Morgunblaðið - 27.09.1985, Side 11

Morgunblaðið - 27.09.1985, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985 B 11 Efnismikið armband úr tveimur 18 karata gull- fléttum; hálskeðja af sömu gerð einnig fáanleg. Til sýnis og sölu hjé Shreve, Crump & Low í Boston, Kr. 185.000,- Hálshringur úr 18 karata gulli, skreyttur satírum og roöastein- um; fæst hjá Baily, Banks & Biddle, Kr. 1.025.000,- gull ^erærnar V J Síðari hluti Skrautlegur hringur úr 18 karata gulli með demantaskreyt- ingum í skart- gripaverslun Jul- es R. Schubot í Troy, Michigan. Kr. 230.000,- Það rótgróna, hefðbundna fyrir- brigði í skartgripagerð, sem allt- af selst í stríðum straumum hjá gullsmiöunum er hinn klassíski einbaugur — giftingarhringur- inn, tákn hins órjúfandi sam- bands, sem karl og kona stofna til, þegar þau hefja hjúskap. í engum öðrum gullgripum er salan meiri og jafnari en í gift- ingarhringum, þessu sannkall- aöa lífakkeri gullsmiðanna. Keöjur, eyrnalokkar, men og nælur taka ekki nándar nærri eins mikiö magn af gulli til sín og framleiðslan á einbaugum. Aö vfsu tók verulega aö draga úr þeim líflegu viðskiptum, sem jafnan tengjast giftingarhring- um, þegar unga fólkiö fór í vax- andi mæli að búa saman í kommúnum á árunum um og eftir 1960 og fram undir 1970, þegar hipparnir voru upp á sitt besta og blómabörnin blómstr- uðu í breiðum. En einbaugurinn hefur haldiö velli og vel þaö, því aö eftirspurnin virðist vera meiri en nokkru sinni fyrr, og núna eiga hringarnir aö vera gildir og gljáandi. Allt í einu hafa málin snúist á þann veg, aö ung hjónaleysi nú á dögum vilja ekki eingöngu ganga i þaö heilaga meö pomp og pragt í veglegu brúökaupi, heldur vilja þau aftur innsigla heitorö sitt meö gamal- dags trúlofunar- og giftingarhring- um, sem settir eru upp meö viö- höfn. Engin furöa aö gullsmiöirnir skuli hafa tekiö gleði sína á nýjan leik. Annars má víst fullyrða aö hin ævaforna hefö, sem býr aö baki trúlofunar- og giftingarhringum, hafi aldrei veriö í alvarlegri hættu á aö lognast meö öllu út af, þrátt fyrir þann timabundna afturkipp í eftirspurn slíkra gripa, sem oröinn var áberandi á árunum milli 1960 og '70. Allt frá mektardögum Forn-Egypta hafa giftingarhringar skipaö veglegan sess viö hjóna- vtgslur og aö öllum líkindum er þessi siöur ennþá eldri. Einbaug- urinn hefur þannig veriö fastur þáttur viö hjónavígslur í heiðnum siö, og í kringum áriö 860 e.Kr. eru giftingarhringar úr gulli orönir al- gengir viö hjónavígslur kristinna manna. Sá siöur aö bera giftingar- hringinn á baugfingri vinstri hand- ar er upprunninn hjá Forn-Egypt- um, en á þeim tímum þótti nær fullvíst, aö frá baugfingri vinstri handar lægi ein merkileg æð, vena amoria, beint upp til hjartans. Segja má aö hinn gullni eöal- málmur sé öllum efnum hæfari til aö vera hin eina rétta ytri vísbend- ing um tengslin viö hjartaö og óforgengilega ást. Og fari svo, aö ástin bregöist, kulni og deyi, þá svipta menn einbaugnum af fingri sér og helst á sem eftirminni- legastan hátt. Á árunum kringum 1930 tíökuöu vonsviknir makar í Bandaríkjunum aö skreppa til borgarinnar Reno til þess aö slíta í einum grænum mislukkuöum hjú- skap; hvergi gekk þaö betur og fljótar fyrir sig aö losna úr viöjum stormasams hjónabands en ein- mitt þar. Þegar lögskilnaöurinn var fenginn eftir skamma viödvöl í dómsal Renoborgar, þustu aöilar gjarnan meö nokkrum fyrirgangi út úr þinghúsinu og hóldu beint niöur aö Truckee-ánni til þess aö slöngva giftingarhringunum for- smáöu út í straumiöuna. Stööug umsetning á gulli Þaö er jafnan álitlegt magn af gulli, sem árlega kemur á markað víöa um heim í mynd gamalla skrautmuna og alls