Morgunblaðið - 22.06.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1984, Blaðsíða 8
M0RGUN5LAb?D, FðST^UDÁGUé 22. Mjt »• FÓRNFÚSAR HENDUR Mannlíf Bessí Jóhannsdóttir Unnur Scheving Thor- steinsson, formaöur Reykjavíkurdeildar Kvennadeildar Rauöa kross íslands: Konur úr öllum stéttum starfa hliö viö hliö Hún situr á móti mér lágvaxin, grönn kona. í fíngeröum hreyfingum hennar er leynist mikill kraftur, sem streymir frá henni. Um leiö og ég nefni erindiö lifnar hún viö og augun veröa leiftrandi af áhuga. Þessi kona er fulltrúi hóps kvenna, sem meö fórnfúsum höndum léttir lúnum og sjúkum samborgurum lífsbarátt- una. „Mér er sönn ánægja aö fá tækifæri til aö segja dálítiö frá störfum okkar í Kvennadeildinni,“ segir Unnur Scheving Thorsteins- son þegar blaöamaöur óskar eftir viötali viö hana. „Ég er nánast fædd inn í Rauöa krossinn. Faöir minn var lengi formaöur hans, og ég var ekki gömul þegar ég fór aö fara með honum á sumardvalar- heimili, sem Rauöi krosssinn rak víös vegar um landiö. Ég man eftir því 1947 aö mikill tími fór í að taka á móti peningum og fatnaöi til styrktar Barnahjálp Sameinuöu þjóöanna. Þaö gekk ótrúlega vel eins og raunar má segja um allt starf, sem unniö hefur veriö af Rauöa krossinum. Formennsku í Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauöa krossins hefi ég gegnt í þrjú ár, en hef veriö í stjórninni frá 1977. Formaöur á undan mér var Helga Einarsdóttir." „Hvernig stóð á því að þið stofnuðuð kvennadeild? Var erfitt að starfa með körtunum?". „Nei, þaö haföi ekkert með þaö að gera. Viö höfum alla tíö átt gott samstarf viö þá. Það var Ragn- heiður Guömundsdóttir, læknir, sem átti frumkvæöið, aö stofnun deildarinnar. Hún boöaöi til sin hóþ kvenna í þvi skyni aö vekja áhuga þeirra á stofnun sérstakrar kvennadeildar innan Reykjavíkur- deildar Rauöa kross íslands. Markmiðiö átti aö vera , aö koma á vissri verkaskiptingu og um leiö verulega aö auka starfsemina. Stofnfundur var síðan haldinn í desember 1966.“ „Hver eru aðal verkefni ykkar?“ „Þau hafa sífellt veriö aö aukast. Segja má aö þetta hafi leitt hvaö af öðru. Frá upphafi hafa verkefnin veriö rekstur sjúkrabókasafna, rekstur sölubúóa í sjúkrahúsum, heimsóknarþjónusta, félagsstarf eldri borgara og föndurvinna.,, „Þetta umfangsmikla starf hlýt- ur að kalla á mikinn fjölda sjálf- boðalióa. “ „í kvennadeildinni eru nú um 750 konur, og annast sjúkravinir 350 stöður. Hver kona gefur aö jafnaöi 3—4 klst. hálfsmánaðar- lega. Margar gefa miklu meira." „Hvaöan koma þessar konur?“ „Flestar byrja aö starfa hjá okkur fyrir hvatningu frá félags- konum, en viö auglýsum árlega og höldum námskeið fyrir nýjar konur í mars ár hvert. Haldnir eru fyrir- lestrar m.a. um Rauöa krossinn og starfsemi Kvennadeildarinnar, sjúkrabókasöfn, framkomu í starfi og aöra þætti starfseminnar hjá okkur. Engin próf eru, en allir þátttakendur fá skírteini aö nám- skeiöinu loknu. Á námskeiöinu, sem viö héldum síöast voru 37 konur.“ „Hefur aukin útivinna kvenna ekki haft áhrif á aösóknina7“ „Jú, því er ekki hægt aö neita, en ég vil líka nefna þaö aö fyrir margar konur er vinnan hjá okkur einmitt fyrsta skrefiö út á vinnu- Þaö hafa alltaf veriö til fórnfúsar hendur, sem vilj- aö hafa hjálpaö þeim, sem geta ekki hjálpað sér sjálf- _____________ir._____________ Fyrir margar konur er vinnan í Kvennadeildinni fyrsta skrefiö út á vinnu- markaöinn. Til okkar koma m.a. konur sem lok- iö hafa hlutverki slnu sem uppalandi, og þær hafa margar ekki unnið utan heimilis I marga áratugi. Það þarf heilmikinn kjark til aö byrja upp á nýtt. markaöinn. Til okkar koma konur, sem lokiö hafa hlutverki sínu sem uppalendur, og þær hafa margar ekki unniö utan heimilis í marga áratugi. Þaö þarf heilmikinn kjark til aö byrja upp á nýtt. Þær komast í