Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 16
Vii tílkomu viibyggingar hjúkrunarskól■ ans getur nemendaíjöUinn tvöfaldazt FB—Reykjavík, þriðjudag. Byggingarframkvæmdir eru nú í fuilum gangi við Hjúkrun arskólann á Landspítalalóðinni. Er þar búi'ð að steypa grunn að 5000 rúmmetra álmu, og verið að slá upp fyrir fyrstu hæð hússins. f þessari álmu skólans verða kennslustofur, dagstofa, borðstofa og eldhús, og kernur þessi viðbygging til með að leysa að nokkru hús- næðisvandræði skólans. Verið er nú að vinna fyrir þá fjár veitingu, sem skólinn fékk á fjárlögum yfirstandandi árs og veltur á miklu, að fjárveiting ar haldi áfram, svo hægt verði að ljúka smíði hússins sem allra fyrst. Arkitektar að húsinu eru Eiríkur Einarsson og Hörður Bjarnason. Og sagði Eíríkur í viðtali við blaðið í dag, að meiningin væri að húsið yrði komið undir þak í haust, og samkvæmt áætlun ætti bygg ingu að vera lokið næsta haust, eða flánar tíltekið í ágústmán uði. Húsið verður tvær hæðir og kjallari undir Því hálfu. Þá sneri blaðið sér til Þor bjargar Jónsdóttur skólastjóra og innti hana eftir því, hver áhrif þessi viðbótarbygging myndi hafa á starfsemi sból ans. Sagði Þorbjörg, að í nýju byggingunni yrðu fimm kennslustofur, dagstofa, borð Framhald a dIs 12 i: FRANSKUR BALLETT HÉR í FYRSTA SINN arg. Hvað líður lóða- úthlutuninni? FB-Reykjavík, þriðjudag. Að undanförnu hefur allmikið verið skrifað í blöðum um væntan lega lóðaúthlutun Reykjavíkur- borgar, enda hafa margir áhuga á þessari úthlutun, ekki sízt þeir, sem sótt hafa um lóðir, og ekki fengið endanleg svör ennþá. Borgarfulltr. Framsóknarflokks ins, Kristján Benediktsson og Ein- ar Ágústsson, munu leggja eftir- farandi spurningar fyrir borgar- stjóra á fundi borgarstjómar á fimmtudaginn: 1. Hvenær er áformað að út- hlutun lóða í Fossvogi fari fram? 2. Er það rétt, sem fram kom KINKS Skyldi nokkurn tíma hafa ver ið öskrað etns mikið og æpt, og gert var á hljómleikum The Kinks í gærkvöldl? Þeir af áheyr endum sem voru komnlr af tán ingaaldrínum vildu fullyrða að svo hefði ekki verið, enda var hávaðinn óskaplegur þegar sam an blandaðist „tónlistin" og öskrin í áheyrendunum. Myndin hér að neðan var tekln á tónleik unum( og það er ekki laust vlð að líf sé í tuskunum. Að minnsta kosti 10 tögreglu þjónar voru til taks á hljpmleik unum, sem fóru nokkuð skikkan lega fram, þegar frá er talinn hávaðinn. (Tímamynd K. J.) í blöðum fyrir skömmu, að Foss- vogssvæðið verði ekki byggingar- hæft fyrr en seinni hluta næsta árs? 3. Er ekki ætlunin að auglýsa sérstaklega eftir umsóknum um lóðir á Fossvogssvæðinu á sama hátt og gert var á s. 1. ári í Klepps- holti, Elliðavogi og Árbæjarhverf- unum? 4. Verða engar lóðir til ráðstöf- unar hjá borginni þar til Foss- vogssvæðið verður tilbúið? Fróðlegt verður að heyra hver svör borgarstjórans verða við þess- um spurningum, og kemur það væntanlega í ljós á fundinum á fimmtudaginn. MYNDAKVÖLD Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík efnir til myndakvölds í innri sal Hótel Sögu föstudaginn 17. september kl. 21, úr hópferð félagsins til Kaupmannahafnar 