Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
Morgunbladið/Bjarni
Frá undirritun samninganna í g*r. Frá vinstri: Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambandsins, Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambandsins, Ólafur B. Ólafsson, varaformaður Vinnuveitendasambands fslands, Árni Benediktsson, fyrir hönd Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna, og Magnús Gunnarsson, framkvemdastjóri Vinnuveitendasambandsins.
Bónussamningar tókust í gær og bónusverkfalli aflétt:
Samið um hækkun bónsgrunns
úr 81 krónu í 90,75 krónur
„Ekki hægt að segja hver kostnaðarauki fiskvinnslunnar er,
á þessu stigi,“ segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ
Á HÁDEGI í gcr tókust samning-
ar um ákveðisvinnu í frystihúsum
á milli Vinnuveitendasambands ís-
lands og Vinnumálasambands
samvinnufélaganna annars vegar
og Verkamannasambands íslands
hins vegar. Um verulega einfoldun
er að neða á bónuskerfinu, en höf-
uðþáttur þessa samnings er sá að
reiknitala kaupaukans (bónusins)
skal nú vera kr. 90,75 og taki
grunnkaupsbreytingum samkvemt
kjarasamningum aðildarfélaga
ASf við VSf og VMS. Reiknitalan
var áður kr. 81,00.
Guðmundur J. Guðmundsson,
Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður
Verkamannasambands
íslands:
„Langsamlega
hagstæðustu
bónussamn-
ingar sem gerð-
ir hafa verið“
„NEI, ÉG var ekki að undirrita
mína stefnu í launamálum, með
undirritun þessara samninga,“
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Verkamannasam-
bands fslands, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins að undirrit-
un bónussamninganna lokinni i
g*r.
„Þetta eru hagstæðustu bón-
ussamningar sem gerðir hafa
verið. Hækkanirnar eru meiri
með þessu fasta nýtingarkerfi,
en ég varð undir að því leyti að
það náðist ekki að hækka fasta
hlutann á kaupinu, sem ég hefði
talið mun eðlilegra. Ég er ákaf-
lega þungur yfir því og þykir það
miður," sagði Guðmundur.
Guðmundur sagðist vænta
mikils af stðrfum fiskvinnslu-
nefndar, og taldi að árétting í
samningnum um að herða á
vinnu þeirra nefndar myndi
verða til þess að flýta þvi að
þessi mikilvæga nefnd skilaði
niðurstöðum. Hann sagði að þeg-
formaður Verkamannasam-
bands fslands, sagði í samtali við
Morgunblaðið f gær að þetta
væru langbestu bónussamningar
sem gerðir hefðu verið.
„Það var stefnt að þvi að gera
bónuskerfið aðgengilegra fyrir
þá sem vinna við það, og þær
breytingar sem tengjast þessum
svokallaða nýtingarbónus eiga
allar að stefna að þvi,“ sagði
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri VSf, i samtali við
Morgunblaðið í gær.
Magnús sagði að á seinustu
misserum hefði verið reynt að
ar farið yrði af stað með verkleg
námskeið i fiskvinnslunni, þá
yrði það stærsta átak í íslensk-
um verkmenntunarmálum um
margra ára skeið. Sagðist hann
vænta þess að á milli 6 og 7 þús-
und manns myndu sækja þessi
námskeið.
Guðmundur var spurður hvort
hann teldi að bónussamningarn-
ir yrðu samþykktir úti í félögun-
um: „Það er ég sannfærður um,“
sagði Guðmundur.
Ágúst Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Hrað-
frystistöðvarinnar í
Reykjavík:
„Báðir aðilar geta
vel við unað“
„ÉG HELD að báðir aðilar geti vel
við onað,“ sagði Ágúst Einarsson
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
stöðvarinnar í Reykjavík, er hann
var spurður álits á bónussamning-
unum.
„Það var gerður samningur
sem bætir launakjör fiskvinnslu-
fólks verulega," sagði Ágúst, „og
við vonumst til þess að með þess-
um samningum aukist áhugi
fólks á að vinna við fiskvinnslu.
