Morgunblaðið - 27.09.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985 B 7 Mynd frá tískuaýningu f Ninon árió 1942. Sýningarslúlka var Guöný Borndsan. Brúöarmær var Guörún Johnsen, brúöarsveinn Helgi Oddsson. Brúdarkjóllinn 1942 „Brúöarkjólar — brúðarslör, Ninon — Bankastræti 7.“ Ofanskráö auglýsing birtist oft í blööum og heyrðist í útvarpi fyrir nokkrum áratugum. Verslunin Ninon flutti inn mikiö af brúöarskarti, kjólum og höfuðbúnaöi allskonar, aö sögn Ingibjargar Helgadóttur, en hún rak verslunina um árabil. Hún haföi viðskiptasambönd viö góö fyrirtæki, bæöi í Evrópu og Bandaríkjunum, og mun hafa verið eina versl- unin sem flutti inn tilbúna brúöarkjóla um langt skeiö. Ingibjörg man eftir aö hafa selt átján kjóla fyrir eitt ákveðiö brúökaup hór í borg, þ.e. brúðarkjólinn og sautján aöra fyrir boösgesti. Árið 1942 hólt verslunin Ninon tískusýn- ingu, sem þótti talsvert nýmæli á þeim tíma, þar var aö sjálf- sögöu sýndur brúöarkjóll og birtist hér meö mynd tekin á þeim tíma. R ■ Brúðarkjólaleiga Katrínar, Grjótaseli 16, leigir út kjóla, höfuö- skraut o.fl. fyrir kr. 3.000.00. Er um nokkrar geröir í hvitu aö ræöa, en Katrín segist siöar veröa meö kremgula kjóla. Brúögumarnir klæöast oftast svonefndum smókingfötum, þó kjólföt og finni jakkaföt sóu einnig notuö. Herragaröurinn, Aöalstræti 9, selur smókingföt meö skyrtu, slaufu og mittislinda frá um kr. 10.000.00. Hvítur jakki og dökkar buxur sem yngri menn kaupa gjarnan viö þetta tækifæri kosta frá um kr. 9.500.00. Viö slík föt er yfirleitt notuð hvít skyrta og slaufa og mlttislindi í sama lit, t.d. vín- rauöum eöa svörtum lit. Sumir kjósa svartan mittislinda en slaufu í öörum lit, t.d. bleikum, bláum, rauöum eöa gulum. Herradeild PÓ, Austurstræti 14, selur smókingföt á kr. 9.300.00, skyrtur frá kr. 1.290.00, slaufur á kr. 330.00 og mittislinda á kr. 750.00. Herrahúsiö, Aöalstræti 4, býöur smókingföt á kr. 8.980.00, skyrtur frá kr. 1.300.00, slaufur frá kr. 290.00 og mittislinda á kr. 980.00. Hægt er aö sérpanta hvit smókingföt og kosta þau 13.000.00—14.000.00 kr. Þá er einnig hægt aö leigja sér venjuleg smókingföt, þ.e. buxur og jakka, og kostar slíkt 1.150.00 kr. Alqengt verö á brúöarvöndum viröist vera frá kr. 1.500.00 til 3.000.00. Venjulega eru notuö lif- andi blóm, ef óskaó er eftir sér- stökum tegundum eöa litum er vissara aö panta vöndinn meö góöum fyrirvara. Verulegur verömunur viröist vera á myndatökum á Ijósmynda- stofum og kemur þaö heim og saman viö könnun er Verðlags- stofnun geröi fyrir nokkrum árum. Einnig er misjafnt hvaö innifaliö er í veröinu t.d. fjöldi mynda og stækkanir. Viö höföum samband við 4 Ijósmyndastofur og kom í Ijós aö hjá þeim kostaöi myndataka af brúöhjónum frá kr. 2.800.00 til kr. 5.500.00. Veisluföng eru afar mismunandi, flestum finnst þó kampavín og kransakökur ómissandi. Góö teg- und af kampavíni kostar frá kr. 660.00 til kr. 760.00 og reikna má meö aö 6—8 glös fáist úr hverri flösku. Viö höföum samband viö 3 bakarí og hjá þeim kostuöu 50 manna kransakökur frá kr. 3.500.00 til kr. 5.000.00. Hér hefur veriö stiklaö á stóru og aöeins nokkur atriöi nefnd er taka veröur meö í reikninginn þeg- ar kostnaöaráætlun er gerö fyrir giftingu. Sjálfsagt er viö þetta tækifæri eins og önnur aö gefa sér tima til aö bera saman verö og þaö sem í boöi er hverju sinni. Texti: HJR HEIMILISHORN Bergljót Ingólfsdóttir Ef afgangur er af grjónagraut Grjónagrautur soöinn úr mjólk, vatni og hrísgrjónum þykir mörgum góöur, jafnvel tal- inn herramannsmatur, ekki síst þegar út á er látinn rjómi eöa rjómabland. Nú er hægt aö kaupa tilbúinn graut, sem aðeins þarf aö hita upp og heföi ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En hvaö um þaö. Meö breyttu heimilishaldi koma breyttir siöir. Þeir eru þó áreiö- anlega margir sem sjóóa sinn graut upp á gamla mátann enda fyrirhafnarlítil matseld, og spar- ast viö þaö peningar, því alltaf er dýrara aö kaupa þaö sem tilbúið er. En ef afgangur er af grautnum er hægt aö nýta hann í ábætis- rétti, kökur og lummur, auk þess sem hægt er aö hita hann upp. Sítrónu-hrísgrjóna- kaka meö apnkósum Hrísgrjónagrautur úr 'h I af mjólk og 1V4 dl af hrísgrjónum, þ.e. þykkur grautur. 