Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984
Uppeldisskilyrði
geta haft áhrif
á heilsu barna
Heilsa
Olafur Ólafsson
Asíöustu áratugum hafa
oröiö miklar breytingar á
þjóöfélagsháttum og um-
hverfi barna og unglinga sem ann-
arra hér á landi. Efnahagslegur
aöbúnaöur og heilsufar þeirra hef-
ur breyst í flestum tilfellum til batn-
aöar en ekki aö öllu leyti. í þessari
grein veröa nokkur atriöi þessara
breytinga rædd og áhrif þeirra á
lífsvenjur og heilsufar athuguö.
Á Vesturlöndum hefur hjóna-
skílnuðum fjölgaö mjög ört á síö-
ustu árum. Taliö er aö í sumum
löndum endi nú þriöja hvert hjóna-
band meö skilnaöi, og í sumum
stórborgum endar annað hvert
hjónaband meö skilnaöi. Bent hef-
ur veriö á aö góö fylgni sé milli
vaxandi framlaga til félagsmála og
fjölgunar hjónaskilnaöa.
Hjónaskilnuðum hefur fjölgaö á
íslandi eins og á hinum Noröur-
löndunum (úr 4,3 á þúsund konur
á ári 1951—60 og í 9,1 árin
1976—80). Fjöldi hjónaskilnaða er
hlutfallslega meiri á íslandi en í
Noregi, svipaöur og í Finnlandi og
Svíþjóö. Taliö er aö allt aö sex
hundruó börn veröi aö þola skiln-
aö foreldra sinna á hverju ári hér á
landi.
Mikiö hefur veriö rætt og ritaö
um áhrif hjónaskilnaöa á börn.
Flestir eru sammála um aö áhrifin
séu oft slæm. Algengustu kvartan-
ir meöal þessara barna eru skortur
á öryggistilfinningu, kvíöi og sjálfs-
ásökun. Fram aö þessu hefur verið
taiiö aö hér væri um skammtíma-
áhrif aö ræöa en niöurstööur rann-
sókna síöari ára benda eindregiö
til aö áhrifin séu oft langvarandi og
alvarleg. Hér veröur vitnaö í niöur-
stööur nokkurra vísindamanna
sem fengist hafa viö slíkar rann-
sóknir.
Börn foreldra sem skilja hætta
yfirleitt fyrr en önnur í skóla, þ.á m.
háskóla, og þeim farnast verr í
hjónabandi þegar þar aö kemur.
Þau telja sig mörg eiga í erfiðleik-
um meö aö mynda varanlegt til-
finningasamband viö hitt kyniö. Yf-
irleitt telja þau aö skilnaöur for-
eldra þeirra hafi veriö alvarlegasta
áfall æskunnar.
Víöa kemur fram aö skilnaöur
snertir yngstu börnin mest. Ein
rannsóknin benti til aö um þriöj-
ungur barnanna teldi sig vera
óhamingjusöm allt aö fimm árum
eftir hjónaskilnaöinn. í breskri
rannsókn kom í Ijós aö veikindi og
sjálfsmorö voru tíöari meöal barna
er oröiö höföu fyrir skilnaöi for-
eldra en jafnaldra þeirra. Jafn-
framt var menntun þeirra lélegri og
meöalævi styttri.
Margir hafa bent á aö hjóna-
skilnaöur sé alls ekki alltaf besta
lausnin í stormasömu hjónabandi.
Hjónabandiö þurfi aö vera mjög
slæmt til þess aö unnt sé aö rétt-
læta skilnaö meö hliösjón af vel-
ferö barnanna. Börn túlki þaö oft
sem umhyggju ef hjón halda sam-
an þrátt fyrir deilur. Rétt er aö hafa
í huga aö hjónaskilnaóur hefur yflr-
leitt í för með sér versnandi efna-
hagsástand á heimili barnsins.
Níu af hverjum tíu íslenskum
konum hafa einhvern tímann á
lífsleiöinni gengiö í hjónaband, en
nú viröist þaö fariö aö breytast.
Áriö 1972 voru 51% kvenna á aldr-
inum 20—24 ára komnar í hjóna-
band en einungis 27% kvenna á
þessum aldri áriö 1982 (Hagtíö-
indi, 1983, bls. 229.) Hlutfall giftra
meöal 20—24 ára karla hefur á
sama tíma lækkaö úr 31% ( 14%.
