Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 30. JÚNÍ 1985 Náttúru fræðisa fn undir berum himni Sunnudaginn 30. júní gengst áhugahópur um byggingu náttúrufræðisafns fyrir kynn- ingardegi þar sem viðfangsefnið verður gróður landsins. Við hvetj- um alla sem vettlingi geta valdið til þess að fara í skemmtigöngu í Reykjavík, en lagðir hafa verið góðir göngustígar sem tengja saman Laugardal, Elliðaárdal og Fossvogsdal. Ef farið er frá Laugardal, er til- valið að skoða fyrst grasagarð Reykjavíkur sem er sannkölluð vin og ævintýraheimur. Alltaf er eitthvað nýtt og óvænt á bak við næstu beygju á gangstígnum. Þar eru skógarlundir, sólríkar flatir og ótrúlega fjölbreytt safn plantna. I garðinum eru um 3.000 plöntuteg- undir, þar af um 300 íslenskar. Allar eru þær vel merktar og hæg- ur vandi er að komast að því, hvað blómið sem kunninginn gaf þér í garðinn endur fyrir löngu heitir, og hverju það er skylt. Og það skyldi þó ekki vera, að þú gætir potað kaktusnum þínum út í garð yfir sumarið. A.m.k. þríf- ast kaktusarnir í Laugardalnum vel utanhúss. Nú er unnið að því að koma upp íslenskum vatnaplöntum í garðinn og einnig er verið að útbúa hellu- lagt svæði upp við lítið garðhús. Þar verða borð og stólar með inn- rauðum lömpum yfir og verður yndislegt að setjast með nesti í sumaryl, þótt kvöldnepjan sé allt um kring. Eftir hádegi á sunnudaginn verður forstöðumaður garðsins til viðtals og leiðbeininga. Einnig verða sérstaklega merktar þær plöntutegundir sem vaxa í Elliða- árdalnum og gestir geta fengið með sér lista yfir þær og merkt við þær tegundir sem þeir finna á göngunni. Aðkoman að garðinum er frá Engjavegi, en þangað er farið um Holtaveg eða Múlaveg. Garðurinn er opinn um sumartímann kl. 8—22 virka daga og 10—22 um helgar. Göngustígurinn í Elliðaárdalinn liggur meðfram Suðurlandsbraut, allt frá Reykjavegi. Skógræktarstöðin í Fossvogi verður opin. Þar eru á annað hundrað tegundir trjáplantna, flestar vel merktar. Svæðið er um 15 hektarar að stærð með skemmtilegum gönguleiðum. En þar er fleira en tré. Vissir þú, að þar er einn stærsti náttstaður þrasta á norðurhveli jarðar? Eða að þar má stundum sjá ýmsa flæk- ingsfugla sem annars lifa ekki á íslandi? Eða að margar trjáteg- undir eru forsendan fyrir því að sveppir geta þrifist? Þess má einnig geta, að Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur áformar að innrétta náttúrufræðistofu að Elliðavatni. Þar mun væntanlega verða unnt að kynna almenningi og skólum skóga og dýralíf þeirra á sýningum í tengslum við fólk- vanginn í Heiðmörk og gera fólki þannig kleift að njóta enn frekar náttúrunnar á því svæði. Á sunnudaginn verða starfs- menn skógræktarstöðvarinnar í Fossvogi gestum til leiðbeiningar eftir hádegi og heitt á könnunni á sölusvæði stöðvarinnar. Einnig verður plöntusalan opin. Skógræktarstöðin er opin kl. 8—21 virka daga og 9—17 um helgar til júníloka, en eftir það er opið kl. 8—18 virka daga. Ekið er að stöðinni frá Háaleit- isbraut, en frá Fossvogsvegi, ef komið er norður Hafnarfjarðar- veginn. Göngustígurinn í Elliðaárdalinn liggur frá neðsta hluta skógrækt- arstöðvarinnar, inn Fossvogsdal- inn, og göng eru undir Reykja- nesbrautina á móts við Blesugróf. Nýlega gaf Hið íslenska Náttúrufræðifélag út veglegt veggspjald með á sjöunda tug ís- lenskra blómplantna og er það til sölu hjá félaginu, í húsnæði Náttúrufræðistofnunar við Hlemmtorg og í helstu bókaversl- unum. í leiðinni viljum við minna á það sem er hægt að sjá á sýning- um um náttúru landsins á höfuð- borgarsvæðinu um þessar mundir. í anddyri Norræna hússins stend- ur yfir bráðfalleg sýning áhuga- manna á steinum og er hún opin kl. 9—19 mánud,—laugard. og 12—19 sunnudaga. Náttúrugripasafnið, Hverfisgötu 116 (við Hlemmtorg), gengið inn gegnt lögreglustöðinni, er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. Á 9o fm gólffleti re.vnir Náttúrufræði- stofnun að sýna lítið brot af þeim náttúrugripum sem hún á í fórum sínum. Þar tekst því að sýna alla íslenska varpfugla ásamt geirfugl- inum fræga. Einnig aðalbergteg- undir og steintegundir landsins, þ.á m. glæsilegan geislastein. Þá má sjá ýmis lægri sjávardýr, Morgunblaftift/GÓI þurrkuð sýnishorn af flestum ís- lenskra blómplantna, byrkinga, mosa, fléttum og þörungum. Einn- ig eru nokkur erlend dýr o.fl. Náttúrufrteðistofa Kópavogs, Digra- nesvegi 12, jarðh. er opin miðviku- daga og laugardaga kl. 13.30—16. Þar stendur yfir merkileg sýning þar sem kynnt er lífeðlisfræði hvala, starfsemi þeirra og það vistkerfi sem þeir búa í. Líkön í réttum hlutföllum eru af öllum hvalategundum sem fundist hafa við ísland og fleira forvitnilegt um þeirra hagi. Einnig er þar mjög falleg skeldýrasýning. Hvalasýningin er ágætt dæmi um það heildarviðhorf sem ein- kennir nútímalegar náttúrufræði- sýningar, og slíka umfjöllun fengju lífverur almennt á því safni sem áhugahópurinn vinnur að því að koma upp. Áhugahópur um byggingu náttúru- fræðisafns. Villtar plöntutegundir, fundnar í Ell- iðaárdal 23. og 25. maí 1981 Agrostis stolonifera — A. tenuis — Alchemilla alpina — A. vulgar- is — Alopecurus aequalis — A. pratensis — Angelica silvestris — Anthoxanthum odoratum — Arm- eria maritima — Calamagrostis neglecta — Callitriche intermedia — Calluna vulgaris — Caltha pál- ustris — Cardamini nyamanii — Cardaminopsis petraea — Carex bigelowii C. nigra — Cerastium al- pinum — C. fontanum ssp. scand- icum — Cystopetris fragilis — Deschampsia caespitosa — D. flexuosa — Dryas octopetala — Empetrum nogrum — Equisetum arvense — E. palustre — E. vári- egatum — Eriophorum angustif- olium — Festuca rubra — F. vi- vipara — Filipendula ulmaria — Galium verum — Geum rivale — Hieracium spp. — Juncus alpinus Iðnaðarbankinn Þú færö gjaldeyrinn í utanlandsferöina hjá okkur. Ef eitthvaö er eftir þegar heim kemur er tilvaliö aö opna gjaldeyrisreikning og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.