Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 27

Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 27
M0RGUNBLAÐIÐ,'LAUGARÐAGl>R9. JpNl 1984 27 Akureyri: Nýr forseti bæjarstjórnar Akureyri, 6. júní. FORSETASKIPTI urðu í bæjarstjórn Akureyrar á fundi í gær, en um þessar mundir er kjörtímabil núverandi bæjarstjórnar hálfnað. Valgerð- ur Bjarnadóttir, sem verið hefur forseti bæjarstjórnarinnar undanfarin tvö ár, lét nú af því embætti að eigin ósk, en við tók Sigfríður Þorsteins- dóttir. Þær eru báðar fulltrúar Kvennaframboðsins, sem myndar meiri- hluta bæjarstjórnar ásamt fulltrúum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Við kjör forseta í gær hlaut Sigfríður Þorsteinsdóttir 6 atkvæði, Gunnar Ragnars (S) 4 og Valgerður Bjarnadóttir 1 atkvæði. Varaforsetar voru kjörnir Helgi Guðmundssoft (Abl.) og Freyr ófeigsson (A), báðir með 6 atkvæðum, en fimm seðlar voru auðir. Á fundi bæjarstjórnarinnar í gær voru einnig eftirtalin kosin í bæjarráð: Sigurður Jóhannes- son, Valgerður Bjarnadóttir, Helgi Guðmundsson, Gunnar Ragnars og Sigurður J. Sigurðs- son. Varamenn í bæjarráð: Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, Sigfríð- ur Þorsteinsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Jón G. Sólnes og Margrét Kristinsdóttir. f hafnarstjórn voru kosin: Stefán Reykjalín, Gunnlaugur Guðmundsson, Elín Stephensen, Jón G. Sólnes og Vilhelm Þor- steinsson. Varamenn: Bjarni Jó- hannsson, Hilmir Helgason, Þorgerður Hauksdóttir, Herbert Jónsson og Jónas Þorsteinsson. í rafveitustjórn voru kosin: Sigurður Jóhannesson, Ragn- hildur Bragadóttir, Hilmir Helgason, Gunnlaugur Fr. Jóhannsson og Sigtryggur Þorbjörnsson. Varamenn: Ingvi R. Jóhannsson, Svava Aradóttir, Jósef Sigurjónsson, Einar Bjarnason og Jóhann Krist- jánsson. í kjörstjórn voru kosin: Hallur Sigurbjörnsson, Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Sigurður Ring- sted, og til vara: Sólveig Gunn- arsdóttir, Bjarni Kristjánsson og Haraldur Sigurðsson. GBerg. Punktar frá bæjarstjórn Akureyrar Akureyri, 6. júní. Hár reikningur Orkustofnunar í fundargerð vatnsveitustjórn- ar frá 24. maí kemur fram að lagðir hafi verið fram reikningar frá Orkustofnun vegna borholu á Vaglaeyrum. Við samanburð á reikningum á milli ára og verk- efna telur stjórnin að fram komi, að hækkun á bortaxta nemi allt að 100%. Þótti stjórn- inni þetta mikil hækkun og hef- ur óskað eftir nákvæmum skýr- ingum frá verktaka, Orkustofn- un. Húsvarðarstaða við Síðuskóla Skólanefnd Akureyrar aug- lýsti nýlega lausa stöðu húsvarð- ar við hinn nýja Síðuskóla og er gert ráð fyrir 50% stöðuhlut- falli. Sjö umsóknir bárust um stöðu þessa og hafði skólanefnd samþykkt fyrir sitt leyti að ráða Rúnar S. Arason, Arnarsíðu 4a, í stöðuna. Ekki voru bæjarfulltrú- ar sammála um þessa niðurstöðu nefndarinnar og farið var fram á að greitt yrði atkvæði um það hver stöðuna skyldi hljóta. Var það gert og hlaut þá Magnús Jónatansson, Beykilundi 8, sam- tals 9 atkvæði en Rúnar 2. Nýr yfirkennari við GA Magnús Aðalbjörnsson, yfir- kennari við Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, mun verða f leyfi frá störfum næsta skólaár, og var því auglýst eftir umsóknum um starf hans þann tíma. Tvær um- sóknir bárust, frá Birni Sverris- syni og Guðmundi Lárusi Helga- syni. Skólanefnd mælti með, að Guðmundur Lárus yrði ráðinn í stöðuna til næsta árs, og sam- þykkti bæjarstjórn það á fundi sínum í gær. Stuttorðar fundargerðir Fundargerð skólanefndar Verkmenntaskólans frá 18. maí sl. er svohljóðandi: „1. Tekin var afstaða til símskeytis frá menntamálaráðuneytinu og var samþykkt að fela formanni nefndarinnar afgreiðslu þess. 2. Samþykkt var að auglýsa opinberlega eftir hugmyndum um húsgögn fyrir skólann. — Fleira ekki.