Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1985 Knattspyrnu- þjálfarar I.F. Fuglafiröi Færeyjum óskar að ráöa knattspyrnu- þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Upplýsingar gefa: Hjálmar Joensen Fuglafiröi, sími 44131 (904542) og Steinn Guðmundsson, sími 38812, Reykjavík. ÍBV sigurvegarar í 2. deild Aftari röð frá vinstri: Kjartan Másson, þjálfari, Björgvin Eyjólfsson, liöstjóri, Ómar Jóhannsson, Hlynur Stefánsson, Bergur Ágústsson, Tómas Pálsson, Þóróur Hallgrímsson, Sigurbjörn Óskarsson, Þorsteinn Viktorsson, Héóinn Svavarsson, Jón Bragi Arnarson, Höröur Pálsson, Páll Pálmason, aðstoóarþjálfari. Fremri röó frá vinstri: Viöar Eiíasson, fyrirliöi, Elías Friöriksson, Jóhann Georgsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sveinn Sveinsson, Jón Ólafur Jóhannesson, Gylfi Guölaugsson, Jóhann Jónsson. Á myndina vantar Kára Þorteifsson. Selfoss sigurvegarar í 3. deild Aftari röö frá vinstri: Björn Gíslason, formaöur UMF Selfoss, Þorsteinn Pálsson, Bergur Sigurjónsson, Sumarliði Guöbjartsson, Gylfi Sigurjónsson, Þórarinn guönason, Daníel Gunnarsson, Lúövík Tómasson, Þórarinn Ingólfsson, Einar Jónsson, fyrirliði, Sœvar Ástráðsson, liðsstóri, David Vokes, stjórnarmaður, Magnús Jónatansson, þjálfari. Fremri röö frá vinstri: Páll Guömundsson, Jón Birgir Kristjánsson, Anton Hartmannsson, Sveinn Jónsson, Gunnar Garöarsson, Ingólfur Jónsson, Birgir Haraldsson, Bergur Heimir Bergsson, Þóröur G.Árnason, stjórnarmaöur. Selfoss meistari í Selfoari, 15. september. ÚRSLITALEIKURINN í 3. deild um Íslandsmeistaratitílinn fór fram á Selfossi í gœr milli heimamanna og Einherja frá Vopnafiröi. Fyrri leik liðanna sem háóur var á Vopnafiröi fyrir viku lyktaöi meö sigri Einherja, 2—1. Leikurinn á Selfossi var mjög skemmtilegur og eins og úrslita- leikir gerast bestir. Mikiö var í húfi hjá báöum liöum og i upphafi leiksins var Ijóst aö bæöi gengu til leiks staöráöin í aö ná bikarnum. Þrátt fyrir þaö að Einherjar sýndu góöan leik voru Selfyssingar mun ákveönari og höföu yfirtökin allt frá byrjun. Þaö var Páll Guömundsson unglingalandsliösmaöur sem geröi fyrsta mark leiksins, beint úr auka- spyrnu rétt utan vítateigs. Selfyss- ingar léku undan strekkings vindi í fyrri hálfleik og áttu mörg góö marktækifæri án þess aö geta nýtt þau. Undir lok hálfleiksins átti Daníel Gunnarsson fast skot af um 40 m færi af vinstri kanti sem hafn- aöi í neti Einherja en dómarinn, Grétar Norðfjörð, dæmdi markiö af vegna rangstööu. Staöan í hálf- leik var því 1—0 fyrir Selfoss. í síöari hálfleik geröu Einherjar oft haröa hríö aö marki Selfoss en tókst ekki aö skora. Yfirburöir Selfyssinga fólust í því aö þeim tókst aö halda boltanum niöri og vinna þannig bug á strekkingnum. Meö stuttu samspili og skiptingum miili kantanna tókst þeim aö skapa hættu viö mark Einherja og bæta öðru marki viö. Þaö var Sumarliöi Guðbjartsson sem geröi síðara 3. deild markið eftir sendingu inn í mark- teig. Meö þessu marki var komin sú markatala sem dugöi Selfyss- ingum og hún hélst út leikinn. Áhorfendur á leiknum voru meö mesta móti og mikil stemmning á vellinum eins og vænta mátti þeg- ar islandsmeistaratitillinn var í höfn. Eftir leikinn sagöi Magnús Jóna- tansson þjálfari Selfossliösins aö nú heföu Selfyssingar sýnt sína réttu hlið. Hann sagðist ekki hafa þekkt liöiö i leiknum fyrir viku þeg- ar þaö mátti þola tap á Vopnafiröi, hiö eina á sumrinu. Á næsta ári munu bæöi liöin leika í 2. deild og væntanlega leiöa saman hesta sína. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.