Morgunblaðið - 09.06.1984, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JUNÍ 1984
Sr. Garðar Svavars-
son - Minningarorð
Sr. Garðar Svavarsson andaðist
9. maí hér í bæ. Hann fæddist 8.
september 1906 að Búðum í Fá-
skrúðsfirði. Voru foreldrar hans
Svavar Sigurbjörnsson Svavars
kaupmanns frá Reykhúsum í
Eyjafirði, og konu hans, Jónu
Bjarnadóttur, kaupmanns á Seyð-
isfirði. Að henni stóðu miklar ætt-
ir á Austurlandi.
Bjarni, faðir Jónu, var bróðir
Stefaniu, konu sr. Sæmundar
Jónssonar í Hraungerði, er voru
foreldrar Geirs Sæmundssonar,
vígslubiskups. Þau Bjami og Stef-
anía voru börn sr. Sigurgeirs
Pálssonar prests á Skeggjastöðum
á Bakkafirði og konu hans, Önnu,
dóttur sr. Ólafs Indriðasonar,
prests á Kolfreyjustað. Sr. Sigur-
geir Pálsson var sonur Páls Guð-
mundssonar, sýslumanns frá
Krossavík og konu hans, Malenu
dóttur Jens Örum verslunar-
manns og konu hans Sigríðar syst-
ur Geirs Vídalíns biskups.
Var þetta stórbrotið hæfileika-
fólk. Sr. Sigurgeir Pálsson var
söngmaður með afbrigðum, skáld-
mæltur, góður kennari, barngóður
og hraustmenni mikið.
Garðar Svavarsson var snemma
hneigður til náms, hann lauk stúd-
entsprófi 1927 og hóf nám í lækn-
isfræði, en hvarf frá því eftir eins
vetrar nám og tók að lesa guð-
fræði. Hann lauk prófi í febrúar
1933 með fyrstu einkunn og stund-
aði síðan framhaldsnám í trúfræði
í Svíþjóð einn vetur. Hann kvænt-
ist Hönnu Brynjólfsdóttur, 16.
september 1933. Hún var frá Ak-
ureyri og átti einnig ættir að telja
úr Húnaþingi. Hún var vel gefin
kona og ljósmyndari að iðn. Þau
eignuðust þrjú börn, Örn verk-
fræðing, Jónu hjúkrunarkonu og
Gylfa lyfsala á Hvolsvelli. Garðar
vígðist til Hofsprestakalls í Álfta-
firði með búsetu á Djúpavogi 1933.
Er ekki ólíklegt að hann hafi haft
í huga ættartengsl við Austur-
land. Hann undi þar vel hag sínum
og var fljótur að samlagast fólk-
inu.
Er Sigurður P. Sivertsen há-
skólakennari í guðfræði fékk
lausn frá embætti 1936 sóttu fjór-
ir um stöðuna. Sr. Garðar Svav-
arsson var einn þeirra og skyldi
nú fara fram samkeppnispróf.
Mátti ætla að himneskur friður
ríkti um stöðuveitingu þessa, um
val á manni til að rækja hið göf-
uga starf að uppfræða prestsefnin
í siðfræði og trúfræði er áttu að
starfa í helgidómum þjóðar vorr-
ar. En bráðlega varð séð, að menn
myndu skipa sér í fylkingar um
þetta mál.
Um þessar mundir var vaknað-
ur áhugi á að fjölga prestum í
Reykjavík og skipta Dómkirkju-
brauðinu í sóknir. Var þá falast
eftir sr. Garðari að hefja starf í
Laugarneshverfi í Reykjavík, en
þar var fólksfjöldi í örum vexti.
Tók hann því feginsamlega er
hann sá hvað fara vildi um kenn-
araembættið. Er ráðamenn fundu
dugnað hans við þetta starf, var
hann kallaður til aukaprests í
Dómkirkjusöfnuðinum í Reykja-
vík 1938.
Er Laugamesprestakall hafði
verið stofnað var hann skipaður
þar 1941 eftir lögmæta kosningu.
Sr. Garðars beið mikið starf og
er skemmst frá að segja að hann
vann þar brautryðjandastarf að
grundvalla nýja sókn í Reykjavík.
