Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984 30 Sextugur: Stefán Rafn hús- gagnasmíðameistari I dag er vinur minn, Stefán Rafn Þórðarson, sextugur. Á tímamótum leitar hugurinn gjarnan til baka. Sextíu ára aldur í dag finnst manni ekki vera sami aldur og þótti fyrir 20 eða 30 ár- um. Með þróun þjóðfélagsins virð- ast menn bera aldurinn betur nú en áður gerðist. Ég kannski held, eða heldur veit, að meiri „þjóðerniskenndar„ gætir hjá okkur Hafnfirðingum en almennt gerist hér á landi. Til dæmis tölum við frekar um Stór- Hafnarfjarðarsvæðið en Stór- Reykj avíkursvæðið. Þetta byggist ef til vill á því að Hafnfirðingar hafa um árin reynt að vera sjálfum sér nógir á sem flestum sviðum, bæði hvað at- vinnutækifæri, verslun og þjón- ustu snertir. Hafnarfjörður hefur aldrei verið svefnbær frá Reykja- vík. Stefán Rafn, afmælisbarnið í dag, einn þeirra, sem lagt hefur lóð sitt á vogarskálarnar í at- vinnulegu tilliti í Hafnarfirði og gert sitt til uppbyggingar bæjar- félagsins í næstliðna þrjá til fjóra áratugi, er barnfæddur Hafnfirð- ingur, fæddur 27. júní 1924. Foreldrar hans voru Þórður Flygenring, sonur Ágústs Flyg- enrings, hins kunna útgerðar- og athafnamanns hér í bæ. Móðir hans var Guðbjörg Einarsdóttir, Napóleonssonar, ættuð frá Merkinesi í Höfnum. Stefán ólst upp í Hafnarfirði með móður sinni og manni henn- ar, Þóroddi Gissurarsyni, ættuð- um frá Gljúfurholti í ölfusi, lengst starfsmanni hjá Rafha. Þóroddur var bróðir Guðmundar heitins Gissurarsonar, fyrrver- andi bæjarfulltrúa og forseta bæj- arstjórnar í Hafnarfirði. Að lokinni stuttri skólagöngu hóf Stefán nám í húsgagnasmíði hjá Þóroddi Hreinssyni, hús- gagnasmíðameistara hér i bæ. Með honum í námi var Jónas 0. Hallgrímsson, sem Stefán átti eft- ir að starfa með í fjóra áratugi, en Jónas lést af slysförum í síðasta mánuði. Stefán hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana, bæði i atvinnu- málum, félagsmálum og stjórn- málum. Þótt góður kunningsskapur hafi verið með okkur Stefáni í tvo ára- tugi, vissi ég fyrst nýlega, að hann hefði leikið með Leikfélagi Hafn- arfjarðar á bernskuárunum. Hins vegar var mér kunnugt um það, að hann hafi gegnt for- mennsku í Knattspyrnufélaginu Haukum, Meistarafélagi iðnaðar- manna í Hafnarfirði, Byggingar- félagi alþýðu og Lionsklúbbi Hafnarfjarðar og setið í stjórn Rafveitu Hafnarfjarðar, Iðnaðar- mannafélags Hafnarfjarðar, Lýsi og mjöl, Rafha, veitingahússins Skiphóls og Meistarasambands byggingamanna. Ungur haslaði Stefán sér völl í atvinnumálum í Hafnarfirði. Að loknu námi i húsgagnasmíði setti Stefán á stofn ásamt félaga sínum Jónasi, trésmíðaverkstæði í Hafn- arfirði. Nefndu þeir það fyrst Húsgagnavinnustofa Stefáns og Jónasar og síðan Húsgagnaversl- un Hafnarfjarðar. Voru þeir fé- lagar orðlagðir fyrir dugnað og vandvirkni. Húsgagnaverslun ráku þeir fé- lagar um árabil i Hafnarfirði, og einnig um tima í Vestmannaeyj- um. Þá byggðu þeir félagar og seldu fjölda íbúða hér í bæ. Þeir félagar byggðu og voru for- göngumenn um stofnun veitinga- hússins Skiphóls. Stefán er fæddur krati og hefur ætíð verið reiðubúinn til starfa þegar flokkurinn hefur óskað. Hann hefur verið varabæjarfull- trúi og setið i fulltrúaráði flokks- ins. Það hefur oftar en einu sinni verið spurt í mín eyru af andstæð- ingum, hvernig svo athafnasamur atvinnurekandi eins og Stefán Rafn er, geti verið krati. Svarið er auðvelt. Stefán var alinn upp á al- þýðuheimili. Hann fylgdist með þeim áföngum sem alþýðuheimilin náðu í baráttunni fyrir betra lífi. Hann tók þátt í baráttunni og hef- ur ætíð staðið með og stutt baráttumál almennings til betra lífs og aukinna réttinda. Rétt er hér að hafa í huga, að á þeim tíma er styrkur Alþýðu- flokksins var sem mestur í Hafn- arfirði, hafði flokkurinn veruleg ítök bæði í