snertingu viö afar margt í starfi hjá okkur, sem gerir þær færari til aö taka aö sér önnur störf. Hjá okkur eru og margar konur, sem misst hafa maka sinn, en vió þaö skapast oft mikiö tóm, sem best er fyllt meö nýjum verkefnum, og hlýju viömóti í góöum félagsskap." „Fer þaö ekki aö heyra fortíö- inni til, aö menn fáist til ólaun- aöra starfa?" „Ég er ansi hrædd um aö svo sé. Viö höfum nokkurn hluta okkar kvenna á launum þ.e.a.s. verslun- arstjórana í sölubúöunum, sem fá hluta af launum verslunarstjóra. Þaö er mikiö starf, sem nauösyn- legt er aö ákveönir aðilar annist. Tökum t.d. Borgarspítalann. Þar starfa um 90 konur viö sölubúðina. Hún er opin sjö og hálfa klukku- stund virka daga, og fimm klukku- stundir um helgar. Verslunarstjór- ar eru tveir, og annast þær m.a. allt skipulag varöandi vinnutíma sjúkravinanna, sem þar staría og einnig á Grensásdeildinni. Okkur vantar nú sjúkravini á alla staöina, og væri gott aö þær konur, sem heföu áhuga á aó starfa heföu samband viö okkur.“ „Það sagði viö mig kona þegar ég nefndi viö hana að ég væri aö skrita um ykkur, að hjá ykkur væru bara fínu frúrnar og dætur þeirraT‘ „Þetta er mikill misskilningur. Hjá okkur eru starfandi konur úr öllum stéttum, hliö viö hliö. Ég get nefnt aö margar konur, sem voru virkar í skátahreyfingunni hafa komió til starfa. Hér eru konur úr alls konar öðrum félögum bæði kvenfélögum og kirkjufélögum. Viö ræöum aldrei póiitískar skoöanir okkar. Viö vinnum saman sem einn maöur.“ „Hvaö viltu segja okkur um fé- lagsstarfið aö ööru leyti7" „Vió sendum alltaf dagskrá vetr- arins til allra félagskvenna, þar sem starfiö framundan er kynnt. Viö héldum á síóasta starfsári einn kvöldfund. Á honum var flutt erindi um Kvennaathvarfiö, sem viö höfóum gefið til 100.000 krónur, ÞaÖ er engri manneskju hollt aö einangra sig. Það skilur maður best þegar hringiða lifsins umvefur menn í glööu félagsstarfi. og við gáfum aftur 100.000 á eins árs afmæli þess. Jólafundur var haldinn og í febrúar héldum viö há- degisveröarfund, sem viö fengum Auöólf Gunnarsson, lækni til aö flytja erindi á. Hann sagöi okkur frá tæki því, sem Kvennadeildin gaf til Kvennadeildar Landsspítal- ans. Viö höldum einnig reglulega kaffifundi meö konunum, serft vinna saman á einstökum stööum. Það eflir kynni þeirra, og tengir þær betur.“ „Þiö hafiö styrkt fjölmarga aö- ila með rausnarlegum gjöfum á undanförnum árum. Hafið þiö ekki sameiginlegan fjárhag viö Reykjavíkurdeild Rauöa kross- ins?“ „Viö höfum aöskilinn fjárhag, þannig aö viö ráöstöfum milliliöa- laust því fé, sem viö öflum. Þetta er mikill kostur, og færir okkur nær því markmiöi okkar, aó létta undir meö þeim, sem eiga viö erf- ióleika aö etja. Aöaltekulindir okkar eru auk sölubúöanna, basar og jólakortasala. Viö gáfum til fjöl- margra aóila á síöasta ári auk þess, sem viö keyptum bækur á sjúkrabókasöfnin fyrir 270.000 kr.“ „Á þessi starfsemi framtíð fyrir sérT‘ „Ég vona þaö svo sannarlega. Þaö hafa alltaf veriö til fórnfúsar hendur, sem viljaö hafa hjálpa þeim, sem geta ekki hjálpaö sér sjálfir. Fyrir mig er þetta starf svo ríkur þáttur af lífi mínu aö ég gæti ekki án þess verið. Ég held aö ég megi segja, aö þaö er engri mann- eskju hollt aö einangra sig . Þaö skilur maöur best þegar hringiða lífsins umvefur mann í glööu fé- lagsstarfi. ísbjörg ísleifsdóttir: Sjálfstraustiö kom furðufljótt w , , Asolrikum sumardegi er eins og mannlífiö veröi allt bjart- ara, og einhvern veginn er þaö, aö sálarlífiö verður léttara. Bros sjást á andlitum, sem fáa grunar aö leynist undir þungum augabrúnum eftir rysjóttan vetur. Þannig er þaö einnig meö húsin. Þau eru ekki alltaf þaö sem þau sýnast. Húsin viö Ármúlann eru öll nokkuö svipuö. Mann grunar helst, aö innan þeirra sóu á efri hæðum menn viö skrifborð sveittir