Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985
Rabarbari
Rabarbarinn telst til grænmetis þótt hann sé yfirleitt notaður á sama hátt og
ávextir, þ.e. í grauta, sultu, bökur og vín. Ameríkanar kalla hann oft
pieplant, af því að hann er mjög algengur í pie (bökur). Ein þjóð blandar
rabarbara saman við kartöflur og býr til sérkennilegan grænmetisrétt, en
það eru Pólverjar. Rabarbarinn er upprunninn í fjalllendi í Asíu, einkum Tíbet. Þar
voru hinar gildu brúnleitu rætur jurtarinnar notaðar til lyfjagerðar í aldaraðir.
Fyrstu sagnir um það eru frá um 2700 f.Kr. Það var ekki fyrr en á 18. og 19. öld að
farið var að nota leggina til matar. Fyrst er rabarbarafræ skráð í frælista í
Ameríku árið 1828. Rabarbari er fjölær. Hann þrífst ekki í heitu loftslagi, vegna
þess að hann þarf góða vetrarhvíld til þess að hann geti sprottið á ný. Við hagstæð
skilyrði geta sum afbrigði myndað geysistóra plöntu með 90 sm. langa blaðleggi eins
svera og barnshandlegg. Blöðin geta orðið hátt í metra í þvermál. Mjög mikil
oxalsýra er í blöðum rabarbara. Raunar er oxalsýra einnig í leggjunum, þótt í mun
minna mæli sé. Maður ætti aldrei að borða mjög mikið af rabarbara, en íslendingar
hafa verið duglegir að borða hann, hann er auðræktanlegur og ekki var mikið um
ávexti áður fyrr og því rabarbarinn kærkominn. Margir hafa mikið dálæti á rabar-
barasultu og taka hana fram yfir ávaxta- og berjasultu, sem nú er hægt að fá í miklu
úrvali í hverri búð. Nú er sá tími, sem rabarbarinn er bestur, leggirnir mjúkir og
safaríkir og ekki eins súrir og þeir verða síðar að sumrinu. Því þurfum við ekki eins
mikinn sykur í rabarbararétti núna. Hægt er að draga úr sýrunni með því að sjóða
rabarbaraleggina smástund í vatni, hella síðan vatninu af og sjóða leggina síðan í
sykri. Hægt er að nota þurrkaða, malaða rótina til að lita hár gult. Flestir hafa
sennilega tekið eftir því, hversu gljáandi pottarnir verða eftir rabarbarasuðu og er
þar sýran í rabarbaranum að verki. Gott er að mylja blöðin og nota til að pússa með
kopar og messing.
Rabarbarasulta
1 kg rabarbari
1 kg sykur
1 'k msk vanillusykur
1. Skerið rabarbarann smátt,
setjið í pott ásamt sykri og sjóð-
ið í 2 klst. Hafið lok á pottinum.
Gæta verður þess að sultan
brenni ekki við, og þarf að hafa
hægan hita í byrjun. Hrærið oft
í sultunni.
2. Þegar sultan hefur soðið í 1 'k
klst. er vanillusykur settur út í
og hrært vel í. Síðan soðið áfram
í 'k klst.
3. Takið froðuna ofan af.
4. Hellið sultunni í vel hreinar
krukku, leggið smjörpappírs-
plötu ofan á sultuna og bindið
yfir krukkuna eða setjið lok á
hana.
Rabarbarasulta með
sítrónu og engiferi
1 kg rabarbari
600 g sykur
1 stór sítróna
vænn biti þurrkaður heill engi-
fer (fæst víða)
1. Þvoið rabarbarann og skerið í
litla bita, stráið helmingnum af
sykrinum yfir og látið bíða í 24
klst. Hellið safanum af, en setjið
rabarbarann í pott.
2. Þvoið sítrónuna og skerið í
þunnar sneiðar, látið börkinn
vera á henni. Setjið sítrónu-
*
/X
11 a ssb tolMMATA
11 H 8' ■ 0
sneiðarnar saman við rabarbar-
ann.
3. Skerið örlítið á víð og dreif
upp í engiferbitann, setjið hann
síðan saman við rabarbarann og
sítrónuna.
4. Setjið hinn helmning sykurs
út í rabarbarann og sjóðið í lok-
lausum potti í 45 mínútur.
Hrærið oft í og hafið ekki mjög
skarpan hita.
5. Takið froðuna ofan af.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
6. Hellið sultunni í hreinar
krukkur, leggiö smjörpappírs-
plötu ofan á sultuna og bindið
yfir krukkuna eða setjið lok á
hana.
