Morgunblaðið - 09.06.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1984
37
Minning:
Jón Edwald
Kristjónsson
Fæddur 9. Júní 1917
Diinn 10. janúar 1984
Jón Edwald Kristjónsson var
fæddur 9. júní 1917 á Blönduósi.
Foreldrar hans voru Kristjón
Jónsson trésmiður og kona hans,
Guðrún Jónsdóttir. Kristjón var
fæddur 24. júní 1891, sonur Jóns
bónda á Skarði í Haukadal í Dala-
sýslu, f. 1856, d. 1931 Guðmunds-
sonar og konu hans, Kristínar
Ólafsdóttur bónda á Stóra-
Vatnshorni í Haukadal Hallsson-
ar (Dalamenn I 299—300). Kona
Kristjóns var Guðrún, fædd 27.
maí 1882, Jónsdóttir Sigurðssonar
bónda á Reykjanesi í Víkursveit,
Strandasýslu, f. 1860, er drukkn-
aði haustið 1882 með Þorsteini frá
Kjörvogi (Strandamenn 480).
Kristjón og Guðrún fluttust
með Jón ársgamlan frá Blönduósi
til Reykjavíkur, og þar ólst Jón
upp, hið eina af fimm börnum
þeirra hjóna er lifði. Kristjón fað-
ir hans var vel greindur maður og
skáldmæltur, en heilsuveill. Krist-
jón dó 1941, tæplega fimmtugur.
Eftir hann komu út ljóðabækurn-
ar Aringlæður, 1924, og Sindur,
1937, ásamt fleiru. Þessa stöku
orti hann til Jóns í æsku:
Hjartans æðsta ósk er mín
öll þó veröld banni,
að góður drottinn gæti þín
og gjöri að nýtum manni.
Jón byrjaði ungur að vinna fyrir
sér. Hann var um árabil sendill
hjá Landssímanum. Síðan lærði
hann símvirkjun og vann að þeim
störfum um stutt árabil, en ekki
varð símvirkjastarfið hans fram-
tíðaratvinna. Hann sneri sér að
verslunarstörfum og þau urðu síð-
an hans ævistarf.
Jón giftist ungur Ágústínu Ág-
ústsdóttur, en leiðir þeirra skildi
eftir nokkur ár. Þau áttu þrjú
börn; Gísla, Kristrúnu og Ágústu.
Seinni kona Jóns var Alda
Kristjánsdóttir frá Vestmanna-
eyjum.
Eins og áður sagði varð verslun
og kaupmennska ævistarf Jóns.
Ekki er það tilgangurinn með
þessum fáu minningarorðum að
rekja ítarlega kaupmannsferil
hans eða ævisögu. — Jón í Eyja-
búð, eins og hann var jafnan
nefndur af þeim er þekktu til
hans, var fyrst með litla matvöru-
búð með þessu nafni á Bergstaða-
stræti. Þaðan fluttist hann í lítið
hús er hann fékk að setja niður við
Bústaðaveg, fyrir nýbyggðina við
Bústaðaveg, Hæðargarð og Hólm-
garð upp úr 1950. Var það fyrsta
búðin í því hverfi. Þó að búðin
væri iítil, bætti þetta úr aðalþörf-
um fólksins. Þá voru ekki sam-
göngur og bílaeign almennings
eins og nú, og þarna var leyst úr
ýmiskonar þörfum við takmark-
aðar kringumstæður.
Eftir nokkur ár setti Jón sig
niður með búð í Múlakampi sem
kallaður var. Flutti hann húsið
þangað og stækkaði það mikið.
Þarna var um skeið rekin kaffi-
stofa af öldu konu hans, Háaleit-
is-Kaffi, en verslunin var við Háa-
leitisveg 108a. En svo kom skipu-
lagið til og göturnar Ármúli og
Síðumúli voru lagðar og þá var
Eyjabúð fyrir. Þá byggðu þau
hjónin verslunarhúsið Dalmúla
sem er nr. 8 við Síðumúla, og í það
var flutt 1974.
Hin síðari ár fór heilsu Jóns
hnignandi og það urðu því ekki
mörg árin sem hann gat notið
þeirrar bættu aðstöðu sem hið
nýja húsnæði veitti honum. Hin
síðari ár var heilsu hans þannig
farið að hann varð að lokum að
hætta, og lét búðina á leigu. Hon-
um hefði þó ekki tekist að halda
svo lengi í horfinu, ef ekki hefði
komið til mikil dagleg hjálp öldu
konu hans er var honum ómetan-
leg aðstoð við störfin og allar út-
réttingar, og umhyggju og að-
hlynningu á heimilinu að ioknu
dagsverki. Jón minntist þess oft
við konu sína, að hann vonaði að
hann fengi að kveðja á undan
henni og honum varð að þeirri ósk
sinni.
