríðsrekstri.
Richard Burton
Burton
hættur
drykkju-
skap
Malmesburv, Englandi, 8. júní. AP.
LEIKARINN Richard Burton
sagði fréttamönnum í gær að þeir
dagar væru liðnir, að hann
drykki áfengi.
Burton, sem nú er 56 ára að
aldri, sagði: „í gamla daga
slappaði ég af eftir kvikmynda-
töku með því að hella mig full-
an. Ég get ekki staðið í því
lengur. Eg get ekki unnið og
drukkið samtímis. Nú nota ég
frístundir á meðan á kvik-
myndatöku stendur til að lesa
bækur eða líta yfir handrit
myndarinnar."
Richard Burton leikur nú
hlutverk O’Brien í kvikmynd
sem verið er að gera eftir hinni
kunnu skáldsögu George
Orwell 1984. Fimmta kona
hans, Sally, fylgist með
myndatökunni.
Slökkviliðsmenn urðu frá að hverfa
Slökkviliðsmenn urðu að láta í minni pokann fyrir
náttúruöflunum í síðastliðinni viku í Tulsa í OkJa-
homa, þar sem sökum flóða reyndist ógerlegt að
nálgast þetta brennandi heimili. AP
Áskorun öldungadeildar Bandaríkjaþings:
Evrópuríki í NATO auki
útgjöld til varnarmála
Washington, 8. júní, AP.
ÖLDUNGARDEILD Bandaríkja- aðilar að Atlantshafsbandalag- varnarmála um þrjú prósent.
þings vill að Evrópuríki, sem eru inu, auki fjárveitingar sínar til Áskorun þessa efnis var sam-
þykkt á fundi deildarinnar í gær
með 91 atkvæði gegn 3. Er Ron-
ald Reagan forseta falið að koma
sjónarmiðum þingraanna á fram-
færi við viðkomandi stjórnvöld.
Jafnframt samþykkti öld-
ungardeildin að skora á Japani
að auka varnarmálaútgjöld sín
verulega, en stjórnvöld í Tókýó
hafa þegar ákveðið að auka þau
um 4,8 prósent á þessu ári.
Aftur á móti var felld tillaga
sem fól í sér að fjárveiting til
bandaríska varnarmálaráðun-
eytins yrði miðuð við útgjalda-
aukningu til varnarmála í Evr-
ópu. Flutningsmaður tillög-
unnar, Larry Pressler, sagði að
skattborgarar í Bandaríkjun-
um væru orðnir leiðir á því að
heyra stöðugar fréttir um
hækkun bandarískra framlaga
til varnarmála á sama tíma og
bandamenn þeirra í Evrópu
héldu að sér höndum.
Laxinn bar veiði-
menn ofurliði
Osló, 7. júní. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara
ALGENGT er að laxveiðimenn
segi hetjusögur úr veiðiferðum en
stundum er ekki tilefni til sagna af
því tagi og hetjurnar koma sneypt-
ar heim, eins og við á um tvo lax-
veiðimenn í Norður-Noregi.
Mennirnir tveir voru að veið-
um í ánni Tana í Finnmörk fyrir
skömmu og kræktu í 25 kílóa lax.
En kálið er ekki sopið þótt í aus-
una sé komið, og á sama hátt var
viðureigninni við þann væna
ekki lokið þótt þeim tækist að
innbyrða hann.
Vart höfðu þeir fyrr komið
laxinum inn yfir borðstokkinn
Mbl.
en hann kastaði sporðinum til og
frá. Sló hann í gogg, sem annar
veiðimannanna hélt i hend i,
með þeim afleiðingum að hann
stakkst á kaf í handlegg hans.
En sagan var samt ekki öll
sögð, því laxinn endasentist
fram eftir bátnum til þess, sem
enn var ómeiddur og linnti ekki
sporðaköstum fyrr en sá lá
rotaður. Tók laxinn enn að
ólmast og áður en varði hafði
hann stokkið upp yfir borðstokk-
inn og út í sjó og hvarf. Eftir
sátu veiðimennirnir með sárt
ennið, annar rotaður og hinn
stórslasaður.