“ Jón Sigurðsson (F) gerði þessa bókun skólanefndarinnar að um- ræðuefni á bæjarstjórnarfundi í gær, taldi fráleitt að bæjar- stjórn ætti að láta bjóða sér að greiða atkvæði eða álykta um slíkar fundargerðir frá nefnd á vegum bæjarfélagsins, sem segðu bókstaflega ekki neitt um hvað rætt hefði verið og kvaðst ekki geta tekið þátt í afgreiðslu á slíkum fundargerðum. Menningarsjóður veitir styrki Stjórn Menningarsjóðs ákvað á fundi sínum 16. maí sl. að veita eftirtalda styrki: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, mynd- listarkona, Enchede, Hollandi, kr. 30 þús. vegna kostnaðar við sumarnám við listaakademíu; Sólveig Jónsdóttir, píanóleikari, hlaut 30 þús. kr., en hún hyggst stunda framhaldsnám í píanó- leik í Bandaríkjunum; Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri, og Theodór Júlíusson, leikari, hlutu kr. 10 þús. hvort til að sækja Norrænu leiklistarhátíðina í Osló; Kristján Jóhannsson, myndlistarkennari, kr. 10 þús. til þess að sækja Norræna mynd- listarkennaraþingið í Lofoten í sumar. Loks var, samkvæmt er- indi frá Tónlistarháskólanum, tveimur nemendum skólans, Ragnhildi Pétursdóttur, fiðlu- nema, og Hönnu Margréti Sverr- isdóttur, lágfiðlunema, veitt samtals kr. 20 þús. til þess að sækja námskeið í hljóðfæraleik í Bandaríkjunum. GBerg Seglbrettamót á Skerjafirði FYRSTA seglbrettamót sumarsins verður haldið laug- ardaginn 9. júní kl. 13.00 á Skerjafirði. Mótið er haldið á vegum siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi. í fréttatilkynningu þess segir að keppt verði í þríhyrningskeppni og langsiglingu ef veður leyfi, og reynt mun verða að keppa í svigi. Ennfremur segir að enginn fái að taka þátt í keppninni án björgunarvestis. Nýr framkvæmda- stjóri Sölustofn- unar lagmetis STJÓRN Sölustofnunar lagmetis hefur ráðið Theódór S. Halldórsson í starf framkvæmdastjóra Sölustofn- unarinnar í stað Heimis Hannesson- ar sem lætur nú af störfum að eigin ósk eftir fjögurra ára starf. Theódór hefur undanfarin ár verið skrifstofustjóri Sölustofnun- arinnar og einnig starfað þar að ýmsum markaðsmálum. Hann er 32 ára að aldri, kvæntur Ólöfu Helgu Pálmadóttur og eiga þau tvö börn. Theódór S. Halldórsson nýráðinn framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis. Leiðrétting í BLAÐINU í gær slæddist sú meinlega villa í fyrirsögn að Kristján Nikulásson, vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík, sem varð 100 ára í gær, var sagður vera frá Vestmannaeyjum. Hið rétta er að Kristján er frá Kringlu, Miðdölum í Dalasýslu, og fluttist síðan til Reykjavíkur árið 1923 eins og kom fram í fréttinni. INNLENT Afmælishappdrætti Sjálfstæðisflokksins 26 glæsilegir ferðavinningar að verðmæti um 1.000.000 kr. Dregið í dag Vinsamlega gerið skil á heimsendum miðum í Reykjavík er afgreiðsla happdrættisins í Valhöll Háaleitisbraut 1 Sími 82900 opið 8.00 - 22.00 Sækjum — Sendum Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.