Þess má geta aö dánartíöni fólks
utan hjónabands er hærri en fólks
í hjónabandi.
Athyglisvert er aö börnum sem
alin eru upp af einstæöum masör-
um farnast oft betur en hjóna-
skilnaöarbörnum. Astæöan gæti
verið sú, og ekki síst á islandi, aö
ógiftar mæöur njóta stundum
meiri aöstoöar foreldra en frá-
skildar mæöur. Yfirleitt njóta ógift-
ar mæöur betri fjölskylduaöstoöar
á islandi en þekkist i nálægum
löndum, þó aó félagsleg aöstoö og
tryggingar séu viöa betri en hér.
Mun fleiri börn fæöast nú utan
hjónabands en fyrir tuttugu árum
(25,3% árin 1956—60, 36,8% árin
1976—80 og 44,6% áriö 1982).
Hlutfali barna fæddra utan hjóna-
bands á íslandi er nú hæst á Norö-
urlöndum, aö Grænlandi undan-
skildu. Um 83% þessara barna búa
þó meö báöum foreldrum fimm ár-
um eftir fæöingu (samkvæmt rann-
sókn Guöna Baldurssonar), en
17% óskilgetnu barnanna, eöa um
þrjú hundruö úr hverjum árgangi,
búa aöeins skamma stund meö
báóum foreldrum eöa þá eingöngu
með ööru foreldri, venjulega meö
móóurinni.
f hverjum árgangi eru þannig
a.m.k. 900 börn, eöa fimmta hvert
barn, sem alast ekki upp hjá báö-
um foreldrum. Af framangreindu er
Ijóst aö þessum börnum hefur far-
iö hlutfallslega fjölgandi á síöustu
áratugum.
í íslenskri rannsókn (Guórún
Briem) kom í Ijós aö unglingar er
ekki voru aldir upp meö báöum
foreldrum neyttu tíöar áfengis en
hinir er höföu alist upp hjá báöum
kynforeldrum. Ennfremur kom (
Ijós aö marktæk fylgni er á milli
áfengis- og kannabisneyslu.
Prófessor Sigurjón Björnsson,
sem gert hefur viðamikla feril-
rannsókn á högum 1.100 barna og
unglinga i Reykjavík, komst að
svipaöri niöurstööu um áhrif af
uppeldishögum barna og unglinga.
Börn sem alast upp á „tvístruöum
Persónu-
lega kom
mér það
ekki við
— írskt?
— Já, þegar ég var strákur hóf ég
læknanám af því aö fjölskyldan vildi aö ég
yröi læknir. En þegar kom aö því aö óg
varö aö taka lokaákvöröun í málinu sagöi
ég: „Ég ætla aö veröa flugmaöur.* Fööur
mínum stóö stuggur af flugvélum og svo
var um aöra ( fjölskyldunni og ýmsa vini
okkar. Hann var vanur aö segja: „Þaö end-
ar meö þvi aö þú drepur þig i einni af
þessum maskínum.* Móöir mín var ekki
vön aö fara geyst. Hún var hæglát kona.
Þegar fjaörafokiö var afstaöiö sagöi hún:
„Paul, faröu bara í flugiö. Þaö veröur allt í
lagi.* Þessu hef ég aldrei gleymt.
— Þannig stáð hún meó þér?
— Hún var bakhjarl minn og hún trúöi
þvi statt og stööugt aó flugvél yröi mér ekki
aö grandi.
— Hvernig fórstu eð því að velja
Enola-Gay úr þessum 16 ttugvúlum?
— f upphafi vorum viö meö nokkrar
B-29-vélar af eldri geröinni og þaö var ekki
hægt aö breyta þelm þannig aö þær gætu
flutt þessi vopn. Ég bar fram þá kröfu viö
rétta aöila innan hersins aö viö fengjum til
umráöa nýrri gerö af vélinni. Flugvélarnar
voru smíöaöar í Marton-verksmiöjunn! i
Omaha í Nebraska. Þelr sem ráku þá verk-
smiöju vissu aö hér var eitthvaö alveg sér-
stakt á ferö, m.a. af því aö úr verksmiöj-
unni var fariö meö þessar vélar belnt út á
þann enda flugvallarins sem var lengst í
burtu frá verksmiöjunni. Þar voru þær sett-
ar í skýli sem enginn haföi aögang aö. Þaö
var á leynilegu svæöi þar sem skipt var um
vélar áöur en áhafnir okkar tóku viö þeim
og flugu þeim út í buskann.