18. —26. júní s.l. fyrir þátttakcnd ur í ferðinni og gesti þeirra. M. a. mun Guðjón Einarsson, ljós- myndari Tímans, sýna kvikmynd, sem hann gerði af ferðinni og lit skuggamyndir verða sýindar. Þess er fastlega vænzt, að allir, sem j hafa undir höndum myndir úr : ferðalaginu, komi með þær með; sér til þess að gera myndakvöldið | fjölbreytt, og að sem bezt verði j hægt að rifja upp þær góðu endur ! minningar, sem þátttakendur eiga' úr þessari ánægjulegu og vel j heppnuðu skemmtiferð. GE-Reykjavík, þriðjudag. Þjóðleikhússtjóri tjáði blaða- mönnum í dag, að í næstu viku væri von á frönskum ballett hing- að til lands. Flokkur þessi ber nafnið Grand Ballet Classique De France og nýtur fyrirgreiðslu franska menntamálaráðuneytisins. Hann hefur ferðazt mjög víða um lönd, hingað kemur hann frá Ástralíu aðfaranótt 24., heldur hér sýningar 24., 25., 26. og 27. september, og héðan heldur hann síðan beint til Bandaríkjanna. í flokknum eru 27 dansarar, sem allir þykja afburðagóðir, en þó einkum og sér í lagi aðaldansmær- in, Liane Dayde, sem þyldr sérlega listræn í allri túlkun sinni. Hún byrjaði sjö ára gömul að koma fram og hefur ferðazt mjög víða og alltaf hlotið frábærar við- tökur. Viðfangsefni ballettflokks- ins eru mjög fjölbreytt, fyrri kvöldin tvö sýnir hann t. d. hinn fræga ballett Les Sylphides við tónlist eftir Chopin, svo og hluta ballettsins Don Quixote við tónlist eftir Minkus. Síðari sýningarkvöld in tvö verða sýndir ballettarnir Giselle, sem er einn frægasti ball- ett í heimi og Divertissement við tónlist Gounod. Þjóðleikhússtjóri sagði, að frá upphafi hefði hann stefnt að því að fá hingað til lands sem flestar erlendar gestasýningar og margir frægir erlendir óperu- og ballett- flokkar hefðu á undanfömum ár- um gist landið. Hins vegar væri þetta í fyrsta skipti, sem fransk- ur ballettflokkur héldi hér sýn- ingu, en sem kunnugt er hafa Framhaid a 12 siðu ♦ Liane Dayde SigUiinn undir sóttarfána MB—Reykjavík, þriðjudag. Það vakti athygli manna, að er Tungufoss kom til Reykjavíkur í dag, var gulur fáni við hún, sem táknaði, að smitandi sjúkdómur væri meðal skipsmanna. Sem bet- ur fór, reyndist hér ekki um alvarlegan sjúkdóm að ræða, held ur væga inflúenzu, og var ekki talin ástæða til að setja skiipverja í sóttkví. Blaðið talaði í kvöld við dr. Jón Sigurðsson, borgarlækni, og sagði hann að skipstjórinn á Tunguíossi Guðráður Sigurðsson, hefði haft samband við embættið áður en til Reykjavíkur var kom ið og tilkynnt hvernig komið væri. Læknir frá Borgarlæknisembætt- inu fór þegar um borð í skipið, er það kom á ytri höfnina. Var þá einn skipverja rúmfastur en alls höfðu átta skipverjar fengið snert af inflúenzu í ferðinni. Ekki er veiki þessi talin alvarleg, þótt enn hafi eðlilega ekki unnizt tími til nákvæmrar rannsóknar á henni og engin ástæða talin til þess að setja menn í sóttkví enda gengi engin slæm inflúenza í þeim hafn arborgum, sem skipið hafði við- komu í. Hins vegar hefði það ver ið sjálfsögð varúðarráðstöfun skip stjórans að láta embættið vita um veikina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.