Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 8
MEÐVIKUDAGUR 15. september 1965 8 TÍMINN Frá hveitiuppskerunni á samyrkjubúinu Strana Sovetov i - in memoriam ? Halldór Vilhjálmsson: Sovézkur samyrkjubúskapur ríkjaiJtia. Meðalstærð sovézks sam yrkjubús er um 7000 ha og „sam eign“ 800—1000 fjölskyldna, sem hver um sig verður að senda a.m. k. einn fjölskyldumeðlim til starfa á samyrkjubúinu. Aðrir innan fjölskyldunnar mega þá leita sér vinnu hvar sem þeim þóknast innan hreppsins, en átt- hagafjötrar eru að meira eða minna leyti enn í löggildi í Ráð- stjórnarríkjunum. (Á ferðalög- um innan Ráðstjórnarríkjanna verða Sovétborgarar að sýna vovj» uðum vörðum skilríki sín og ferðaleyfi, jafnt við landaroæri stórhéraðanna og ráðstjómariýð- veldanna; séu ferðaleyfi þessi ekki með réttum stimplut'íi við- komandi skrifstofa Flokksins, er fólkið rekið aftur til heimahús anná.) Þótt land samyrkjubúanna sé kallað „sameign" bændanna, er það í rauninni ríkiseign eins og land ríkisbúanna, en ríkið lætur samyrkjubændum landið í té til' afnota sem lén. Bændur hljóta mjög lítinn hluta af afrakstri búa „sinna“ sem lsun, en ríkið hirð- ir yfirgnæfandi meirihluta af tekjunum fyrir afurðir búanna, stundum jafnvel allt að 90%. Véla kost fá samyrkjubúin leigð frá sérstökum véladeildum (M.T.S.) ' í ríkiseign, og eru um 5—6 sam- yrkjubú um hverja slíka véla- deild. Þeim fer stöðugt fjölgandi, sem álíta, að sovézki samyrkjubúskap urinn sé nú þegar kominn að fót- um fram, a.m.k. í þeirri mynd, sem samyrkja hefur hingað til verið rekin í sveitum Ráðstjórnar ríkjanna. Það er ekki hvað sízt innan Ráðstjórnarríkjanna sjálfra sem háreystum, gagnrýnandi rödd um á samyrkjubúkerfið hefur fjölgað á undanfömum árum. Þessar óánægjuraddir hafa magn azt mjög síðastliðin 2 ár, og eru á þessu hausti þegar orðnar að á- litlegum kór með Leonid Bréshn- év sjálfan sem forsöngvara. Á fundi miðstjórnar Kommúnista- flokks Ráðstjómarríkjanna s.l. vor neyddoist Bréshnév til að ýfa enn upp sár hins þjáða, sovézka lang- legusjúklings landbúnaðarins. Sovézki Iandbúnaðurinn er langt á eftir tímanum, enda afköstin með fádæmum lítil og léleg. Sjö- ára-áætlunin fyrir sovézka land- búnaðarframleiðslu frá 1959 heíur að sögn Bréshnévs, komið að næsta litlu haldi, því ástandið er orðið þannig árið 1965, að fyrir- sjóanlegt þykir, að það muni leiða til alvarlegustu vandræða fyrir Ráðstjómarríkin, ef sömu búskap- ar háttum verður enn haldið á- fram. Bréshnév lýsti því, yfir, að fjárframlög ríkisins til styrktar landbúnaðinum næstu 5 árin muni nema um 70 milljörðum rúblna -— Hvar ætti að taka þessa tugi miHjarða, úr kassa Rauða hersins þungai'ðnaðarins eða smávöruiðn aðarins? Um þá Þýðingarmiklu hlið málsins lét ritari flokksins og valdamesti maður Ráðstjórnarríkj anna ekkert uppi. Jafnvel í góðu árferði vex af- urðaframleiðsla þessara. forðum afkastamestu landbúnaðarlanda Evrópu, er nú kallast Ráðstjórnar ríkin, ekki einu sinni nándar | nærri svo mikið að svari fólks- fjölguninni í hinum 15 ráðstjóm- arlýðveldum. Það er af sem áður var, þeg^r kombúr Evrópu, Úkra- ína og Hvíta-Rússland, fluttu ár lega út milljónir tonna af um- fram framleiddu hveiti, rúgi, rnaís káli og sykurrófum frá Odessa til flestra landa heims. f staðinn er Odessa orðin ein þýðingarmesta sovózka innflutningshöfnin fyrir kanadískar, franskar og