Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 Vestmannaeyjar: Verkfall hjá 50 bæjarstarfsmönnum Ve.stmannaeyjum, 26. júní. Á MIÐNÆTTI í nótt hófst verkfall hjá þeim starfsmönnum Vestmannaeyja- bæjar, sem eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja. Verkfallið hafði verið boðað til þess að knýja á um gerð nýs sérkjarasamnings við Vestmannaeyjabæ, en í gærkvöld slitnaði upp úr samningaviðræðunum. Aðild að þessu verkfalli eiga um fimmtíu starfsmenn, sem starfa við ýmis konar útivinnu á vegum bæjarins, svo sem við gatnagerð og fleiri störf. Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli samninganefnda Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og bæjarsjóðs um nýjan sérkjara- samning í stað eldri samnings, sem féll úr gildi 1. maí sl. Sam- komulag hafði náðst um t.d. gild- istíma, launaflokka og önnur minni háttar atriði. Ekki náðist samkomulag um uppbyggingu taxtakaups. Bæjarsjóður bauð samning í anda samkomulags ASÍ og VSÍ og samnings Dagsbrúnar við Reykjavíkurborg og greiðslu iágmarkslauna í samræmi við áð- urnefnda samninga. Verkalýðsfé- lagið gerði aftur á móti þá kröfu, að lægstu taxtar miðuðust við lág- markslaun, þannig að ekki þyrfti að greiða láglaunauppbót á taxta- kaupið. Á þessu strandaði í viðræðunum og áður boðað verkfall kom til framkvæmda. Samninganefnd bæjarsjóðs fór fram á það í gærkvöld, að verkfallinu yrði frestað. Þeirri beiðni hafnaði verkalýðsfélagið. Nýr fundur í vinnudeilunni hefur ekki verið boðaður. — hkj. Hlutafjáraukning Arnarflugs: „Ræðum þetta á næstunni" — segir stjórnarformaður Flugleiða STJÓRN Flugleiða hefur ekki tek- ið afstöðu til þess hvort félagið muni nýta forkaupsrétt sinn á auknu hlutafé í Arnarflugi hf„ að sögn Sigurðar Helgasonar, stjórn- arformanns Flugleiða. Tillaga stjórnar Arnarflugs um hækkun hlutafjár með áskrift nýrra hluta verður borin undir aðalfund fé- lagsins 11. júlí næstkomandi. Sam- kvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að hluthafar geti skráð sig fyrir INNLENT nýjum hlutum í réttu hlutfalli við hlutaeign sína fyrir 15. ágúst. „Þetta mál er svo nýtt af nál- inni að það hefur ekkert verið rætt hér ennþá," sagði Sigurður Helgason í samtali við blaða- mann Mbl. „Ég tel þó víst að það verði rætt alveg á næstunni." Á liðnum vetri afskrifaði stjórn Flugleiða hlutafjáreign félagsins í Arnarflugi, eins og þá kom fram í fréttum. Sigurður var spurður hvort sú staðreynd segði ef til vill alla söguna um afstöðu Flugleiða til hlutafjár- aukningarinnar í Arnarflugi. „Ekki nauðsynlega," svaraði stjórnarformaðurinn. „Ekkert frekar en afskrift hlutafjár okkar í Cargolux á sínum tíma. Það heita góðar reikningsskila- venjur á máli endurskoðenda að færa ekki til bókar á fullu verði eignir, sem eru lítils eða einskis virði.“ Nýtt safnhús Listasafns íslands. gamla íshúsið, og síðan Glaumbær, til hægri. Listasafnið tekur á sig mynd í Glaumbæ UM ÞESSAR mundir er verið að Ijúka við frágang á glerjum, á framhlið, hurðum o.fl. í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg. Að sögn Guðmundar G. Þórarinssonar, formanns byggingarnefndar, er reiknað með að þessum áfanga verði lokið í næsta mánuði. Fjár- veitingar á þessu ári voru um 6 milljónir og er gert ráð fyrir að um 2 milljónir verði afgangs þegar þessum framkvæmdum lýkur. Nú standa yfir viðræður við fjármálaráðherra um útboð á næsta áfanga, þ.e. að gera safn- húsið tilbúið undir tréverk. Talið er að þær framkvæmdir kosti um 12 milljónir. Listasafn Islands er 100 ára á þessu ári. Á blaðamannafundi síðastliðið haust tilkynnti menntamálaráðherra að gjöfin frá ríkisstjórninni, af því tilefni, væri sú að lokið verði við safn- bygginguna á árunum 1985—1986. Um 40 milljónir vantar til þess að ljúka við bygg- inguna, en Guðmundur G. Þór- arinsson taldi að ef vilji væri fyrir hendi myndi dæmið ganga upp. Fram til þessa hafa fram- kvæmdir aðallega verið kostaðar af gjafafé og munar mest um gjöf Sigurliða Kristjánssonar og konu hans til Listasafnsins. Séð inn í glerhúsið, sem tengir safnbygginguna og Glaumbæ Morgunblaðið/EBB. Þjóðarátak í trjárækt: Ríkisstjórn- in hefur enga ákvöröun tekið — segir