Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 5
* 5 mi híOi .ts aaoAauxrvaiM .aiaAjaKuoaoM MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 Fundir heilbrigðismálaráð- herra í læknishéruðum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu: Næstu fundir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Matthí- asar Bjarnasonar, í læknishéruð- um eru fyrirhugaðir sem hér seg- ir: Á Selfossi í kvöld kl. 20.30 í Tryggvaskála. I Vestmannaeyium á morgun kl. 20.30 í Félagsheimil- inu. Ræðumenn á fundunum, auk ráðherra, verða Guðjón Magnús- son, aðstoðarlandlæknir, sem ræð- ir um heilsugæslu, Steinunn M. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri, sem ræðir um almannatryggingar og Þórður Harðarson, prófessor, sem ræðir um hjartarannsóknir og hjartalækningar. Fundirnir eru öllum opnir. Helgarskákmót í Flatey RAF- OG tölvutónleikar verða haldnir í dag á Kjarvalsstöðum kl. 17 og aftur kl 20.30, þar sem saga íslenskrar tæknitónlistar verður kynnt. Tónleikarnir verða endur- teknir á Kjarvalsstöðum 28. og 29. júní kl. 17 og 20.30 og laugardaginn 30. júní kl. 15 og 17. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Helga Pétursson, Kjartan ólafs- son, Lárus Grímsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Snorra Sig- fús Birgisson, Þorkel Sigur- björnsson og Þorstein Hauksson. Tónleikarnir verða haldnir á tveimur stöðum i húsinu og ný efnisskrá verður á hverjum degi, að því er segir í frettatilkynningu. Raf- og tölvutónleik- ar á Kjarvalsstöðum TÍMARITIÐ Skák og Skáksamband fslands efna til helgarskákmóts í Flatey á Breiðafirði 29., 30. júní og 1. júlí. Kr þetta 24. helgarskákmótið sem þessir aðilar standa að, og verð- ur það nú haldið í fámennasta byggðarlaginu til þessa. Ýmsir þekktustu skákmeistarar landsins verða að venju meðal keppenda, en sem framhald helg- armótanna hefur tímaritið Skák staðið fyrir tveimur alþjóðamót- um, í Grindavík og Neskaupstað. Flogið verður til Stykkishólms að morgni föstudags 29. júní kl. níu og þaðan farið meö flóabátn- um Baldri til Flateyjar. Frá Flat- ey verður síðan farið á sunnu- dagskvöld. í eyjunni er ekki að- staða til gistingar og verða kepp- endur og gestir þvi að tjalda, að því er segir í fréttatilkynningu tímaritsins Skák. Nokkrir styrkþegar ásamt fulltrúum úr stjórn Vísindasjóðs. Talið frá vinstri: Sigurður Stefánsson, Gunnar Sigurðsson, Eggert Ó. Jóhannsson, Haukur Kristjánsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jóhannes Pálmason, Sverrir Þórðarson. Styrkjum úr Vísindasjóði Borgarsjúkrahússins úthlutað NÝVERIÐ VAR úthlutað styrkjum úr Vísindasjóði Borgarsjúkrahúss- ins. Að þessu sinni var úthlutað alls kr. 350.000, en 5 umsóknir bárust um styrk alls að upphæð kr. 656.000. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki: 1. Dr. Kristján Ingvarsson verk- fræðingur kr. 135.000, til að standa undir efniskaupum og aðkeyptri vinnu við gerð tölvustýrðs heyrnarmælis. 2. Dr. Eggert ó. Jóhannsson yf- irlæknir, dr. Gunnar Sigurðs- son yfirlæknir og Jóhanna Ragnarsson læknir kr. 115.000 til að taka þátt í fjölþjóða- rannsóknum á tengslum salt- inntöku og blóðþrýstings, „Intersalt Study“. 3. Haukur Kristjánsson fyrrv. yfirlæknir slysadeildar kr. 100.000 til rannsókna á sjúkl- ingum sem komu á slysadeild 1983 vegna vinnuslysa. Er til- gangurinn m.a. að fá yfirlit yfir fjölda vinnuslysa með til- liti til aldurs og kyns i hinum ýmsu störfum og leita áhættuþátta í störfunum. Eins og kunnugt er var Vís- indasjóður Borgarsjúkrahússins stofnaður 1963 til minningar um þá Þórð Sveinsson lækni og Þórð Úlfarsson flugmann. Tilgangur sjóðsins er að örva og styrkja vísindalegar athuganir, rann- sóknir og tilraunir sem fram fara á Borgarspitalanum eða i náinni samvinnu við hann. (Fréttatilkynning) Wang PC tölvan er tvímælalaust einn besti valkostur þeirr; fyrirtækja, sem eru að hefja tölvuvæðingu. Wang PC býður í senn fullkomið ritvinnslu- og bókhaldsker og örugga möguleika til stækkunar og aukningar með tengslum við stærri tölvueiningar. Þar að auki er Wang PC lang hraðvirkasti PC-inn á íslenskum markaði. Heimilistæki hafa selt og þjónustað Wang tölvur í 7 ár me árangri sem fjöldi ánægðra viðskiptavina staðfestir. Þú lendir ekki í blindgötu með Wang! Heimilistæki hf TÖLVUDEILD-SÆTÚNI8-SÍMI27500 Það er ekki auðvelt að rata um tölvuheiminn og því miður hafa allt of margir lent inní blindgötu þegar þeir hafa ætlað stytta sér leið eða spara sér tíma og fé. (WANG ) Við verðum hérna líka á morgun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.