Tíminn - 19.09.1965, Side 7
I
SUNNUDAGUR 19. september 1965
TÍMINN
Fögur er hlíðin
Um þessar mundir lætur mik
ilhæfur, danskur stjórnmála-
maður af formennsku í flokki
sínum. Það er Erik Eriksen, fyrr
verandi forsætisráðherra Dana,
sem hefur verið aðalforingi
Vinstri flokksins síðan 1950.
Eriksen hefur um langa hríð
notið tiltrúar og viðurkenning-
ar langt út fyrir raðir flokks
síns og mun jafnan verða tal-
inn í röð helztu forvígismanna
dönsku þjóðarinnar á síðustu
áratugum.
Erik Eriksen er þó ekki gam-
all maður enn. Hann er fæddur
1902 og hefur lengi rekið bú-
skap samhliða stjómmálastarf-
inu. Hann tók snemma virkan
þátt í æskulýðssamtökum
Vinstri flokksins og var kjör-
inn þingmaður fyrir Ribe-kjör-
dæmi 1935 og hefur síðan átt
sæti á þingi. Hann varð ráð-
herra 1945 og forsætisráðherra
í samsteypustjórn árin 1950—
53 og undirritaði þá hina nýju
stjórnarskrá Dana. Síðan 1953
hefur Eriksen verið atkvæða-
mesti foringi stjórnarandstöð-
unnar á þingi.
Erik Eriksen lét formlega af
formannsströfum í flokki sinum
á fjölmennri samkomu danskra
vinstri manna fyrir nokkrum
dögum, og hélt þá eftirminni-
lega ræðu og minntist
íslands á skemmtilegan hátt.
Hann sagði meðal annars að
sögn danskra blaða:
„Nú er kveðjustundin runnin
upp eftir þessi 15 góðu ár í
Vinstri flokknum. Mér þykir
vænt um þessi ár, sem hafa
bæði fært mér gleði og von-
brigði. En mér leyfist vonándi
að segja hér, að ég hafi ekki
lifað þessi ár alveg til einskis.
Ég geng ekki héðan brott sem
vonsYÍkinn maður, því að
Vinstri flokkurinn og Iandssam-
tök hans hafa aldrei valdið mér
vonbrigðum. Og ég er heldur
ekki hugdapur eða þreyttur.
Þegar ég sé það hvarvetna, að
frjálslynd viðhorf og sjónarmið
sækja sífellt fram, vekur það
öruggt traust mitt á fram-
tíðinni.
Eins og þið vitið og alkunn-
ugt er, þá er ég mikill aðdá-
andi íslands og alls, sem ís-
lenzkt er. Á regnfögrum, dönsk
um sumardegi fyrir skömmu
sat ég sem oftar og
las íslendingasögur, meðal ann-
ars söguna af Gunnari á Hlíðar-
enda, er hann reið að heiman
og hestur hans hnaut, svo að
hann stökk af baki og varð litið
upp til Hlíðarinnar. Þá sagði
hann: „Fögur er hlíðin, og hef-
ur mér hún aldrei jafnfögur
sýnzt, og mun ég.hvergi fara.“
Gunnar kvaðst mundi ríða aftur
heim.
„Þannig er mér innan brjósts
í dag. Ég vil helzt hvergi fara.
Mér hefur aldrei sýnzt hlíðin
jafnfögur.“
Ef til vill sýnist einhverjum,
að í þessari samlíkingu Erik-
sens felist nokkur eftirsjá yfir
því að verða að hverfa frá for-
ystu flokksins nú þegar, en sú
eftirsjá er karlmannleg og ein-
læg og býr ekki yfir ásökun
eða beiskjo.
Um allt land standa göngur og réttir yfir. Fé er sagt í meSallagi vænt en varla meira. Snjór er nú víða á
heiðum, einkum norðan lands, og óvenjulega margt fé var sjálft komið nlður af afréttum fyrlr göngur. í
fyrradag voru Ske®aréttlr, sem eru með fjárfleshi réttum landslns^ enda að þeim rekið fé af víðlendum af-
réttum. Kári Jónasson, blaðamaður Tímans, sem var í Skelðaréttum, tók þessa mynd yfir almenninginn.
