Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 9
MH>VIKTTDAGUR 15. scptember 1965 TÍMIWN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Eftir syndafallið eftir Arthur Miller - þýðandi: Jónas Kristjánsson - leikstjóri: Benedikt Árnason - leikmynd: Gunnar Bjarnason. ÞjóSleikhúsið færist mikið í fang á nýbyrjuðu leikári, eins og þegar hefur verið kunngert. Verk- efnaskráin ber vott um, að borft er til margra átta, hún virðist einn ig bera vott um sannan stórhug, og vonandi á það ef tir að sýna sig, að sá stórhugur hefur haft við nægjanlega þekkingu á gsta leikhússins að styðjast. Geta leikhúss er þó vissulega enginn bjargfastur veruleiki, sem unnt er að sannfærast um, ekki fremur en takmarkanir þess, sem eru í rauninni eitt og hið sama. — Og það er vissulega réttmætt að krefjast mikils af Þjóðleikhús- inu, krefjast þess, að svo sé um hnútana búið í þessari stofnun, að hún geti valdið flestum þeim verk efnium, sem leikhús nálægra menn ingarmiðstöðva færast í fang, — með þeirri aðstoð, sem kann að reyníist nauðsynleg, erlendis frá. Verkefnaval slíkrar stofnunar hlýtur hins vegar að byggjast á þekkingu á starfskröftum hennar hverju sinni. Forráðamenn leik- húss verða að þekkja sitt fólk, ætlast á um getu, eða takmarkan- ir hvers einstaklings, og það sem meira er: þekkja til hlítar þann anda, sem rfkir bak við tjöldin í leikhúsinu, fara nær um það allt með tilliti til ákveðinna verkefna, haga vali sínu og hlutverkaskipan með tilliti til þessa. Fyrsta viðfangsefni Þjóðleik- hússins á þessu leikári er hið marg umtalaða verk Arthurs Millers, Eftir syndafallið. Leikritið var frumsýnt s. 1. sunnudagskvöld, en í uppfærslu þess var sitt hvað, sem bendir til, að fyrmefnd atriði hafi tæpast verið nægilega ljós, þegar í það var ráðizt. Sú vangá, sem hér virðist hafa átt sér stað, er að minni hyggju ekki fólgin í ofmati á þeim krötft um — einstaklingum — sem teflt er fram. Tveir, einhverjir fremstu leikarar hússins, fara með aðal- hlutverkin. Og Þar eru gamal- kunnir, já, þaulvanir leikarar í nokkrum meiriháttar hlutverkum, fólk sem menn hafa séð vinna afrek á sviðinu ár eftir ár. Það er fjarri mér að ætla leikverk Millers svo torvelt, persónur þess svo vandleiknar, að þetta fólk sé ómegnugt að valda hlutverkunum, hver um sig. Hitt er mér nær að halda, að hin flókna, brothætta rökfærsla verksins útheimtí sam- stillingu, sem ekki er fyrir hendi. Einfaldast er að skella skuld inni á leikstjórann: Leikstjórinn hefur ekki tekið verk sitt réttum tökum, leikstjóra hefur ekki tek- izt að laða fram rétt, samstillt viðbrögð til að rök verksins fengju notið sín. Hann hefur ekki nálg- azt leikarann á réttu plani. En spurningin er þá líka þessi: gáfu þeir færi á sér. Voru þeir nægi lega fúsir til samstarfs við leik stjóra, og hver við annan? Þessum spumingum verður ekki svarað. Til þess skortir mig kunn ugleika á því andrúmslofti sem ríkir innan hópsins sem hér á hlut að méli- Atriði sem forráða menn stofnunarinnar verða að þekkja og taka með í reikninginn. Hitt er augljóst: uppfærsla á sviði er spurning um meira en það sem gerist milli sirkuspiskarans og villidýranna — hún er spurn ing um samstarfsvilja, einbeitt samstarf. í sýningu Þjóðleikhússins voru nokkrar eyður, dauðar stundir, einkum í