Morgunblaðið - 27.07.1984, Page 31

Morgunblaðið - 27.07.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 63 n m ~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS Skynsamleg stefnu- mörkun sjávarút- vegsráðherra Sigurður G. Haraldsson skrifar: Ágæti Velvakandi. Málefni útgerðar og sjávarútvegs hafa verið mikið til umræðu meðal þeirra sem þar eiga hlut að máli, þ.e. útgerðarmanna, sjómanna og stjórnvalda, svo og þeirra þúsunda sem byggja lífsafkomu sína á þess- ari atvinnugrein. Tilefni þess að ég hyggst reifa þessi mál nokkuð út frá leikmanna- sjónarhól mínum er það, að ég tel nú að um tveggja missera skeið höfum við orðið þess happs aðnjót- andi að hafa ráðherra í þessum máiaflokki, þ.e. sjávarútvegi, sem að mínu mati hefur tekið á þessum málum af meiri skynsemi en a.m.k. sumir fyrirrennara hans. Ég vil þó minna á farsælt starf Matthíasar Bjarnasonar, núverandi heilbrigð- is- og samgönguráðherra, i þessum málaflokki á árunum 1974 til 1978, með takmörkun á möskvastærð og útfærslu landhelginnar í tvö hundruð mílur árið 1976, sem við nú njótum góðs af. Nú verður sjálfsagt einhverjum á að segja sem svo, og er það í sjálfu sér kannski ekkert óeðlilegt: „hvað er maðurinn að láta Ijós sitt skína í máli sem hann er vart mik- ið inni í“. Ég leyfi mér þá að segja á móti sem svo: Hefur okkur farnast svo vel í þessum málaflokki með alla þá lærðu menn sem úr hefur Athugasemd 1 dálkum Velvakanda mið- vikudag 4. júli sl. birtist bréf undir dulnefni, sem bar fyrir- sögnina: Liknarmorð. I bréfi þessu var því haldið fram, að hjúkrunarfólk í ónafngreind- um spítala hefði gefið sjúklingi sprautu til að flýta fyrir dauða viðkomandi. Bréf þetta átti ekkert erindi á prent og birtist vegna mistaka ritstjórnar blaðsins. Morgunblaðið biður afsökunar á birtingu þessa bréfs. Ritstj. verið að moða? Hér er í sjálfu sér ekkert verið að sneiða að fiskifræð- ingum frekar en öðrum lærðum mönnum á þessu sviði, þótt þeir hafi verið misjafnlega heppnir með sínar aflaspár, eins og gengur og gerist. En varðandi það sem vikið var að hér á undan í þessari grein, hvað skynsamlega stefnumörkun núver- andi sjávarútvegsráðherra snertir, vil ég segja að ég tel að þeir siðir hafi tíðkast of lengi i þessari at- vinnugrein, að útgerðarmenn hafi getað leitað í aliríkum mæli á náðir ríkisvaldsins á hverjum tíma, þeg- ar útgerðin hjá þeim hefur gengið iila af einhverjum ástæðum, s.s. aflaleysi, háu olíuverði, veiðar- færakostnaði eða einhverju öðru. Núverandi ráðherra í þessum málafiokki hefur markað þá stefnu, að stilla þessari ríkisaðstð i a.m.k. mun meira hóf en oftast hef- ur verið áður. Það tel ég af hinu góða. í sjávarútvegi á að minu mati að gilda sú regla, sem og í öðrum atvinnugreinum, að hinir hæfustu spjari sig, en hinir snúi sér þá að öðrum störfum sem betur eru við þeirra hæfi. í umræðum um sjávarútvegsmál hefur þá skoðun borið á góma, að hin ýmsu útgerðarfyrirtæki um landið hafi ekki sem skyldi reynt að koma við hagræðingu i sinum rekstri. Undir þá skoðun leyfi ég mér að taka, eins og raunar hefur gerið gert i Morgunblaðinu. Jafn- framt vil ég itreka það sem áður hefur komið fram hér i blaðinu, að Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) er eina