Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 7
MlfcjyiKUDAGUR 15. september 1965
TÍMINN
I
Ullrhársteppi
190x290 kr. 1.675.00
250x350 kr. 2 595 00
274x230 kr. 2.905.00
274x366 kr. 3.495.00
3.030 00
Sendum gegn póstkröfu.
VERZLUNIN PERSÍA,
Laugavegi 31, sími 11822.
FRÁ MIÐSKÓLANUM í HVERAGERÐI:
Nokkrir nemendur
geta enn komizt að 1 3. og 4. bekk skólans (þ.e. í
miðskóla- og gagnfræðadeildum) næsta vetur.
Fæði og húsnæði verður útvegað á einkaheimilum.
Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn.
Miðskólinn í Hveragerði.
Söngfólk
óskast í kirkjukór Ásprestakalls, sérstaklega
tenór og alt-raddir.
Upplýsingar í síma 33-7-58 kl. 6 — 8 miðvikudag
og fimmtudag.
'■.■ ■ ■* «í# * '{’ e't ’i » fc 9
r ti n
Sóknarnefnd Ásprestakalls.
Btaðburðarbörn óskast
í eftirtalin hverfi:
HLÍÐAR
SKJÓLIN
BÓLSTAÐARHLÍÐ
SNORRABRAUT
LAUGARÁSVEGUR
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR
MÁNAGATA
Bankastræti 7 — Sími 12323.
Stúlkur óskast
Stúlkur óskast í veitingasal og til afgreiðslustarfa
í sælgætisbúð.
Upplýsingar í Hótel Tryggvaskála, Selfossi.
Sendisveinn
óskast nú þegar.
SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS.
Manntalsþing
í Rangárvallasýslu
Manntalsþing í Rangárvallasýslu verða haldin á
þingstöðum hreppanna eins og hér segir:
í Holtahreppi fimmtudaginn 16. sept. kl. 10 árd.
í Ásahreppi sama dag kl. 3 síðd.
í Landmannahreppi föstudaginn 17. sept. kl. 10
árd.
í Djúpárhreppi sama dag kl. 4 s.d.
í A-Eyjafjallahreppi mánud. 20. sept kl. 2 s.d.
í V-Landeyjahreppi þriðjudaginn 21. sept. kl.
10 árd.
í A-Landeyjahreppi sama dag kl. 3 s.d. ,
í Hvolhreppi miðvikud. 22. sept. kl. 10 árdegis.
í Rangárvallahreppi sama dag kl. 3 s.d.
í V-Eyjafjallahreppi fimmtudaginn 23. sept. kl. 10
árdegis.
í Fljótshlíðarhreppi mánudaginn 27. september
kl. 1 s.d.
Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu.
A VÍÐAVANGI
Framhald af bls. 3
inni um gagnfræðaskólann á
Akureyri. Unga fólkið hrekst
úr héruðum sínum og leitar
I fjarlæga bæi til þess að
stunda gagnfræðaskólanám við
margfaldan kostnað. En hve
margir verða að- sitja heima
án menntunar scin þeir vilja
afla sér og gætu aflað sér, ef
skólar væru nálægir? Ríkis-
stjómin vinnur það helzt að
þessum málum að stöðva skóla
byggingar í landinu með bráða-
birgðalögum og hindra þannig
fjárveitingar Alþingis til skóla.
þannig gerðist það t. d. í vor,
að stjórnin stöðvaði í krafti
bráðablrgðalaga sinna viðbygg-
ingu við elzta héraðsskóla
landsins, þótt Alþingi hefði
veitt fé til hennar og fara ætti
að grafa fyrir grunni. Nú með
haustdögunum lætur ráðuneyt
ið loks undan og leyfir að
byrja á byggingunni.
Hefur þjóðin efni á slfku
háttalagi á þeirri öld, þegar
mennt er máttur fremur en
nokkm sinni fyrr? Er sæmandi
að dæma með þessum hætti
fjölda menntafúsra ungmenna
frá skólabekknum? Er þjóðin
reiðubúin að taka þeirri hefnd
framtíðarinnar, sem þetta hlýt
ur að hafa í för með sér?
SAMYRKJUBÚIN
Framhald al bls. 8
gefur auga leið, að hungursneyð
hlaut að verða afleiðingin, fyrstu
árin eftir hina víðtæku slátmn
kvikfénaðarins; frá 1928 til 1950
var kjötmatur aHur af mjög skorn
um skammti í Ráðstjórnarríkjun-
um. enda tóku Þjóðverjar við, þar
sem samyrkjubændurnir höfðu
frá horfið í Hvíta-Rússlandi og
Úkrainu, og drápu eða fluttu til
Þýzkalands mestallan kvikfénað,
sem fyrirfannst í þessum löndum
áður en þeir hörfuðu undan gagn
sókn Rauða hersins 1943 og ‘44.