Hann gekk að þessu með dugnaði
og viturleik í umgengni við fólkið
við að safna því saman til guðs-
þjónustuhalds. Var hann ótrauður
að húsvitja. Eftir 13 ára starf
hans og bestu manna reis í Laug-
arnesi mikið og fullkomið guðs-
hús, Laugarneskirkja. Sr. Garðar
starfaði í söfnuði sínum í 40 ár,
jafnan við mikið gengi. Hann var
alþýðlegur í viðmóti, ræðinn með
fastmótaða lífs og trúarskoðanir,
þá var hann barnafræðari velmet-
inn og einkar barngóður. Hann
var snyrtimenni, fyrirmannlegur í
framkomu og kurteis og traustur
vinum sínum.
Má þar til nefna að eftir fjög-
urra ára starf í Reykjavík fékk
hann sumarfrí og notaði hann það
til að kveðja söfnuði sína í Hofs-
prestakalli. Honum hafði eigi ver-
ið það auðið er hann óvænt ílentist
í Reykjavík. Samband hafði hann
við sóknarbörn sín á Austfjörðum
er þau voru á ferð hér í Reykjavík
og kvaddi þau stundum við skips-
hliðs er þeir héldu til síns heima.
Sr. Garðari var vel fagnað af
sínum gömlu sóknarbörnum og
hefur sjálfsagt messað á öllum
kirkjunum, þar á meðal á Djúpa-
vogi. Hann færði kirkjunni að gjöf
frá þeim hjónum altarisdúk, góð-
an grip, er kona hans hafði saum-
að. Var honum þessi ferð ógleym-
anleg og fygldi söfnuðurinn hon-
um til skips er hann lagði frá
landi.
Það mun hafa valdið nokkru
um, að sr. Garðar flutti til Reykja-
víkur að kona hans undi sér eigi á
Djúpavogi. Þar kom að þau skildu
en alla tíð hafði sr. Garðar mikil
kynni og gott samband við börn
sín, er voru hans yndi.
Sr. Garðar kvæntist síðar
sænskri konu, Vívan Holm, er var
kennari í leikfimi og sjúkraþjálf-
un, 19. júlí 1952. Hafði hún verið
búsett hér um árabil. Hún hafði
mikinn áhuga fyrir kirkjulegu
starfi og starfaði því mikið með
Minning:
Valdimar Stefáns-
son bóndi, Þverá
Fæddur 22. september 1906
Dáinn 24. aprfl 1984
„Minir vinir fara fjöld
feigðin þessa heimtar köld.“
Mér duttu þessar ljóðlínur
Bólu-Hjálmars í hug, er ég heyrði
lát vinar míns, Valdimars Stef-
ánssonar.
Valdimar var fæddur 22. sept-
ember 1906, sonur hjónanna Stef-
áns Sigurðssonar bónda á Þverá í
Blönduhlíð og konu hans Hjörtínu
Hannesdóttur.
Valdimar ólst upp á Þverá og
gerðist svo bóndi þar um tíma, eða
þar til að honum fannst hann vera
orðinn fyrir Steinþóri bróður sín-
um, en þeir bjuggu á sínum fjórða
partinum hver. Valdimar seldi
bróður sínum þá sinn hlut og yfir-
gaf þar með það lífsstarf, sem
hann hafði kosið sér og var honum
kærast alla tíð.
Valdimar var í orðsins fyllstu
merkingu maður lífsins og mold-
arinnar. Hann var skepnuhirðir
með þeim ágætum að fátítt er.
Þegar hann hætti búskap gerð-
ist hann verkamaður. Marga vetur
fór hann til Vestmannaeyja og
vann þar við fiskverkun og stund-
aði svo vegavinnu á sumrin. Hvort
tveggja lfkaði honum vel og held
ég reyndar að Valdimar hafi í
reynd líkað öll vinna, sem hann
vann, því hann var maður, sem
vann vegna vinnunnar sjálfrar og
hugsaði um það fyrst og fremst, að
vinna verk sín vel. Mig furðaði oft
á því, hvílíkum afköstum Valdi-
mar náði við vinnu. Hann fór aldr-
ei hart, en hélt jafnri ferð og
stoppaði aldrei og vandaði sig allt-
af við alla vinnu. Ég held því og er
reyndar viss um, að það var gott
að hafa Valdimar í vinnu, því
hann var listamaður í höndunum.
