Tíminn - 19.09.1965, Blaðsíða 9
9
8®NTfUI>AG'UR 19. september 1965
mesta útflutningsvara, þá tómat-
ar og vínber í þriðja sæti. Rósir
eru ræktaðar þar í ilmvötn á því-
Iffeum mæli, að landið er oft nefnt
Jland rósanna."
Þurrkar eru þar oft miklir og
er það eitt aðalvandamál þjóðar-
innar að ná valdi á vatninu. Koma
þeir upp vatnsþróm með því að
byggja miklar stíflur þar sem
landslag er hentugt til að gera
djúp og góð stöðuvötn, og byggja
síðan vatnsveitur þaðan út um gíf-
urleg flæmí akra og garða. Þeir
geta nú vökvað 1 milijón hektara
en aðeins 38 þús. hektara fyrir
stríð, var okkur tjáð, og stórfram-
kvæmdir eru árlega á þessu sviði.
Nái beir að vökva geta þair feng-
ið tvær eða jafnvel þrjár uppsker-
ur á ári.
Þegar við sáum þessi miklu
vökvunarkerfi og áhrif þeirra á
gróðurinn og landið minntumst
við oft Klaustursbræðra og áveit-
unnar þeirra á Stjórnarsandi,
sem grætt hefur upp mörg hundr-
uð hektara af foksandi og varð
okkur þá til þess hugsað, hvort
við gætum ekki haft meiri þvílík
not af vatninu, við að græða „eyði-
merkumar“ okkar. En ef til vin
sést okkur' eitthvað yfir í þessum
efnum vegna þess hvað við verð-
um víðast að leggja mikið í að
losna við vatnið, þar sem það er
of mikið.
Landbúnaður í Búlgaríu er nú
nálega allur rekinn í samyrkjubú-
um og þeim stórum og svo eru
nokkur ríkisbú. Var byrjað á stofn
un samyrkjubúa fyrir stríð, en að-
Auk gestanna eru á myndinni í
þessari röS frá vinstri: Georgi
T raykov^ Martha Peytecheva
(túlkur), Peter Tanchev og Nick-
oiay Georgiiev. Myndin er tek-
in við hús Bændaflokksins í Sof-
ia og myndastyttan er af fiokks
ieiðtoganum Aiexander Stamb-
oliisky.
allega hefur þeim verið komið
upp eftir stríðið í samræmi við
þróun þessara mála í socialiskum
ríkjum.
Það ýtti vafalaust undir þessa
þróun, að landþrengsli krepptu
mjög að bændum, því jarðir voru
flestar smáskákir einar og út-
færsla var útilokuð, en vélvæð-
ing ókleif á þessum skákum. Var
þetta allt býsna ólíkt því, sem
hér er, þar sem landrými er nóg
á flestum jörðum, til að gera þær
nógu stórar fyrir vélanotkun og
bændur hafa samvinnu um sjálfa
ræktunina með stórum vélum, en
reka bú sín sjálfir. Ennfremur
greiddi það fyrir þessari þróun
hjá þeim, að smábændur bjuggu
allir í þorpiun en ekki á skákum
sínum og þurfti því ekki að flytja
bústaðina, þótt öllu væri bylt í
stórrekstur.
Búlgarar leggja vaxandi áherzlu
á að samyrkjubúin séu sem sjálf-
stæðastar stofnanir, þótt starf-
semi þeirra sé felld inn í áætl-
unarbúskapinn. Launað er eftir
afköstum, og verða tekjur mis-
jafnar á búunum eftir því líka
hvemig til tekst um heildaraf-
komu þeirra hvers um sig.
Ekki hafði ég nein skilyrði til
þess að meta það, sem nærri má
geta, hvemig búnast á þessum sam
yrkjubúum, samanborið við það,
sem gerist annarsstaðar í einka-
búskap. En gestgjafar okkar töldu
þetta mjög mikla framför í sínu
landi frá því, sem áður var.
í Búlgaríu er verzlun öll í
höndum ríkisins og allur iðnaður.
íbúðarhús eða íbúðir eiga menn
mest sjálfir. Ríkisvaldið ákveður
kaupgjald og verðlag.
Upplýst var, að fyrir stríð hefðu
engir varanlegir vegir verið í
Búlgaríu, nema lítið eitt í borg-
unum, en nú eiga þeir mikið kerfi
varanlegra vega. Á hinn bóginn
er lítið um einkabifreiðir í land-
inu og sést það greinilega á um-
ferðinni. Framleiða Búlgarar ekki
TÍMINN
bifreiðir sjálfir, enn sem komið
er. Treysta menn því mjög á al-
menningsvagna til fólksflutninga.
Hesta sér maður nokkuð notaða
til vöruflutninga á vögnum, enda
er enn aukin vélvæðing eitt aðal-
áhugamál landsmanna.
☆
í Búlgaríu er fádæma fagurt og
fjölbreytt landslag, sem vænta má
um svo fjöllótt land, sem liggur
að fögru hafi — Svartahafinu. Höf
uðborgin Sofia liggur rúmlega
500 metra yfir sjávatmél og stend-
ur við rætur fjalls, sem er aðeins
hærra en Öræfajökull. Aka má upp
í 1700 metra hæð. Af fjallinu sést
yfir alla höfuðborgina í senn. íbú-
ar Sofíu eru um ein milljón en
rúmar 8 milljónir í landinu öllu.
Landið er á stærð við ísland og
afar auðugt að náttúrugæðum.