Steingrím- ur Hermannsson „RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki tekið neina ákvörðun um átak í trjárækt í þessu sambandi. Hins vegar hef ég verið beðinn að beita mér fyrir slíku átaki og ég hef út af fyrir sig mikinn áhuga á því. Hins vegar verður svona átak að vera meira en orðin tóm,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, er hann var inntur eftir því hvort tekið yrði á trjárækt á 40 ára afmæli lýðveldis- ins. Tillaga til þingsályktunar þar að lútandi fékkst ekki afgreidd á síð- asta þingi. Steingrímur sagði ennfremur, að það væri orðið fullseint á þessu sumri að hefja gróðursetningu. Þess vegna væri það sín skoðun, að átak sem þetta yrði að undir- búa mjög vel. Ekkert framlag í þessu skyni væri á gildandi fjár- lögum og því hefði hann ráðlagt að þetta yrði skoðað sem allra bezt áður en skrefið yrði stigið. Talað hefði verið um stofnun nefndar, sem beitti sér fyrir fyrir kynn- ingarstarfsemi meðal almennings og opinberra aðila fyrir aukinni skógrækt. Málið væri gott, en það þyrfti bara að undirbúa það sem bezt. Siglufjörður: Skortur á vinnuafli mjög mikill Mikill vinnuaflsskortur er nú á Siglufirði, bæði vegna sumarleyfa starfsmanna og mikillar veiði. Siglu- vík kom sl. mánudag með 100 tonn að landi þar af voru 70 tonn þorskur en hitt grálúða. Þá kom Stálvíkin með fullfermi, samtals 140 tonn, allt þorskur. Að sögn sjómanna er mikið líf í sjónum útaf Norðurlandi. Ekki er Ijóst til hvaða aðgerða verður gripið, en að óbreyttu er ekki mannafli fyrir hendi til að vinna allan fiskinn. Þá hefur einn- ig verið mikið að gera hjá Sigló- síld í rækjuvinnslu og er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Von er á 50—60 tonnum af rækju og hefur veiði verið góð, komið 10—20 tonn að landi daglega. Beint og óbeint eiga þeir þessa peninga — segir Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, um Sameinaða verktaka „SAMKVÆMT þeim upplýsing- um, sem ég hef fengið, eiga ís- lenskir aðalverktakar, sem Sam- einaðir verktakar eiga að hálfu, en ríkið og SÍS-fyrirtækið Reginn að einum Ijórða hluta hvort, eitthvað á sjöunda hundrað millj. kr. í bönkum og verðbréfum ef upphæðin er þá ekki orðin hærri. Þar með hljóta Sameinaðir verk- takar að eiga a.m.k. „á fjórða hundrað millj. í beinhörðum pen- ingum“ ... „beint og óbeint“ eins og ég kemst að orði í grein minni,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, er blaða- maður Mbl. bar undir hann um- mæli Thors Ó. Thors, fram- kvæmdastjóra Sameinaðra verk- taka hf„ í blaðinu í gær. Þar neit- aði Thor því að Sameinaðir verk- takar ættu í beinhörðum pening- um jafn miklar fjárhæðir og Eyj- ólfur Konráð hélt fram í grein í Mbl. sl. sunnudag. „Séu þessar upplýsingar rangar verður það auðvitað leiðrétt og ég hlyti að biðjast afsökunar á að hafa trúað þeim,“ sagði Eyjólfur Konráð. „Nú kemur þetta hinsvegar allt fram í dagsljósið því að utanríkisráðherra lagði á Al- þingi fram hina merkustu skýrslu um verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli, sem rædd verður í utanríkismálanefnd áður en langt um líður. Og ég mun, sem formaður utanrík- ismálanefndar, að sjálfsögðu óska eftir nýjustu reikningum Sameinaðra verktaka og Regins hf„ en ekki síst reikningum að- alverktaka og öllum nauðsyn- legum upplýsingum, svo að ekk- ert fari á milli mála enda ríkið aðili að þeim félagsskap," sagði þingmaðurinn. — Þú talaðir einnig um „valdasvindl" í Sameinuðum verktökum. Við hvað átt þú með þvi? „Ég sagði „angi af valda- svindli". Það skýri ég raunar óbeint annars staðar í grein- inni. Þar á ég við það að menn eiga ekki að byggja völd sín á eignum annarra. Um þetta segi ég ekki meira á þessu stigi, en vil þó taka skýrt fram, að þar á ég ekki við Thor ó. Thors," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, aiþingismaður. Morgunblaðið/Kári. Miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Sauðárkróks Þessa dagana standa yfir miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Sauðárkróks. Veriö er að endurnýja aðalleiðslur í Skagfirðingabraut og Aðalgötu. Með- fylgjandi mynd er af þeim framkvæmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.