konar skart- gripa, sem ekki þykja lengur hafa nægilegt gildi vegna breyttrar tísku og tíöaranda. Forngripaversl- anir eru oft troöfullar og uppboös- salir mjög ásetnir af margvís- legum, ríkulega útflúruöum skraut- munum úr gulli, sem fjárhagsfélög, miöur ánægöir erfingjar, úttaugaö- ir leikarar eöa landflótta hertoga- ynjur hafa skellt á sölulistann. Þessir gömlu gripir segja oft á tíö- um langa og litríka sögu um forna frægöardaga, glys og prjál geng- inna kynslóða. Ekki er óalgengt aö slíkir munir seljist á geysiháu verði, og má nefna sem dæmi að gull- armband, sett emeröldum og demöntum, sem prins Albert hinn þýski haföi gefiö heitkonu sinni Victoríu, síöar Englandsdrottn- ingu, áriö 1839, var nýlega selt hjá uppboðsfyrirtækinu Christie’s í New York fyrir dálaglega fjárupp- hæö. Obbinn af slíkum gullmunum fer þó fyrir fremur lágt verö enda afar misjafnir aö gæöum. Þaö er óneitanlega nokkuö áleitin spurning, hvort gull sé fyrir hendi í óþrjótandi magni í jöröu. Þaö gefur jú augaleiö, aö þessi góömálmur héldist alls ekki í svona háu verði, ef ekki væri svo lítiö til af honum í heiminum — karlar mundu þá ekki fara rænandi og ruplandi tii aö afla sér gulls og konur mundu þá ekki eggja þá til framgöngu. Starfsmenn Intergold eöa Alþjóöa sölumiöstöövar gull- framleiöenda (International Gold Corporation Ltd.) — en þaö er sölu- og dreifingaraöili fyrir hin risavöxnu gullnámafyrirtæki í Suður-Afríku — eru öllum mönn- um fróöari um allt þaö sem viö- Armspöng í laginu eins og brönugrasalauf úr 18 karata gulli. Gripurinn er hannaður af W. Kalich og fæsl hjá H. Stern í New York. Kr. 108.650,- kemur gulli og benda þeir á aö þótt einungis sé litiö á þaö magn af gulli, sem þegar er vitað um í þeim námum ofanjaröar og neöan sem núna eru starfræktar, auk annarra þekktra gullsvæöa, þar sem náma- rekstur er enn ekki hafinn, þá sé þar fyrir hendi alveg nægilegt magn af gulli til aö fullnægja eftir- spurninni í heiminum langt fram eftir 21. öldinni. I þessu dæmi eru þá heldur alls ekki taiin meö öll þau feikn af gulli, sem vitaö er aö finnast í jarölögunum á botni út- hafanna, enda þykir ennþá allt of kostnaöarsamt aö reyna aö grafa gull úr neöansjávar jarölögum. Ofan á þetta bætist svo þaö gífur- lega magn af gulli, sem vísinda- menn gera fastlega ráö fyrir aö vinna megi úr jarölögum á öörum reikistjörnum úti í geimnum. Gullþorsti og gullæði Karl II. Englandskonungur gaf enskum gullgeröarmönnum stranga skipun um aö „búa til gull“ og þeir lögöu nótt viö dag á vinnu- stofum sínum undir svefnsal kon- ungsins við aö streitast í gullgerð. „Útvegiö gull,“ hljómaöi skipun hins mun raunsærra konungs Spánverja, Ferdinands II., þegar hann skipaði þegnum sínum áriö 1511 aö svífast einskis í viöureign- inni viö Azteka og Inka í Mið- og Suöur-Ameríku til þess aö komast yfir sem mest af gullforða þessara þjóöa og færa heim í fjárhirslur spænska heimsveldisins. „Þetta er víst einhvers konar málmur," áleit lúinn og slitinn verkamaöur í Sutter’s Mill í Kali- forníu árið 1848, alls óvitandi um aö þessi gulleiti málmklumpur, sem hann var aö hjakka á meö skóflunni sinni, ætti eftir aö hleypa af staö ofboöslegu gullæöi þar um slóöir. Um þaö bil hálfri öld síöar voru Bandaríkjamenn aftur gripnir stjórnlausu gullæöi í Klondike, þar sem slagurinn um gulliö náöi sín- um dramatíska hápunkti vestan- hafs. En eins og svo margt annaö er gullforöi jaröar takmörkunum háö- ur. Viti nokkrir menn hve mikiö gull só raunverulega aö finna í hæöum, hólum og árfarvegum hér á jöröu, þá eru það helst sórfræöingarnir meöal starfsmanna Intergold. Annar stjórnarformanna fyrirtæk- isins, Eugene