fyrra þætti. Þar mistókst jafnvel að viðhalda nauðsynlegri forvitni í áhorfendasal, og að sýn ingu lokinni imdrast maður mest, hve lítið hún tekur á mann, þrátt fyrir góða frammistöðu nokkurra einstaklinga. Mig uggir að hópurinn sé ekki nægjanlega samvirkur, en hvað veldur? Leikskáldið mætti muna sinn fífil fegri á sviði Þjóðleikhússins, og hefur enda — að dómi undir ritaðs — samið merkari verk, sem þar hafa verið sýnd. Verk hans, Eftir syndafallið (AFTER THE FALL), hefur þó farið um heimsbyggðina, vakið míkla athygli, mikið umtal. Megin ástæðan er kunn- Því er slegið föstu, að leikritið sé skrifað um hjónaband höfundar og leikkon unnar Marlyn Monroe. Um það virðist heldur engum blöðum að fletta. En höfundinum er legið á hálsi fyrir að notfæra sér hjóna band sitt og leikkonunnar sem efnivið. Svo fáránlegt er það almenningsálit sem frægðarfólk á stundum að mæta. Leikritaskáld sem opinberar sjálfan sig, persónu leika, sinp hugrenuingar og viðhorf eins og hver skapandi listamatjur hlýtur að gera, hann fær bágt fyr ír að opinbera lífsreynslu sína í hjónabandi við tiltekna konu þótt sú hin sama hafi verið bitbein slúðurdálkahöfunda um heim allan — lífs og liðin, og þótt hjónaband Þeirra hafi verið hálf-opínbert eins og flest hjónabönd frægðar fólks í Bandaríkjunum virðast vera. Sú kenning virðist láta á sér bera, að Miller hafi skrifað leikritið tíl að réttlæta sig gagnvart minningunni um leikkonuna sál- uðu, en hvað sem henni má til sanns vegar færa, verður ekki ann að séð en höfundur taki efnið þeim tökum, sem slá niður allar viðkvæmnislegar mótbárur mór- alskra farísea. Og ef nokkur vafi leikur á því, hvort höfundur hefur rétt til að notfæra sér annað fólk í viðleitní sinni til leikritunar eða skáld- sagnagerðar, hlýtur eiginkona hans sjálfs að vera sú persóna, sem er sízt undanþegin þeim rétti. Um hitt má deila, hvort svo nærtækur efníviður er heppilegur að sama skapi, hver áhrif það hef ur á verk manna að höggva jafn nærri sjálfum sér og Miller hefur gert. Má gera sér í hugarlund, að slík aðferð hafi í för með sér meiri nærfærni og fleiri bláþræði en nokkur önnur? Athafnasvið þessa leiks er í hugáí meðvitund og mínningum aðálpersónunnar, Quentins lög- manns. í leikskránni stendur: Herdfs Þorvaldsdóttir sem Maggí og Rúrik Haraldsson sem Quentin. Rúrik Haraidsson sem Quentin, og Bryndjs Pétursdóttir seni Louise, fyrri kona hans. „Höfundurinn hefur lýst leiknum sem leit manns-, að einhverjum lykli, sem gæti sameinað höfuð þætti þeirrar reynslu, er heim urínn leggur honum á herðar — „til þess að finna þau augnablik, þegar val hans grundvallaðist á framkvæmd, sem var fullkomlega hans eigið framtak.““ Skilgreiningin er spakleg, kannski full spakleg með tilliti tíl þess, að viðleitni Quentins færir honum aðeins heim sanninn um, að maðurinn á ekki annars úr- kosta en horfast í augu við ófull komleíka sín sjálfs, og „taka líf sitt í faðminn." En Quentin leitar að „lykli“ sín um, einkum í samskiptum við for eldra sína, bróður sinn og þrjár konur sem hann hefur elskað. Atriði og persónur .fylgja hinum dimmu öngstigum minninganna inn á óvænt samanburðarsvið.