verkalýðshreyfingu og atvinnurekstri hér í bæ. Flokkur verður ekki sterkur öðruvísi en hann hafi víðsýni til að bera, kunni að meta og virða skoðanir, sem spanna vítt svið. Það er ánægjulegt að starfa með vini mínum Stefáni. Hann á auð- velt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Þá verður hann ekki stöðvaður, markinu skal náð. Markmiðið er skammt undan. Stefán er hreinræktaður Gafl- ari. Hann hefur gert sitt til að styrkja bæjarfélagið og það á hon- um sitt að þakka. Kona Stefáns er Guðrún Sigur- mannsdóttir, sjómanns úr Reykja- vík Eiríkssonar og konu hans Steinunnar Jónsdóttur. Stefán og Guðrún eignuðust 6 börn, þar af eru 5 á lífi. Stefán Rafn hefur alltaf verið höfðingi heim að sækja. í dag tek- ur hann á móti vinum og kunn- ingjum í Skiphóli. Lifðu heill, Stefán. Hrafnkell Ásgeirsson í dag, miðvikudaginn 27. júní, er iðnaðarmaðurinn og athafnamað- urinn Stefán Rafn sextugur. Vinir hans og kunningjar gleðj- ast með honum á þessum heiðurs- degi, því að allir vita, sem til þekkja, að Stefán Rafn er sannur vinur vina sinna. Ævinlega er hann reiðubúinn að gera hvers manns bón sé það á færi hans. Á mínum unglingsárum hér i Hafnarfirði þá var bærinn ekki stór, en þrátt fyrir það þá voru hér allmargir dugmiklir athafnamenn og sterkir persónuleikar, sem settu svip á bæinn og mótuðu bæj- arlífið, en þó að íbúar Hafnar- fjarðar séu í dag nær þrefalt fleiri en á þeim árum, þá hefur þeim mönnum frekar fækkað en fjölgað, sem setja svip á bæinn. Til eru þó menn, sem það gera, Einn í þeirra hópi er Stefán Rafn. Ég held að það séu fáir Hafn- firðingar, sem ekki hafa heyrt Stefán Rafn nefndan, jafnvel þó að nýfluttir séu í bæinn, enda þótt Stefán sé ekki einn þeirra manna, sem hinir svokölluðu fjölmiðlar hafa tekið upp á sina arma og bor- ið á gullstóli um víðáttur þessa lands. Ástæðurnar fyrir því, að Stefán Rafn er vel þekktur og það að góðu, eru fyrst og fremst hans mikla atorka og iðjusemi. Einnig kemur fleira til. Hann er þekktur fyrir það að gera hið ómögulega mögulegt. Hann hefur allt frá sín- um unglingsárum tekið ríkan þátt í félagslífi bæjarins og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Það er ekki ætlunin að rekja hér starfsferil Stefáns í einstökum at- riðum það víða hefur hann komið við á þessum 60 árum. Nokkur at- riði skulu þó tilnefnd. Stefán Rafn er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og hér í bæ hefur hann alið allan sinn aldur og talið það sér til ágætis. Lífshlaup Stefáns tók ákveðna stefnu þegar hann hóf nám í hús- gagnasmíði hjá einum ágætasta iðnaðarmanni þessa bæjar, Þór- oddi Hreinssyni. Á þessum árum hófust kynni með þeim Stefáni og Jónasi Hallgrímssyni, sem nýlega er látinn. Þessi kynni leiddu af sér mjög náið og gott samstarf þeirra félaga alla tíð síðan. Stefán og Jónas, eins og þeir voru ævinlega nefndir, settu mik- inn svip á bæinn og bæjarlífið. Með elju sinni og atorku sýndu þeir, að ef þekkingu og hæfileikum er skynsamlega beitt þá má miklu góðu til leiðar koma. Strax á námsárum Stefáns fór að bera á forystuhæfileikum hans og áhuga á þátttöku í margskonar félagsstarfi, sem varað hefur æ síðan. Hann hefur gegnt æðstu embættum í mörgum félögum hér í bæ. Má þar m.a. nefna íþrótta- hreyfinguna, Lionshreyfinguna og samtök iðnaðarmanna. Á stjórn- málasviðinu hefur hann einnig látið til sín taka. Stefán Rafn hef- ur setið í bæjarstjórn, í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnana bæjarins og haft umsjón með margháttuðum byggingarfram- kvæmdum á vegum þeirra. Öll þessi störf hefur Stefán Rafn unnið án þess að vanrækja sitt eigið fyrirtæki, Húsgagna- verslun Hafnarfjarðar. Þeir félag- ar Stefán og Jónas hafa víða kom- ið við í rekstri sínum. Þeir hafa rekið húsgagnaverslun, smíðað húsgögn og hverskonar innrétt- ingar, stundað byggingastarfsemi