J. Sherman, hag- fræöingur og framkvæmdastjóri fjárfestingardeildar, skýrir svo frá aö allt það gull sem fram til vorra daga hafi verið grafiö úr jöröu í heiminum, sé samtals eitthvaö rétt innan viö 93.000 tonn, og af þess- um gullforða heimsins hafi um 80.000 tonn verið grafin úr jöröu eftir aö hinu alræmda gullæöi í Kaliforníu lauk, sem hófst viö Sutt- er’s Mill áriö 1849. Eins og málum er háttaö nú á tímum er þaö Suður-Afríkulýðveld- iö sem framleiöir og selur árlega nærri því helming alls þess gulls, sem kemur á heimsmarkaðinn — og þá er meötaliö það gull, sem framleitt er í ríkjum Austur-Evrópu. Til margra hluta nýtanlegt Allt frá því aö menn fundu fyrstu skínandi gullmolana í Suöur-Afríku árið 1886, hefur þaö land veriö hiö sannkallaöa El Dorado gullfram- leiöslunnar í heiminum. Suður-Afr- ika er langsamlega stórvirkast i gullgreftri og útflutningi á gulli af öllum löndum heims og hefur veriö þaö allt frá síöustu aldamótum. Rússland er næststærsta gullút- flutningslandiö meö um þaö bil 23% árlegrar heildarframleiöslu góömálmsins; hiö þriöja í rööinni er svo Kanada meö 5%, Brasilía og Bandaríkin deila svo fjóröa sætinu meö 3,5% af gullframleiðslunni, en fimmta sætiö skipa svo í samein- ingu Filipseyjar og Ástralía meö innan viö 3%. Af öllum gullforöa heimsins eiga ríkisfjárhirslur og alþjóölegar pen- ingastofnanir um þaö bil 42% og liggur um einn þriöji alls þessa gulls í háum stöflum af 27 punda þungum stöngum í geymslurými Alríkisvarasjóösins bandariska, sem staösett er 29 metrum undir akbrautunum á Nassau Street í New York; geta má þess aö gulis- ins er vel gætt. Næstur á eftir ríkisfjárhirslunum í gullnotkun kemur svo skartgripa- iönaöurinn, sem tekur til sín um 750 tonn af gulli árlega; því næst koma tannlækningar, og til notk- unar í alls konar iönaöarfram- leiöslu í heiminum fer svo nokkru minna magn af gulli árlega en tannlæknarnir nota. Vegna ýmissa góöra eiginleika, sem gull býr yfir eins og til aö endurvarpa hita og leiöa rafmagn betur en flestir aörir málmar, er þaö mikiö notaö viö gerö búninga handa geimförum, í tækjaklefa geimfara og í sérstakt rúöugler í stórar skrifstofubygg- ingar. Þaö er notaö til þess aö auövelda ýmsar læknisaögeröir, til finustu skreytinga á postulini, til aö klæöa bókstafi á skiltum stönd- ugra fyrirtækja og sem efsta lag þakklæóningar á turnspirum og hvolfþökum ýmissa glæsibygg- inga. Gull er klofiö í þræöi sem svo eru ofnir í gull-lamé-dúka til viö- hafnarkjóla og sundbola handa hinum kröfuhöröustu konum; úr þvi eru steyptir verðlaunapeningar Ólympíuleikanna og annarra meiri- háttar íþróttaviöburöa; og allt frá því aö Krösus konungur fann upp á því í kringum 550 f.Kr. aö láta slá ríkistryggóa gullpeninga til þess aö hann ætti auöveldara meö aö kaupa hvaóeina sem hugur hans girntist, hefur gull megnaö aö heilla mannkynið sem hiö allra ákjósanlegasta reiöufé í viöskipt- um. Krösus var aó visu upphafsmað- ur gullpeninga i verslun og viö- skiptum, en 2500 árum síöar höföu hinir hugmyndaríku starfsmenn viö Intergold gert enn betur meö því aö koma meö á markaöinn hina gífurlega eftirsóttu 22 karata krug- errand-gullpeninga. Á tveimur ár- um uröu krugerrendurnar svo vinsælar, aó þær seldust betur en nokkur önnur gullmynt í heiminum. Nú er svo komiö aö krugerrand er nánast aö veröa alþjóölegt sam- heiti fyrir gullpening. Á sióasta ári nam salan á nýslegnum krugerr- öndum hvorki meira né minna en 2,6 milljónum únsa, svo auóvelt var heljarstökkiö hjá geithafrinum, sem pryöir aöra hliö þessarar eftir- sóttu suöur-afrísku gullmyntar. (Úr Town & Country)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.