Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 26
rs?26
**>i M0RGUN8LAÐlÐ;4HÐVHÍUDAGUiR.í!7.'JÍlNk 1984
+
Dóttir min.
ÁSTA LOVÍSA LEIFSDÓTTIR,
HAtúni 12, Reykjavfk,
andðist í Landspítalanum 24. júní.
Útförin veröur gerö frá Áskirkju föstudaginn 29. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd barna og systra hinnar látnu,
Leifur Steinarsson,
Ingibjörg Brynjólfsdóttir.
+ Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
LÁRUS ÁGÚSTSSON,
Hótúni 12, Reykjavík,
lést á heimili sinu 15. júní.
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna.
Sjöfn Lárusdóttir,
Herdis Lárusdóttir, Kai Storgárd,
Lára Sif Lárusdóttir, Ólafur Lange,
Ágústa Hrefna Lárusdóttir, Kristján Guömundsson,
Björg Lárusdóttir, Siguröur Þorbjörnsson,
Anna Málfríður Lárusdóttir, Björn Guömundsson,
Sigríöur H. Lárusdóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
LÚDVÍK ÁGÚST NORDGULEN,
fyrrverandi símaverkstjóri,
Brávallagötu 8,
lést 25. júní.
Jaröarförin auglýst síöar.
Þórunn R. Nordgulen,
Lúóvík Sigurður Nordgulen, Sigríður Einarsdóttir,
Ásta Lúövíksd. Nordgulen, Ásgeir Karlsson
og barnabörn.
+
Móöir okkar,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
er lóst 19. þessa mánaöar veröur jarösungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 29. júní kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aöstandenda,
Jóhanna Guðjónsdóttir,
Haukur Guöjónsson.
+
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
STEINUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Skólavöróustig 28,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. júní kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Styrktarsjóö
Landakotsspítala.
Halldór Magnússon, Jóhanna Guömundsdóttir,
Sigríöur Magnúsdóttir, Höröur Ágústsson,
Magnús Magnússon, Helga V. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faöir minn.
KRISTJÁN MATTHÍAS RÖGNVALDSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júní kl.
13.30.
Fyrir hönd bræöra minna og annarra vandamanna,
Sveinborg Kristjánsdóttir.
+
Ástkær eiginmaöur mirvn, faöir, tengdafaöir og afi,
ÁRNI JÓHANNSSON,
vélstjóri,
Faxatúni 3, Garóabæ,
veröur jarösunginn frá Garöakirkju fimmtudaginn 28. júní kl.
13.30.
Þeím sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameins-
félag islands.
Björg Helgadóttir,
Margrát B. Árnadóttir,
Markús M. Árnason,
Hafsteinn V. Árnason,
Auóur Árnadóttir,
Helgi Sigurgeirsson,
og barnabörn.
Oddný Ágústsdóttir,
Jón G. Gíslason,
Karen Haraldsdóttir,
Guömunda Valdimarsdóttir,
Haraldur Árnason,
Sæbjörg Einarsdóttir
Unnur Jónsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 10. igúst 1912
Dáin 19. júní 1984
Þrátt fyrir að ég vissi, að í mörg
ár hafði Unnur Jónsdóttir barist
hetjulegri baráttu við veikindi,
kom andlát hennar mér á óvart og
svo mun um fleiri. Ég hafði verið
með henni hressri og kátri 17. júní
og þar var haft orð á batnandi
heilsu og áform voru um ýmislegt
næstu daga. Unnur barðist i mörg
ár við erfið veikindi, oft var mjótt
á munum hvort hefði sigur, líf eða
dauði, en lífið hafði yfirhöndina.
Styrkur og glaðlyndi Unnar vó þar
þungt á metaskálum. Unnur kom
hingað frá Reykjavík. Um 50 ára
skeið var hún Hólmari, starfaði í
mörgum félögum og var jafnan
dugleg að hverju sem hún gekk.
