Morgunblaðið - 22.06.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1984, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984 „SkáMskapurinn, or heimur þagnar“ Vidtal vid Steinar Sigurjónsson Veraldargengi listamanna viröist ekki alltaf í samræmi við innihald verka þeirra. Enda er algengt þegar flett er sögunni aö sjá þá sem af mestum verðleikum er minnst hafa notið í besta falli kulda og afskiptaleysis samtlöar sinnar drýgstan hluta starfsaldursins. Kannski myndu margir vilja þreyta gangi þess liðna ef þeir mættu rísa úr gröfum sinum, og þá sæjum viö hreppsnefnd Akrahrepps sæma mektarbóndann Hjálmar Jónsson frá Bólu heiðursborgaratign (tilefni sjötugsafmælisins. Steinar Sigurjónsson hefur verið starfandi rithöfundur I um þaö bil þrjá áratugi. A þeim tíma hafa komið út eftir hann tólf bækur, þar af sjö skáldsögur, sem þann mun líklega vera kunnastur fyrir. Þær eru (skv. útgáfuröð): Ástarsaga, Hamíngjuskipti, Skipin sigla (undir dulnefninu Bugöi Beygluson), Blandaö í svartan dauð- ann, Farðu burt skuggi, Djúpiö og Siglíng. Margir minnast frá- bærs lestrar Karls Guðmundssonar á tveimur þessara bóka I útvarpi fyrir nokkrum árum, en þar að auki mun saga „Síngan Rí“ (sem enn er óútgefin) hafa verið lesin sem framhaldssaga í útvarpinu ekki fyrir ýkja löngu. Ég hitti Steinar fyrir ( kjallara fyrir utan bæinn, í litlu herbergi sem upphaflega mun hafa veriö miðstöðvarkompa, en síöar standsett sem iverustaöur skáldsins. Þar rúmast beddi, vænir staflar af bókum og borð með þeirri mestu forláta ritvél sem ég hef augum litiö. Þetta er nýtísku sigurverk, og greinilega i stanslausri notkun. Fyrstu skáldsögur Steinars voru mjög nýstárlegar í formi og efnist- ökum, bera vitni þeirri nýjungagrósku sem var í íslenskri skáldsagn- aritun, ekki síst á 7. áratugnum, og þeir Guðþergur Bergsson og Thor Vilhjálmsson munu vera þekktastir fulltrúar fyrir. Það er sjald- gæft aö byltingarmenn og brautryðjendur nýjunga njóti samstundis alþýðuhylli fyrir verk sin, og víst mun það hafa gilt um módernistana I Islenskri skáldsagnagerð að verk þeirra náðu ekki aö keppa viö heföþundnar ævisögur og átthagafróöleik á metsölulistum jólabóka- vertlð þessara ára. En kannski skilur þar á milli Steinars og hinna nýjungahöfundanna að verk hans virtust heldur ekki ná mikilli athygli gagnrýnenda og bókmenntafræðinga. Það var ekki einu sinni svo að verk hans væru rifin niður, heldur var þeim oft á tíðum mætt meö þögn og afskiftaleysi. Um fyrstu skáldsögu Steinars (Astarsögu útg. 1958; hana má kannski telja fyrstu módernísku skáldsöguna á íslensku) birtist t.a.m. aöeins einn ritdómur, og hann ekki fyrren heilu ári eftir útkomu bókarinnar (þennan dóm skrifaði Sigurður A. Magn- ússon í Morgunblaðið, og hann var reyndar mjög lofsamlegur). Líklega hafa þessar bækur notið mestrar hylli meðal ungs fólks gegnum árin, og mætti segja mér að sú hylli fari brátt aö skila sér í aukinni athygli á verkum þessa höfundar. Strax næstkomandi sunnudag mun veröa dagskrá helguð Steinari og bókum hans ( útvarpinu, og ýmsar fleiri blikur eru á lofti, t.d. hefur heyrst að Stúdentaleikhúsiö hyggi á uppfærslu á einhverju úr verkum hans með haustinu. Þaö gekk litiö að yfirheyra Steinar um þessar gömlu bækur hans. Þær voru honum einhver löngu liðinn tími; nú er hann að skrifa önnur og annarskonar verk sem eiga hug hans allan. Allra síst nennir hann að tala um fyrstu bækurnar, sem gerast á uppeldisslóðum hans á Akranesi og draga upp mjög dimma og afkáralega mynd af þorps- lífinu þar. Steinar segist ekki mega sjá þær eða heyra á þær minnst, finnur þeim ýmislegt til foráttu, og spyrjandi er honum hjartanlega ósammála. 9 er sem betur fer oröinn Lp þaö kalkaöur aö ég man lítiö eftir þessum skruddum. Þæ^ilheyra liöinni tíö, og þaö fer í taugar mínar aö sjá þær í skápum hjá fólki sem ég heimsæki, og reyni aö dreifa því ( tali ef þaö fer aö minnast á þær. — En formnýjungar, eins og þú ert með hér á landi fyrir u.