Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JtJNÍ 1985
VERALDLEGAR SUNNUDAGSPRÉDIKANIR
Um pottlok, HS og SV
Hver og einn okkar mannanna
á sér einkapottlok, sem við
svo höfum fyrir himinn. Þetta á
jafnt við um vitra sem vitgranna,
lærða sem leika. Pottlokin eru
jafnmörg og
mennirnir eru
eftir Asgeir
Jakobsson
margir og eftir
því misjöfn að
stærð og gerð og
misvíður sá sjónhringur sem sést
undan þeim. Þannig verður það,
þegar við kíkjum á heiminn undan
þessum einkapottlokum, þá sjáum
við hann misjöfnum augum þrátt
fyrir að ekkert pottlokanna sé
nákvæmlega eins, þá má flokka
þau niður í pottlokasöfn og hér
koma við sögu pottlok heilbrigðrar
skynsemi, reynsiupottlok og sér-
fræðingapottlok.
Heilbrigð skynsemi er aldrei ein
um sitt pottlok, því að HS er
ævinlega blönduð reynslu og
oftast einnig almennri þekkingu
timans. Undan HS-pottloki er víð-
astur sjónhringur.
Undan reynslupottlokinu sér
hver og einn heiminn eins og hann
hefur reynt hann og það er ekki
lítið misjafnt. Það er sameiginlegt
með reynslupottloksmönnum að
hverjum þeirra finnst sitt pottlok
öruggast allra pottloka, miklu
traustari en hin margvíslegu
þekkingarpottlok, sem nútíma
maðurinn lifir undir í stundinni.
Reynslupottloksmenn hafa farið
mjög halloka með þessari þjóð síð-
ustu áratugi og fór þeirra vegur að
minnka í sama mund og HS-menn
biðu lægra hlut fyrir SV-mönnum.
Sérfræðingapottlokin eru lokuð-
„Það gerðist þad sama
hérlendis og meö mörg-
um vanþróuðum og fá-
tækum þjóðum, að það
reyndust ekki þjóðfé-
lagslegar forsendur fyrir
þeim framkvæmdum,
sem sérfræðingarnir
réðust hvarvetna í og
höfðu fært uppá pappír
með hagstæðri útkomu.
Heita má að þeir hafi
misreiknað öll sín
dæmi.“
ust þessara pottloka. Sérfræðing-
urinn er ofaní skurði og sér ekki
útyfir skurðbakkann og stundum
er skurðurinn svo djúpur og
þröngur að sérfræðingurinn sér
ekki nema mjóa rák á himninum
yfir sér. Vit þeirra er kallað sér-
fræðingavit — skammstafað SV.
Heldur þykja SV-menn þröngsýn-
ir og oft með auga í miðju enni, en
þess er að geta, að það er mörgu
logið á þá, því að þeir eru vel til
þess fallnir.
Efni síðasta pistils var það, að
þessi þjóð, sem hingað til hefur
látið sér nægja að vera á leiðinni í
hundana sé komin þangað og
orsök þessara ferðaloka sagt vera
sérfræðingavit það, sem lagðist
yfir þjóðina uppúr miðri öldinni
og þær stöllur heilbrigð skynsemi
og reynsla (HS og R) gerðar land-
rækar eða útrýmt, ekki vitað
hvort heldur var.
Saga mannkynsins er fullt af
frásögnum af orrustum sem heil-
brigð skynsemi hefur tapað og oft
hefur verið lítið lífsmark með
henni langtímum saman hjá ein-
stökum þjóðum. Alltaf hefur þó
svo fari til þessa, að heilbrigð
skynsemi hefur komið aftur til
mannsins þegar villan hefur verið
sem mest og fengið hann til að
átta sig í tíma og stundarkorn í
einu.
Heilbrigð skynsemi fékk á sig
óorð hérlendis af því að hún fann
oftlega engin ráð á sinni tíð til að
sigra slæmt náttúrufar landsins,
enda hafði hún ekki annað hjálp-
argagna en seigar sinar lands-
manna, fornsögurnar og guðs-
trúna.
Hvert svo sem mannkynið er að
asnast undir forystu sérfræð-
inganna, þá er um tómt mál að
tala að losa sig við þá. Heims-
maskínuverkið er orðið svo flókið
að það er ekki hægt að hugsa sér
nútíma mannlíf án manna með
sérþekkingu á einstökum hlutum
hinnar miklu vélasamstæðu sem
mannheimurinn er orðinn.