fiskvinnslufyrirtæki landsins þar sem reynt hefur verið að koma við hagræðingu að einhverju marki, með því að leigja tvo af tog- urum fyrirtækisins til ísafjarðar og fleira. Hvað hagræðingu snertir, tel ég að hin ýmsu fiskvinnslufyr- irtæki um landið mættu ef til vill gefa henni meiri gaum. Enn má nefna það í þessum hug- leiðingum mínum um sjávarútveg- inn, að bent hefur verið á það að við höfum líklega ekki sinnt þvi nægjanlega vel nú síðustu árin, að sækja í vannýtta fiskistofna. í því sambandi rekur mig minni til þess að nefnd hafi verið sem dæmi um slíka stofna grálúða, spærlingur, leturhumar, ýmsar skelja- og kræklingstegundir, svo og djúp- sjávarkarfi, sem Vestur-Þjóðverjar hafa veitt. Fleiri dæmi mætti sjálfsagt nefna um vannýttar fisk- tegundir. Væri það ekki rétt hjá stjórnvöldum í þessum málaflokki, að stórauka rannsóknir og vinnslu á þessum fisktegundum? Þá ætla ég ekki hafa þessi orð miklu fleiri. Hér hafa verið settir fram leikmannsþankar mínir um þessi efni, og vonandi hef ég ekki móðgað neinn fræðinginn á þessu sviði með þeim. Enda þótt sjávar- útvegur okkar sé í nokkrum öldu- dal um þessar mundir, er ég þess fullviss, að hann á sér bjarta fram- tíð ef rétt er á málum haldið, eins og gert hefur verið að mínu mati, nú um skeið. Sjávarútvegur hefur um aldir verið ein helsta lífsbjörg þjóðarinnar og verður það eflaust um ókomna tið. leiða hér allt það ömurlegasta sem gerist erlendis. Sem dæmi má taka hina erlendu tónlist sem tek- ur mikinn tíma bæði i útvarpi og sjónvarpi. Samanstendur hún af miklum hávaða, skaki, öskrum og ólátum ýmiskonar. Ekki er von á góðu i áfengismálum þegar æðstu valdamenn þjóðarinnar hafa per- sónulegar tekjur af áfengissölunni með sinum einkaumboðum. í grein sem birtist í DV þann 13. júli sl. er greint frá nefnd sem átti að fjalla um stefnuna i áfengis- málum. Nefndin lagði til að allir vininnflytjendur yrðu sérstaklega skattlagðir. Þessari tillögu hefur fjármálaráðherra okkar algerlega hafnað. Orðrétt í greininni segir: „Það er greinilegt að hér eru svo gigantískir hagsmunir i veði og svo sterkir aðilar sem hafa tekjur af áfengi, að ekki er hægt að koma neinum vörnum við.“ Þetta er haft eftir ónafngreindum viðmælanda sem þekkir vel þessi mál. Siðan segir, að umboðsmenn vintegunda hér taki við umboðslaunum sinum einu sinni til tvisvar á ári og eru þau ýmist lögð inn á bankareikn- ing hér heima eða erlendis. Er það nú undarlegt þó að illa fari í okkar stjórnkerfi, þegar valdamestu menn þjóðarinnar hagnast bein- línis á því, að sem mestu áfengi sé dælt í þjóðina. Svo ég víki mér aftur að um- ferðinni, þá er stór hluti umferð- arslysa hér bein afleiðing vínsölu- aðgerða æðstu valdamanna. Það tekst aldrei að stöðva mannfall umferðarstriðsins, nema með stóraukinni umferðarstjórn og að tekið verði af meiri festu á um- ferðarafbrotum. Er þetta nú orðið nógu langt mál og því rétt að setja hér punkt aö sinni. varstu hepphui Hérna er sófinn sem þig vantar mmm HjpF* ' v’"'; ---■ n| Mikiö úrval af allskonar stökum sófum. Útborgun með greiöslukorti. Eftirstöövar til 6 mánaða. VISA HISGAGNAHOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVlK * 91-61199 OQ 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.