Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 5
I MIÐVIKUDA*»JR 15. sepíember 1965 Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Fratnkvæmdastjóri Kristján Benedlktsson Ritst.iörar Þórartnn Þórarinsson (áb). Andrés Knstjánsson Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj : Steingrlmur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Dreifing landbúnaðar- varanna er ódýr Afurðasölulöggjöfiji 1934 olli mi'kluin deilum á sinni ííð. Síðan eru liðnir meira en þrír áratugir og löggjöfin hefur staðizt dóm reynslunnar á þann hátt, að það skipulag, sem samkvæmt henni byggðist upp, hefur í meginatriðum staðið óbreytt þennan tíma, ^enda er nú ekki lengur deilt um réttmæti þeirrar löggjafar. Kröfur um hreinlæti og fullkomna meðferð afurðanna hafa farið vaxandi ár frá ári og hafa kallað á nýtízku- legri vinnslustöðvar og vandaðra dreifingarkerfi. Til þess að koma í veg fyrir, að vinnslu- og dreifingar- kostnaður ykist af þessum sökum úr hófi fram, var nauðsynlegt að skipuleggja þessi mál í stórum rekstrar- einingum, sem væru þess megnugar að beita sem full- komnastri tæknl Dreifing þessa hlutverks á margar hendur hefði hlot- ið að hafa í för með sér óhagkvæmari íjárfestingu og aukinn tilkostnað. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda og neytenda, að kostnaður við dreifingu og sölu sé sem lægstur. Þetta hafa bændur slrilið, og því hafa þeir skipulagt afurðasölumál sín á grundvelli samvinnustefnunnar, sem á þessu sviði á einu sínu merkasta hlutverki að gegna. Um allt land eru það samvinufélög bændanna sjálfra, sem annast þetta hlutverk, eiga og reka fulkomnar vinnslustöðvar og dreifingarkerfi. Mjólkursamsalan, sem annast alla dreifingu mjólkur í Reykjavfk og nágrenni, Mjólkurbú Flóamanna, sem annast vinnslu og sölu allrar mjólkur af Suðurlands- undirlendi og mörg smærri mjólkurbú víðs vegar um landið, öll eru þessi fyrirtæki eign bændanna sjálfra, sem mjólkina leggja inn. Sama er að segja um sauðfjárslátrunina og meðferð sauðfjárafurðanna. Einnig þetta hlutverk er að lang- mestu leyti í höndum samvinnufélaganna víðs vegar um landið. Sláturfélag Suðurlands, sem annast þetta hlutverk á svæðinu frá Skaftafellssýslu til Borgarfjarðar, er samvinnufélag bændanna á svæðinu. Öll þessi félög eru almenningseign. Þau hafa engra annarra hagsmuna að gæta en að rækja hlutverk sitt sem bezt með sem minnstum tilkostnaði. Samvinnufé- lögin eru opin öllum. Þau eru lýðræðislega skipulögð, þannig, að 'allir félagsmenn hafa jafnan rétt til áhrifa á störf og stjórn félaganna. Reikningar þeirra eru prent- aðir og birtir á fjölmennum félagsfundum og eru þann- ig opinber gögn. Árangurinn af þessum vinnubrögðum er sá, að það er óvéfengjanleg staðreynd, að dreifingarkostnaður land- búnaðarvara er hlutfallslega lægri hér á landi en í öðr- um löndum, sem við höfum spurnir af. Þannig leiða skynsamleg vinnubrögð af sér hagsbætur fyrir þjóðina alla. Samvinnufélög bænda, sem annast vinnslu og dreif- mgu búvara, hafa sem kunnugt er, gerbreytt allri vinnslu- og sölumeðferð þessara vara og komið á góðu skipulagi og fullkominni tækni í allri meðferð. Þær framfarir eru ekki síður 1 hag neytendum en bændum, og það er eingöngu þessum samtökum að þakka, að neyt- endur hér á landi eiga nú kost jafngóðra vara og vand- aðrar meðferðar þeirra eins og bezt gerist í nágranna- löndum. TÍMINN Aðdragandi styrjaldar Indverja og Pakistana ÁRIÐ 1947 tóku Bretar þá ákvörðun, sem var lagalega rétt en nálega óhæf í fram- kvæmd, að þegar búið væri að veita Indverjum sjálfstæði, gætu prinsamir indversku sjálfir ákveðið, hvort ríki þeirra gengi í Indland eða Pakistan. Prinsinn í Kasmír, sem ligg- ur milli Indlands og Pakistan, var Hindúi, en íbúamir flestir Múhameðstrúar. Hann reyndi að slá því á frest að ákveða, að hvora ríkinu hann hallaði sér. Pakistanar þreyttust á biðinni og hleyptu af stað eða leyfðu innrás ættbálka í fylkið, sem þeir töldu tvímælalanst heyra Pakistan til vegna trúarbragða íbúanna. Prinsinn leitaði til indversku stjómarinnar í Nýju Dehli og bað nm aðstoð hers. Indverska stjómin lofaði að verða við þrirri beiðni ef hann gengi Indlandi á hönd. Hann gerði það, og hafði tíl þess fullan lagalegan rétt. Yfirlands stjórinn í Indlandi, Mountbatt- en lávarður, kvað svo á, að þegar hann samþykktí inn- göngu fylkisins, að þegar búið væri að koma á lögum og reglu skyldi „endanlegri ákvörðun um inngönguna skotið til fólks ins í Landinu". FRAMSÓKN ættbálkanna var stöðvuð, en átökin snerust upp í bein