Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 38
‘Ss OO r ♦’ ff>T o ÍTTTrv I rm ■ r~» T r * » /~TT r~T \ rrr* /2 r,, , MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984 Minning: Guðrún Ásta Andrés- dóttir Borgarnesi Fedd 12. ágúst 1926 Dáin 29. maí 1984 Mér bárust þær fréttir sl. mið- vikudag að Guðrún Andrésdóttir væri látin. Ég hitti hana á förnum vegi örfáum stundum áður en hún lést og var hún þá hress og bjart- sýn. Fékk þessi frétt því mjög á mig, því hún virtist hafa náð svo góðum bata eftir erfið áföll. En enginn veit hvenær kallið kemur. Hún Didda, eins og Guðrún Asta var ævinlega kölluð af vinum og félögum, fæddist á Skelja- brekku í Andakíl 12. ágúst 1926. Foreldrar hennar voru Stefanía Ólafsdóttir frá Jörfa og Andrés Björnsson frá Bæ. Árið 1937 flutt- ist fjölskyldan til Borgarness. Didda lauk skólagöngu í Borgar- nesi, en síðar var hún einn vetur við nám við Héraðskólann á Laugarvatni. Um tíma vann hún við verslunarstörf hjá Versluninni Borg hér í bæ. Árið 1961 réðst hún sem samstarfsmaður minn í slát- urhúsinu í Borgarnesi. Störfuðum við saman í 10 ár, eða þar til ég hætti störfum þar. Kynntist ég þá greind og þroska Diddu vel. Þessi ár voru erfið við uppbyggingu nýrra vinnubragða á stærsta vinnustað í bænum og var vinnu- álagið mikið á öllum þeim sem þar störfuðu. Didda reyndist sterkur bakhjari og sannaðist þar að „ber er hver að baki nema sér bróður eigi“. Alltaf hélt hún áttum og heildaryfirsýn þegar mest á reyndi. Hún þekkti hlutskipti lág- launamannsins og túlkaði samn- inga ætíð á jákvæðan hátt. Hins- vegar taldi hún sig aldrei geta samið um gerða samninga. Didda var þeirrar gerðar að krefjast einskis fyrir sig, hvorki til met- orða né launa, því hún var hlé- dræg og lítillát. Leysti hún oft erf- iðustu verkin af alúð í nafni sam- starfsmanna sinna. Hæfni hennar til stjórnunar kom best í ljós er hún stjórnaði verkun á hörpudiski sem fluttur var frá Breiðafirði, en við það var hún verkstjóri og fiskmatsmaður. Rekstur þessi gekk mjög vel og töldu eftirlitsmenn með verkun sjávarafurða að til sérstakrar fyrirmyndar væri. Eftir rúmlega tveggja áratuga starf hjá þessu stóra fyrirtæki hefur hún um- gengist margt fólk og eignast marga góða vini en mér er óhætt að fullyrða að hún skapaði sér hvergi óvild, heldur einungis vel- vild og virðingu og segir það nokk- uð um mannkosti manneskju sem þurfti bæði að taka ákvarðanir og standa við þær. Didda bjó lengst af með foreldr- um sínum með bðrnin þrjú. Hún keypti sér litla íbúð fyrir nokkrum árum og bjó ein í henni siðustu mánuðina. Þrátt fyrir tvö slæm hjartaáföll á stuttum tíma stund- aði hún vinnu sína, var vinnusöm og bjartsýn og ætlaði að kaupa sér nýjan bíl til að geta með góðu móti stundaö vinnu, þótt veður væru slæm. Hún eignaðist þrjú bðrn: Stefaníu Sigurgeirsdóttur, sem búsett er á ísafirði, Signýju Birnu Rafnsdóttur, sem búsett er í Borg- arnesi, og Ævar Andra Rafnsson, sem búsettur er í Reykjavík. Þau missa mikið en þau höfðu fyrir rúmu ári séð á eftir Stefaníu, ömmu sinni, sem þau ólust að miklu leyti upp hjá. Ég bið bðrn- unum allrar blessunar og bið þess að almáttugur Guð megi styrkja þau á þessum erfiðu stundum og í framtíðinni. Vandamönnum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Að lokum kveð ég Guðrúnu, vinkonu mína, með virðingu og sérstöku þakklæti fyrir samstarf fyrri ára og órofa vináttu alla tíð. Megi Guð gefa henni birtu og yl í nýjum heimkynnum. Grétar Ingimundarson „Kvöldsólarroðinn Ijómar á lönd mót liljum vallarins blóma, þar ljósálfur birtíst með hafmey við hönd og heillandi söngvarnir óma. + Eiginmaöur minn, HELGI S. GÍSLASON, Trttöum, Hraunhreppi, lést í Landspítalanum að morgni 6. júní. Katrln