Athugið: Þessi sulta geymist
ekki vel vegna hins lága sykur-
magns. Helst þarf að geyma
hana í kæliskáp.
7. Hellið safanum sem þið hellt-
uð af rabarbaranum i krukku og
notið sem drykk einan sér eða
með ávaxtasafa.
Rabarbarasulta með
appelsínum
1 'k kg rabarbari
4 appelsínur
ljós púðursykur
2 dl vatn
1. Þvoið appelsínurnar og afhýð-
ið þunnt. Setjið börkinn í pott.
2. Skerið rabarbarann smátt og
setjið út í pottinn.
3. Kreistið safann úr appelsín-
unum og setjið út í pottinn
ásamt vatni.
4. Sjóðið við vægan hita í 20
mínútur. Hrærið í svo að þetta
brenni ekki við. Takið appelsínu-
börkinn úr.
5. Setjið á sigti og merjið í gegn-
um. Vigtið maukið. Setjið jafna
þyngd af sykri og maukið vegur.
Sjóðið í 20 mínútur við hægan
hita, hrærið vel í á meðan.
6. Setjið sultuna í hreinar
krukkur, leggið smjörpappírs-
plötu ofan á sultuna og bindið
yfir krukkuna eða setjið lok á
hana.
Athugið: Þessi sulta er mjög
góð með súkkuiaðikökum eða
með kexi.
Léttur rabarbaradesert
Handa 4
500 g rabarbari
3 dl sykur
4 dl vatn
8 blöð matarlím
1 peli þeyttur rjómi
1. Skerið rabarbarann smátt,
setjið í pott ásamt sykri og vatni
og sjóðið við hægan hita í 30
mínútur. Sigtið gegnum vírsigti.
2. Leggið matarlímið í bleyti í
kalt vatn í 10 mínútur, vindið
upp úr vatninu og leysið upp í
heitum rabarbarasafanum.
3. Kælið safann þar til hann er
við að hlaupa saman.
4. Segjið safann í hrærivélar-
skál og þeytið þar til þetta er
orðið að þykkri froðu.
5. Hellið rabarbarafroðunni í
smáskálar eða stóra skál. Setjið
í kæliskáp og látið standa þar í 5
klst.
6. Þeytið rjómann og setjið ofan
á rabarbarafroðuna.
Þegar þið búið til rabarbara-
sultu, er gott að skera hnúðinn
neðan af leggjunum og nota í
þennan rétt. Hnúðurinn er mild-
ari en leggurinn og minnir á per-
ur.
Rabarbara-„perur“
meö marengs
Handa 5
500 g rabarbarahnúðar
2'k dl sykur
rifinn börkur af hálfri sítrónu
14 tsk kanill
3 eggjahvítur
3 dl sykur
50 g möndlur eða hnetur
1. Skerið hnúðinn neðan af
leggjunum, snyrtið hann og setj-
ið í pott.
2. Setjið sykur, sítrónubörk og
kanil saman við. Sjóðið við hæg-
an hita í 10 mínútur.
3. Hellið rabarbaranum í eld-
fasta skál.
4. Þeytið eggjahvíturnar með
sykrinum þar til þær eru orðnar
stíftar. Smyrjið marengsinum
yfir rabarbarann.
5. Saxið möndlurnar og stráið
yfir marengsinn.
6. Hitið bökunarofn í 130—
140°C og bakið þetta í 40 mínút-
ur. Fylgist vel með hitanum og
lækkið hann, ef þetta brúnast of
mikið.
Einstakt tilboð
til tónlistaráhugafólks
Viö höfum komist yfir mikiö af rafmagnsgíturum og bössum sem seldir veröa á alveg
einstaklega góðu veröi. Merkiö er Ibanez Roadstar II. Verö með kassa frá
11.900—18.900. Engin útborgun. Mánaðarlegar greiöslur allt aö 12 mán. Rafm.orgel
meö skemmtara frá 35.000—97.500. 3 stk. píanó Nordiska, Ijós eik. 85.000 (áður
104.000). I sérstökum tilvikum má semja um enn betri skilmála vegna píanóa og
orgela.
Muniö engin útborgun þegar verslað er hjá okkur.
Sendum um allt land.
Hljóðfæraverslunin
Gláma s«.
Patreksfiröi, sími 94-1184.
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 15—21.00.
Til sölu
Bronco Ranger XLT árgerö 1981. Ekinn 36 þús.
km.
Einn med öllu í toppstandi
Upplýsingar í síma 22081 milli kl. 1—6 sunnudag.