Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 32

Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 32
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1984 32 Vestur- Evrópusambandið og Noregur Eftir Arne Olav Bruntland Hinn 17. júní næstkomandi verður kosið til þings Evrópubandalagsins (Efnahagsbanda- lags Evrópu) í almennum kosningum í aðildarlöndunum tíu. Athyglin beinist því mjög að samvinnu Evrópuþjóða um þessar mundir. Hún hefur verið að þróast frá efnahagsmálum yfír til stjórnmála og utanríkismála. Til þess að draga úr mikilvægi kjarnorkuvopna fyrir varnir Vestur-Evrópu eru uppi tillögur um að efla hefðbundinn varnarviðbúnað í álfunni með auknu framlagi evrópskra aðila Atlantshafsbandalagsins. Innan Evrópubandalagsins eru öryggis- og varnarmál þó ekki ofar- lega á dagskrá, en hins vegar velta menn því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að blása nýju lífí í Vestur-Evrópusambandið svonefnda og gera það að virku afli í vörnum Evrópu. Norðurlönd- in standa utan þessa sambands enda má segja að Atlantshafsbandalagið hafí leyst það af hólmi 1949. í greininni sem hér birtist ræðir Arne Olav Brundtland stöðu Norðmanna andspænis auknu varnarsamstarfí innan Vestur-Evrópusambandsins. Hugleiðingar hans eiga erindi hér á landi því að eins og Norðmenn stöndum við bæði utan Evrópubandalagsins og Vestur- Evrópusambandsins en kjósum þó að vera í hópi Evrópuríkja innan Atlantshafs- bandalagsins. Bj.Bj. Varnarmálaráðherrar Vestur- Þýskalands og Frakklands: Manfred Wörner og Charles Hernu. Samstarf Þjóðverja og Frakka í varnar- og öryggismál- um vex jafnt og þétt Það var mjög gagnlegt fyrir samræðugrundvöll utanríkis- stefnumála þegar Eivinn Berg, ráðherraritari utanríkisráðherra Noregs, hóf umræður um Vestur- Evrópusambandið og afstöðu Nor- egs til þess. Þetta gerði hann í ræðu á fundi Evrópuhreyfingar- innar fyrir nokkru. Tilefnið var að Frakkar hafa gefið til kynna áhuga á að virkja Vestur-Evrópusambandið og gera það að samstarfsstofnun aðildar- ríkjanna á sviði öryggismála. Með því fengist útfærsla á samstarfi Frakka og Þjóðverja í öryggismál- um, en auk þeirra eiga aðild að Vestur-Evrópusambandinu Bret- land, Ítalía og BeNeLux-löndin (Belgia, Holland og Lúxemborg). Vestur-Evrópusambandið Vestur-Evrópusambandið er út- færlsa á Brússel-sáttmálanum frá 1948, sem var undanfari vestur- evrópskrar aðildar að Atlants- hafsbandalaginu. í Brússel-sátt- málanum er lýst yfir vilja til svæðisbundinnar samvinnu í ör- yggismálum sem skilyrði fyrir því að Bandaríkin taki að sér varan- legra hlutverk í varnarmálum Vestur-Evrópu. Formlega var Brússel-sáttmál- anum beint gegn sigruðu Þýska- landi, en í raun var samvinnan hugsuð sem mótvægi gegn Sovét- ríkjunum. Þetta varð einnig ljós- ara þegar Sambandslýðveldið Þýskaland var tekið inn í Vestur- Evrópusambandið um leið og landið varð aðildarríki að NATO 1955. Helsta verkefni Vestur- Evrópusambandsins var að skipu- leggja eftirlit með hervæðingu Vestur-Þýskalands. Því verkefni var sinnt, en hefur smám saman glatað tilgangi sínum eftir því sem vestur-þýsk hervæðing hefur auk- ist jafnt og