Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
45
mp ~
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
u^ui um-u\X
Misheppnað lagaval
Guðrún Einarsdóttir skrifar:
Ágæti Velvakandi.
Við erum hér tvær vinkonur,
sem höfum haldið uppi þeirri
venju um áraraðir, að taka okkur
ferð á hendur til Hafnarfjarðar á
vordögum ár hvert, og hlýða þar á
samsöng karlakórsins „Þrasta".
Sjálf tel ég að þessi venja mín
hafi greinilega tengst fortíð
minni, því þegar ég var telpu-
krakki vildi svo til að móðurbróðir
minn bjó í „Firðinum", og hann
bauð einatt foreldrum mínum á
vorkonsert kórsins. Hefi ég einatt
haft mikla ánægju af að hlýða á
þennan annars ágæta kór.
Nú varð ég hins vegar í fyrsta
skipti eftir öll þessi ár, fyrir
nokkrum vonbrigðum.
Lagavalið fannst okkur í ýmsu
misheppnað. Mörg lögin þung-
lamaleg eins og t.d. Hermanna-
kórinn úr II Travatore eftir G.
Verdi, sem var víst stæsta verkið
sem þarna var flutt. Svoleiðis
stríðssöngvar eru að margra dómi
í dag, ekki vel fallnir til að vekja
ánægju í hjörtum fólksins, enda
virtist sem söngmennirnir flyttu
það með takmarkaðri tilfinningu,
eins og raunar fleiri lög þarna.
Okkur fannst það einnig setja
nokkuð óvenjulegan og neikvæðan
svip á þennan ágæta söngmanna-
hóp, þegar mitt í fyrri og síðari
hluta söngskrárinnar eru sem
næst þrír fjórðu hlutar kóra-
mannanna látnir ganga af sviðinu,
en eftir standa tíu eða ellefu menn
(um það bil einn fjórði hluti kórs-
ins) og byrja að kyrja marg jask-
aða söngva eftir S.C. Foster o.fl.
og alla náttúrlega á ensku, enda
þótt til séu við þá flesta ágætar
íslenskar þýðingar. Mun láta
nærri að um þriðjungur af söng-
prógrami hafi verið af þessu tagi,
ef frá eru skilin þrjú aukalög sem
að sjálfsögðu voru ekki á söng-
skránni.
Fannst okkur sannast sagna
nokkuð óvenjulegt, að nöfn þess-
ara „litlakórsmanna" voru ekki
kynnt sérstaklega á söngskránni,
enda þótt sérstakur kynnir kæmi
þarna fram og kynnti lögin sem
kórinn söng.
Þessi samsöngur karlakórsins
„Þrasta" sem hér um ræðir, fór
fram 26. maí síðastl., og var
vandalítið að heyra á ýmsum sem
þarna voru, að þeir voru ekki sem
ánægðastir með þennan „nýstíl"
sem þarna virtist eiga að koma á
framfæri.
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til
fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilislong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Stjórnstöðin
og Svavar
mi Tnm
• mrmmm á
I KrfU.fkur
er á dagnkrá,"
mtgir Sravar (kdm í
nmnHtófTÍ fonrfðufrétt (
Þjoðviljanum á þnðjmUg
iaa Tttefni þom að Þjðð-
var iivarað kafl Svavar i
ið eMtkvert mririkáttar
frtðara/rek.
Þvf er .jmein að
að ofaa að ( ÞjéðvMjaui
káaall. jaaiar IM4 var
DJOÐVHIINN
ólafur G. Einarsson viðurkennir áhuga Bandaríkjahers
vtrdé rnsl é
Stjórnstöð í stríði
Keflaviku
flugvelli
Á ad standast
sjð daga kfam-
orkusiyrföld
Gömul uppgötvun
Athygli hefur vaklö hve Svavar Gestsson hefur gert mlkiö
veöur út af því aö hann hafl „fundlö” hogmyndir um nýja
stjórnstöö fyrir vamarllöiö nú i mai. Þessi bœgslagangur
sannar þaö þó helst aö Svavar er haattur aö lesa Þjóövilj-
ann elns og Guömundur J. og Ásmundur Stefánsson —
likiega les hann englnn lengur nema Ólafur R. Grímsson af
þeém sem berjast um völdln í Alþýöubandalaginu. Um
þetta er rœtt í Staksteinum í dag og einnlg misnotkun
Fylkingarfélaga á leikregium fýöraöisins á síöum Morgun-
blaösins.
anna til þess að upplýsa um efna-
hags- og stjórnmálaástand í land-
inu. Nefndin hélt yfir 30 blaða-
mannafundi þar sem fjöldi blaða-
manna mætti. Ekki eitt einasta
þessara blaða greindi frá einum
einasta þessara funda. Þær fréttir
sem bandarískir þegnar sitja að
um Mið-Ameríku eru matreiddar
út frá hagsmunasjónarmiðum yf-
irvalda." (Var einhver að tala um
skoðanakúgun í Sovétríkjunum?)
Þessi upplýsing gerði mér ann-
an sannleik ljósan. Þann 12. nóv-
ember sl. var ég viðstödd risa-
vaxnar mótmælaaðgerðir í Wash-
ington gegn íhlutun Bandaríkj-
anna í Mið-Ameríku. Þar töluðu
fulltrúar frá Nicaragua og FMLN
í E1 Salvador. Mikil stemmning
ríkti þegar þeir töluðu. Daginn
eftir leitaði ég að fréttum um
fundinn í New York Times og
Washington Post. Þessir tveir
voru ekki nefndir, en sagt var frá
fundinum og nokkrir ræðumenn
nefndir. Ég vissi ekki þá að þetta
mundu vera samantekin ráð.