banda- rískar kornvörur. Tilraunin, sem m.a. Krústjoff átti mikinn þátt í að koma í fram kvæmd (1954) og bundnar voru geysimiklar vonir við, þ.e. að plægja stóra hluta af hinu víð- enda steppulandi Kasakastans og ;era það landflæmi að árvissu risaakurlendi (allt landsvæðið er talið vera um 42 milljónir ha.) er í þann veginn að enda í hemju- lausum uppblæstri og árvissum uppskerubresti. Enn verða húsfreyjur í sovézk um borgum að láta sér lynda að þurfa að standa nær daglega, oft klukkustundum saman í biðröðum til að káupa hvítkál í matinn (en hvítkál er Sovétfólki eins þýðing- armikið við daglega matargerð og okkur er kartöflur og laukur), svipað er að segja um framboðið á kjötvörum og .smjöri. Sovétyfir völdin vita upp á sig skömmina. því enn stendur efst á minnislist- anum fyrir erlenda ferðamenn í Ráðstjómarríkjunum bann við að munda Ijósmyndavélar að biðröð- um — þessu hversdagslega so- vézka fyrirbrigði. í fyrra var verð á kjötvörum og smjöri hækkað um 25% og kostar nú kg. af nauta- eða iamba kjöti að jafnaði 3 rúblur 75 kó- peka, — eða um 150 ísl. kr., en 1 kg af smjöri 4.80 rúblur eða rúmlega 190 ísl. kr. Þessar verð- hækkanir hafa vitanlega dregið mjög úr hinni áður svo .naumu kjöt- og smjömeyzlu Sovétborg- aranna (t.d. miðað við okkur ís- lendinga), en samt hrekkur fram boðið á þessum landb.aðarvörum. hvergi nærri til þess að fullnægja eftirspuminni. Innflutningur Ráð .stjórnarríkjanna á öUum tegund um matvæla frá löndum Austur- og Vestur-Evnópu og Asíu vex hröðum skrefum frá áii til árs. Kremlherrunum til skapraunar má oft fá í sovézkum verzlunum fyrirtaks kjötvörur, hrísgrjón og maís, innflutt frá hinu hungur- kvalda Kínaveldi, þótt þessar af urðir séu ófáanlegar frá sovézlru samyrkjubúunum. Öreigabændurn ir .sovézku vinna með hangandi hendi á samyrkjubúunum, en af þeim mun meira kappi í eigin smá-garðlöndum, þegar þeir xoma heim að hinum opinbera vinnu- degi loknum. Afurðunum úr þess um örsmáu einkagarðlöndum sín um mega sovézkir samyrkjubænd ur nefnilega ráðstafa sem sinni eign, og afla bændurnir sér veru legra aukatekna með því að selja þessar afurðir sínar á frjálsu mörkuðunum (sem enn er að finna í Ráðstjórnarríkjunum) eða til fastra viðskiptavina í ná- lægri borg, — en hvort tveggja er leyft samkvæmt sovézkum lög- um, Það hefur þó alltaf valdið sovézku samyrkjufrömuðunum mikillar ógleði að sjá, hve ótrú- lega mikill hluti (um 20%)) af garðávaxta-, mjólkur- og kjöt^ framleiðslunni í Ráðstjórnarríkj unum kemur frá þessum örsmáu garðlöndum bændanna. Hins veg ar hefur þótt óráðalegt að reyna að stemma stigu við þessu vel- heppnaða sovézka einkaframtaki, enda væri það Ráðstjórnarríkjun- um sízt í hag; einmitt þetta vita flokksforkólfarnir manna bezt og hafa því venjulegast hægt um sig, þegar þetta einkaframtak bændanna ber á góma. Krústjoff fór að vísu oft hörðum orðum um þennan einka-garðbúskap en sá samt enga leið til að koma í veg fyrir hann. Á sinn hátt er það einmitt þetta framtak hinna kúg- uðu og réttarfarslega marghýddu sovézku bænda, sem er dauðadóm- urinn yfir uppfinningu Kömmún- istaflokks Ráðstjórnarríkjanna, samyrkj ubúskapnum. Fyrir nokkru birti „Komsomolskaja Pravda“ á áberandi ,stað í blaðinu grein eftir samyrkjubónda nokk- urn, Sosnovski að nafni, sem ræðir fyrst á meinleysislegan og marg- orðan hátt um lífið í sveitinni sinni, en lætur