Góðvinur
íslendinga
Ef til vill er það ekki sér-
staklega frásagnar vert, þótt
Erik Eriksen veldi sér að kveðju
texta á þessari stundu orð úr
íslendingasögum, en því er á
þetta drepið hér, að það mætti
minna okkur á það, hve hann
var einlægur góðvinur íslend-
inga og lagði þeim oft lið. Kom
þar fram víðsýni hans og skiln-
ingur á sambúð þjóða. Hann hef
ur verið í fararbroddi Norður-
landaráðs, og þar hafa íslend-
ingar átt hauk í horni. Alkunna
er, hve hann lagði okkur oft
drengilegt lið í handritamálinu,
og hans hlutur er ekki lítill í
þeim málalokum, sem orðin
eru. Eriksen kom oft hingað til
lands, og þessi glaði og gáfaði
maður egnaðist hér margt vina.
Óvinafagnaður
Þau tíðindi hafa enn einu
sinni gerzt, að landbúnaðarráð-
herrann hefur vegið harkalega
að þeirri stétt, sem hann er öðr
um fremur settur til að vernda.
Hann hefur tekið af bændastétt
inni löghelgaðan og hefðbund-
inn samningsrétt um eigin kjör
með bráðabirgðalögum og beitti
þar vopni, sem kommúnist-
ar fengu honum í hendur. For
saga þeirrar atlögu er dapurleg
saga um skammsýni nokkurra
forystumanna, sem verkalýðs-
stéttirnar hafa falið forsjá mála
sinna.
Þeir slysuðust til þess að gera
þann óvinafagnað, sem í haust
bitnar illa á bændastéttinni, en
getur síðar orðið verkalýðsstétt
unum engu minni skókreppa.
Með snotur orð á vörum um
nauðsyn samvinnu þessara
tveggja stétta, bænda og verka-
manna, hjuggu þeir á einn veiga
mesta samstarfshlekkinn. f tvo
áratugi hefur merkilegt sam
starf þessara stétta haldizt í sex
mannanefndinni um lausn við-
kvæmra vandamála og á sér
ekki hliðstæðu meðal annarra
stétta.
Nú í haust bregður naumur
meirihluti stjómar ASÍ allt í
einu á annað ráð. Hann ákveður
að draga fulltrúa ASÍ úr sex-
mannanefndinni og gera hana
þannig óstarfhæfa. Þetta var á
engan hátt neytendum í hag,
því að þeirra hagur var að fylgj-
ast með verðlagningunni, hvort
sem samkomulag hefði náðst
eða ekki. Það stofnaði verka-
lýðssamtökunum líka beint
í þá hættu, að fremur verði geng
ið fram hjá þeim við ákvörðun
verðlags hér eftir en hingað til,
og það rauf góða samvinnu, sem
verkamönnum og bændum er
jafnmikil nauðsyn að haldist og
skákaði hagsmunamálum
beggja í hendur þriðja aðilan-
um, sem hvorugum er hollur.
Síðan bætir málgagn þessara
skammsýnu manna gráu ofan á
svart með því að saka forystu-
menn bænda um linleg máls-
tök, þegar bændastéttin hef-
ur orðið fyrir þeim rýtingi, sem
kommúnistar fengu Ingólfi Jóns
syni í hendur. Þessir verkalýðs-
foringjar virðast hælast um,
þegar Ingólfur hefur með til-
styrk þeirra komið «á bænda-
stéttina því bragði, lögbindingu
kaupgjaldsins, sem þeir berjast
harðast gegn, þegar þeirra stétt
á í hlut. Þeir hjálpa hiklaust
til þess að koma á aðra stétt
þeim klafa, sem þeim þyk-
ir verstur sjálfum. Slíkt er
ekki drengskapur.
Bakferli Ingólfs
Ekki verður annað sagt en
Ingólfur landbúnaðarráðherra
hafi kunnað vel að nota vopn
kommúnista og hafi orðið því
fegnari en hann lét í veðri vaka.
Eftirleikur hans var líka í sam-
ræmi við það. Hann lét fyrst
líklega við fulltrúa framleiðslu-
ráðs um það, að hann vildi leysa
verðlagningarmálið í samráði
við bændur og láta þá halda
lagarétti sínum. Ilann leitaði eft
ir tillögum þeirra og bar fram
aðrar tillögur. Kvaðst hann vera
fús til þess að gera yfirnefnd-
ina starfhæfa eins og fram
leiðsluráðslögin gera ráð fyrir,
þegar niðurstaða fæst ekki í sex
mannanefnd, með því að lög-
skipa hana með fulltrúum
bænda og neytenda og hagstofu
stjóra sem oddamanni. Var
þetta eðlilegasta lausnin eins og
komið var. En brátt kom í ljós,
að fyrir honum vakti allt annað,
og samkomulagstal hans var að
eins gert til þess að halda full-
trúum bænda í góðri trú, með-
an hann var að komast aftan
að þeim með bráðabirgðalögin
og lögbinda kaup þeirra. Það
var ekki fyrr en plaggið var
fullsamið, sem hann tilkynnti
fulltrúum framleiðsluráðsins,
að þessa leið yrði að fara, þar
sem fulltrúi neytenda hefði neit
að að starfa í yfirnefndinni.