Hún rak um skeið gistihús hér á
staðnum, þegar aðrir höfðu gefist
upp, og gerði það bæði vel og
myndarlega. Með þeim sem bágt
áttu fann hún til. Lá ekki á liði
sínu þegar hún vissi að góð mál-
efni óskuðu krafta hennar. Ævi
hennar var baráttusaga eins og
svo margra annarra á hennar
manndómsárum. Hún stjórnaði
stóru heimili og gaf börnum sín-
um gott veganesti út í lífið. Hún
var gift Eiríki Helgasyni raf-
virkjameistara, sem lést í haust,
þau áttu mannvænleg l)örn, sem
bera foreldrum fagurt vitni. Að
þeim gróðri hlúði Unnur vel og
ekki spillti hennar ágæti maður.
Ég var samferðamaður þeirra í
rúm 40 ár og sú samleið var góð.
Ég sakna þeirra og fyrir svo
margt er ég þeim hjónum þakklát-
ur. Um leið og ég bið Unni guðs
blessunar á nýjum leiðum, endur-
tek ég þðkk mína tii þeirra hjóna.
Minningin lifir í þakklátum huga.
Árni Helgason
Þegar hverfa af sjónarsviðinu
þeir sem okkur eru kærir sækir að
okkur söknuður og allt er tóm-
legra en áður. Hún skreppur frá
svo björt og glöð eins og engill,
eftir örstutta stund er hún farin
lengra en til stóð.
Við áttum margt sameiginlegt
og því margar góðar samveru-
stundir sem sækja á hugann.
Hún stóð sig eins og hetja í
veikindum sínum. Hún vildi ekk-
ert lof eftir þetta líf, en mig lang-
aði til að skrifa kveðjuorð til
hennar. Guð blessi Unni og hafi
hún þökk fyrir allt. Ég votta börn-
um hennar, barnabörnum og lang-
ömmubörnum samúð mína.
Elísabet Magnúsdóttir
Látin er í Stykkishólmi Unnur
Jónsdóttir húsfreyja, ekkja Eiríks
Helgasonar rafvirkjameistara
sem lést síðastliðið haust. Er þá
lokið ævistarfi þessara kátu og
dugmiklu hjóna sem settu svip
sinn á Stykkishólm þar sem þau
bjuggu i blóma ævi sinnar og
munu nú bera bein sín. Með þeim
eru gengnir góðir fulltrúar þeirrar
kynslóðar sem lifði og starfaði,
byggði upp og bætti á öndverðri og
miðri þessari öld og skilar nú eft-
irkomendum sínum miklum arfi.
Unnur Jónsdóttir var fædd í
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför
ADALSTEINS HALLSSONAR.
Hanna Aöalateinsdóttir, Valur Fannar,
Anna Þorgrímadóttir.
+
Innilegar þakkir til allra sem vottuöu okkur samúö og hlýhug viö
andlát og útför
JÓNS SNORRA HALLDÓRSSONAR.
Ása borsteinsdóttir Kristensen,
Halldór J. Jónsson, Gyóa Thorsteinsson.
+
Þökkum auösýnda hluttekningu og vinarhug viö fráfall og jaröarför
móöur okkar og tengdamóöur,
ÞORGERÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR,
Sólvallagötu 24,
sem lést hinn 15. júní sl.
Sigurgeir Guömannsson,
Elín Guömannsdóttir, Jón Ingimarsson,
Gunnar Guömannsson, Anna Guðmundsdóttir,
Bára Guömannsdóttir, Magnús Karlsson,
Alda Guömannsdóttir, Bjargmundur Albertsson.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Reykjavík 10. ágúst 1912 og var
því liðlega sjötug er hún lést. For-
eldrar hennar voru Jónína Þ. Þor-
steinsdóttir og Jón Magnússon
skipstjóri og síðar seglasaumari
frá Miðseli i Reykjavík. Foreldrar
Unnar giftust ekki en eignuðust
tvö börn, Unni og Aðalstein, lög-
regluþjón, fæddan 10. sept. 1906,
dáinn 6. febrúar 1950. Unnur ólst
upp með móður sinni og mun hafa
haft lítil kynni af föðurfólki sínu
fyrr en hún var uppkomin og
kynni tókust í gegnum mægðir
eins og síðar verður að vikið.