svo í lok greinar- innar ídeológíska stórsprengju springa með því að stinga um- búðalaust upp á því, að sovézku samyrkj ubúunum verði hið fyrsta skipt upp á milli bændanna (þ.e. að samyrkjubúskapur verði ein- faldlega lagður niður.) Nú er það eins og flestir vita ekki nein tilviljun, sem ræður, þegar sprengdar eru sovézkar atóm- sprengjur eða ídeólóglskar risa- hvellhettur af því taginu, sem hr. Sosnovkskí færði „Komsomolskaja Pravda“, heldur er það oftast að eins lokastrikið, sem dregið er undir langa þróun í Ráðstjórnar- ríkjunum. Sveitabúskapnum í Ráðstjórnar- ríkjunum má skipta í þrjá flokka Fyrst ber að telja hið áðumefnda árangursríka smáhokur samyrkju- bændanna í eigin garðlöndum. Þá má nefna óskabarn kommún- istahugsjónarinnar, sovkhosin, eða ríkisbúgarðana, sem eru í mörgu frábrugðnir .sovézku samyrkjubú- unum Hin rúml. 7500 sovkhos eru rekin eins og verksmiðjur. Án til lits til afkásta þessara risavöxnu stórbúa, sem eru venjulega um og yfir 15.000 ha að stærð, er land búnaðarverkamönnum, sem þar starfa, greidd föst mánaðarlaun 90—140 rúblur (eða um 3.600 — 5600 ísl. kr.) en vinnuvikan er 48 klst. Sovkhosin eiga sjálf allar nauðsynlegar landbúnaðar- vélar. Ríkisbúunum er að mestu stjórnað beint frá landbúnaðar- ráðuneytinu í Moskvu, og þykir mörgum kommúnistaforingjunum þau vera mun hentugri og þægi- legri pappírslausn á .sovézkum sveitabúekap en samyrkjubúin; en sovézkir bændur eru sagðir sjá rautt,rþar sem ríkisbú eru ann ars vegar (ekki þó hinn eina rétta rauða lit) og hefur Flokkur- inn af þeim ástæðum lengi ekki vogað að hækka tölu ríkisbúanna. Talið er, að ríkisbúin .skili Um 25 % af öllum landbúnaðarafurðum sem framleiddar eru í Ráðstjórnar ríkjunum. í Ráðstjórnarríkjunum eru nú talin vera um 40.000 samyrkjubú eða kolkhos, og tala samyrkju- bænda um 115 milljónir eða nær helmingur allra ibúa Ráðstjómar- Sovézku samyrkjubúin urðu að- allgea til fyrir atbeina Stalíns og félaga hans á ógnarárunum milli 1925 og 1935, er 24 milljónum bújarða í Ráðstjórnarríkjunum var fyrst steypt saman í um 200. 000 samyrkjubú. Síðan var tala búanna lækkuð og samyrkjujarð- irnar stækkaðar. Þær ógnir og hörmungar, sem urðu daglegt brauð rússnesku, hvít-rússnesku og úkrainsku þjóðanna á þeim ár um, sem Stalín sigaði hinum rauðu böðlum sínum og blóðhund um á fólkið til að koma samyrkju hugsjón Flokksins á laggir veru- leikans, voru svo ægilegar, að það er haft eftir Jósif sjálfum, að morðæði og ógnarstjórn nazist- anna í Ráðstjómarríkjunum í striðinu (þá vom um 16 milljón- ir Sovétborgara myrtir eða strá- drepnir í átthögum sinum, en nær 4 milljónir felldar á vígvöllunum) hefði eiginlega verið barnaleikur miðað við átökin um framkvæmd samyrkjuhugsjónarinnar. Enginn var á þeim árum óhultur um lif sitt og limi í Ráðstjórnarríkjun- um; milljónir bændafólks flosn- uðu endanlega upp úr átthögum sínum og streymdu til borganna sem öreigalýður. Bændur slátruðu kvikfénaði sínum í svo stórum stíl í mótmælaskyni gegn hinni nýju bændaánauð, að tala naut- gripa, sauðfjár og geita í Ráð- stjórnarríkjunum er ennþá árið 1965 lægri en hún var fyrir valda töku bolsévika. Aðeins tala svína og alifugla hefur á seinustu árum farið fram úr því, sem hún var áður en samyrkjunni var þröngv- að upp á sovézka bændur. Það Framhald á bls. 7 Síberíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.