Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 17
tVTfft rs mu'>/,rnr>:ivorM mm wvrrmímM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 ivr 17 Verg þjóðarframleiðsla (VÞF ) Mynd 2. /Evilengd íslendinga Konur Karlar io<Df-.coo>or-cvjcO'>íir)<oiN.oo C0(0fflc0c00)0)0)0)(jl(j)0)0)0) oooooooooooo 050»- Mynd 3. is eru taldir með er hlutfallið 1:300. Stjórnvöld hér á landi hafa því miður brugðist þeirri skyldu sinni að taka á þessum vanda. Ef svo heldur fram sem horfir verður hér á landi einn læknir fyrir hverja 200 íbúa árið 2000, ef ís- lenskir læknar erlendis eru taldir með. Ein hætta tengd offjölgun lækna er, að við það verður heil- brigðiskerfið allt dýrara. Læknar eru með launum sinum og starfs- háttum ábyrgir fyrir verulegum hluta kostnaðar við heilbrigðis- kerfið í hverju landi og tilhneig- ingin er að ef þeir verða of margir reyni þeir að finna verkefni við sitt hæfi. Thomas Ainsworth minnist á þetta í bók sinni. Hann bendir á þróun kransæðaskurð- lækninga i Bandaríkjunum, þar sem upphaflega hafi verið ætlast til þess aö skurðaðgerðir væru fyrir þá sem hefðu ólæknandi hjartaöng. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að ástæður aðgerða hafa orðið frjálslegri f höndum lækna. Hluti af skýringunni sé aukinn fjöldi sérfræðinga í við- komandi greinum þ.e. hjartalækn- ingum og hjartaskurðlækningum. Stöðugt fleiri hjartaþræðingar séu gerðar og því finnist enn fleiri með kransæðasjúkdóma. Tilhneig- ingin hafi því orðið sú að fram- kvæma fleiri skurðaðgerðir. Kost- naður margfaldist. Dánartölur ha- fi hins vegar ekki breyst til hins betra við þessar aðgerðir og enn sé sáralitlu fé varið til fyrirbyggj- andi starfs. Sú þróun sem lýst er hér að framan frá Bandaríkjunum hefur sem betur fer enn ekki orðið hér á landi að því er kransæðask- urðlækningar varðar, en við höf- um vítin til þess að varast þau. Ég tel að læknasamtökin, al- menningur og stjórnmálamenn þurfi að taka höndum saman og spyrna gegn núverandi þróun heil- brigðiskerfis okkar. Beina þarf sjónum til annarra átta og marg- efla frumheilsugæslu og þar með allt heilsuverndarstarf. Ljóst er að þegar til lengdar lætur er heilsuvernd ódýrari og.skilar sér í auknu heilbrigði þjóðarinnar. Cunnar Helgi Guðmundsson er læknir í Heilsugæslustöðinni, Fossrogi. Heimildir: 1. Ainsworth T.H. Live or Die, Macmillian Publishing Company N.Y., 1983. 2. KostnaAur heilbrigdisþjónustu í Keykjavík á tímabilinu 1970—1981. Skrifstofa borgar- laeknis, 1982. 3. ('-onference Proceedings: Tenth WONCA World Conference on Family Medicine, May 1983. 4. Ólafsson Ó, Ragnarsson J. DánartíAni og Fvilengd: Miklar breytingar síAustu árin. Ileilbrigdismál, 4: 11—14, 1982. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HELGU G. JOHNSON Aðalleikarar í myndinni, Jason Robards og Glenda Jackson í hlut- verkum Sakharov-hjónanna. Heilsíðuauglýsing í The New York Times fyrir frumsýningu myndar- innar í Bandaríkjunum. Andrei Sakharov. Sakharov-myndin frumsýnd: Hefur hún áhrif á baráttu Sakharovs? ÞAÐ er ekki oft sem sjónvarpskvikmyndir verða að pólitísku umræðu- efni, en slíkt hefur þó gerst a.m.k. þrisvar sinnum í Bandaríkjunum i undanfornum fimm irum. Fyrst var það myndin „The China Syndrome", sem frumsýnd var irið 1979 og síðan „The Day After“, sem sjónvarpað var í fyrra og sýnd var í kvikmyndahúsum i íslandi. Þriðja stórmyndin sem komið hefur af stað pólitískum umræðum, er myndin um sovéska andófsmanninn Sakharov. Bandarísk sjónvarpsstöð, HBO (Home Box Office), fram- leiddi myndina og fékk leikstjór- ana Herbert Brodkin og Robert Berger (sem leikstýrðu m.a. Holo- caust) til liðs við sig, en handritið skrifaði David Rintels. Rintels vann baki brotnu við að afla sér upplýsinga um fortíð Sakharovs og átti viðamikil viðtöl við stjúpbörn hans og vandamenn í Bandaríkjunum. Upptökur myndarinnar um Sakharov fóru fram f Austurrfki og í London í tvö ár, og lauk í apríl sl. Ekki stóð til að sýna myndina fyrr en i september nk., en atburðir sem mjög hafa verið í fréttum að undanförnu réðu því að frumsýningu var hraðað. Sakharov hóf hungurverkfall 2. maf sl. og óttuðust vandamenn hans, búsettir í Bandaríkjunum, um öryggi þeirra Sakharovs og Yelenu Bonner, eiginkonu hans. Þegar fréttir af heilsu Sakh- arovs urðu strjálli og ekki var jafnvel vitað