þ.b. ald- arfjórðungi; venjulega tengjast þær einhverskonar framúrstefnu- eða avant-garde-hreyfingum? — í þennan tíma geröi ég mér far um aö fylgjast meö erlendum tímaritum sem eltu uppi avantgard- isma, og því miöur, því ég læröi lítið á þessu fyrir þær sakir aö ég var ekki búinn aö finna sjálfan mig. Þó má eitthvaö hafa síast inní mig, en líklega var þetta umfram allt hvetj- andi. Ég var kannski nógu vitlaus til aö hrífast af ýmsum stælum einsog úngum mönnum er tamt, en þaö náöi ekki lengra. Ég sat sjálfur á sama staö, því ég var allan tímann aö leita að sjálfum mór án þess aö vita þaö. — Manstu hvað þetta var helst sem þú varst að lesa? — Mig minnir aö ég hafi byrjaö aö glugga í James Joyce á ofan- veröum sjötta áratugnum, og því er engin furöa þótt ég hafi leitaö til avantgardisma strax, upp úr '58, því mig minnir aö ég hafi eignast Ulysses þegar ég var á Reykjalundi, eöa jafnvel nokkru fyrr, á Vífilsstöö- um. Joyce var mér alger opinberun. Frá þeim tíma var óhugsandi aö ég gæti fariö aö lesa einhverja trausta Jóna. — Margt af því sem þú ert að gera á þessum tíma finnst manni skylt því sem Guðbergur gerir um svipað leyti, eða aðeins seinna. T.d. þorpslýsingin. Var eitthvað samband ykkar á milli? — Alls ekki. Ja, hvor skrifar náttúrlega um sitt þorp, sem er eölilegt. Ég var húsnæöisiaus um þaö leyti sem Tómas Jónsson kom út, keypti bókina af tilviljun og las hana inná Landsbókasafni, en aö ég skyldi hafa þraukaö þarna löng- um stundum viö lestur, þaö er Tomma sök. Ég hugsaöi meö sjálf- um mér: hann er ekkert of góöur til aö skrifa sæmilega aö hafa alist upp í svona helgráu þorpi. Og ég þykist þess viss aö eyöimörkin sé hinn eini staöur þar sem von er til þess aö veröi til skapandi menn. Viö eigum þetta sameiginlegt aö vera fæddir á eyöimörk. Eyöimörk, himinn, haf, þessi eliment hafa skotist fram úr móskunni og birst í bókum mínum í seinni tíö. — Þú nefnir Joyce. Menn hafa þóst greina áhrif frá honum í þín- um bókum. — Satt er þaö. Ég lá árum sam- an í Joyce, og var þar meö nokkuð vikiö út af lenskunni. Mér fannst enginn annar höfundur vera meö viti í veröldinni, þótt mér finnist annaö í dag. Hann var mér erfiöur, Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz: „Videoið gjör- breytti útlánunum“ w Eg atti eldri systur, sem var byrjuö aö vinna fyrir Kvenna- deildina, og ég vildi gjarnan byrja aö vinna því að börnin voru vaxin úr grasi, og ég haföi því meiri tíma en áöur.“ Þetta voru orö Sig- rúnar Flóventz þegar blaöamaöur spuröi hana um tildrög þess aö hún kom til starfa hjá Kvennadeild Rauða kross islands. „Hvernig stóö á því aö þú valdir aö starfa á bókasafni Landspítal- ans?" „Ég hef alltaf haft áhuga á bók- um, og mér finnst skemmtilegt aö vera innan um bækur. Ég hafði aldrei unnið á bókasafni, en bækur voru eitthvað, sem mig langaöi aö vinna viö.“ „Þetta bókasafn i sér ákvedna sögu.“ „Já, þaö byrjaöi með því aö frú Ágústa Sigfússon gaf 500 eintök af bókum til Landspítalans, og bauð um leið fram starfskrafta sína. Hún var hér í 18 ár viö safnið, og aö- staöan var sannarlega ekki alltaf góð. Þegar frá leið og Ágústa geröist lúin komst hún í kynni viö Sigríöi Thoroddsen, og þær Kvennadeildarkonur buðust til aö taka þetta aö sér. Sigríður Thor- oddsen, sem er einstaklega dugleg manneskja, beitti sér fyrir því aö safniö var endurskipulagt, bæk- urnar plastaöar og skráöar eins og tíökast á bókasöfnum. Umfang safnsins hefur vaxiö stig af stigi og nú starfa 30—38 konur viö útlánin. Þær eru hér 3—4 klst. í senn. Nokkuð er misjafnt hversu oft þær koma Aö auki eru allar bækurnar hreinsaöar einu sinni á ári.“ „Er þaó konum eiginlegra en körlum aö vinna aö líknarmil- um?“ „Þaö hefur alltaf veriö sagt, en þaö skapast e.t.v. mest af þvi aö hún hefur verið ööruvísi sett í þjóö- félaginu. Hún hefur sinnt meira svokölluöum mjúkum málum eins og þær kvennalistakonur segja. Konur hafa mikla þörf fyrir að láta gott af sér leiöa, og þær leita þangað, sem þeim finnst þær gera gagn. Konurnar, sem komiö hafa til starfa hér, eru margar í störfum utan heimilis, hálfan eöa allan dag- inn. Aörar koma hingaö, og fara jafnvel síöar út á vinnumarkaðinn.“ „Fer þetta safn ekki í framtíö- inni inn í kerfið ?“ „Þaö getur nú allt gerst. Sam- kvæmt lögum á ríkið aö hafa bókasafn í hverju sjúkrahúsi. Þeir er auðvitað dauöfegnir aö Kvenna- deildarkonur taki þennan rekstur aö sér. Safnið fékk þó alltaf ré til bókakaupa, um 20% af bókakaup- unum, Kvennadeildarkonur öfluöu Sigríður Helgadóttir hefur starfað við sölubúöina í Landakotsspítala frá opnun. Sæbjörg ísleifsdóttir í Múlabæ. Húsgögnin í Múla- bæ eru gjöf frá Kvennadeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.