Það er tekið upp nýtt kerfi í
sambandi við borðavinnu, sem
ætti að létta á ýmiskonar spennu
varðandi bónusinn. Auk þess
bindum við miklar vonir við
starf nefndar sem á að sjá um
sveigja bónusinn og lækka hlut-
fallið á milli bónusins og fasta-
kaupsins, en með þessum samn-
ingum væri tekin gagnstæð
stefna. Áður hefði alltaf verið
miðað við taxta fiskvinnslufólks
eftir eitt ár, en sá taxti væri ekki
lengur til. Nú væri taxti fisk-
vinnslufólks eftir þrjú ár notað-
ur sem viðmiðun. „1 því felst
það,“ sagði Magnús, „að við
hækkum bónusgrunninn úr 81,00
krónu í 90,75 krónur."
Samningurinn gerir ráð fyrir
að tilraun verði gerð með nýt-
ingarbónusinn næstu 6 mánuði,
námskeiðahald og skilgreina
betur sérhæft fiskvinnslufólk og
meta til launa þau störf betur en
nú er gert.“
Ágúst sagði að ekki væri hægt
að meta hversu mikinn kostnað-
arauka þessir samningar hefðu i
fðr með sér fyrir fiskvinnsluna.
Ljóst væri að þetta þýddi veru-
legar kauphækkanir fyrir fisk-
vinnsluna, en hann sagði að von-
ast væri til þess að kjör fisk-
vinnslufólks réttust verulega
við, við þessa samninga. „Við
stöndum í samkeppni við aðrar
atvinnugreinar i landinu um
starfsfólk, og til þess að geta
fengið fólk verðum við að vera
smakeppnisfærir { launa-
greiðslum," sagði Ágúst. „Það
teljum við okkur verða með þess-
um samningum, þannig að það
má segja að þegar upp er staðið
vonumst við til þess að þessir
samningar skili báðum aðilum
hagsbótum."
Elína Hallgrímsdóttir,
varaformaður Framsóknan
„Það varð að
bæta kjör
bónusdrottn-
inganna“
„VIÐ ERIIM áncgóar meó þenn-
an samning, eins langt og hann
ncr, en það má alltaf betur gera,“
og að málin verði tekin til endur-
skoðunar að þeim tlma loknum.
Magnús sagði að á þessu stigi
væri ekki hægt að segja til um
það hversu mikinn kostnaðar-
auka þessir samningar kæmu til
með að hafa f för með sér fyrir
fiskvinnsluna. Sagði hann það
verða til skoðunar og útreikn-
inga hjá fiskvinnslunni á næst-
unni. „Það er hins vegar engin
spurning um að þessir samning-
ar þýða verulegan kostnaðar-
auka fyrir fiskvinnsluna," sagði
Magnús.
Magnús sagðist vonast til þess
að þessir samningar hefðu það í
för með sér, að atvinnugreinin
fiskvinnsla færi nú að njóta
þeirrar virðingar sem henni
bæri.
sagói Elína Hallgrímsdóttir, vara-
formaóur Framsóknar, að undirrit-
un bónussamninganna lokinni I
g*r.
Elína sagðist sjálf hafa kosið
að tímakaupshækkunin yrði
hærri, þannig að bilið á milli
bónusgreiðslna og fastakaups
hefði minnkað.
Elína var spurð hvort „bónus-
drottningarnar" í samninga-
nefndinni hefðu farið með sigur
af hólmi í þessari samningalotu,
og formaður Verkamannasam-
bandsins, Guðmundur J. Guð-
mundsson, hefði orðið undir:
„Þessar bónusdrottningar, sem
alltaf er verið að vitna til, eru
fasti kjarninn i frystihúsunum,
sem framleiðir mest, og atvinnu-
rekendur hljóta að vera mjög
ánægðir með að halda þeim í
húsunum. Ef þær hefðu ekki
fengið kjörin bætt hefðu þær
einfaldlega farið eitthvert ann-
að. Með þessu er ég alls ekki að
halla á þær fiskvinnslukonur
sem ekki ganga undir nafninu
bónusdrottning. Þær eru auðvit-
að þýðingarmikill hluti starfs-
fólksins i frystihúsunum, en þvi
verður ekki á móti mælt, að stöð-
ugt stærra skarð er höggvið i
hóp þessara kvenna, sem hverfa
óðum úr frystihúsunum vegna
lágra launa."