hvar hann væri niður kominn, ákváðu framleið- endur myndarinnar að flýta sýn- ingum í Bandaríkjunum, ef myndin mætti verða til þess að styrkja málstað Sakharov-hjón- anna. Sakharov, sem hefur verið f haldi í rússnesku borginni Gorky síðan árið 1980, hóf hungurverk- fallið, til að mótmæla því að eig- inkonu sinni væri ekki leyft að fara utan til að leita sér lækninga við augnsjúkdómi og hjartveiki. Þegar fréttist af hungurverkfall- inu, höfðu stjúpsonur Sakharovs, Alexei Semyonov, og tengdasonur Bonners, Efrem Yankelevich, samband við HBO og óskuðu eftir að myndin yrði sýnd við fyrsta tækifæri þar sem óvfst væri um öryggi hjónanna. Yankelevich var ráðgjafi við gerð myndarinnar, en hann, móðir Yelenu og börn hennar frá fyrra hjónabandi, komu til Bandaríkjanna árið 1977. Það reyndist framleiðendum myndarinnar ekki auðveld ákvörðun að flýta sýningu mynd- arinnar um heila þrjá mánuði, en Brodkin leikstjóra tókst að sannfæra framleiðendurna um mikilvægi þess, er hann spurði þá hvort þeir vildu frekar láta saka sig um að hafa sögu Sakharovs að féþúfu, eða sitja með hendur f skauti og láta sig lif Sakharov- hjónanna engu varða. Tildrög að gerð myndarinnar voru þau, að Berger leikstjóri komst í kynni við lögfræðinga barna Bonners, fyrir tilstilli Aryeh Neier, forstöðumanns bandarísku mannréttindasam- takanna í New York. Börn hennar höfðu um nokkurt skeið reynt að vekja áhuga kvikmyndaframleið- enda í Hollywood á gerð sjón- varpsleikrits um Sakharov og hina miklu baráttu hans við sov- ésk yfirvöld fyrir mannréttind- um. Berger og Brodkin hittu Bonner-börnin og hrifust strax af sögu þeirra. Miðað við sjónvarpskvikmynd f Bandaríkjunum og þær kröfur sem áhorfendur þar gera til spennumynda, er myndin fremur dauf. Engir eltingaleikir á bflum, skotbardagar, eða átök harð- snúinna uppreisnarmanna eru i myndinni, enda aðeins sönn saga um baráttumann sem berst með friðsamlegum hætti, en ekki vopnum. Sakharov er ósköp venjulegur maður sem kosið hef- ur að berjast fyrir málstað mannréttinda í heimalandi sínu, vitandi að það myndi kosta hann þau réttindi sem hann hafði sjálf- ur. Framleiðendur myndarinnar vildu taka hana upp f Finnlandi, en yfirvöld þar sögðust ekki vilja fórna ágætri sambúð við Sovét- ríkin fyrir kvikmynd sem þeir töldu vera áróður. Reynt var eftir bestu getu að gera umhverfi myndarinnar sem nákvæmast og farið eftir mynd- um frá Moskvu til að finna hús sem mest líktust húsagerð þar. Varð Vín fyrir valinu og tókst með ágætum að líkja eftir um- hverfi Moskvuborgar. önnur at- riði voru tekin upp nálægt landa- mærum Tékkóslóvakíu og Aust- urríkis, eða í nágrenni Lúndúna- borgar. Berger leikstjóri sagði að hann hefði ekki einu sinni reynt að biðja um leyfi til kvik- myndunar í Sovétríkjunum, enda hefði verið barnalegt að halda að yfirvöld hefðu leyft það. Myndin gerist á tímabilinu 1970 til 1980 og hefst á þvf að Sakharov, velmetinn eðlisfræð- ingur og kunnur sem „faðir vetn- issprengjunnar", tekur að efast um vígbúnaðarkapphlaup stór- veldanna og snýr sér að mann- réttindamálum. Hann og seinni kona hans, Yelena Bonner, gerast frammámenn í hópi róttækra menntamanna. Loks kemur að því að þau sæta svo miklum ofsóknum, að þau sjá sér ekki annað fært en að senda börn Yel- enu til Bandaríkjanna af öryggis- ástæðum. Eitt viðkvæmasta at- riði myndarinnar er þegar börnin eru kvödd og Sakharov og kona hans horfa með tárin í augunum á eftir þeim í frelsið, og augljóst er að þetta er fjölskylda sem sennilega á aldrei eftir að hittast framar. Myndin hefur verið sýnd í Frakklandi og Hollandi auk einn- ar sýningar í Bandaríkjunum, en hún verður endursýnd þar í sept- ember, á þeim tíma sem upphaf- lega var áætlaður til frumsýn- ingar. Fleiri Evrópulönd hafa einnig fest kaup á myndinni til sýningar innan skamms. Tilgang- ur hennar er að vekja almenning til umhugsunar um mannréttindi og jafnvel hvetja hann til dáða í þeim efnum. Ef myndin hefur einhver áhrif f þá átt að binda endi á ofsóknir sovéskra yfir- valda gegn Sakharov-hjónunum, má segja að mikill sigur hafi ver- ið unninn f mannréttindabaráttu heimsins. Heimildir: Time, L’Express, USA Today, Newsday, New York Times o.fl. Helga Guðrún Johnson er blaða maður í erlendri fréttadeild Morgun- blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.