Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 24
24 B
MORÖUKBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985
E.Th. Mathiesen 25 ára:
Oryggisbúnaður og
verðmætavarzla
helztu verkefnin
í dag, 30. júní, eru liðin 25 ár frá
stofnun fyrirtækisins E. Th.
Mathiesen hf. í Hafnarfirði í til-
efni af því flytur fyrirtækið starf-
semi sína í nýtt og glæsilegt hús
að Bæjarhrauni 10 í Hafnarfirði.
Þar er risið tvílyft skrifstofu- og
verzlunarbygging ásamt tengi-
byggingu með verkstæðisrými, en
fyrirhugað er að reisa á næstunni
vörugeymslu sem tekin verður i
notkun á næsta ári. Þeg hús-
næðið er fullbúið hefur ... i.rtæ' ið
um það bil 1000 fermet um-
ráða af eigin húsnæði f. i starf-
semi sína.
Mörg undanfarin ár hefur fyri-
tækið E. Th. Mathiesen sérhæft
sig í verzlun með peningaskápa,
skrifstofuhúsgögn úr stáli, skjala-
skápa, öryggishólf og -skápa,
eldtrausta tölvugagnaskápa, ör-
yggishurðir sem einkum eru hafð-
ar í bönkum, svo og vélar til að
telja mynt og peningaseðla.
Fyrstu árin sem fyrirtækið
starfaði var verzlað með vefnað-
arvöru. Við fluttum inn metravöru
og tilbúinn fatnað en einnig seld-
um við framleiðslu frá innlendum
verksmiðjum. Það var svo um ára-
mótin 1963—64 að stjórn fyrir-
tækisins ákvað að hasla sér völl á
nýjum vettvangi, hætta að verzla
með vefnaðarvöru, en hefja í stað-
inn innflutning og sölu sérhæfðs
öryggisbúnaðar fyrir stofnanir og
fyrirtæki. Á þessum tíma var
þróunin mjög ör á þessu sviði og
sífellt meiri kröfur voru til þess
gerðar að tryggilega væri búið um
verðmæti, hvort sem þau voru í
vörzlu fyrirtækja eða stofnana
eins og banka, sagði Einar Þ.
Mathiesen forstjóri fyrirtækisins í
viðtali við Morgunblaðið í tilefni
þessara tímamóta. Stofnendur
fyrirtækisins ásamt mér og nán-
ustu fjölskyldu minni voru þeir
Ólafur Tr. Einarsson útgerðar-
maður í Hafnarfirði, sem nú er
látinn, og Sveinbjörn K. Árnason
kaupmaður í Fatabúðinni í
Reykjavík, en báðir höfðu þeir
mikla reynslu á sviði verzlunar og
viðskipta. Ég tel mig hafa átt
miklu láni að fagna með því að
njóta stuðnings þeirra og reynslu í
upphafi. Báðir voru þeir framfara-
sinnaðir og opnir fyrir nýjungum,
og gerðu sér þegar í stað grein
fyrir þeim möguleikum sem fólgn-
ir voru í sérhæfingu á sviði örygg-
isbúnaöar í fyrirtækjum og stofn-
unum. Árangurinn af þessari
ákvörðun hefur reyndar farið
fram úr björtustu vonum, en nú er
E. Th. Mathiesen hf. sérhæfðasta
og þekktasta fyrirtæki landsins
sem verzlar með slíkan búnað. Það
er ekki víst að aðrir en þeir sem
reynt hafa viti hvílíkt átak það er
fyrir fyrirtæki að gjörbreyta
starfsemi sinni og hefja viðskipti
með allt aðra vöru en áðúr, eins og
við gerðum fyrir rúmum tuttugu
árum, sízt þegar hin nýja starf-
semi krefst jafnframt sérhæf-
ingar á sviði viðhalds og þjónustu
sem auðvitað hefur í för með sér
stóraukin umsvif og mikinn kostn-
að.
— Og hverju þakkarðu vel-
gengni fyrirtækisins?
Samheldni innan fyrirtækisins
og svo því að við höfum verið ein-
staklega heppnir með þau erlendu
fyrirtæki sem við höfum átt við-
skipti við allt frá upphafi. Má þar
nefna John Tann Ltd. í Bretlandi
og sænska fyrirtækið Rosengrens,
sem bæði sérhæfa sig í öryggis-
útbúnaði fyrir stofnanir, banka og
fyrirtæki. Á árum áður höfðu
þessi fyrirtæki samvinnu á al-
þjóðamarkaði en hagsmunir okkar
hafa ekki sízt verið í því fólgnir að
þessi fyrirtæki bæta hvort annað
upp að mörgu leyti, þannig að
samanlögð framleiðsla þeirra
spannar mjög vítt svið og gerir
það mögulegt að uppfylla ýtrustu
kröfur varðandi öryggi í varð-
veizlu hvers konar gagna og verð-
mæta.