og annast veitingarekstur auk margs annars. Af þessu má sjá, að starfsdagur Stefáns hefur oft verið ærið lang- ur, en sér við hlið hefur hann haft sína ágætu eiginkonu Guðrúnu Sigurmannsdóttur, sem stjórnað hefur heimili þeirra af mikilli reisn og alið honum mannvænleg börn. Kynni okkar Stefáns hófust þegar að ég var við nám í húsa- Helgi Ólafsson fast- eignasali sextugur Helgi Ólafsson, löggiltur fast- eignasali, verður sextugur í dag. Verða sextugur, þykir ekki hár aldur eigi að síður merkjasteinn í lífshlaupinu, sem mælir tímann frá upphafinu, án þess að varpa ljósi á hve löng leið er ófarin. óhætt er að segja að allt sé fært sextugum, en það finnst okkur sem náð höfum þessari mælistiku á leið okkar. Leiðir okkar Helga hafa um nær aldarfjórðung legið saman af og til, án þess að við beinlínis störfuðum saman. Báðir aldir upp á sunnlenskum viðhorf- um, trú á landið, á félagsleg úr- ræði og I mannúðarviðhorfum, sem rekja má öðru fremur til áhrifa ungmennahreyfingar og sterkra áhrifa á ný guðfræðinga á viðhorf aldamótakynslóðarinnar á Suðurlandi. Við sem þekkjum Helga getum tæplega trúað því að hann sé sextugur, hann er einn þeirra manna sem ekki eldist við kynningu, heldur er síungur og sá sami Helgi, sem maður kynnist á yngri árum þegar við vorum í sandkassapólitík í Samtökum ungra Framsóknarmanna. Það er nú liðin tíð að foringjar flokksins telji ungliðahreyfinguna vera samvisku framsóknarflokksins. En sú var tíðin þegar við Helgi og margir aðrir þjáningarbræður okkar vorum í því hlutverki að vera samviska heils stjórnmála- flokks, sem af og til týndi þeirri götu, sem við ungu sandkassa- mennirnir töldum samviskunnar vegna vera skylt að ganga. Ein- hvern rambar allt þetta áfram, þótt við Helgi og sandkassakyn- slóðin okkar sé búin að létta þessu öllu af samvisku okkar. Nú er samviskan annarra og sandkassa- leikir tilheyra minningunni á góð- um stundum. Helgi er Skeiðamaður og alinn upp á gróðursléttunum milli fljót- anna tveggja á Suðurlandi sem mestan svip setja á vatnasbúskap landsins. Helgi hefði sómt sér vel sem bóndi í einni mestu land- kostasveit landsins. Ekkert hlut- verk hefði farið Helga betur á lífsleiðinni en að vera bóndi. Hans hlutur var að flytja til hins nýja kaupstaðar við Ölfusárbrúna, sem nú er nefndur eftir fossinum í ánni. Þar réðist hann til Egils í Sigtúnum og gerðist starfsmaður í Kaupfélagi Árnesinga. Síðar gerð- ist hann útibússtjóri á Stokkseyri. í því starfi sutu sín vel hæfileikar hans, árvekni, lipurð og hin djúpa samúð með þeim, sem áttu þyngst fyrir fæti. Á Stokkseyri hafði Helgi af- skipti af sveitarstjórnarmálum, sem gerði hann auk útibússtjóra- starfsins trúnaðarmann margra og eins konar forsjármann um mörg þau efni, sem standa næst viðfangsefnum fólksins í daglegri önn þess. Eftir að Helgi flutti í hinn vaxandi bæ Kópavog fór ekki hjá því að sterk tengsl mynduðust við fólkið í bænum. Hann var lát- laus í kynnum og bóngóður með afbrigðum og sýndi þeim natni sem áttu við daglegt amstur að etja, en voru ekki fólkið sem stóð í biðröð við ræðupúltin. Sjálfur er Helgi frábitinn ræðutildri og framagosahætti. Hann leitaði fylgis við stefnumál sín niður við grasrótina, þar sem öðrum sýndist ekkert vera nema rekjur, minnug- ur þess að margt smátt gerir eitt stórt þegar talið er upp úr kjör- kössunum. Síðan Helgi flutti til Reykjavíkur og helgaði sig alveg fasteignasölunni, hafa margir vin- ir og skjólstæðingar haldið við hann tryggð, þótt hættur sé öllu félagsmálastússi. Éftir að Helgi hætti störfum við kaupfélagið í Mosfellssveit gerðist hann starfs- maður í Sambandinu. Ekki heill- aði sú vist Helga vin minn. Það var fjarri honum að vilja vera hjól á rennibraut í stórri samstæðu, án lífrænna tengsla við hvern og einn sem naut starfa hans, eins og tíðk- aðist