Hann var t.d. ágætur hleðslumað-
ur á torf og grjót og veit ég um tvo
bæi, sem hann byggði upp. Eru
það gamli bærinn á Hólum í
Hjaltadal og bærinn á Tyrfings-
stöðum á Kjálka. Verklagni hans
og vandvirkni í öllu iýsti hann ef
til vill best sjálfur, þegar hann var
eitthvert sinn að segja mér hvern-
ig ætti að girða svo vel færi:
Ef þú stendur við endann á 1000
metra langri girðingu og kíkir eft-
ir og sérð aðeins einn staur, þykir
mér líklegt að hún sé sæmileg.
Valdimar var annálað prúð-
menni í allri umgengni og snyrti-
menni svo af bar. Ég undraðist
það oft, hversu snyrtilegur hann
var alla tíð og þá skipti það engu
máli við hvað hann var að vinna.
Það virtust bara ekki tolla við
hann nein óhreinindi.
Eftir að Valdimar hætti vega-
og vertíðarvinnu, fluttist hann úr
Blönduhlíðinni út í Viðvíkursveit.
Hann setti sig niður á Narfastöð-
um, en þar bjuggu gömul hjón,
Elías Þórðarson og Oddný Jóns-
dóttir. Þeim hjálpaði hann við
búskapinn á meðan þess þurfti og
þegar Ólöf Þórhallsdóttir, dótt-
urdóttir gömlu hjónanna, tók við
búsforráðum var hann henni inn-
an handar við ýmislegt og veit ég
að hún og afi hennar voru honum
afar þakklát fyrir.
Valdimar var afar barngóður
maður og hændust öll börn fljótt
að honum. Hann var svo blíður.
Því kom það stundum í hans hlut
að vera barnfóstra fyrir ólöfu og
fór það sem annað vel úr hendi.
Hann minntist þeirra stunda ætíð
með gleði. Ég minnist þess líka
hversu glaður hann varð, þegar
Ólöf kom í heimsókn til hans í
Varmahlíð og var með litlu kon-
urnar með sér.
Þann 18. nóvember 1983 flutti
Valdimar yfir í Varmahlíð og tók
hús af undirrituðum. Þar flutti
hann inn í bráðabirgðaíbúð, sem
Niels Kristinn Lúð-
víksson —
Fæddur 10. desember 1900
Dáinn 22. apríl 1984
Þann 30. apríl sl. var borinn til
grafar tengdafaðir minn Níels
Kristinn Lúðvíksson, Melgerði,
Fáskrúðsfirði, en hann lést 22.
apríl sl. eftir stutta sjúkdómslegu
í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík.
Níels var fæddur í Gvendarnesi,
Fáskrúðsfjarðarhreppi 10. des-
ember 1900, sonur hjónanna Lúð-
víks Guðmundssonar og Halldóru
Baldvinsdóttur. Eignuðust þau
hjónin átta börn, fjögur þeirra
komust til fullorðinsára, en nú er
aðeins eitt þeirra á lífi.
Um fermingaraldur fór Níels að
stunda sjó með föður sínum á
opnum vélbátum. Árið 1927 keypti
Níels sér vélbát og reri hann frá
Hafnarnesi fyrstu árin en síðan
frá Búðum eftir að hann flutti
Minning
þangað, þaðan stundaði hann sjó-
inn þar til 1977 að hann hætti
fyrir aldurssakir. í þau 60 ár sem
Níels stundaði sjóinn, flest árin
sem formaður á opnum vélbátum,
henti hann engin óhöpp, og ætíð
skilaði hann sér og sínu fleyi í
land. Hann var góður aflamaður
og fór sérlega vel með. Eftir að
Níels hætti sjóróðrum fór hann að
vinna í landi í saltfiskverkun
HFF, þar sem hann vann þar til
heilsan brást honum í nóvember
sl.
Árið 1936 á útmánuðum voru
gefin saman í hjónaband þau Ní-
els og Petra Þórðardóttir frá Vík-
urgerði í Fáskrúðsfirði, dóttir
hjónanna Þórðar Gunnarssonar
og Guðrúnar Jónsdóttur. Þau Ní-
els og Petra bjuggu allan sinn
búskap í húsinu Melgerði, Búðum.
Eignuðust þau 6 börn. Þau eru:
Reynir sem býr í foreldrahúsum,
Sigurveig, gift Vigni Jóhannes-
syni, Búðum, Svavar, búsettur í
Reykjavík, Aðalbjörg, gift Georg
Einarssyni, Akranesi, Sævar, býr í
foreldrahúsum, og Guðrún, gift
undirrituðum, Búðum. Einnig átti
Níels son frá fyrra hjónabandi,
Ottó, sem býr með Ingibjörgu Jó-
hannsdóttur, Reykjavík. Stjúp-
dóttir Níelsar er Soffía Alfreðs-
dóttir, gift Skúla Þórðarsyni,
Akranesi. Einnig ólu þau Níels og
Petra upp dótturson sinn, Níels
Pétur.
