Tíminn - 19.09.1965, Page 2

Tíminn - 19.09.1965, Page 2
SUNNUDAGUR 19. september 1965 2 TÍMINN ÞÁTTUR KIRKJUNNAR ÞÖKK Ég minnist þess óljóst eins og úr hálfgleymdum draumi, að hafa lesið í skólafræðum úr fornum ljóðum, kannski eftir Snorra Sturluson um norn, sem sat alein og gleymd í af- helli einum langt inni í hömr- um fjallsins. Hún hét Þökk og ■ átti að spinna hamingjuþráð manna, en þeir áttu sjálfir að færa henni efnið í hann með þakklæti sínu. En oftast var snældan tóm, því að flestir gleymdu að flytja norninni verkefnið. Og í stað þess að Ijóma af starfsgleði yfir ham- ingjuþræðinum sat Þökk auð- um höndum langleið og blökk á svip, eða þá að snældan fyllt- ist af þræði með bláþráðum og hólum gleymsku og vanþakk- lætis. Þetta minnir á aðra helgi- sögn austan úr löndum. Ævin- <týrið um englana tvo, sem ■ end ir voru frá himni, hvor með sína körfu. Annar átti að safna óskum og kröfum mannanna, hinn átti að tíma saman þakk- irnar. Hinn fyrri kom aftur að vörmu spori með yfirfuua körfu.. Hinn var möre ár og kom loksins aftur með tæplega botnhyl í körfunni. Hvar eru hinir niu? sagði Kristur, þegar aðeins einn af tíu kunni þakkir fyrir lækn ingu af hræðilegum sjúkdómi. Og enn á þessi sDurning svt. angurværan hljóm. Við finnum enn þá sársaukann í þe.ssum fjórum stuttu orðum. Og lík- lega hnitar hann svo nærn hjarta af því að við þekkjum eitthvað tii vanþakkiætis og gleymsku sjálfs og hve iogsárt það getur sviðið að nafa gleymzt, þegar við héldum okk ur hafa verið svo ákaflega þvð- ingarmiklar persónur í lífi ein hvers annars og því bakklætis verð. Fyrir nokkrum árum var efnt til keppni í blöðum eða útvarpi, þar sem ungt fólk, mig minnir úr skólunum átti að tala um foreldra sína og full- orðna fólkið. Það var ljótur vitnisburður, sem eldra fólkið fékk, ef ég man rétt. Og fyrir nokkrum kvöldum var ég að koma út úr einu af æskulýðshælum borgarinnar. Þar var röð beggja megin i tröppum hússins utan dyra af reykjandi ungmennum, með ergelsi og hefnd uppmálað á ungum fallegum andlitum. Nokkur orð þessara ungmenna gætu sýnt þökk þeirra hugsun eða skilning. „Viltu smók manni?“ „Vertu ekki að tala við karlskrattann". „Það ætti að brenna þennan bölvaða kofa.“ Þeim hafði sennilega verið aftrað inngöngu þetta kvöld, af því að þau höfðu ekki ald- ur til útivistar. En hafið þið og hafa þau athugað, hvað gert er fyrir unga fólkið í þessari borg og á þessu landi? Hefur nokkr um dottið í hug að bera sam- an aðstöðu þessa unga fólks til lífs og gleði, og þeirrar æsku sem var fyrir örfáum ára- tugum t.d. úti í sveitunum, sem nú eru komnar i eyði? Hve himinháan lofsöng mætti þá hefja, ef einum af tíu hefði verið kennt að þakka. „Kennt að þakka,“ sagði ég. Hefur ekki þáttur virðingar, viðurkenningar og þakklætis gleymzt í uppeldi skóla og heimila um, kirkju þarf naum- ast að tala, þangað koma sízt þeir unglingar, sem helzt þurfa þakkir að læra. Og hvað heyrir æskan fyrir sér? Hlustið á og leýð allt nöldr- ið, aðfinnslurnar, kröfurnar, gagnrýnina og svo stundum róg og blekkingar um allt og alla, einkum bindindis menn, „siðapostula," presta, kennara, stjórnmálaménn, útvarpið, bæk urnar, leikhúsin. Allt er haft á hornum sér. Jafnvel heilum starfsstéttum er brugðið um allt hið versta. Og hvernig er talað um heilar stofnanir eins og kirkjuna og skólana? Auð- vitað er margt aðfinnsluvert og allt má betur fara. En ætli fuli komnunin og framfarirnar fá- ist ekki nema fyrir skammir? Vex hver við vel kveðin orð“ Munið ekki, hvernig ofurlítið hrós, svo-lítil viðurkenning frá mömmu eða pabba, kennara, presti eða vini varð eins og gróðurskúr yfir skrælnaðan ak- ur uppgjafar, vantrausts og vonleysi? Man enginn hvernig mjúkur lófi prest? eða kennara Andrés Johnson minjasafnari Andrés Johnson, þjóðminjasafn ari í Ásbúð í Hafnarfirði verður jarðsunginn á morgun frá Hafn arfjarðarkirkju. Hann lézt að heimili sínu hinn 13. þessa mán- aðar, áttræður að aldri. Hann var fæddur á Leifsstöðum í Selárdal í Vopnafirði, og voru foreldrar i hans Stefán Jónsson bóndi þar I og kona hans, Sigurbjörg Stefáns- < dóttir. I 'i Andrés átti heima í Hafnarfirði j síðan 1916, og .stundaði þar rakara iðn. Hans verður þó einkum i minnzt fyrir hið mikla minjasafn, ; sem hann dró saman með atnriai