Það sem málið snýst um er að
koma sérþekkingunni undir kon-
tról þeirrar skynsemi, sem minnst
er brengluð af sérfræðiþekking-
unni en þá skynsemi köllum við
heilbrigða skynsemi, og hefur
hugtakið áður verið skilgreint
nákvæmlega fyrir þeim mörgu
sem ekki þekkja það lengur.
Sérfræðingar skiptast í vísinda-
sérfræðinga og hagnýta sérfræð-
inga og það eru þeir síðarnefndu
sem eru vandamál okkar íslend-
inga af því að hagnýting þeirra
hefur reynzt misnýting.
Það er íslenzka sérfræðinga-
plágan sem hér er til umræðu, því
að það væri of mikið í fang færst
af manni vestan úr Bolungavík, al-
inn þar upp á trosi og tossakveri,
að ræða björgunarmál mannkyns-
ins. En hitt er ekki ólíklegt að eina
glóran með þessari þjóð sé einmitt
í mönnum, sem átu tros í æsku og
lærðu ekki annað á bók en tossa-
kverið, stytta útgáfu af Helga-
kveri, en það var líka vel lært,
enginn nútíma lærdómur, hver
einasta ritningagrein naglföst í
höfðinu. Og það er nú það sem
gildir að læra almennilega kverið
sitt.
íslenzka sérfræðingasagan
gerðist á þessa leið:
f margskonar uppbyggingu
okkar eftir styrjöidina þurftum
við á sérfróðum mönnum að halda
í ýmsum efnum. Þjóðin gekk úr
öllum ham við að mennta sérfræð-
inga bæði með því að breyta eigin
skólastefnu, leggja áherzlu á sér-
fræðimenntun í menntaskólanum
í stað hinnar almennu og klass-
ísku sem áður var og með því að
senda fjölda manna til annarra
þjóða í læri í sérfræðigreinum.
Inní landið flykktist mikill
fjöldi sérfræðinga á sjötta ára-
tugnum og sérfræðingaflóðið hef-
ur verið stanzlaust framá þennan
dag, því að sérfræðingreinum fór
sífjölgandi í heiminum og alls-
staðar vildum við vera með og
stjórnendur landsins reyndu að
finna verkefni fyrir hina nýút-
sprungnu verkfræðinga fulla af
nýjum hugmyndum.
Stjórnmálamennirnir sáu í sér-
fræðingunum gullgrafara sem
græfu gull úr námum hugmynda
sinna og þekkingar og þeir, eins og
almenningur, urðu heillaðir af
sérfræðingum sínum og héldu
hvern og einn þeirra vísindamann
af æðstu gráðu af því að þeir báru
sömu titla og vísindamenn og
sumir þeirra voru það en aðrir
fagmenn með gömlu vísindatitl-
ana. Fólk hélt ekki vatni yfir þeim
dásamlegheitum að hafa nú eign-
azt sérfróða menn á öllum sviðum
VOLV
25 % IÁNUÐ TIL
ÍÖMÁNAÐA
og gamli búlinn
tekinn upp’í
Með þessum einstöku greiðslukjörum gerum við enn fleinim kleift að eignast Volvo. Volvo 340 og Volvo 240,
- Auk þess að vera
búnir öllum bestu
kostum Volvo eru
þeir sparneytnir og
á verði frá:
Volvo 340 kr. 465.000.-
og Volvo 240
kr. 647.000.-.
Við bjóðum ekki
aðeins þessa hag-
stœðu greiðsluskil-
við tökum gamla
bílinn upp í,
-og þú þarft ekki að
skila honum fyrr en
þú fœrð nýja Volvo-
inn afhentan.
Dœmi:
Volvo Rio 340 DL:
Verð: 465.000
Lán........ II6.000
Gamli bíllinn
uppí....... 200.000
Utborgun... 149.000
Samtals: 465.000
Gjörðu svo vel, -
komdu og kynnstu
Volvonum af eigin
raun.
Volvo öryggi, Volvo
gœði...
Verö skv. gengi 14/6 85.
mala, -
SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 35200
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JtlNÍ 1985
B 21
MorgunblaðiA/Friðþjéfur
þekkingar, eins og Bandaríkja-
menn og Svíar: „Hugsið ykkur, að
þetta skuli hafa gerzt hjá okkur,
sem ekkert vissum og ekkert
kunnum og nú vísindamenn í
hverju rúmi í háþróaðri tækni,
uppeldis- og skólamálum og efna-
hagsmálum."