Búlgarar hafa feikna mikinn
áhuga á því að auka ferða-
mannastrauminn til sín og gera
land sitt ferðamannaland. Þeir
hafa líka sannarlega öll skilyrði
til þess. Fjalllendi þeirra er mik-
ið og fagurt. Hæsta fjallið er rúml.
2900 metrar á hæð yfir sjávarmál
og mesta fjall á Balkanskaga. Eru
skilyrði góð í fjöllimum bæði fyr-
ir göngumenn á sumrin og til
skíðaferða á vetuma. En þó mun
Svartahafsströndin draga mest, því
þar eru mjög góðir baðstaðir og
ágæt skilyrði til þess að taka á
móti gestum.
Stigið er stórum skrefum við
hótelbyggingar. Byrjað var 1956
að byggja hótel á ströndinni við
Varna, sem eru þeirra beztu stöðv-
ar í þessu tilliti. Nú er búið að
reisa þar gistihúsaborg, sem get-
ur tekið á móti 30 þús. gestum
í senn. Nokkru sunnar er Burgas,
þar í grennd var byrjað 1958 og
hefur verið komið þar upp annarri
hótelborg með ströndinni sem
getur hýst 11 þúsund manns. í
þessum hótelborgum við Svarta-
hafið er mikill fjöldi sumardvala-
staða til afnota fyrir almenning
í sumarfríum sínum. Áætlað er að
halda áfram að byggja hótel á
Svartahafsströndinni.
Veðrátta er hin ákjósanlegasta
í Búlgaríu fyrir ferðafólk og eng-
inn vafi getur á því leikið að
landið á mikla framtíð sem ferða-
mannaland, enda streymir fólk
þangað nú úröllum áttum.
☆
Annar aðalþáttur þessarar ferð-
ar var heimsókn í aðalstöðvar
Bændaflokksins í Sofia og samtöl
við aðalleiðtoga flokksins. For-
mann flokksins Georgi Traykov,
sem jafnframt er forseti Búlgaríu,
Nickolay Georgiev, varaformann
og Peter Tanchev dómsmálaráð-
herra, sem er ritari flokksstjóm-
artnnar.
Bar margt á góma í þessum
samtölum, sem vænta mátti. Voru
menn sammála um sumt, en litu
ólíkt á margt og kom mönnum
það ekkert á óvart. En þessi kynn-
ing og þessi samtöl styrktu þá
skoðun mina að mjög gagnlegt
væri að auka sem mest samskipti
og kynningu, og trú mína á því
að persónuleg samkipti hafi
mikla þýðingu.
Leiðtogum Bændaflokksins Búlg
arska er mikið áhugamál að koma
á framfæri þeim skoðunum sínum,
að þjóðirnar eigi að búa saman
í friði, þrátt fyrir ólíkar þjóðfé-
lagsástæður og ólíkt þjóðskipulag.
Aukin kynni og aukin þekking
á mönnum og þjóðfélagsháttum
muni eina leiðin til þess að eyða
tortryggni og misskilningi, sem
oft séu rætur ófriðar og úlfúðar.
Því ber að auka samband og
samskipti og ekkert síður þeirra
þjóða, sem eru í NATO, eða Var-
sjárbandalaginu en annarra. Þeir
vilja auka samstarf og viðskipti
við ísland.
Undir þetta gat ég tekið og get
tekið af heilum, hug, því þetta
er í samræmi við mínar skoðanir
og raunar flestra þeirra, sem nú
láta til sín heyra á Vesturlönd-
um, enda vaxandi straumur stjórn
málamanna og annarra manna
austur og vestur í þessu skyni, og
vænta margir varanlegra veðra-
brigða til bóta í því sambandi
þegar fram í sækir, enda þótt ljót-
ar blikur séu á lofti.
Það mun sýna sig ef svigrúm
fæst til, að kynning og samstarf
er bröftugasta friðartækið og það
almenningsálit, sem af því skapast
voldugasta aflið til áhrifa á þá,
sem fyrir löndum og lýðum ráða,
en innilokun og einangrun hættu
legast friðnum.
Gestirnir taka undir kveðjurnar
með því að brjóta brauðið, sem
borið er fram með viðhöfn.
Það er nokkuð táknrænt fyrir
þessi mál og sýnir hvað verið er
að gera, að forstjóri Evrópuráðs-
ins hvatti mjög til þess þegar
hann var hér á ferð fyrir nokkr-
um dögum, að Evrópuráðið kæmi
á fót samstarfi við Austur-Evrópu
þjóðimar um félagsmál, heilbrigð-
ismál, fræðslu og menningarmál.
Og hvaðanæva berast hliðstæðar
fréttir bæði að austan og vestan.
Eysteinn Jónsson.
INNRITUN
í TÓNSKÓLA SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR
fer fram dagana 21. til 26. september, að báðum
dögum meðtöldum.
Meðal námsgreina eru flest hljómsveitarhljóðfæri
og auk þess píanó, orgelharmonium (stofuorgel),
munnharpa, harmónika, gítar og rafbassi, tromma
mandólín, banjó, melódíka, blokkflauta, nótna-
lestur, tónfræði og saga.
Upplýsipgar í síma 19-2-46 kl. 5 til 8 s.d.
Skólastjóri.
Aðstoðarstúlka
Staða aðstoðarstúlku ,við Náttúrufræðistofnun
íslands er laus til umsóknar. Staðan veitist frá
1. október næstkomandi.
Kunnátta í vélritun og erlendum málum nauð-
synleg. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi
opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf, sendist Nátt-
úrufræðistofnuninni, pósthólf 532.