Guttmundsdóttir. t Móöir mín og amma okkar, GUDBJÖRG JÓELSDÓTTIR, Snorrabraut 71, veröur jarösungin þriöjudaglnn 12. júní kl. 13.30 I Hallgrímskirkju. Blóm og kransar afbeönir en þeim sem vlldu mlnnast hennar er bent á uppeldissjóö Thorvaldsensfélagsins. Áata ögmundsdóttir, Patrlcia Bono, Tómas Bono. Og roðinn umvefur hlíðar og hól og huldumey töfrunum beytir, í hafið mjúklega sígur sól og sönglúður álfurinn þeytir.” Ekki finnst mér óviðeigandi að byrja þessa minningargrein á „Vorvísum" eftir föður hinnar látnu, Andrés Björnssonar frá Bæ. Þegar sólin er hæst á lofti, Borgarfjörður breiðir faðminn mót þýðum vorsins vindum, í fjallahlíðum litlar lindir vakna, og vorboðarnir komnir i hverjum birkilundi, heyrist fuglasöngur. Allt er vaknað af dvala vetrarins. Það húmar að kveldi og hljóðnar dagsins ys. Sú staðreynd blasir við að burt er kölluð elskuleg móðir, tengda- móðir og amma, Guðrún Ásta Andrésdóttir hét hún fullu nafni, en Didda var hún kölluð meðal vina og ættingja. Hún fæddist 12. ágúst 1926, dóttir hjónanna Stef- aníu Ólafsdóttur og Andrésar Björnssonar. Didda sleit barns- skónum i skjóli góðra foreldra, bróðurs, og tveggja systra. Starfs- vettvangur Diddu var alla tið í Borgarnesi. Lengst af bjó hún með móður sinni, sem var hennar styrkur við uppeldi barna hennar, dætranna tveggja, Stefaníu og Signýar og sonarins, Ævars Andra. Nú hafa systkinin stofnað sín heimili og fengu það í vega- nesti út í lifið, sem amma þeirra og móðir létu sér annt um sameig- inlega, velferð og velgengni þeirra. Ekki minnist ég Diddu öðruvisi en glaðri og hressri, og leggja gott eitt til mála sem að höndum bar. Jafnframt var hún ágætum gáfum gædd, og kunni vel að meta góðar bækur, og unun hafði hún af því að ferðast, jafnt innanlands sem utan. Fyrir nokkrum árum réðst Didda í að kaupa sér íbúð við Kveldúlfsgötu og hafði búið sér þar notalegt heimili. Það var með ólíkindum hvað þessi netta kona kom miklu i verk. Öll sín störf framkvæmdi hún bæði fljótt og vel, og þess nutu Minning: Haukur Kristins- son netagerðarmaður Fæddur 7. nóvember 1924 Dáinn 1. júní 1984 Árla morguns 1. júní sl., mætt- um við vinnufélagarnir og eigend- urnir að Netagerð Dalvíkur hf. til vinnu, og virtust allir hressir að venju, komum við okkur fyrir á næstu netastykkjum, ræddum málin og sögðum hver öðrum fréttir er bestar við vissum og þá einkum af aflabrögðum og því er að sjónum laut. Að þessu sinni ræddum við mest um það að trillu- báturinn Nói EA 157 var nú í einni sinni fyrstu sjóferð og innan stundar væntanlegur að landi. Það hefur verið fastur liður í gegnum árin hjá okkur, að hefja og ljúka vinnu eftir klukku útvarpsins og það brást ekki þennan fagra vor- morgun er hún sló átta. Þá — sem hendi væri veifað — hneig einn okkar félaganna Haukur Krist- insson örendur niður. Svo fljót geta umskiptin orðið að vart er hægt að láta sér detta í hug að svo snöggt og óvænt beri þá brottför að, er bíður okkar allra. Haukur Viðar Kristinsson, en svo hét hann fullu nafni, var bor- inn og barnfæddur Svarfdælingur, fæddur í Höfn á Dalvík 7. nóvem- ber 1924 og hefði því orðið 60 ára á þessu ári ef til þessara tímamóta hefði ekki komið. Hann var sonur hjónanna Elínar Þorsteinsdóttur frá Hánefsstöðum og Kristins Jónssonar fyrrum sundkennara frá Hrafnsstaðakoti hér í sveit, næstyngstur af fimm sonum þeirra hjóna. Þeir bræður voru á sínum yngri árum hraustir og stæltir menn en þrátt fyrir það hafa nú þrír þeirra orðið að lúta í lægra haldi fyrir þeim sem með Ijáinn gengur. Auk þess átti Haukur heitinn þrjú hálfsystkini frá seinna hjónabandi föður síns. Foreldrar Hauks slitu samvistir þegar hann var barnungur og mátti vel finna það á skapgerð hans og framkomu að