Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
29
írland:
Varað við að taka krafta-
verkastyttur of hátíðlega
Killala, irludi, 15. aeatenber. AP.
RÓMANSK KATOLSKUR biskup hvatti sóknarbörn sín á sunnudag til
að taka sögusögnum um styttur, sem hreyfa sig, og öörum trúarlegum
vitrunum með varúð.
33 slíkar sýnir hafa verið skráðar í írskar kirkjubækur frá því í febrúar
og eru kirkjuyfirvöld farin að hafa áhyggjur af þessum síendurteknu
sögum.
„Allar þessar vitranir verður
að skrifa á reikning hins sál-
ræna, þar til órækar sannanir
um yfirnáttúrulega krafta hafa
fundist," segir Thomas McDonn-
ell, biskup í Killala, þorpi i
Mayo-héraði á norðvesturhluta
írlands.
„Fólkið sem hefur séð þessa
hluti er á engan hátt óvenjulegt
eða móðursjúkt," sagði hann í
messu, „en vera má að það geri
sér ekki grein fyrir hvaða afleið-
ingar vonin um kraftaverk getur
haft á mannshugann."
McDonnell gaf viðvörun sína
sama dag og verið var að skipu-
leggja för 10.000 manns í næstu
sókn á stað þar sem fjórar ungl-
ingsstúlkur héldu fram að María
mey og heilög Bernadetta hefðu
vitrast sér.
Svipaðir bænafundir eru
haldnir nánast daglega i þorpum
og bæjum á írlandi þar sem frést
hefur um vitranir og taka tugir
þúsunda manna þátt í athöfnun-
um.
Annálaðasta sýnin átti sér
stað í þorpinu Ballinspittle í
Cork-héraði í júlí, en sagt var að
stytta af Maríu mey hefði bylt
sér og vaggað.
Upp frá því hafa verið farnar
sérferðir áætlunarbifreiða að sjá
kraftaverkastyttuna og bæði sal-
erni og símaklefar verið sett upp
til að anna þeim fólksfjölda, sem
drífur að styttunni.
Það var i febrúar á þessu ári
að greint var frá fyrstu krafta-
verkastyttunni. Hópur barna
hélt því fram að hafa séð styttu
Maríu meyjar í Asdee opna aug-
un og hreyfa hendurnar.
Nú er til vitnisburður um að
styttur hafi hreyfst í 15 sýslum
af 26 í írska lýðveldinu.
Opinber stefna kirkjuyfir-
valda hefur verið að lofa hina
guðhræddu fyrir að biðja, en í
anda McDonnells er áhersla lögð
á að sýna aðgát í þessu máli.
„Þetta er gott fólk og enginn
hefur rétt til þess að lita niður á
það,“ sagði McDonnell. „Það eru
ekki hinir trúhræddu sem fylla
fangelsin og eiga sök á vanda-
málum okkar."
Minningar
njósnara
bannaðar
Sydney, 16. september. AP.
HÆSTIRÉTTUR í London staðfesti
í dag bann til að hindra útgáfu minn-
inga Peters Wright, fyrrverandi
njósnara hjá bresku gagnnjósna-
þjónustunni, MI-5.
Breska stjórnin sótti málið á
þeirri forsendu að útgáfa bókar-
innar væri brot á trúnaðareiði
þeim, sem Wright sór, þegar hann
kom til starfa hjá leyniþjónust-
unni.
Bókaforlagið, sem ætlaði að
gefa bókina út, er ástralskt og hef-
ur lýst því yfir að það muni gera
allt, sem í þess valdi stendur, til
að fá dóminum breytt.
Wright starfaði hjá gagn-
njósnaþjónustunni frá 1955 til
1976 og ræktar nú hesta í Tasm-
aníu. Hann neitar að segja nokkuð
um málið.
Sri Lanka:
Skæruliðar
á sáttafundi
Nýju Delhi, Indlandi, 16. setitember. AP.
LEÍÐTOGAR fjögurra skæruliða-
hópa Tamila á Sri Lanka hafa sam-
þykkt að eiga fund með Rajiv
Gandhi, forsætisráðherra Indlands,
til að ræða tillögur til lausnar inn-
anlandsátökunum á Sri Lanka, að
því er indverskar fréttastofur
greindu frá í gær, sunnudag. Er
þetta enn ein tilraun Indlandsstjórn-
ar til að miðla málum í deilu þessari,
en síðasta sáttatilraun fór út um þúf-
ur í ágústmánuði.
Fréttastofan UNI sagði, að
skæruliðaleiðtogarnir kæmu til
Nýju Delhi í kvöld og yrði fundur
þeirra og Gandhis e.t.v. á morgun,
þriðjudag.
Ferðafrelsi
takmarkað
SameinuAu þjóAunum, 14. september.
AP.
Bandaríkjamenn hafa ákveðið að
takmarka ferðafrelsi sovékzra, kúb-
anskra, iíbýskra, víetnamskra, afg-
anskra og íranskra manna, sem
starfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Er
þetta gert vegna meintra njósna
þegna þessara ríkja og annarra
undirróðursstarfa.
Sovétmenn hafa reiðst þessari
ákvörðun Bandaríkjamanna, sem
kemur til framkvæmda á morgun,
sunnudag. Javier Perez de Cuellar,
framkvæmdastjóri SÞ, hefur einn-
ig beðið Bandaríkjastjórn að „end-
urskoða" ákvörðunina.
Samkvæmt ákvörðuninni verða
viðkomandi að gera grein fyrir
ferðalögum í erindum stofnunar-
innar út fyrir 40 km radíus frá
höfuðstöðvum SÞ með minnst
tveggja daga fyrirvara, sækja um
leyfi fyrir ferðalögum í einkaer-
indum og skipuleggja þau í sam-
ráði við bandariska utanríkisráðu-
neytið. Sendifulltrúar ríkjanna sex
hafa um skeið orðið að lúta reglum
af þessu tagi.
ORION 2A 33.900*
ORION 2A er myndbandstæki sem hefur allt sem þú þarft, úrvalsgóða
mynd, fullkomna tækni og trausta byggingu. VHS-tæki á aðeins 33.900
krónur.
..- «oí»o i *WK**
mmmmmmm^mmmmrnmmmmm^mmmmmmm BOBO m^mmmmm
XEN0N4B 39.900*
XENON 4B hefur alla sömu eiginleika og 3CN tækið, auk þess, sem það
hefur 12 stöðva forval, enn vfðtækara móttökusvið og stjórnborð af allra
nýjustu gerð. Stórglæsilegt tæki á aðeins 39.900 krónur.
XEN0N3CN 36.900*
XENON 3CN er enn fullkomnara og fjölbreyttara, með sjálfvirkri upptöku
fyrir fjórar stöðvar og óllka dagskrárliði, minni og þráðlausri fjarstýringu,
auk venjulegra eiginleika. Glæsilegt tæki á aðeins 36.900 krónur.
ORIONYM 47.900
ORION VM fjölnota myndbandstækið er hvort tveggja f senn fullkomið
heimilismyndbandstæki og ferðatæki með afnotarétti af myndtökuvél til
upptöku á eigin myndefni. Bráðsnjöll frambúðarlausn, sem hittir hvar-
vetna í mark, á aðeins 47.900 krónur. * Stgr. *.r»
LAUGAVEGI10 m.@)
SÍMI27788 /7W'