Hinir nýútsprungnu sérfræð-
ingar, sem flestir komu lærðir frá
ríkum þjóðum og fjölmennum,
sem áttu sér allan annan feril að
baki en sú íslenzka, ruddu úr sér
tillögum og hugmyndum studdum
fræðilegum rökum uppúr skóla-
bókunum og almenningur sá fyrir
sér gull og græna skóga líkt og
stjórnmálamennirnir í þykkum
skýrslum sérfræðinganna með
framandi táknum og línuritum,
sem almenningur leit sömu að-
dáunaraugum og almenningur
fyrrum hókuspókus töframann-
anna, sem sátu yfir seiðpottum
sínum með undarlegu handapati
tautandi óskiljanlegar þulur.
Meðan nokkur peningur var til
og reyndar löngu eftir að sá síð-
asti var horfinn úr kassanum,
voru fundin verkefni fyrir hvern
nýjan sérfræðing og hann fékk
sinn stól, sína skrifstofu og vélrit-
unarstúlku til að vélrita skýrslur
sínar og þjóðin reytti sig innað
skyrtunni til að hver og einn sér-
fræðinganna fengi að njóta þekk-
ingar sinnar og afburða gáfna og
hefja sinn eigin skurðgröft ein-
hvers staðar í þjóðfélaginu.
Islenzka þjóðfélagið varð ein
allsherjar tilraunastöð sérfræð-
inga af öllu tagi, grafið hér, grafið
þar, unz þjóðfélagið var flakandi í
sérfræðingaskurðum, sem lágu
þvers og kruss, hálfgröfnum spott-
um og haugarnir á skurðbökkun-
um.
Það gerðist það sama hérlendis
og með mörgum vanþróuðum og
fátækum þjóðum, að það reyndust
ekki þjóðfélagslegar forsendur
fyrir þeim framkvæmdum, sem
sérfræðingarnir réðust hvarvetna
í og höfðu fært uppá pappír með
hagstæðri útkomu. Heita má að
þeir hafi misreiknað öll sín dæmi.
íslenzkur almenningur — en þó
meira stjórnmálamennirnir — lifa
enn í sérfræðingatrú, hún hefur
ekki haggazt og þeir biðja um
meiri skurðgröft. Þessi gröftur
allur heitir á máli stjórnmála-
mannanna að ræsa fram þjóðfé-
lagið og búa til græna akra úr
óræktar móum og mýrum hins
fyrra íslands ög þar eru nú þessir
landryðjendur staddir í verki sínu
að horfnar eru mýrarnar og mó-
arnir í skurði og moldarhauga,
enginn nýræktarblettur farinn að
skila arði, jafnvel rafmagnið dýr-
ara en mórinn, og framræslan öll
orðin svo kostnaðarsöm að landið
er sokkið í skuldir.
Við höfum fundið fyrir íslenzku
sérfræðingaviti hér í landinu og
þeim arði sem það hefur skilað
okkur. Nú er ætlunin að fara að
flytja íslenzka sérfræðingavitið út
og það á að verða aðalgjaldeyris-
atvinnuvegurinn.
Þá er það líkast til rétt sem
gamli maðurinn hélt, að þjóðin sé
ekki lengur á leið í hundana, hún
sé farin það.
Skurðirnir verða þá ekki grafnir
fleiri hér innanlands og hundarnir
fá sitt.
Framh. næsta sunnudag.
ARA
Höldum upp á 25 ára
afmœlið með því
að flytja
í ný húsakynni
Erum flutt:
BÆJARHRAUNI
NÝB SfMt g51000
10
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIROI, SIMI 651000.
HEFÐBUNDNA SPARISKÍRTEINIÐ STENDUR ALLTAF UPP ÚR.
Gamla góða hefðbundna spariskírteinið hefur öðlast óbifanlegan sess hjá þeim sem þurfa að
varðveita fé og um leið fá ríkulega ávöxtun.
Traust eins og klettur stendur það, þó að verðlagið veltist og kollsteypist allt í kring.
Það veitir alltaf sína háu vexti (nú 7%) ofan á fullkomna verðtryggingu, sem þýðir að ársávöxtun jan. - apríl sl. var
56.31%
NEFNDI EINHVER BETRI KOST?
Sölustaðir eru:
Seðlabanki íslands, viðskiptabankamir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
I
i