— Hvaða kröfur eru það?
Það er einkum tvennt sem for-
ráðamenn banka og annarra
stofnana, svo og fyrirtækja al-
mennt, þurfa að hafa í huga þegar
varðveizla verðmæta er annars
vegar eldur og innbrot. Varðandi
innbrot verður ekki hjá því komizt
að hafa í huga að engin hirzla er
svo traust og örugg að ekki sé
hægt að komast í hana, jafnvel
ekki þótt fyrir henni sé 5,6 tonna
öryggishurð frá John Tann Ltd. af
þeirri gerð sem notuð verður í
hinu nýja húsi Seðlabankans.
Kaupendum slíks búnaðar er auð-
vitað ekki mikið hald í fullyrðing-
um seJjenda, en í Vestur-Þýska-
landi er stofnun sem þekkt er fyrir
það að gera ströngustu kröfur til
búnaðar af þessu tagi, þ.e.
Braunschweig Institut. Sem dæmi
um vinnubrögð þessarar stofnun-
ar má nefna að þar hafa verið
gerðar tilraunir með eldtraustan
tölvugagnaskáp frá Rosengrens.
Skápurinn var hafður í ofni í tvær
klukkustundir þar sem hitastigið
var 1000 gráður á Celsíus. Inni í
skápnum voru tölvugögn sem eru
mjög viðkvæm fyrir hita og þola
t.d. miklu minni hita en pappír.
Eftir að hafa verið í þessum mikla
hita var skápurinn látinn kólna
þar til unnt var að opna hann og
athuga ástand gagnanna og voru
þau algjörlega óskemmd. Önnur
tilraun var gerð með því að láta
skápinn falla úr 9,15 m hæð, sem
samsvarar því að honum hafi ver-
ið varpað niður af fjórðu hæð í
venjulegu húsi. Eftir fallið var
skápurinn aftur hafður í ofni við
1000 gráðu hita í upp undir eina
klukkustund. Ætla mátti að skáp-
urinn hefði laskast í fallinu og
a.m.k. komið í hann glufur þannig
að hann stæðist ekki hitann. En
það var nú öðru nær. Öll gögnin
sem í honum voru komu algjörlega
óskemmd út úr honum eftir þessa
meðferð og að svo búnu var því
lýst yfir af Braunschweig Institut
að Rosengrens-skaþurinn, sem er
tvöfaldur, stæðist ýtrustu kröfur
sem unnt væri að gera til slíkra
skápa. Það eru upplýsingar af
þessu tagi sem gætinn kaupandi
sem veit hvað hann vill tekur
mark á, þ.e. þegar kröfuharður og
óvilhallur aðili lýsir því yfir að
hluturinn hafi staðizt slíka með-
ferð sem hér hefur verið lýst.
— Þú minntist á vélar sem
flokka og telja mynt og peninga-
seðla.
Já, þær eru nú orðnar mjög út-
breiddar hér í bönkum, en þegar
E. Th. Mathiesen hf. fékk hingað
til lands sýnishorn af slíkum vél-
um voru þær svo til óþekktar hér.
Þessi sýnishorn voru sýnd öllum
bönkum og sparisjóðum og síðan
hefur fyrirtækið selt nánast allar
síkar vélar sem hér eru í notkun
en þær munu nú vera á fjórða
hundrað talsins.
— Hvað með tölvuvæðinguna?
Fyrirtækið hefur ekki látið
Starfsliö E. Th. Mathiesen í sal nýja hússins viö Bæjarhraun, talið frá vinstri:
Einar Þ. Mathiesen forstjóri, Einar Þ. Mathiesen yngri sölumaður, Guöjón
Kr. Guöjónsson forstööumaður viögerðarþjónustu, Svanhvít Aöalsteinsdóttir
ritari og Árni Sveinbjörn Mathiesen framkvemdastjóri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hið nýja hús E. Th. Mathiesen hf. við Bejarhraun 10 í Hafnarfirði.
Einar yngri, Árni Sveinbjörn og Einar Þ. Mathiesen forstjóri við tölvugagna-
skáp frá Rosengrens.
GalaxTe
parí $
NÝJUNG
í frönskum barnafötum.
Ótrúlega hagstætt
kynningarverð
ENGrLABÖRNÍN
LAUGAVEGI28
Tilboð óskast
í PAJERO 5 dyra SUPER WAGON og PLYMOUTH RELIANT S/W
(m/vökvastýri, rafdrifnum rúöum árgerö 1981, ekinn 31 þús. mílur,
o.fl.), árgerö 1984, ekinn 8 þús. km. sem veröa á útboöi þriðjudaginn
2. júlí kl. 12—15 aö Grensásvegi 9.
SALA VARNARLIÐSEIGNA