Þetta var auðvitað tylliástæða
ein, því að ráðherrann gat hæg
Iega skipað hlutlausan fulltrúa
í nefndina í staðinn. Honum var
mest í mun að vega sem ræki-
legast að bændum með vopni
kommúnista, og hann vilaði
ekki fyrir sér að beita fláræði
til þess að tryggja, að lagið
geigaði ekki.
Vinnutíminn og
bændur
Afsakanir ráðherrans og mál-
gagna hans eftir á eru harla
aumlegar. Hann skellir skuld-
inni á meirihluta stjórnar ASÍ,
af því að hann fékk honum
vopnið í hendur. Hann viður-
kennir í hálfu orði, að ekki sé
réttmætt að lögbinda kaup
bænda, en segir að mestu máli
skipti, að bændur fái með þessu
fulla leiðréttingu miðað við
kauphækkanir þær, sem orðið
hafa og kjör annarra stétta eins
og afurðasölulögin geri ráð fyr
ir og sama verð og náðst hefði,
ef verðlagningin hefði farið
fram með eðlilegum hætti. En
þetta er alger rangtúlkun, og
það bera bráðabirgðalögin sjálf
með sér.
Margir munu taka eftir því
kynlega ákvæði, sem sett er í
bráðabirgðalögin um að kauplið
ur bænda skuli hækka jafnt og
hækkanir á greiðslum Almanna-
trygginga en ekki eins og kaup-
hækkanir hjá hliðstæðum stétt-
um á árinu, eins afurðasölulög-
in ákveða. Þetta er bein-
línis gert í þeim ákveðna til-
gangi að koma í veg fyrir, að
bændur fái jafn mikla kaup-
hækkun og aðrar stéttir hafa
knúið fram á árinu. í allsherj-
arsamningum verkalýðsfélag-
anna í vor var virinutími
styttur sem kunnugt er úr
48 stundum í 44 að óbreyttu
kaupi. Þessi kauphækkun nam
9% a.m.k. En stytting vinnu-
tímans var aldrei tekin inn í
hækkun greiðslna Almanna-
trygginga, sem á eftir fylgdi.
Þess vegna þykir landbúnaðar-
ráðherranum við hæfi að lög-
festa þessa nýju viðmiðun fyrir
bændur. Honum þykir ekki
ástæða til þess að stytta vinnu-
tíma þeirrar stéttar. Ef gilt
hefðu ákvæði afurðasölulaganna
um að kaup bænda héldi hlut-
falli við laun annarra stétta,
hefði kauphækkunin, sem fólst
í styttingu vinnudagsins einnig
náð til þeirra, því að það var í
samræmi víð ákvæði lagannna
og fullkomið sanngirnismál. En
landbúnaðarráðherrann taldi
ekki eftir sér að bregða kollu
kommúnista undir þann leka
með bráðabirgðalögum.
Bændur landsins munu áreið
anlega hafa fagnað því af heil-
um huga í vor, þegar bræðra-
stétt þeirra í bæjunum tókst að
knýja fram styttan vinnudag án
kaupskerðingar, og þeir munu
varla hafa búizt við því, að
næsta framlag forystumanna í
verkalýðssamtökunum yrði það
í málinu að fá íhaldsráðherra í
hendur slagbrand til þess að
girða fyrir það, að bændastétt-
in fengi styttan vinnudag sinn
með sama hætti. Enginn mun
trúa því, að þetta sé gert með
vilja og samþykki verka-
lýðsstéttanna í landinu. Svo
sterk eru þau bönd, sem tengja
þessar stóru stéttir saman, og
svo samslungnir eru hagsinunir
þeirra. Þessi vinnubrögð
skemmta þeim einum, sem vilja
grafa undan samstarfi þessara
stétta, og bráðabirgðalögin sýna,
að slíkt tækifæri er ósleitilega
notað.
(