Jón var orðheldinn og ábyggi-
legur í viðskiptum. Hann var hlé-
drægur í eðli sínu og kunni vel að
meta ef góðu var að honum snúið,
einlægur og hlýr í viðmóti.
Með ástundun og heiðarleika
tókst honum að verða efnahags-
lega sjálfbjarga. Þess vegna gat
hann horft áhyggjulaus fram til
efri ára, ef heilsan héldist og með
góðri aðhlynningu konu sinnar.
En við þekkjum ekki stundina eða
daginn. í fyrstu viku þessa árs
veiktist hann óvænt og hastarlega
og 10. janúar lést hann á Borg-
arspítalanum í Reykjavík, aðeins
sextíu og sex ára að aldri.
í dag, 9. júní, er afmælisdagur
Jóns. Þá hefði hann orðið sextíu
og sjö ára. Kynning min, sem
þessar línur rita, af Jóni í Eyja-
búð, í áratugi, er öll á einn veg.
Hann var góður drengur. Þess
vegna vil ég nú á þessum degi
þakka fyrir liðna tíð í þeirri nýju
tilveru, og ég veit að Guðs blessun
fylgir honum.
Indriði Indriðason
Asaprestakall:
Sigurður Árni Þórð-
arson kosinn prestur
SÉRA Sigurður Árni Þórðarson
hefur verið kosinn prestur í Ása-
prestakalli í Skaftafellsprófasts-
dæmi, en hann var áður settur
prestur þar.
Kosið var 31. maí sl. Á kjörskrá
voru 163 og greiddu 99 manns at-
kvæði. Séra Sigurður Árni var eini
umsækjandinn og hlaut hann 90
atkvæði, en 9 seðlar voru auðir.
Kosningin var því lögmæt. Séra
Sigurður Árni er eiginmaður séra
Hönnu Maríu Pétursdóttur og tók
hann við prestakallinu af henni í
vetur.
Hópferð
til Finnlands og
Sovétríkjanna
Ef næg þátttaka fæst ráögerir Norræna félagiö hópferö til Finnlands og Sovét-
ríkjanna dagana 27. júní til 9. júlí í sumar. Dvaliö verður í Helsinki fyrstu tvo
dagana og m.a. fariö í skoöunarferö um borgina, en þann 30. júní verður lagt
upp í skoöunarferö um Miö- og Suður-Finnland, landsvæöi hinna þúsund vatna.
Verður m.a. fariö um Tampere, Jyváskylá, Kouvola, Mikkela og Lappenranta og
gist á þessum stööum á fyrsta flokks hótelum viö glæsilegan aöbúnað.
Til Sovétríkjanna
Þann 5. júlí gefst svo þátttakendum kostur á aö fara landleiöina til Leningrad og
dvelja þar á Hotel Pulkovskaja til 8. júlí. í Leningrad veröur fariö í skoðunarferö-
ir um borgina og nágrenni. 8. júlí veröur svo snúiö aftur til Finnlands til móts við
flugvélina, sem heldur til íslands þann 9. júlí.
Fargjald fyrir Finnlandsferöina er 28 þús. kr. og er þá innifaliö flugfar heiman og
heim, hótelgisting í Finnlandi á 1. flokks hótelum, morgunveröur í Helsinki en
hálft fæöi á öllum öörum gististööum í Finnlandi, akstur um Finnland, farar-
stjórn o.fl.
Feröin til Leningrad kostar 5.200 krónur aukalega og er þar innifalinn akstur,
gisting, hálft fæöi og skoöunarferöir.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku, eru beönir aö hafa samband viö skrifstofu
Norræna félagsins eigi síöar en miövikudaginn 13. júní.
Þetta ferðalag er ein sérstæöasta og óvenjulegast ferð, sem í boöi er í sumar á
vegum félagsins.
VERKTAKAR
VÖRUBIFREIÐAEIGENDUR
BIFREIÐAEIGENDUR
Hjólbarðatilboð okkar í júní er:
6 stk. 1000x20 — 14 pl. í pakka á kr. 42.000,-
4 stk. 1100x20 — 14 pl. í pakka á kr. 41.000,-
4 stk. 520x12 — í pakka á kr. 4.500,-
4 stk. 560x12 — í pakka á kr. 6.500,-
4 stk. 600x13 — í pakka á kr. 7.700,-
4 stk. 650x13 — ípakkaákr. 8.200,-
Allt verö miðast viö staðgreiðslu.
BEIN LÍNA HJÓLBARÐAR ER SÍMI 83490.
BíLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 • I24 RÉYKJAVÍK 5ÍMI 687300