að skrifa út reikninga til auralítilla samborgara sinna. Svo er nú ekki raunin á a.m.k. ekki í húsinu númer 34. Þegar óg kem inn um dyrnar, og geng upp stigann á aöra hæö- ina veröa fyrir mér nokkrir af eldri borgurum Reykjavíkur. Ég staldra viö, og spyr eftir isbjörgu ísleifs- dóttur. í sama bili kemur hún gangandi á móti mér og býöur mig velkomna. En hvaöa hús er ég komin í? Jú, þaö er Múlabær, sem er þjónustumiöstöö aldraðra og öryrkja. ísbjörg er starfsmaður hér. „Þaö aö ég starfa hérna er fyrst og fremst afleiöing af störfum mín- um fyrir Kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauöa krossins. Þaö var árið 1976, aö góö vinkona mín hvatti mig til, að koma og taka þátt i störfum deildarinnar. Ég hafói þá veriö húsmóöir um árabil, og haföi satt best aö segja engan kjark til aö fara aftur á vinnumarkaöinn. Samt vildi ég gera gagn, meira en aö ala upp börn. Mér fannst ég ekkert kunna. Ég byrjaöi á Landa- koti, en þar var og er í forsvari Sigríöur Helgadóttir. Hún er af- bragsgóó sölukona, og hún kenndi mér og hjálpaöi í hvívetna. Ég var síöan, til aö byrja meö, einu sinni í viku hjá henni í búöinni. Síöan þegar opnað var á Landsspítalan- um bætti ég viö mig ööru eins. Mest starfaöi ég þó eftir aö oþnaö var á Borgarspítalanum, en þar vorum viö þrjár um tíma ég, Auöur Gísladóttir og Þóra Gísladóttir. Þaö er mikiö starf, aö sjá um aö skipuleggja vinnutíma allt aö 90 sjúkravina. Ég þurfti aö hafa viö þær samband og láta þær vita hvenær þær áttu aö vinna. Þetta var skemmtilegur tími.“ „Hvernig var aö komast inn í hópinn?“ „Þaö var ekkert vandamál. Ég mætti slíkri hlýju og vináttu, að sjálfstraustiö kom furöu fljótt. Ég get sagt sem dæmi, aö þegar ég kom á námskeiö, sem haldiö var fyrir okkur, aö ég kveiö því aö þurfa aó standa upp og segja nafniö mitt. Ég veit, aö þannig er ástatt um margar konur. Þaö er óskaplega lítió hjá okkur sjálfsálit- ið.“ „Hvernig konur starfa íþessum samtökum7“ „Alls konar konur, sumar vinna úti hálfan daginn, aörar eru orönar þaö fullorönar aö þær eiga ekki auðvelt meö aö komast inn á vinnumarkaöinn. Þarna fá þær tækifæri til aö njóta starfskrafta sinna. Ég haföi vissa fordóma gagnvart Kvennadeildinni áöur en ég kom til starfa. Ég hélt aö þarna væru mest konur, sem hafa þaö gott efnalega, og vinkonur þeirra. Aö vísu er þaö aö vissu marki rétt, en sölubúöirnar breyttu þessu al- veg. Mín reynsla af starfinu er sú aö allar konur eru boönar vel- komnar, og þær studdar fyrstu skrefin eins og gert var viö mig.“ „Hvernig tilfinning var þaö fyrir þig að standa bak við búöarborð og afgreiöa?" „i fyrstu mjög skrýtin. Húsmæö- ur viröast oft fá eins konar innilok- unarkennd. Þetta er erfitt aö skýra, en ég get sagt sem dæmi, aö eitt sinn kom á námskeið meö mér kona, myndarleg húsmóöir, sem var vön aö hafa fjölda manns í heimili, og aö þurfa oft aö taka á móti fjölda gesta. Hún titraði og skalf af kvíöa vió aö eiga aö hitta aörar konur á fundi hvaö þá aö tjá sig. Hún ríghélt sér í mig án þess aö gera sér grein fyrir því. Eftir tvo daga var hún öll önnur, og við kynntumst konu, sem er harödug- leg, fróö og skemmtileg.,, „Heldurðu að þetta sjálfboöa- liöastarf eigi framtíö fyrir sérT‘ „Þaö er eins og í okkur konum flestum sé sú tilfinning aö vilja gera meira en við getum e.t.v. á þetta eitthvaö skylt viö móðurtil- finninguna. Vió gætum virkjaó fleiri konur meö því aö halda opna fundi þar sem starfið er kynnt, og bjóöa til þeirra konum úr ólíkum félögum. Þær gætu síöan gert átak í því aö kynna þetta starf innan sinna félaga." „Ætti aö opna deildina karl- mönnum?“ „Því ekki, karlar eru farnir aö líta á þaö sem eölilegan hluta aö starfa viö hliö kvenna á öllum sviö- um einkum yngri mennirnir. Viö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.