Enn þann dag í dag eru aðeins
reiknuð 75—100 gr af kjötí i mál-
tíð handa hverjum Sovétborgara
og þykir ríflegur skammtur miðað
við það, sem áður var.
Það mun naumast ofsögum sagt
að ein fremstu skapgerðarein-
kenni rússneska bóndans séu nær
óþrjótandi langlundargeð gagn-
vart kvölurum hans, og hin djúpa
ást hans á dökkri moldu Rúss-
lands. Þetta er tilfinning, sem
við Vestur-Evrópubúar berum al-
mennt ákaflega lítið skyn á, í
þeirri mynd, sem hún birtist í
rússnesku sálarlífi. Hið sama má
segja um úkraníubúa. Rússinn
og Úkrainubúinn eru ekki ein-
göngu bændur í okkar skilningL
heldur órjúfanlegur hluti af rúss
nesku og úkrainsku moldinni. og
þrátt fyrir allar utanaðkomnar
þvinganir, ótrúlega blóðugar kúg-
unartilraunir og ógnarstjóm
komúnista 1 eigin löndum, er rúss
neski bóndinn enn í dag enginn
venjulegur sovétöreigi, heldur
innsti kjarni Móður Rússlands, lif
taugin, sem allt hið mefctuga so-
vézka iðn- og vísindaveldi með
sínum gjammandi geimferðatífcum
og gaggarínum, nærist í gegnum,
ekki síður en menningarveldi
hinnar tiltölulega fámennu yfir-
stéttar í Pétursborg og Moskvu
á dögum zaranna. Móðir Rúss-
land er enn lifandi hugtak í sálu
Rússa og aldrei haft í flimtingum.
Fyrir þessa móður er Rússinn á-
vallt reiðubúinn að leggja líf sitt
í sölurnar, þegar þörf krefur. En
Móðir Rússland og hið kommún-
istíska Rússland er ekki alltaf eitt
og hið sama I huga þjóðarinnar.
Það er athyglisvert, að á mestu
neyðartímum ráðstjómarinnar,
þegar þýzkar hersveitir streymdu
inn í ráðstjórnarlöndin í júní
1941, sneri Stalín og flokksbróðír
hans sér til rússnesku þjóðarinn-
ar og báðu hana að verja Móður
Rússland, land Púskíns, Tolstojs,
Dostojevskíjs, Gogols, Tsjekovs,
Gorkís, Tsjaikovskíjs og Mússorg-
skíjs. Á dýrðlinga Flokksins eins
og Lenín Kírov og Stalín sjálfan
var hvergi minnzt í þessu neyðar-
ópi Kreml. Það er þannig ekki
einungis með tilliti til landbún-
aðarframleiðslunnar sjálfrar, sem
Ráðstjómarríkin standa eða falla
með hagi sveitanna, heldur efcki
j síður með því, hvort sovézkir
| bændur, — nær helmingur Sovét
borgaranna — játi raunverulega
marxistíska trú eða ekki. Sov&kir
bændur veita Kommúnistaflokkn-
um margvíslega mótspymu, þótt
hljótt fari, en augljósust verður
andstaða þeirra gegn samyrkj-
unni, þessu hugsjónagóssi Flokks-
ins nr. eitt.
Það er framar öUu þessi vissa
um ósveigjanleika bændanna, sem
tekin er að skjóta hinni nýju yfir
stétt Ráðstjómarrlkjanna, flofcks
foringjunum, kennisetninga-fröm-
uðum og stjórnarskrifstofu>-her-
sveitunum í Moskvu, skelk í
bringu. Nýtt skipulag á hinum
slælega rekna sovézka sveitabú-
skap er orðið Ráðstjómarríkjun-
um brýn nauðsyn, bæði hagfræði-
lega og pólitískt séð. Á næstunni
má þvi búast við miklum breyting
um á sviði landbúnaðar austur í
Ráðstjómarríkjunum. Verði sam
yrkjan afnumin að fullu og öllu
í Ráðstjómarríkjunum og horfið
þar með að því ráði, sem Pólverj
ar gripu fljótt til við samyrkju-
meinlokunni, þá væri það þar
með lokakapítuli einnar dýrustu
og árangunsminnstu byltingartft.
raunar, sem mannkynssagan kann
frá að greina.