Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 26

Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 26
MORGUNBLA‘ÐTfl,LÁtjC,ARDAGlfK k’ J'ÚNÍ ’lð84 ’' 26 Rannsaka þarf hversu víðtækt vanda- mál ofbeldi gagnvart börnum er FræAslunefnd fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar gekkst fyrir fræðslufundi um ofbeldi gagnvart börnum í Gerðubergi sl. mánudag. Starfs- fólki hinna ýmsu stofnana í Reykjavík, þar sem búast má við að þetta vandamál geti komið upp, var boðið á fundinn. Aðalsteinn Sigfússon, deild- arsálfræðingur hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, tjáði blm. Morgunblaðsins að markmið fræðslufundarins hafi verið að vekja starfsfólk, sem vinnur á þessum stofnunum, til umhugsunar um ofbeldi gagn- vart börnum, en eins og alkunna væri, þá hefði þetta vandamál ætíð verið vel falið. Á fundinum fluttu erindi um ofbeldi gagnvart börnum, þau Pétur Lúðvíksson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins, og Hulda Guðmundsdóttir, yfirfé- iagsráðgjafi geðdeildar sama spítala. Blm. Mbl. hafði sam- band við Pétur Lúðvíksson og innti hann eftir upplýsingum um þetta vandamál. „Það eru ekki til neinar upp- lýsingar um umfang þessa máls á fslandi," sagði Pétur, „en hins vegar skrifaði Ásgeir Karlsson geðlæknir grein, sem birtist í norrænu geðlæknablaði, um rannsókn sem gerð var á árun- um 1960 til 1969 á ofbeldi gagn- vart börnum hér á landi. Þar kom í ljós að við rannsóknina fundust fjögur börn sem orðið höfðu fyrir líkamsmeiðingum. Ekki er til nein nýrri könnun á þessum málum á íslandi, en ofbeldi gagnvart börnum sem mikið hefur verið til umfjöllunar í öðrum löndum, bæði vestan hafs og austan, er gjarnan dulið. Aðalatriðið í þessu sambandi er, að það sem um er að ræða er ofbeldi í mjög víðum skilningi, en það ofbeldi sem veldur bein- línis stórfelldum áverkum er Aðalsteinn Sigfússon, deildarsál- fræðingur hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. sjaldgæft og einungis lítið brot af því sem um ræðir. Ofbeldið sem við er átt er ferns konar. Fyrst og fremst lík- amlegt ofbeldi, þar sem í mikl- um meirihluta eru minni háttar áverkar. f öðru lagi er þetta kyn- ferðisleg notkun á börnum á all- an mögulegan hátt, í þriðja lagi andleg kúgun og í fjórða lagi vanhirða. Eg tek þetta sérstak- lega fram, þar sem þess mis- skilnings virðist víða gæta, að ofbeldi gagnvart börnum sé ein- ungis það að börn hljóti líkam- lega áverka, en það er eins og áður segir aðeins lítið brot ofbeldisins. Ofbeldi gag:nvart börnum er víða mikið vandamál og það er grunur margra þeirra sem fást við börn á fslandi, að hér á landi Pétur Lúðvíksson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins. sé þetta ekki síður vandamál en annars staðar. Því er brýn nauð- syn á því að hafist verði handa við rannsóknir á því,“ sagði Pét- ur Lúðvíksson barnalæknir að lokum. Blm. Mbl. innti Huldu Guðmundsdóttur, * yfirfélags- ráðgjafa á geðdeild Barnaspítala Hringsins, eftir upplýsingum um ofbeldi gagnvart börnum. „Ég vil taka það fram að orsakir misþyrminga á börnum eru allar mjög flóknar," sagði Hulda, „og eru þær samofnar fé- lagslegum og einstaklingsbundn- um þáttum. Þetta vandamál er ekki nýtt heldur hefur það fylgt mannkyninu í gegnum aldirnar. Það er því miður ástæða til að óttast, að vandamálum sem tengjast ofbeldi gagnvart börn- um muni fjölga með tilliti til Hulda Guðmundsdóttir, félags- ráðgjafi á Barnaspítala Hringsins. niðurstaðna rannsókna frá Bandaríkjunum, sem segja að 1,5% bandarískra barna verði fyrir einhverskonar valdbeitingu árlega. Er það mun meira en al- mennt er talið. Fyrsta ráðstefnan um ofbeldi gagnvart börnum var haldin í Danmörku í ágúst sl. Voru þar 280 manns samankomin úr hin- um ýmsu faghópum, til að skipt- ast á skoðunum, rannsóknum og klínískri reynslu. Áhersla var lögð á að æ fleiri staðfestingar hafa fengist á því, að á Norður- löndum eiga sér stað bæði mis- þyrmingar og kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Því er það mjög mikilvægt að börnum þessum og fjölskyldum þeirra sé veitt eins skjót aðstoð og mögu- legt er. Það er álit ráðstefnuþáttak- enda, að í samfélaginu sé ekki um að ræða nægilega innsýn og viðurkenningu á því, hversu um- fangsmikið þetta vandamál er, né heldur skilningur á þeim af- leiðingum sem niðurlægjandi meðferð á börnum hefur í för með sér. Af þessu leiðir að fjöl- mörg börn fá ekki nægilega vernd, og ef ekki er tekið í taum- ana gagnvart slíkum misþyrm- ingum í tæka tíð, á barnið á hættu að þroskaferli þess geti seinkað á ýmsum sviðum. Því er