Elina vildi ekki nefna neinar
tölur varðandi raunverulega
kauphækkun sem fælist i þess-
um samningi, og sagði hún
ástæður þessa vera þær að laun
þeirra sem væru i bónusvinnu
væru svo mismunandi frá degi
til dags.
Fiskeldis-
sýning í Laug-
ardalshöll
Á morgun opnar fyrsta alþjóólega
fiskeldissýningin hér á landi. Um 40
fyrirtcki sýna framleiðslu sína, bcói
innlend og erlend. Sýningunni er ætl-
aó aó gefa yfirlit yfir þaó helsta sem
er aó gerast á þessu sviói. Til hlióar
vió sýninguna efnir Veióimálastofnun
til ráðstefnu í Norrcna húsinu, en
hún hefst á fimmtudaginn og stendur
í tvo daga. Þar veróa fiutt 16 erindi
sem öll tengjast fiskeldi á einn eóa
annan hátt
Islenska fiskeldissýningin er skipu-
lögð af Industrial og Trade Fairs
International, sem skipulagði ís-
lensku sjávarútvegssýninguna i
Laugardagshöll sl. haust. Umboðs-
aðili þeirra er Alþjóðlegar vöru-
sýningar sf.
Á fundi með fréttamönnum i gær
skýrði John Legate forstjóri Ind-
ustrial og Trade Fairs Internation-
al frá því helsta sem sýningin hef-
ur upp á að bjóða og lagði áherslu á
vaxandi hlutverk fiskræktar i
heiminum, hér á landi sem annar
staðar. Hann taldi framtíðarhorfur
fiskræktar miklar hér á landi þar
sem aðstæður væru mjög hagstæð-
ar, og lagði áherslu á að fiskút-
flutningur landsmanna gæti stór-
aukist með tilkomu þessarar ný-
legu atvinnugreinar.
Ráðstefnan sem haldin verður til
hliðar við sýninguna mun fyrst og
fremst hafa hagnýtt gildi og verða
þar kynntar ýmsar nýjungar. Um
130 aðilar hafa bókað sig á ráð-
stefnuna, þar af er um þriðjungur
erlendur, en á ráðstefnunni flytja 7
íslenskir sérfræðingar á hinum
ólíku sviðum erindi, auk 9 erlendra
gesta.
Morgunblaftið/ól K.M.
John Legate, forstjóri Industrial og
Trade Fairs International á fundi
með fréttamönnum í gcr.
Akureyri og nágrenni:
Slysaalda í
síðustu viku
MIKIL slysaalda gekk yfir í umdcmi
Akureyrarlögreglunnar sl. viku. Frá
mánudeginum 9. sepL til laugardags-
ins 14. sept uróu sex umferðarslys í
umdcminu, þar af eitt banaslys.
Þann 9. sept. 6k bifreið á brúar-
stólpa á austustu brúnni yfir Eyja-
fjarðará, þegar ökumaðurinn, sem
var ung stúlka, missti stjórn á bíln-
um i lausamöl. Hún slasaðist töl-
vert.
Þann 10. sept. lendir bifreið út
af við bæinn Lækjarbakka gegnt
flugvellinum og lendir ofan í lælg-
arfarvegi. ökumaður og farþegi
voru fluttir á slysadeild og slasaðist
ökumaður nokkuð.
Þann 11. sept. verður mjög harð-
ur árekstur skammt norðan við
Knarraberg í Kaupangssveit. Far-
þegi í öðrum bílnum var fluttur á
slysadeild, en meiðsl hans reyndust
óveruleg.
Að kvöldi til þann 12. sept. verður
umferðarslys við Hrafnagil i
Hrafnagilshreppi, þegar bifhjól ók
á kú. Okumaður slasaðist tðlvert,
og aflifa þurfti kúna.
Banaslys varð þann 14. sept. á
öxnadalsheiði er bifreið valt
skammt vestan við Grjótá. öku-
maður, 18 ára stúlka, lést, en þrír
farþegar sem í bílnum voru sluppu
ómeiddir að kalla.
Loks varð allharður árekstur um
kvöldið þennan sama dag, þegar
bifreið ók á kyrrstæðan bíl í Aðal-
stræti á Akureyri.