viðskilnaður við móður á þessum árum hefur mótað allt hans lundarfar, og vita sjálfsagt fáir nema þeir sem það reyna, hve djúp spor slík örlög rista í barnssálina. Á jóladegi 1952 gekk Haukur að eiga sinn lífsförunaut Guðrúnu Jakobsdóttur Helgasonar frá Grimsey. Það var mikið gæfuspor sem stigið var með því hjónabandi fyrir báða aðila, því varla er hægt að hugsa sér betra samband milli hjóna, þau þrjátíu og tvö ár sem þau nutu saman. Þeim varð fjög- + Þökkum samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar ÓLAFS Á. GUDJÓNSSONAR, Hringbraut 58, Keflavlk. Árni Falur Ólafaaon, Ellsabat Ólafsdóttir, Þóra 8. Ólafsdóttir, Júllana K. Ólafsdóttir, tengdabörn, barnabttrn og barnabarnabttrn. + Þökkum af alhug, vlnsemd og hlýju, vlð andlát og útför eiglnmanns mins, fööur okkar. sonar, bróöur, tengdasonar og dóttursonar, ADAL8TEINS Á8GEIR88ONAR, heiisugaszluliaknls á Þórshöfn. Marta Hildur Richter, Auttur og Þórdfs Aöalsteinsdastur, Auttur og Ásgeir Valdemarsson, Edda, Asa, Valdfs og Guttrún Bjarnveig, BJarnveig og AAalsteinn Eirfksson. Margret og Ulrich Richter og fjölskylda. þeir sem umgengust hana. Undir rólegu yfirbragði hennar, var ólgandi skap, sem hún stillti vel, því ekki var hennar líf allt dans á rósum, en sjaldan er ljós án skugga. Með hressilegu viðmóti var hún ávallt fljót að sjá spaugi- legu hliðarnar á lffinu, og það er mikil náðargáfa, að hafa þannig áhrif á umhverfi sitt. Didda kenndi þess sjúkdóms sem síðan dró hana til dauða. Hún tapaði orustunni eins og svo marg- ir aðrir. Er nú höggið tvisvar 1 sama knérunn á skömmum tíma, því móðir Diddu lést fyrir hálfu öðru ári, og var hún öllum harm- dauði, sem hana þekktu. Og nú í annað sinn, sviplegt og sárt, þurfa börn Diddu að kveðja sína aðra móður. Nú þegar leiðir skilja og við sjáum á bak vinum okkar, spyrja kannski sumir hvaða til- gang þetta lff hafi. En Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið, hver sem á mig trúir mun lifa þótt hann deyi“. Ég þakka Diddu góð kynni. Bið guðs blessunar yfir börnum, tengdabörnum, og litlu ömmu- börnunum á erfiðri stund. Skín þú sanna, yfir leiðið lága. Landið nú blessar þennan trygga áa. Anda þú svali blítt um hvelfing bláa. Berist svo kveðja upp í veldið háa. Jóhannes Reynisson. urra barna auðið, en þau eru Val- ur matsveinn, Agga Hrönn hús- móðir, Kristinn Jakob stýrimaður, og Elín nemi. Haukur fór snemma að vinna fyrir sér og má segja að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Hann fór hér áður fyrr til síld- veiða á sumrin á ýmsum skipum héðan frá Eyjafirði en á vetrum vann hann yfirleitt við veiðar- færagerðina Netjamenn hf., sem Kristinn faðir hans stofnsetti og rak ásamt sonum sínum og fleir- um. En fyrir tuttugu árum eða ár- ið 1964 stofnaði Haukur ásamt fimm félögum sínum Netagerð Dalvíkur hf., þar sem hann hefur starfað óslitið síðan. Hann gerði ekki víðreist um dagana og var því oftast viðlátinn ef til þurfti að taka, hann var afar hjálpfús mað- ur og gott til hans að leita þegar þannig kringumstæður sköpuðust. Með Hauki Kristinssyni er genginn góður og trúr þegn þessa byggðarlags og er ætíð mikil eftir- sjá í slíkum mönnum og vandfyllt það skarð, sem skilið er eftir. Við eigendur Netagerðar Dal- víkur hf. og fjölskyldur okkar bið- jum Guð að varðveita Hauk Krist- insson látinn, þökkum honum margra ára kynni og gott sam- starf, um leið vottum við eftirlif- andi konu hans Guðrúnu Jakobs- dóttur, börnum og öðrum aðstand- endum innilega samúð okkar og biðjum sama Guð að veita þeim styrk á raunastundu. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gef dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum). Júlíus Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.