þétt. Með tilliti til þess má segja að Vestur-Evrópusam- bandið hafi glataö tilgangi sínum. Ástæðan fyrir því að þetta bandalag hefur um all langt skeið verið lítt virkt er sú, að samstarfið í öryggismálum hefur færst yfir á vettvang NATO. Sú skoðun hefur ríkt að samvinna í Vestur- Evrópusambandinu mætti ekki torvelda samstarfið í NATO. Eftir að Frakkar hættu þátt- töku í hernaðarlegu samstarfi NATO árið 1966, hefur Vestur- Evrópusambandið verið sú stofn- un, sem Frakkland hefur áfram verið aðili að, gagnstætt því sem segja má um NATO. Aðal ástæða þess að Frakkland undir stjórn De Gaulle og síðar hefur ekki sagt sig úr sambandinu er trúlega sú, að Frakkar hafi talið það þjóðhags- lega rétt að viðhalda vestur- evrópskum samtökum þar sem Bandaríkin hafa ekki aðgang. Stefna Frakka Á stjórnarárum De Gaulles reyndu Frakkar að koma á sam- eiginlegri hervæðingu vestur- evrópskra ríkja á vestur-evrópsk- um grundvelli, andstæðum NATO, sem þeir töldu um of stjórnað af Bandríkjunum. En með þeirri miklu samstöðu með Bandaríkjun- um, sem ríkti í Vestur-Evrópu utan Frakklands, gátu Frakkar ekki tekið áhættuna af að þurfa að sætta sig við meirihlutaákvarðan- ir. Frakkland bjó yfir pólitískum styrk, m.a. með hliðsjón af eigin kjarnavopnum og viljanum til að marka eigin stefnu. Þetta var þeim nóg til að taka afstöðu gagn- vart Bandaríkjunum og bjóðast til forustu í eigin samtökum, sem væru bundnari Evrópu. En þessi styrkur nægði ekki í raun til að fá önnur vestur-evrópsk aðildarríki NATO til samstarfs. Stefna Frakka hefur því undir stjórn De Gaulles og síðan markast af þjóð- ernislegu sjálfstæði. Engu að síður hafa Frakkar undanfarin tuttugu ár reynt að út- víkka samstöðu í öryggismálum með Vestur-Þýskalandi. Þannig hefur það verið þrátt fyrir stjórn- arbreytingar í báðum ríkjunum. Mitterrand forseti og Kohl kansl- ari hafa hvorir um sig og af ólík- um stjórnmálaástæðum reynt að framfylgja þessari stefnu. Nú er svo komið að Frakkar hafa gefið til kynna að unnt ætti að vera að gera Vestur-Evrópusambandið virkt. Það er virðingarvert af Eivinn Berg að hafa á áberandi hátt vak- 'ð athygli á þessu í ræðunni hjá Evrópuhreyfingunni. Fullljóst er að öðlist Vestur-Evrópusamband- ið nýtt líf, hefur það áhrif á sam- starfið í NATO, og það varðar Noreg. Eivinn Berg kemur hér fram sem fulltrúi framsýnnar utanríkisstefnu. Norskir hagsmunir Það gengur eins og rauður þráð- ur gegnum ræðu Bergs að hags- munum Noregs er best þjónað með því að samstarfið í NÁ ’O verði jafnan eins gott og unnt er Það er þannig til hagsbóta fyrir ok*ur að sérhvert samstarfskerfi, sem nær til færri aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins, þjóni þeim til- Hveragerði: Málverkasýning á hótel Ljósbrá Hveragerði, 5. júní. Málverkasýning verður opnuð í Hótel Ljósbrá í Hveragerði laugar- daginn 9. júní nk. kl. 14. Þar er á ferðinni áhugamálarinn Ingvar Sig- urðsson í Hveragerði. Hann hefur lengi fengist við að mála og hefur áður haldið eina einkasýningu og tekið þátt í samsýningum. Á sýning- unni verða 25 myndir, olíumálverk og pennateikningar. Fréttaritari Mbl. hitti Ingvar að máli og spurði