Níels var ekki hávaxinn maður
en stór var hann. Mikill elju- og
dugnaðarmaður til allrar vinnu og
má segja að honum hafi aldrei
fallið verk úr hendi.
Níels heitinn var mikill og góð-
ur heimilisfaðir og ekki var hann
síðri afi. Tel ég það mikið lán fyrir
börnin okkar hvað þau fengu þó að
njóta hans lengi. ófáa sunnu-
dagsmorgna lagðist hann inn á dí-
van með þau og sagði þeim sögur,
en frásagnargleði hans var ein-
stök.
Að lokum viljum við þakka fyrir
þær góðu stundir sem við fengum
að njóta með okkar kæra föður,
tengdaföður og afa.
Blessuð sé minning hans og við
felum hann góðum Guði á vald.
Eiríkur Ólafsson
____________________________39_
manni sínum innan kirkjunnar.
Þau hjón voru mjög samhent alla
tíð.
Eftir að sr. Garðar lét af prest-
skap flutti hann nokkur útvarps-
erindi fróðleg og skemmtileg. Má
þar til nefna frá Djúpavogi, er
hann gekk með ungu fólki á þeirra
helga fjall, Búlandstind, og leit af
gnípu þess yfir hauður og haf,
lendur og byggðir, þar er hann hóf
prestsstarfið, er hann óx með alla
tíð.
Sr. Garðar Svavarsson var í Fé-
lagi fyrrverandi presta, sótti fundi
og messaði. Honum fylgdi glað-
værð, góð ára hins trúaða manns.
Með okkur bast vinátta frá skóla-
árunum er við unnum saman í
símavinnu er ég var í Menntaskól-
anum, en hann í Guðfræðideild-
inni.
Þann 17. maí var sr. Garðar
Svavarsson kvaddur í Laugarnes-
kirkju, er var fullsetin af safnað-
arfólki, kennimönnum og vinum
hans, er minntust hans með þakk-
læti og virðingu eftir 40 ára starf,
eins og söfnuðirnir gerðu fyrir
austan eftir 4 ára starf.
Pétur Þ. Ingjaldsson.
hann dvaldi í í vetur, en í vor ætl-
aði hann að flytja í framtíðar-
húsnæði og sú var ætlunin, að við
myndum deila með okkur þeirri
íbúð. En kallið var komið. Ög þó
við mennirnir gerum okkar áætl-
anir, mættum við minnast þess, að
enginn ræður sínum næturstað.
Valdimar hafði tekið sjúkdóm
þann, er leiddi hann til dauða.
Hann var því oft sjúkur og þurfti
hjálpar við, þennan síðasta vetur.
En þar sem ég var á vertíð, kom
það alfarið í hlut systur minnar að
hjúkra honum og hjálpa þessa síð-
ustu mánuði, sem hún gerði af ein-
stakri natni. Enda hafði Valdimar
orð á því nokkru áður en hann dó,
að þarna hefði hann ekki getað
verið án hjálpar Sillu sinnar, sem
honum þótti afar vænt um og var
henni mikið þakklátur.
Valdimar Stefánsson var ein-
stakt prúðmenni í hvívetna. Jó-
hann Weihe, gamall samverka-
maður hans, lýsti honum þannig:
Valdimar var blíðasti maður, sem
ég hefi kynnst, það var alltaf logn
í kringum hann.
Ég, sem skrifa þessi fátæklegu
minningabrot um vin minn, er
þakklátur almættinu fyrir þá náð
að hafa fengið að kynnast Valdi-
mar Stefánssyni. Því það er hverj-
um manni mikil blessun og auður,
sem aldrei verður mældur í gulli
og glingri heimsins, að fá að kynn-
ast og eiga að vin göfugmenni eins
og Valdimar Stefánsson réttilega
var.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég kveðja vin minn, um leið og
ég óska honum velfarnaðar í nýj-
um heimkynnum með þökk fyrir
samfylgdina.
„Göfugmennis svo grætur sæti
guð veit, hver aftur fyllir það “
(Bólu-Hjálmar)
Gísli Víðir Björnsson,
Framnesi.
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á f miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrír hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrít þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.