— Og það var 509. deild sem tók við
þessum vélum 7
— Já, 509. deild fékk þessar vélar. Dag
nokkurn fór ég í verksmiöjuna til aö athuga
hvernig gengi meö vélarnar. Einn verkstjór-
inn sagöi viö mig, — hann sagöi sisona, ég
veit aö þiö eruö aö fást viö eitthvaö mjög
sérstakt. Mig lengar til aö sýna þér þessa
vél: Númeriö er 4486292. Hún er tllbúin.
Hún er búin aö fara ( gegnum öll stig til-
rauna og árangurinn hefur aö öllu leyti ver-
iö fullkominn. Þetta veröur fín flugvél. Ég
sagöi: Þetta skal veröa mín flugvél. Þannig
valdi ég Enola-Gay.
— En áhöfnin? Var þetta áhöfn sem
þegar var búið að fullskipa eða var hún
sérstaklega valin til að vinna þetta verk?
í venjulegri B-29-áhöfn eru níu menns.
— Já, viö vorum niu. Ég get sagt þaö
hér og nú aö þegar ég var valinn til starfans
árlö 1944 þá var ég ekki meö neinn
mannskap aö sjálfum mér frátöldum. En
þeir sögöu aö þetta væri svo mikilvægt aö
ég fengi allt sem ég vildi um leiö og ég
sagöi lykiloröiö: Silver Plate.
Þú veröur ekki spuröur eins eöa neins,
sögöu þeir, þú færö allt sem þú vllt. Flott,
sagöi ég. Maöurinn sem settl mig inn í
máliö sagöi: „Paul, eitt verö ég aö segja
þér. Vertu varkár. Notaöu þaö ekki nema
þú megir til. En vertu ekkl hræddur vlö aö
gera þaö þegar á þarf aö halda."
Þessi maöur var Ant hershöfölngi. Og ég
sagöi viö hann: „Hershöfölngi, ég ætla aö
nota þaö hér og nú. Til aö byrja á þessu
verkefni verö ég aö hafa færustu mönnum
á aó skipa. Ég veit aö til þess aö varpa
þessari sprengju vantar mig góöan flugvél-
stjóra, góöan loftskeytamann og góöan
sprengjuforingja." Hann sagöist skilja þaó.
Og ég sagöi honum aö beztu mennirnir
væru þeir sem ég heföi flogiö meö í Evrópu
en nú væru þeir dreiföir um allar jaröir.
Þaö fyrsta sem ég gerði var aö safna
þeim saman. Og síðan — maöur þekkti
mann sem þekkti mann og þannig náöum
viö saman þeim mannskap sem ómissandl
var til aö Ijúka jæssu verkl. Þegar viö vor-
um búnir aö finna þessa menn fórum við
mjög varlega í þaö sem á vantaði. Viö
spuröumst fyrir ( hinum ýmsu deildum
flughersins meö þaö fyrir augum aö fá
þrautþjálfaöa menn meö óaöfinnanlegan
feril og svo framvegis. Og þannig komum
viö þessu í höfn. En mikill hluti starfsins var
unninn af þeim mönnum sem voru í svo-
kallaöri dagskipunarsveit. Þeir sáu um aö
allt væri til taks hvenær sem á þurfti aö
halda og þeir settu saman vopn og tóku
þau í sundur þannig aö viö gátum æft
okkur endalaust og þannig búiö okkur
undir alvöruna. f dagskipunarsveitinni voru
eiginlega menn sem valdlr voru af enn
meiri kostgæfni en nokkrir aörir sem komu
viö sögu þessa máls.
— Svo þarna hefur einstakiingurinn
skipt miklu máli?
— Það er nú líkast tll. Þaö var farlö ofan
i saumana á öllu sem þessir menn höföu
komiö nálægt um dagana og aö því búnu
var fariö meö þá til Wendover f Utah þar
sem þeir voru skólaöir til og þjálfaöir al-
gjörlega upp á nýtt. Þeim var innprentaö
aö gæta yröi fyllstu leyndar í sambandi viö
verkefniö sem viö værum sannfæröir um