mjög brýnt að hafa það hugfast að foreldrar, sem verða fyrir því að beita börn sín ofbeldi, vilja í raun alls ekki reynast þeim illa. Viðbrögð þeirra ber því að skoða í ljósi örvæntingar og álags, sem þeir fá ekki risið undir. Ég vil leggja áherslu á mikil- vægi þess, að foreldrar leiti sér aðstoðar til þess að reyna að fyrirbyggja áframhaldandi ofbeldi gagnvart börnum sínum, en sitji ekki einir uppi með sekt- arkennd sína. Möguleikar eru á því að vinna úr orsökum með að- stoð fagfólks," sagði Hulda Guð- mundsdóttir að lokum. Aðalsteinn Sigfússon sagði ennfremur að um 80 manns hefðu setið fundinn og er erindin höfðu verið flutt, fóru fram um- ræður meðal fundargesta. Taldi Aðalsteinn að markmiði fundar- ins hafi verið sæmilega náð og hann liti á hann sem lið í barátt- unni gegn ofbeldi gagnvart börn- um. Kvað hann brýna þörf á upplýsingum varðandi þetta mál og einnig að unnið yrði að úrbót- um á því. Aðalsteinn sagði að lokum að fundargestir hefðu verið mjög ánægðir með fræðslufundinn og hefðu margir haft það á orði að fundurinn hefði opnað augu þeirra betur fyrir þessu alvar- lega en því miður falda vanda- máli. Borgarstjórn: 5 menn kosnir í útgerðarráð BÚR í stað 7 áður Á FUNDi borgarstjórnar á fimmtudag voru fimm menn kosn- ir í útgerðarráð Bæjarútgerðar Reykjavíkur i stað sjö áður, þ.e. Ragnar Júlíusson formaður, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Gústaf B. Einarsson, Sigurjón Pétursson Málningarverksmiðja Slippfélags- ins í Reykjavík hf. hefur nú gefið út leiðbeiningarbækling um meðferð Dynasylan-efnisins, til varnar alkalí- og steypuskemmdum. í frétt frá Slippféiaginu segir, að um árabil hafi staðið yfir rann- sóknir á hæfum efnum til að stöðva og/eða koma í veg fyrir þessar skemmdir. Á síðasta ári hafi komið í ljós árangur af rann- og Kristján Benediktsson. Gústaf B. Einarsson var áður varamaður í útgerðarráði, en áður sátu þar sem aðalmenn auk Ragnars, Vil- hjálms, Sigurjóns og Kristjáns þeir Skúli Jónsson, Björn Dag- bjartsson og Bjarni P. Magnússon. sóknum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins þar sem Monosilan-efni reyndust hæf til að hefta virkni alkalískemmda í steypu. Samkvæmt þeirra viður- kenningu hefur Slippfélagið í Reykjavik hf. síðan útbúið leið- beiningabækling sinn um notkun efnisins og er hægt að fá hann í flestum byggingavöruverslunum eða sendan í pósti án kostnaðar. Fékk styrk úr Sonning- sjóðnum PÉTUR Jónasson gítarleikari hlaut fyrir helgina styrk fri Sonning- sjóðnum að upphæð 20.000 danskra króna. Sjóðurinn veitir fjóra styrki ir hvert og var Pétur i meðal hinna útvöldu að þessu sinni. Nokkrir íslendingar hafa ið- ur hlotið sambærilegan styrk og mi þar nefna Manuelu Wiesler, Einar Jóhannesson og Þorgerði Ingólfs- dóttur. „Ég er að sjálfsögðu geysilega ánægður með þessa viðurkenn- ingu,“ sagði Pétur er blm. ræddi við hann í gær. „Styrkurinn gef- ur mér m.a. tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhringinn og kemur örugglega að góðum not- um.“ Pétur bætti því jafnframt við, að hann myndi halda til Spánar til vetrardvalar í haust og ætlaði að sækja þar einkatíma hjá mjög færum kennara. Heiðursverðlaun Sonning- sjóðsins í ár fékk hinn heims- kunni jazztónlistarmaður Miles Davis. Leiðbeiningabækl- ingur um meðferð alkalískemmda Búnaðarbanki íslands: Jóhannes Þór Ingva- son ráðinn aðalbókari Á FUNDi bankariðs Búnaðarbanka íslands hinn 30. maí sl. var Jóhann- es Þór Ingvarsson, fulltrúi í aðal- bókhaldi, riðinn aðalbókari Búnað- arbankans. Jóhannes tekur við starfi aðal- bókara af Guðmundi Árnasyni, sem nýlegea var ráðinn aðstoðar- bankastjóri. Jóhannes er þrítugur að aldri, fæddur 27. október 1953. Hann lauk verslunarprófi frá Samvinnu- skólanum 1973 og hefur starfað í aðalbókhaldi Búnaðarbankans síð- an. Kona Jóhannesar Þórs er Margrét Lilja Kjartansdóttir og eiga þau tvö börn. Jóhannes Þór Ingvarsson Skólaslit Tækni- skóla íslands TÆKNISKÓLA íslands var slitið 30. maí sl. og lauk þar með tuttugasta starfsiri hans. Við upphaf skólairs, 2. september 1983, voru nemendur skól- ans 420, þar með taldir nemendur í útistöðvum i Akureyri og á ísafirði. Bjarni Kristjánsson rektor, flutti skólaslitaræðuna, en ennfremur fluttu eftirtaldir nemendur ávarp: Eyjólfur Árni Rafnsson, bygginga- tæknifræðingur, ólafur Tryggvason, nemandi í rekstrartæknifræði, og Áki Áskelsson, formaður nemenda- félagsins. Byggingatæknifræðingar brautskraðir 83/84 gáfu skólanum 17 þúsund kr. sem verja skal til að bæta tækjakost byggingadeildar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.