Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1986 „Pantaði mér Leica-vél en lét ísskápinn bíða“ Hann málar, semur lög, spilar, safnar t.d. frímerkjum, mynt og ýmsum gömlum munum, mess- ar yfir sveitungum sínum og ef aðstæður ieyfðu færi hann líklega að eigin sögn að safna pennum að auki. En við ætlum að láta það bíða bctri tíma að spjalla við hann um þetta allt og fá hann til að segja okkur örlítið frá myndavélasafn- inu sínu sem verður að teljast dá- lítið merkilegt. Séra Örn Friðriksson prestur á Skútustöðum var staddur á prestastefnunni hér fyrir helgina og gaf sér tíma til að segja okkur lítillega frá þessu tómstunda- gamni sínu. — Það eru líklega fjögur til fimm ár síðan ég byrjaði að viða að mér fyrir alvöru myndavélum. í dag eru þær orðnar um 170 talsins hugsa ég. Þessi söfnunarárátta hefur fylgt mér siðan í barnæsku. Þegar ég var átta ára gamall gaf afi minn mér frímerki sem hann hafði safnað saman og ég var þarmeð orðinn frímerkjasafn- ari. Þetta hefur fylgt rner um árin og ég viðað að mér ýmsu og m.a. síðustu árin myndavélum. Eg hef Sr. Örn Friðriks- son á líklega um 170 myndavélar núna alltaf haft óskaplega gaman af gömlum munum og minjum og einnig tekið myndir í gríð og erg í fjölda ára þannig að þetta kom eiginlega af sjálfu sér. Eg leit ein- hvern tima í erlent tímarit þar sem dönskum ljósmyndurum voru fengnar gamlar myndavélar í hendur og athugað hvað þeir gætu gert við þær. Myndirnar voru frábærar og sönnuðu að maðurinn á bak við vélina skiptir hvað mestu. Þetta kveikti í mér og ég ákvað að fara á stúfana og prófa nokkrar eldri tegundir véla. Aftur á móti hafði ég átt nýlegar góðar myndavélar um skeið. Það atvikaðist þannig að ein- hvern tíma var ég að hugsa um að það væri gaman að fá sér almenni- íega myndavél en þá vantaði heimilið ísskáp eða eitthvert ann- að heimilistæki sem venju sam- kvæmt hefði átt að ganga fyrir. Það rann upp fyrir mér allt í einu að þetta væri alröng stefna því við gætu alltaf keypt slík heimilistæki en ekki tekið góðar myndir af börnunum okkar litlum þegar þau væru orðin fullorðin. Eg pantaði mér strax góða Leica-vél og nokkrar aðrar ágætis vélar með tíð og tíma en lét ís- skápinn bíða. — Kaupirðu allar vélar núna eða færðu einhverjar gefins? Ég er afskaplega iðinn við að segja fólki að ég safni hinu og þessu án þess að biðja beint um hlutinn. Það er líklega hægt að líkja mér við strákinn sem ekki mátti sníkja sælgæti og sagði að sér finndist súkkulaði afskaplega gott! En auðvitað kaupi ég vélar líka en aðstaðan er erfið hérlendis því vélar eru óheyrilega dýrar. I Þýskalandi á ég vin sem hefur út- vegað mér nokkra góða gripi. Ég var nú fyrir nokkru á ferð í Þýska- landi og það var að vísu hápunkt- félk í fréttum ANDREW LLOYD WEBBER TÓNSMIÐUR Höfundur tónlistar í Cats, Starlight Express, Requiem Andrew Lloyd Webber á heið- urinn af tónlistinni í t.d. Ev- itu, Cats, Starlight Express og Requiem Pie Jesu, en segir að all- ar sinar hugmyndir um hvað geti orðið vinsælt hjá fólki hafi farið út um þúfur með sálumessunni (Requiem). „Þegar ég samdi Starlight Ex- press þá einblíndi ég mikið á aö gera lögin þannig úr garði að þau yrðu ðll vinsæl dægurlög en mér mistókst hrapallega. Aftur á móti iög úr sálumessunni urðu á 10 dög- um það vinsæl að þau komust á vinsældalista. Ég átta mig ekki lengur á því hvað fólk viU.“ Faðir hans, William, var einnig tónsmiöur og um tíma skólastjóri „London College of Music“. Sam- band þeirra var mjög náið og þeg- ar faðir hans dó árið 1982 ákvað Andrew að semja messu og til- einka minningu föður síns. Ja hérna, þú segir aldeilis fréttir Þeir sveitungarnir Jón Ólafsson í Eystra- Geldingaholti og Ásólfur Pálsson á Ásólfs- stöðum í Gnúpverjahreppi standa hér við dyr sögualdarbæjarins í Þjórsárdal, en sá síðar- nefndi sem er t.h. er einmitt „húsbóndi“ þar í sumar, þ.e. annast gestamóttöku á þeim ágæta stað. Hvort þeir félagar eru að kankast á um pólitík eða ræða um íbúa í slíkum bæjum til forna skal ósagt látið, en oft hafa þeir félagar spaugað saman. Ásólfur sagði við ljósmyndarann sem tók þessa mynd á dögunum að margir út- lendingar kæmu til að skoða bæinn, íslendingar færri, en þeir væru líklega svo margir búnir að líta þar inn. fært á þeim tíma. Nú aftur á móti þegar Starlight Express var úr sögunni ákvað hann að taka sér árs leyfi og vinna að messunni. „Það tók mig rúmt ár að ljúka við sálumessuna.“ Þrátt fyrir al- varlegt innihald segir hann hana eiga margt sameiginlegt með fyrri verkum sinum. Andrew hefur lengi haft áhuga á óperum og segir að þær eigi hvað mesta framtíð fyrir sér og bendir máli sínu til stuðnings á að aðsókn að þeim hafi aukist um helming síðasta ár. Honum var boðið að semja tón- listina í Óskarsverðlaunamyndina Amadeus Mozart en komst ekki til þess. Honum finnst það samt alls ekki fráleitt verkefni og gæti vel hugsað sér að vinna að tónlist í kvikmynd seinna meir. En þá vill hann helst hafa textann tilbúinn til að semja við. Fór vel á með þeim Það fór vel á með þeim hjónunum Ronald og Nancy Reagan og Mick- ey og Minnie mús, er forsetahjónin heiðruðu Walt Disney-safnið á Flórída nú fyrir nokkru. Upphaflega kom þó hugmyndin Það er óákveðið hvaða verkefni öðruvísi í kollinn á honum. Hann Andrew ætlar að taka sér fyrir var beðinn fyrir sjö árum að hendur núna. Hann segist hafa semja sálumessu fyrir aðila á um 20 hugmyndir i kollinum sem Norður-írlandi en sá sér það ekki hann sé að vinna úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.