Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
„í hverju er drengurinn,"
heyröum viö roskna konu segja
um leið og annar pilsa-strákurinn
okkar gekk framhjá niöur í Aust-
urstræti. Var hann í pilsi?
Eins og vitaö er hafa kynin
færst nær hvert ööru hvaö ytra
útlit snertir. Stelpur klæöast
strákafötum og ganga meö
knallstutt hár, sem líkist meira
heföbundinni herragreiöslu. Og
strákarnir eru meö sítt hár og
farnir aö mála á sér andlitið. Þaö
er því ef til vill ekki langt í þaö, aö
þeir fari aö ganga í pilsum dag-
lega.
Síöastliöiö vor sýndi tennis-
stjarnan Björn Borg, sem nú hef-
ur snúið sér aö fataframleiöslu;
pils fyrir herra. Sú tíska virðist
ekki hafa fest rætur í sumar, aö
minnsta kosti höfum viö ekki frétt
af karlmönnum í sumarpilsi
hvorki hér né úti í hinum stóra
heimi. En ef til vill er ekki langt í
þaö, aö karlmenn fari aö ganga í
pilsum og kjólum og þaö þyki jafn
sjálfsagt aö sjá konur í jakkaföt-
um.
Viö gerðum þaö aö gamni
okkar aö biöja Geröi í Flónni aö
klæöa tvo stráka í pils og eins
konar mussur, þar sem sjá mátti
í bæöi hné og leggi. Síðan fylgd-
umst viö meö viöbrögöum fólks
viö þessum klæðnaði strákanna
og festum á filmu.
Segja má aö þessi múndering
hafi vakiö nokkra undrun og
nokkrir nær snúiö sig úr hálsliön-
um er þeir litu drengina augum.
Aörir létu þetta afskiptalaust og
fannst ekkert tiltökumál þó karlar
klæddust aö hætti kvenna. Svo
var þaö þriöji hópurinn. Af svip-
brigöum hans mátti lesa, að hon-
um fannst þetta bæöi óviöur-
kvæmilegt og hreinlega fyrir neö-
an allar hellur.