Unnur giftist 30. október 1931
Eiríki Helgasyni rafvirkja. Hófu
þau búskap í Reykjavík, en árið
1938 fluttust þau til Stykkishólms.
Ingibjörg Helgadóttir, systir Ei-
ríks, var þá búsett í Stykkishólmi,
en 1923 hafði hún gifst Sigurði
Ágústssyni verslunarmanni þar.
Sigurður rak síðar verslun, útgerð
og fiskvinnslu í Stykkishólmi og
var þingmaður Snæfellinga og síð-
ar Vestlendinga. Mun Eiríkur
fyrst hafa starfað hjá Sigurði
mági sínum en síðar hóf hann eig-
in atvinnurekstur. Munu ófáar
rafstöðvarnar sem Eiríkur setti
upp á Snæfellsnesinu og átti hann
sitt stóra hlutverk í því ævintýri
sem rafvæðing íslenskra byggða
var fyrir og um miðbik þessarar
aldar var.
Þegar Unnur og Eiríkur fluttu
til Stykkishólms áttu þau þrjú
börn, en alls urðu börnin sex á
nítján árum. Þau eru: Auður
Lella, fædd 1932, gift Benedikt
Sigurðssyni, búsett í Garðabæ,
Nína Erna, fædd 1935, gift Þor-
valdi ólafssyni, búsett í Stykkis-
hólmi, Helgi, fæddur 1936, kvænt-
ur Elínborgu Karlsdóttur, búsett-
ur í Stykkishólmi, Sesselja, fædd
1941, gift Óla Jósefssyni, búsett í
Reykjavík, Þorsteinn, fæddur
1945, kvæntur Jóhönnu Gunnars-
dóttur, búsettur í Reykjavík, Að-
alheiður, fædd 1951, gift Erni Al-
exanderssyni, búsett í Ólafsvík.
Öll börnin eiga afkomendur,
bðrn og barnabörn, og er ættbogi
þeirra Unnar og Eiríks orðinn
stór. Hin síðari ár voru brúðkaup
og barnsskírnir tíðir viðburðir i
fjölskyldunni og alltaf var Unnur
að útbúa eitthvað fallegt handa
ungu hjónunum og litlu börnun-
um. Án efa hefur verið erfitt að
koma upp svona stórum barnahópi
á erfiðum tímum, en Unnur og
Eiríkur uppskáru laun erfiðis síns
í miklu barnaláni. Eftir að heilsu
þeirra fór að hnigna báru bðrnin
þau á höndum sér. Síðast sá ég til
Unnar á sjúkrahúsi káta og hressa
þrátt fyrir bágborna heilsu um-
kringda ömmubörnum og lang-
ömmubörnum sem voru boðin og
búin að styðja hana þegar með
þurfti.
Líf þeirra Unnar og Eiríks ein-
kenndist af dugnaði og glaðværð.
Þrátt fyrir eril á stóru heimili tók
Unnur að sér ýmis störf, m.a. rak
hún gistihús í Stykkishólmi um
skeið og um tíma vann hún á
Amtsbókasafninu í Stykkishólmi.
Þá aðstoðaði hún Eirík dyggilega í
starfi hans og annaðist bókhald og
innheimtu. Fyrst og fremst var
hún þó húsmóðir sem naut þess að
taka á móti gestum og þeir voru
fjölmargir. Veitingarnar sem hún
bar fram voru ekki bara góðar
heldur líka fallegar og girnilegar