vopnaviðskipti milli herja Pakistana og Indverja. f árslok 1948 var komið á vopnahléi fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Sam- kvæmt víglínunni réðu Ind- verjar þá yfir meirihluta Kas- mír-dalsins en þar búa svo að segja eingöngu Múhameðstrú- armenn. Jafnframt gengust bæði Ind verjar og Pakistanar inn á að hlíta úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslu í öllu fylkinu um það atriði, í hvort ríkið það gengi endanlega. Upp frá þessu og fram til ársins 1953 stóðu yfir stöðugar viðræður um fyrir- komulag þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar, ýmist hjá Sameinuðu þjóðunum eða annars staðar fyrir þeirra tilstilli. Yfirleitt má kenna Indverjum um, að ekki varð neitt úr neinu. í þeim hluta Kasmír, sem Pakistanar höfðu á valdi sínu, var komið á fót ríkisstjórn Az- ad Kashmir (hins „frjálsa" Kashmir). í hinum hlutanum, sem Indverjar réðu yfir, var ,Jaðir“ Abdullah gerður að forsætísráðherra, en hann var forustumaður lýðræðislegrar stjómmálahreyfingar, sem stað ið hafði í tengslum við Con- gress-flokkinn i Indlandi síðan fyrir 1947. Árið 1952 lýsti hann almennum vonbrigðum yfir meðferð Indverja á Kasmír. f ágúst 1953 var honum steypt af stóli og hann hnepptur í varðhald. G-hulam Múhameð að- stoðarmaður hans var látinn taka við af honum. . ÞRÁTT fyrir þetta virtist enn mögulegt að viðræður for- sætísráðherra Indlands og Pak- istan leiddu til samkomulags um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá komu Bandarikjamenn til skjal anna og buðu hemaðaraðstoð gegn innrás kommúnista. Pak- istanar tóku tilboðinu fegins hendi í febrúar 1954. Allt bend- ir tíl, að þeir hafi þá þegar litíð á þetta sem stuðning gegn Indverjum fyrst og fremst. Bandaríkjamenn lýstu yfir við Nehru, að afhent vopn mætti ekki nota á þann hátt. Yfirlýs ingin reyndist síðaf innaritóm, enda gerðist Nehm erfiðari við skiptis eftír þetta. Nehru hélt því fram, að nú væm viðhorfin orðin önnur en áður og af þeim sökum gætu Indverjar ekki verið bundnir af fyrri loforðum. Þetta hefur svo í framkvæmd orðið afstaða indversku ríkisstjómarinnar æ síðan, enda þótt hún játaði þjóð aratkvæðagreiðslu fyrsta í stað í orði kveðnu. í augum Pakist- ana var þetta í raim og veru ekki annað en hræsnisblæja tíl að breiða yfir kenninguna „við höldum því sem við höf- um“. Margar viðræður hafa far ið fram um málið milli ríkj- anna síðan 1953, en Indverjar Ihafa setíð við sinn keip. ÁRIÐ 1951 fóm fram í Kas- mír kosningar til stjórnlaga- þings, en vora að mestu láta- læti ein. í febrúar 1954 stað- festi þessi samkunda inngöngu fylkisins í indverska ríkið og sú samþykkt hlaut staðfestingu stjórnarvalda Indlands í maí það ár. Árið 1956 gekk stjórn- lagaþingið frá stjórnarskrá fyr- ir Kasmír, þar sem það er tal- inn hluti af Indlandi. Þetta stað festi stjóm Indlands einnig ár i ið 1957, og lýsti jafnframt yfir, ' að innganga fylkisins í Indland væri óafturkallanleg. Á þess- um árum hafa ýmsum indversk um stofnunum verið falin um- ráð yfir Kasmír (til dæmis hæstarétti árið 1960). Pakist- anar lýsa allar þessar ákvarð- anir ólöglegar. Árin 1957 og 1962 fóru fram kosningar til ríkisþings í Kas- mír. Að því er Kasmír-dalinn snertir voru þessar kosningar sömu látalætin og áður. í „Frjálsu Kasrnír" (á valdi Pak- istana) hafa auðvitað aldrei farið fram kosningar og stjóm þess því hrein gervistjórn. ÁRIÐ 1962 réðust Kínverjar inn í Indland. Bretar og Banda ríkjamenn notuðu tækifærið og knúðu Nehra til síðustu tilraun arinnar til samkomulagsumleit ana við Pakistana um Kasmír. Árangurinn varð enginn, frem- ur en áður en þó virtust báðir málsaðilar tilleiðanlegri en áð- ur til að slaká á kröfu sinni um „allt eða ekkert“. Meðan á viðræðunum stóð, gerði stjóm Pakistan samning við Kína um landamæri „Frjálsa Kasrnír" við Sinkiang. Indverjar reiddust þessu ákaf- lega og var það ein af ástæð- um þess, að samkomulagsum- leitanimar fóra út um þúfur. Bretar og Bandaríkjamenn tóku að vopna Indverja tíl vam- ar gegn komimúnistainnrás (frá Kína). Rússar lögðu fram sinn skerf. Pakistanar reiddust, en skelfdust jafnframt. Nehru knúði Ghulam Mú- hameð til þess að fara frá völd um árið 1963. Sá, sem við tók af honum, varð að segja af sér í óeirðunum í desember það ár og janúar árið eftir. Oeirðir þessar hófust á því, að stolið var hári Múhameðs spá- manns úr musteri einu, en end Framhald á bls. 14 Hér ero Indversk börn að færa hermanni, sem er á leið til vígstöðvanna gjafir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.