Nú talar ritari Staksteina um að
öðru vísi greinarskrif en af því
tagi sem ég var að geta um, séu
skipulögð af heimskommúnisman-
um. Nú er ekki um að ræða slíka
skipulagningu hvað Morgunblaðið
snertir, enda er hér um að ræða
greinahöfunda með ólíkar póli-
tískar skoðanir, eins og ritara
Staksteina er fullkunnugt um.
Aftur á móti hefur Fylkingin
skipulagt skrif upp á sitt eins-
dæmi: um málefni Mið-Ameríku,
um styrjaldir og hervæðingu, um
málefni íslenskrar og evrópskrar
verkalýðsstéttar, um pólitík ríkis-
stjórnarinnar og afleiðingarnar
fyrir almenning í landinu, og
margt fleira. Þessi skipulögðu
skrif fara fram í ritinu Neista,
sem hægt er að fá áskrift að og
einnig aftur í tímann. Þetta rit er
mikilvægt mótvægi í þeirri frétta-
einokun sem við búum við, og
nauðsynlegt öllum þeim sem vilja
skyggnast bak við hagsmuni hinna
voldugu fjölmiðla.
Aths. ritstj.
Þar sem Sigurlaug S. Gunn-
laugsdóttir veit hve margar grein-
ar Fylkingarfélagar hafa birt í
Morgunblaðinu síðustu mánuði
um málefni Mið-Ameríku er henni
einnig kunnugt um að tilvitnana-
flóðið í þessum greinum er með
þeim hætti að augsýnilega er um
alþjóðlega samvinnu að ræða. Til-
vist Fylkingarinnar má einmitt
rekja til þarfar félaganna til að
vera í alþjóðlegri byltingarhreyf-
ingu heimskommúnismans, hvers
vegna skyldu þeir ekki þora að
kannast við það? Hvers vegna
skyldu þeir ekki nýta sér hin al-
þjóðlegu sambönd til að fá efni í
áróðursgreinar? Hvers vegna
skyldu þeir ekki nota hvert tæki-
færi sem gefst til að koma þessu
efni á framfæri í víðlesnasta blaði
landsins? Verst er þessum aðilum
eins og Fylkingunni þó við það að
vakin sé athygli á þessari skipu-
lögðu áróðursstarfsemi, en það
var gert í Staksteinum 25. maí
1984 — viðbrögðin láta ekki held-
ur á sér standa eins og sést af
bréfi Sigurlaugar S. Gunnlaugs-
dóttur, þar er lagt út af þeim gam-
alkunna texta kommúnista, að öll
fjölmiðlun í heiminum sé samsæri
auðvaldsins. Skyldi fólkið trúa
þessu?
OSKUM EFTIR
hárgreiðslusveini og -nema
sem bú in n er með 9 mánuði í Iðnskólanum
hjd Dúdclcl Og Mdttd
Hótel Esju Suöurlandsbraut 2 simi 83055
LAUSNIN
ER
FUNDIN
SEX FÁGÆTAR
Það er stundum erfitt að
finna tœkifœrisgjafir handa
lax- og silungsveiðimönnum,
sem eiga öll tæki og tól til að
stunda íþrótt sína. Nú hefur
Bókaútgáfan Þjóðsaga á-
kveðið, að leysa þessa þraut.
Hún hefur safnað saman í
einn bókaflokk sex bókum
um lax- og si/ungsveiðar.
Sumar þessara bóka eru fá-
gætar, og er þessi bókaflokk-
ur kjörin gjöf við margvísleg
tækifæri. Og auðvitað geta
menn einfaldlega keypt þær
handa sjálfum sér. —
I þessum bókaflokki eru eftirtaldar bækur:
1. Elliðaárnar, paradís Reykjavíkur, eftir Guðmund Daníels-
son. Bókinni fylgja vönduð veiðikort, gömul og ný.
2. Norðurá, fegurst áa, eftir Björn J. Blöndai Þessari bók
fylgja einnig skýr og góð veiðikort og fjöldi mynda.
3. Dunar á eyrum, Ölfusá og Sogið, eftir Guðmund Daníels-
son. Þessi bók er mikið og merkiíegt heimildarit.
4. Roðskinna, bók um galdurinn að fiska ástöng og mennina
sem kunna það, eftir Stefán Jónsson. Þetta er lífleg og
skemmtileg bók, prýdd fjölda teikninga.
5. Vötn og veiðimenn, uppár Árnessýslu, eftir Guðmund.
Daníelsson. Eins og Dunar á eyrum, er þessi bók mikið
heimildarit um hið mikla vatnasvæði Árnessýslu.
6. Meðflugu I höfðinu, eftir Stefán Jónsson, sem hann nefnir
bókarkorn um tæki til fluguveiða og notkun þeirra. Þetta
er bæði skemmtileg og gagnleg handbók fyrir þá, sem
stunda fluguveiði.
Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að eignast nokkrar
helstu lax- og silungsveiðibækur, sem gefnar hafa verið út á
Islandi. Hafsjór af fróðleik og heimildum. — Upplagið er
takmarkað.
$ókaútgáfan|Djótisaga