og áhuga á langri ævi. Á þann hátt bjargaði hann miklum verð- mætum frá glötun. enda var hann að verðleikum sæmdur heiðurs- merki íslenzka ríkisins fyrir það cfflrf cifi- MnlS OQrcfAlrntn oomn. á koll eða vanga vakti öfl til vaxtar, sem aldrei höfðu áður á sér bært. Eitt bros getur dimmu í dags ljósi breytt, á víða við. En bros þakklætis og virðingar eru ekki einungis sem vorblær og sólskin i samfélagi manna á heimilum og vinnustöðum, skól um og skemmtistöðum, heldur eru þau og geta orðið dýrgrip- ir í minjahirzlu hjartans og hugans ævilangt. „Þetta eru fjallahetjurnar rnínar," sagði fóstri minn einu sinni um okkur, þegar við kom um heim úr göngunum. Siðan eru 40 ár, en þau óma samt enn í eyrum sem fegursti söng ur. Hann var ekki þakklátur né Rrósyrtur maður, svo að þau voru dýrmæt. Og hversu oft var reynt á síðustu kraft ana til að eiga skilið þetta hrós og glata því ekki. Það veit Guð einn, eins og gamla ^fólkið sagði. , Samt er þakklæti aldrei feg- , urra eða nauðsynlegra en þökk, sem veitt er öldruðum t.d. foreldrum af börn- um þeirra, kennurum af nem- endum, elskendum af elskend um. Og líklega hafið þið lesið sögu, sem heitir: „Of seint “ Hún er um börn, stór börn. sem voru að flýta sér heim til að kveðja pabba sinn. sem var að dauða kominn. En þau komu of seint. Öll bakklætis orðin urðu ósögð að eilifu í þessari veröld að minnsta kosti. Einu sinni sagði maður, sem hafði misst konu sína við prest inn sem átti að jarða hana ,,Og segðu, að þakklætið, sem hún átti að fá fýriF' allt hafi búið í hjartanu, þó áð ég segði það aldrei “ Það er svo sem ágætt, að þakklætið búi í hjartanu og þa? verður að koma þaðan eða eiga þar uppsprettu án þess verða orðin köld og lítilsvirði. En þakklæti í hjarta, sem aldrei nær fram á varir er líka eins og lind undir klaka svalar hvorki né gleður Gleymum bví ekki fordæmi Samverjans, sem einn sneri við af tiu tii að gefa Guði dýrð- ina. Og gæti ekki verið, að ver- öld og samtíð séu svo þakklæt- issnauðar af því að gleymzt hef ur að kenna börnunum að þakka Guði sinum föður ljós- anna, sem öll góð og fullkom- in gjöf kemur frá. Þakkið jafnan Guði föður fyrir alla hluti í nafni Drott- ins Jesú Krists. Árelíus Níelsson. ingi við ríkið eftirlét hann því safn sitt fyrir allmörgum árum, sérstakri deild í Þjóðminjasafn- inu. Ber hún nafnið Ásbúðarsafn eftir heimili safnarans. Andrés | Johnson átti góðvini og hjálpar- menn í söfnunarstarfi viða um land, og eru þeir margir, sem nú við lát hans minnast þessa sér- stæða merkismanns og þess ó- venjulega þjóðnytjastarfs, sem hann vann. 'Snaipiarhanlíahósinu 'V fóma? Arnasor 30 '/ilh(álmur Arnason Auglýsið i límanum Verkstjórn Karl eða kona, helzt vön verkstjórn við sauma- iðnað, óskast. SPORTVER, Skúlagötu 51, — sími 19-4-70. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja dælustöðvarhús fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, vjð Bolholt, her í borg Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, gegn 3.000.— króna skilatrvggingu INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. stillanlfgu HÓGGDEYFARNIR Abvoð 10 OOf Km akstur eða I ár — 9 ára revnsls á ís'enTkum veaum sannar gaaSin ERU I REYNDiNNI ODYR USTU HOGGDEYFARNIR Smyriu Laucrav 170 simi 1-22-60 KONI NOTADAR DIESELVÉLAR Útvegum frá Þýzkalandi Mercedes Benz-diesel- vélar í gangfæru ásigkomulagi. Eftirtaldar tegundir: O.M — 636 — 170 D 43 hestöfl verð ca. kr. 12,693,00 O.M - 636 — 180 D 43 hestöfl verð ca. kr. 15,687,00 O.M. — 612 — Truck 90 hestöfl verð ca. kr. 25,625,00 O.M — 312 — Truck 100 hestöfl verð ca. kr. 31.712,00 O M — 315 — Truck 145 hestöfl verð ca. kr. 43,945,00 O.M. — 326 — Truck 180—200 h.ö. verð ca. kr. 69,944,00 Allar nánari upplýsingar gefur STILLIVERKSTÆÐIÐ DIESILL, Vesturgötu 2, (Tryggvagötumegin) — Sími 20940. FRÁ BARNASKÓLUM KOPAVOGS Börn fædd 1953 komi í skólana mánudaginn 20. september kl. 10 fyrir hádegi. Börn fædd 1954 komi í skólana kl. 11 tyrir hádegi. Börn fædd 1955 komi í skólana kl. 1 eftir hádegi. Þó eiga (10 ára) börn fædd 1955 sem sækja eiga Kársnesskólann ekki að mæta fyrr en föstudag- inn 1. október kl. 3 eftir hádegi, vegna seinkun- ar á byggingaframkvæmdum við skólann. Skólast jóri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.