75 g smjörlíki 'h sítróna 50 g sykur 2—3 egg 1 ds. niðursoðnar apríkósur Smjörlíki, sítrónubörkur, sykur og eggjarauöur hrært vel. Saman viö er hrært köldum grautnum, sem þynntur hefur vriö meö sítr- ónusafanum. Aö síöustu er stíf- þeyttum eggjahvitunum bætt varlega saman viö. Helmingur hrærunnar er settur í smurt form, yfir eru lagðar apríkósurnar (lög- urinn látinn renna vel af), síðan hinn helmingurinn látinn yfir, nokkrir smjörbitar látnir á víö og dreif yfir. Bakaö í ofni 200° C í 30 mín. Borin fram volg meö köld- um rjóma. Hrísgrjónabúðingur 'h I hrisgrjónagrautur 2 matsk. brætt smjörliki 2 matsk. sykur saxaöar möndlur 2 egg Kaldur grauturinn er hræröur þar til hann er laus viö kekki, smjörlíkinu bætt í ásamt möndl- unum. Egg og sykur þeytt vel saman og bætt út i grautinn. Hræran sett í smurt kringlótt form og bökuö neöst í ofninum viö 200xC í 30 mín. Búðingurinn er borinn fram volgur, heitur eöa kaldur meö þeyttum rjóma og góöu aldinmauki. Grautarlummur 300 g grautur 100 g hveiti 1 egg 2 matsk. sykur 1 'h dl mjólk vanilludropar ef vill Grauturinn er hræröur þar til hann er jafn, sykri og eggi hrært saman viö, síðan er hveiti bætt í og aö síðustu mjólkinni og van- illudropum. Látiö meö skeiö á smuröa pönnu og bakað á báö- um hliöum. Lummurnar eru góö- ar bæði með sykri og sultu, og bestar eru þær nýbakaöar og volgar. maöur í Gullbringusýslu 1882-1884. Séra Oddur var frumkvöðull í slysavarnamálum og lét mál sjó- manna sig miklu skipta. Eftir hann liggja rit og greinar um fiskveiöimál ofl. Má þar nefna: Sjómannabæn (1888), Lffsvon sjómanna (1889), Leiöir og lendingar í fiskverúm, Sæbjörg myndskreytti tímarit (1892)og Hjálpræöisorö (1893). Þau Anna og Oddur eignuðust þrettán börn en þar af létust tvö í bernsku. Frumburöurinn hlaut nafnið Vilhjálmína Þórunn og má gera því skóna aö meö nafninu hafi dóttir viljaö sýna foreldrum sínum viröingu og reynt aö bæta fyrlr þaö brot aö taka ástina fram yfir óskir foreldra sinna. Flutt til Kanada Oddur fékk lausn frá embættl áriö 1894 og flutti til Kanada með konu sína og flest börnin. Hann var prestur íslenskra safnaöa í Nýja Islandi og Selkirk til ársins 1903, en þá sagöi hann sig úr lúthersku kirkjufélagi islendinga og var síöan farandprestur á eigin vegum i Westbourne, Manitoba og Þing- vallabyggö i Saskatchewan. Séra Oddur gaf sig nokkuö aö lækning- Sóra Oddur V. Qfdaton og kona hana, Anna Vilhjólmsdóttir fré Kirkjuvogi, meö börn sín og tengdason. Framst á myndinni eru Ragnheiöur, Ágúst og Anna. Standandi frá vinstri: Jakobína Karen, Rösa Aldís, Ótafur Ketilsson, tengdasonur, Steinunn kona hans, Vilhjólmína Þórunn, Sigrtöur ogGfsli. um og lagöi stund á þau fræöi i RochesterN.Y. Þó aö séra Oddur yfirgæfi söfnuð sinn í Grindavik hefur hann ekki gleymst í því héraöi. Nýlegur bátur Slysavarnafélagsins í Grindavík fékk nafnið Oddur V. Gíslason. Segir þaö sina sögu. Saga hans hefur oröið fleirum minnisstæð. Fyrir nokkrum árum kom út á vegum Sögufélagsins bókin Oddur í Rósuhúsi, eftir Gunn- ar Benediktsson. Oddur (f. 1836) lést í Winnipeg áriö 1911, Anna (f. 1851) lést áriö 1927. Frá þeim hjónum er kominn mikill ættbogi í Vesturheimi. Af börnum þeirra, Steinunni og VII- hjálmi, sem uröu eftir á íslandi er þaö aö segja, aö Vilhjálmur, sem var bóndi í Höfnum, dó barnlaus. Steinunn giftist Olafi bónda Ketils- syni á Kalmannstjörn, þau eignuö- ust sex börn, komust fimm þeírra til fulloröinsára. Einn sona þeirra Steinunnar og Ólafs er Oddur Ól- afsson læknir og fyrrverandi al- þinglsmaöur. Heimildir: öldin sem leið. Prestatal og prófastaeftirSvein Nielsson. islendingar i VesturheimíeftirÞorstein Matthiasson. Bergljót Ingóffsdóttir tók saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.