“ Og það er einmitt á þessum sam anburðarsviðum, sem leikurinn gerist hvað nærfærnastur og brot hættastur, þar sem sannfæring áhorfandans er kcunin undir leik rænní samstilling, jafnvel meir en orðanna hljóðan. Rúrik Haraldsson leikur Quent- in, afarstórt hlutverk. í honum gerist leikurinn, ef svo mætti að orði komast, og Rúrik hverfur ekki af sviðinu allan þann tíma, sem sýningin stendur. Frammí- staða hans er lofsverð, og Herdís Þorvaldsdóttir, sem fer með hlut verk Maggí (M. M.), verðskuldar aðdáun fyrir leik sinn. Með þeirri dirfsku, að takast hlutverkið á hendur, og með frammistöðu sinni, hefur leikkonan raunveru lega sýnt að hún er fær um að túlka hvaða hlutverk, sem vera skal. Samleikur þeírra Rúriks var með ágætum, þótt hann nægði ekki til að drepa í skörðin, „þétta“ sýnínguna í heild en Quentin kemur ekki að Maggí fyrr en í síðara þætti. Með önnur meiriháttarhlutverk fara þau Helga Valtýsdóttir og Val ur Gíslason (foreldrar Quentins), Bríet Héðinsdótttr (ástkona hans), Bryndís Pétursdóttir (fyrri eigin- kona hans), Jón Júlíusson (bróð irinn), Þóra Friðriksdóttir, Ævar Kvaran og Baldvin Halldórsson (ailt fornvinir Quentins) og Brynja Benediktsdóttir (tíður gest ur í hugskoti lögmannsins — enn ein viðmiðun) Nokkrir fleiri leik arar koma við sögu Flest þetta fólk leikur sæmilega, hver um sig .En hitt er í sannleíka sagt undarlegt, hvað flestir hér virð ast gera sér lítið far um að halda leiknum saman, skapa hin mikils verðu tengsl, sem reynsla áhorf andans byggist á. Þær kröfur virðist mega gera, einnig til hínna Þaulvönu og fullhörðnuðu í þess um hópi, að þeir leggi sig fram þótt viðfangsefnin teljist ekki til aðalhlutverka. En „lágmarkskrafa“ sem þessi gæti strandað á lítt við- ráðanlegum. tilfinningum. Slík blindsker verður að sjá fyrir. Sem jákvætt dæmi má nefna, að Ævar R. Kvaran virtist taka á hlutverki sínu með fullri einurð og hnit- miða stöðu sína innan leikslns. En hvað stoðar viðleitni eins og ann ars ef heildin nær ekki fram til samstilltra átaka? Benedikt Árnason hefur leik stjórn með höndum og á þar sinn veigamíkla þátt í því, sem fer betur og verr. En hlutdeild leik stjóra er þáttur. Hann getur ekki leikið hlutverk pískarans, en verð ur í starfi sínu háður hverjum leikara sem leikarinn honum. Þó situr hann uppi með ábyr.gðina. Jónas Kristjánsson magister gerði þýðinguna, sem virðist trú- verðug; málfar gott. Hin einfalda leikmynd Gunnars Bjarnasonar féll Vel að efninu sem nokkurs konar „terrassb" lífs ins í hugarheimi aðalpersónunnar. Baidur Óskarsson. Fundur í Samvinnu fél. útgerðarmanna Fundur í Samvinnufélagi útgerðarmanna, Neskaupstað. hald inn 7. sept. 1965 skorar á ríkis stjórnina að gera þegar í stað náuðsynlegar ráðstafanir til þess. að Jakob Jakobsson fiskifræðing ur, geti hið allra fyrsta hafið á ný síldarleit og fiskifræðilegar at- huganir á síldarmiðunum við Austur-, Norð.-Austur- og Norður land á vel útbúnu síldarleitarskipi, sem ekki sé lakara tii slíkrar þjón ustu en Ægir- Fundurinn telur mjög miður farið að hin þýðingar miklu störf Jakobs Jakobssonar fyrir síldyeiðiflotann skuli hafa verið látin niður falla og Ægi ráðstafað til annarra starfa Ástandið á síldarmiðunum hefir verið þannig, að sérstök ástæða hefir verið til að nákvæmar og stöðugar vísindalegar athuganjr væru látnar fara fram. Hafa verð Framhald á bls i -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.