á Stokkseyri og í Mosfells- sveitinni. Þetta var mikið lán fyrir Tímann, sem nú var að hefja sitt síðara blómaskeið, undir beittri ritstjórn Indriða G. Þorsteins- sonar og framkvæmdastjórn Tóm- asar Árnasonar, síðar alþingis- manns og ráðherra, að Helgi réð sig á blaðið. Dagleg fjármála- stjórn féll í hlut Helga. Með dæmalausri sunnlenskri seiglu og elju hóf hann upp fjárhag Tímans á það stig að hægt var að skipta við bankastofnanir og aðra án þess að vera með bónarstaf. Góðir tímar standa sjaldan lengi. Svo fór að Helgi undi ekki hag sínum við blaðið og helgaði sig fasteigna- sölunni. í fyrstu starfaði hann að sölumálum á vegum þekktra lög- fræðinga en sá að hann sat við skarðan hlut. Hann réðst í það, með Samvinnuskólann og Laugar- vatnsskóla eina að veganesti, að sækja háskólanám í lögfræði og viðskiptafræðum til að ná réttind- um til sjálfstæðrar fasteignasölu. Þetta tókst með slíkum ágætum að eftir var tekið. Nú festi hann kaup á Flókagötu 1 og setti saman myndarheimili við þjóðbraut þvera með sinni ágætu konu Kristínu og hafa þau hjón bæði rekið atvinnustarfsemi sína með myndarbrag. Þar er oft gest- kvæmt og gott að koma. Ég er einn þeirra, sem notið hafa þeirra ágætu gestrisni. Helgi naut áhrifa sterkra manna á mótunarbraut sinni. Hann gekk í Laugarvatns- skóla hjá Bjarna Bjarnasyni og hann var í Samvinnuskólanum hjá Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Einnig kynntist hann starfsháttum Egils Thorarensen í starfi sínu hjá Kaupfélagi Árnesinga. Þetta voru menn hinna stóru hugsjóna og mikilla átaka, sem gerðu alda- mótahugsjónimar að veruleika. Helgi og hans kynslóð voru arf- takar aldamótakynslóðarinnar. Meðan við njótum manna eins og Helga er ljóst að til eru menn sem skilja að að gömlu skal hyggja þá nýtt skal byggja. Ég óska Helga vini mínum allra heilla í upphafi síðari hálfleiks og bið hann að búa sig undir fram- lengingu og jafnvel undir víta- spyrnukeppni áður en yfir lýkur með honum og manninum með ljá- inn. Helgi verður utan bæjar í dag. Áskell Einarsson. Stundin er hröð en ævi manns- ins skömm, þegar horft er til baka að liðnum sextíu árum, er eins og horft sé í skuggsjá, þar sem það liðna birtist í svipbrigðum minn- inganna. Þar er margt að sjá, margt rifjast upp. Minningarnar eru góðar og skemmtilegar, þegar góður drengur á hlut að máli. Svo er það þegar litið er yfir kynnin við Helga ólafsson fasteignasala, sem er sextugur í dag. Helgi var fæddur í Reykjavik 27. júní 1924. Foreldrar hans voru Guðlaug Sigurðardóttir og ólafur Helgason. Helgi ólst upp hjá föð- urbróður sínum á Álfsstöðum á Skeiðum. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1943 og Samvinnuskólanum í Reykjavík 1946. Helgi ólafsson hefur lagt gjörva hönd á margt um ævina. Hann var góður námsmaður og kom fljótt í ljós, að hann var glöggur reikn- ingsmaður og kunni vel að fara með tölur. Hann gekk ungur til liðs við ungmennafélagshreyfing- una og hreifst af hugsjónum henn- ar, svo að enn logar sá eldur. Hann var þar oft í fararbroddi. Hann var mikill félagshyggjumað- ur, og lætur sitt aldrei eftir liggja í þeim málum. Hann er virkur þátttakandi í Lions-hreyfingunni og fleiri menningarfélögum. Helgi var einn vetur farkennari að námi loknu, síðan verslunar- maður, útibússtjóri í kaupfélagi, kaupfélagsstóri, bókari hjá SIS, gjaldkeri og bókari hjá Tímanum, og hefur rekið fasteignasölu frá árinu 1966. Hann tók próf í rekstri fasteignasölu og fékk þar með full réttindi til starfsins. í erilsömum störfum í kaupfé- lögum, þar sem starfsfólk er jafn- an alltof fátt, en verkefnin ærin, hversdagslega, var Helgi afkasta- mikill starfsmaður, og lét vinnu- daginn ekki nema við mörk hins venjulega. Þar vann hann af kappi og trúmennsku fyrirtækinu, án

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.