hann um tildrögin að þessari sýningu og sagðist hon- um svo frá: „Ástæða þess að ég dríf í þessu núna, er sú, að verið er að opna hér í hótelinu sal eftir gagngerðar endurbætur og er meiningin að bjóða hann út til leigu í framtíðinni til sýninga- halds á listaverkum. Fjölskylda mín tók við rekstri á hótelinu nú í vor og höfum við unnið baki brotnu að viðgerðum á því alla daga síðan og fristundir verið engar. Ég hafði hugsað mér, áður en þetta kom til, að taka mér nokkurra vikna frí frá annarri vinnu og ljúka nokkrum myndum sem ég hef lengi átt hálfgerðar, en tíminn hefur ekki leyft það, af fyrrgreindum ástæðum. Þess- vegna er þessi sýning með öðru sniði en upphaflega var ætlað, eða yfirlitssýning á því sem ég hef verið að mála á undanförnum 10 til 12 árum, eru þær fengnar að láni hjá ættingjum og vinum, því mér helst illa á þeim sjálfur og eru flestar mínar myndir lofaðar áður en ég hef lokið þeim. Það hefur háð mér í mörg ár að hafa ekki nógu góða vinnuaðstöðu því ég hef verið við nám og störf víða úti á landi og oft búið þröngt. En nú hefur ræst úr þeim málum því fyrir tveim árum keypti ég hús það sem Kristinn Pétursson list- málari byggði sér hér að Bláskóg- um 6 og er þar góð vinnustofa. Húsið hafði staðið autt um tíma og var næstum ónýtt þegar ég tók við því, en er nú að komast í sæmi- legt lag. Það er vegna eindreginna til- mæla fjölskyldu minnar að ég opna þessa fyrstu sýningu á hótel- inu og vona ég að einhverjir hafi gaman af að skoða hana, ég er þarna með 25 myndir, olíumálaðar á striga og pennateikningar. Al- veg er óákveðið hvað þær hanga lengi, en a.m.k. tvær vikur. En að lokum vil ég geta þess að á næsta ári hef ég hug á að vera með sýningu á nýjum myndum og þá trúlega til sölu,“ sagði Ingvar að lokum og þar með var hann þotinn aftur í smíðarnar. En ég nota tækifærið og óska honum til hamingju með sýninguna og hótel- ið. FrétUriUri. Gjafir í gluggasjóð EINS og þeir vita, sem sækja Bú- staðakirkju, er smám saman verið að koma fyrir í kórgluggum listaverki Leifs Breiðfjörð. Gerði söfnuðurinn samning við listamanninn fyrir þremur árum um að komið skyldi fyrir tveimur einingum hvert ár, annarri fyrir jól og hinni fyrir páska, nema ( ár, verður komið fyrir fjórum einingum og eru því tvær eftir, sem bíða næsta árs. Þeir eru margir, sem hafa glaðzt innilega yfir því að sjá listaverkið smám saman birt- ast eins og þaö á endanlega að vera og margar gjafir hafa runnið í sjóð þann, sem stendur straum af kostnaði við verldð. Nú var að berast stórhöfðingleg gjöf til niinningar um frú Sigriði Oddleifsdóttur, sem andaöist 12. apríl sl. og skal peningunum varið til að efla gluggasjóðinn og þannig tengja listaverkið minningu hennar. Mér er það sérstaklega ljúft að þakka fyrir þessa góðu gjöf og ekki síður, að mega minnast þessarar góðu frænku minnar, þegar ég lít listaverkið fullgjört, en það verður altaristaflan í Bústaðakirkju. Fyrir hönd safnaðarins þakka ég þessa góðu gjöf og bið að blessun fylgi og hvíli yfir þeim, sem þar eiga hlut að máli. Ólafur Skúlason Ingvar Sigurðsson með tvær mynda sinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.