Svíþjóð:
Engar undirtektir
undir launatillögur
Stokkhólmi, 8. júní. Frá Erik Liden fréttaritara Mbl.
SÆNSKA stjórnin boðaði fulltrúa
aðila vinnumarkaðarins til fundar á
þjóðhátíðardaginn og reifaði þar
væntanlega samningagerð án árang-
urs.
Olof Palme forsætisráðherra
reyndi að fá aðila til að fallast á
það sjónarmið að launahækkanir
yrðu ekki umfram 5% árið 1985,
en fékk engar undirtektir. Ákveð-
inn var annar fundur 26. júní nk.
Bæði Palme og Kjell-Olof Feldt
fjármálaráðherra gerðu tilraunir
á fundinum til að fá fram skoðanir
aðila vinnumarkaðarins á því
hvernig þeir teldu að ná mætti
samkomulagi er raskaði ekki
áformum stjórnarinnar að halda
verðbólgu innan við 4%. ttrekað
var beðið um hugmyndir eða til-
lögur frá fulltrúnum en án árang-
urs.
Denis Thatcher ekki
boðið í kvöldverðinn
London, 8. júní. AP.
DENIS Thatcher, eiginmaður
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra Bretlands, var ekki boðinn í
kvöldverðarhóf sem hún hélt sjö
karlmönnum í gær í íbúð þeirra
hjóna í Downing Street 10 í Lon-
don.
Karlmennirnir sjö voru leið-
togar sjö helstu iðnríkja hins
frjálsa heims, en þeir sitja nú á
rökstólum í London.
Fréttamenn, sem fylgdust með
komu leiðtoganna á fund Thatch-
■ ■■
ERLENT
í fjóra
mánuði
úti í
geimnum
Moskvu, 8. júní. AP.
ÞRÍR sovézkir geimfarar luku
fjórða mánuðinum í geimnum í
dag, en með öllu er óljóst
hversu löng geimdvöl þeirra um
borð í Salyut 7. verður.
Geimförunum var skotið á
loft 8. febrúar og komu þeir
um borð í geimstöðina sól-
arhring síðar. í millitíðinni
hafa þeir framkvæmt vísinda-
legar athuganir, farið fimm
sinnum úr verustað sínum, og
leikið hlutverk gestgjafans er
tveir sovéskir geimfarar og
einn indverskur dvöldu þar
vikutíma í apríl.
Geimförunum þremur var
skotið á loft í Soyuz 10. en
sovésk-indverska áhöfnin fór
til baka á því fari. Tilgangur
Sovétmanna með þessari
löngu dvöl 1 geimnum er að
kanna áhrif langdvalar í
geimnum á menn. Markmið
þeirra er að reisa rannsókna-
stöðvar í geimnum.
Lengst hafa sovéskir geim-
farar verið 211 daga utan
gufuhvolfs jarðar, en það var
árið 1982 er tveir sovéskir
geimfarar dvöldu um borð í
Soyuz 7.
ers, urðu varir við að eiginmaður
hennar hélt á brott í samkvæm-
isklæðnaði. Þeir kölluðu til hans
og spurðu hvert förinni væri
heitið. „Út að borða, liggur það
ekki í augum uppi?" svaraði
hann að bragði.
A næsta
blaðsölustað
Stjömu-
blaðið
^ w
Stjörnublaðið
Blað með frábærum
persónulýsingum
öll stjörnumerkin
f einu blaði á
aðeins 79 krónur
DREPIÐ
FYRIR
DOLLARA
|
Drepið fyrir dollara
Góður efnismikill
56 síðna spennureyfari
Heil bók í blaðaformi
á aðeins 97 krónur.
Þér ætti ekki að leiðast
um helgina
Akurutgafan
k 1
: ■
Opiö í dag kl: ÍO
Vörumarkaöurinn hf.
Ármúla 1A Eiöistorgi 11