Tíminn - 25.09.1965, Qupperneq 1

Tíminn - 25.09.1965, Qupperneq 1
BARDAGAR I KASMIR OG VID LAHORE í GÆR NTB-Karaehi og New Delhi, föstudag. • Indverskir og pakistanskir hermenn skiptust á skotum í kvöld, að því er Pakistans-útvarp ið sagði, eftir að indverskt fall byssulið hóf skothríð á pakistanskt landsvæði nálægt Lahore. Einn lg hafa bardagar brotizt út á landsvæði einu í Kasmír, þar sem Indverjar réðust inn á pak istanskt landsvæði. Indverjar hafa einnig ákært Pakistana fyrir ýmis brot á vopnahléinu. • U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, heldur á- fram að koma saman gæzluliði, sem á að sjá um, að ekki verði barizt á vopnahléílinunni. Sagði hann í dag, að mörg ríki hefðu lofað að senda hermenn til gæzlu starfsins. • Þá urðu harðar umræður í indverska þinginu í dag, og gerðu þingmenn bitrar árásir á Sovét ríkin og Bretland. Einnig var sett fram krafa um, að Indland færi úr Samveldinu, og einum þingmanni sem krafðist þjóðnýt- ingar allra brezkra eigna í 'Ind landi, var mjög fagnað. Pakistan-útvarpið sagði, að Indverjar hefðu hafið skothríð á það, sem útvarpið kallaði, fyrri stöður Pakistana. Var ekki ljóst af frétt útvarpsins, hvort um væri að ræða stöður, sem Pak istanar höfðu yfirgefið eftir vopnahléð. Indverskt herlið fór í gærkvöldi inn á landsvæði í Kasmír, sem Pakistanar hafa á sínu valdi, og hófu skothríð, þeg ar Pakistanar ætluðu að hrekja þá út aftur og yfir vopnahléslín- una. Samkvæmt síðustu fregnum frá Kasmír var enn barizt seint i kvöld. Talsmenn Indlands hafa kært Pakistana fyrir mörg brot á Vopnahléinu. Segja Indverjar, að vopnaðir pakistanskir hermenn hafi m. a. gert árás á lögreglu Framhald á bls. 14. Eru 243 naz istar hátt- settir i A- Þýzkalandi? NTB-Berlín, föstudag. Hópur fyrrverandi aust ur-þýzkra lögfræðinga full- yrti í dag, að samtals 53 þingmenn í þjóðþingi Aust- ur-Þýzkalands 12 fulltrúar í miðstjórn austur-þýzka kommúnistaflokksins, og fimm ráðherrar og ríkisritar ar, hafi á sínum tíma verið nazistar. Hin svokallaða „fjögurra lögfræðinga nefndin1, sem í eru lögfræðingar, sem flúið hafa frá Austur-Þýzka landi til Vestur-Þýzkalands, segja þetta í sinni nýju ár bók. Nefnir bókin samtals 243 fyrrverandi nazista, sem séu nú í opinberum stöð um í Austur-Þýzkalandi. í árbókinni, sem gefin er út í Vestur-Berlín, eru ýmsar upplýsingar um þessa 243 menn, ásamt ljósmyndum af félagsskírteinum og öðr um skjölum, sem sanna eiga að þeir hafi á sínum tíma verið félagar í nazista- flokki Hitlers. Einnig er ná kvæmlega gerð grein fyrir því, hvaða stöðum þessir menn gegna, bæði á sviði .stjórnmála, efnahagsmála og menntamála. A myndinni hér að ofan sjást indverski aðalfulitrúinn hjá Sameinuðu þjóðunum, Gopalaswaimi Parthas- arathi t.v., en Zulfikar Ali Bhutto; utanríkisráðherra Pakistans, takast í hendur efti* að báðir aðilar höfðu fallizt á vopnahlé. Samstarfsflokkarnir í Noregi samþykktu í gær: BORTEN FORSÆTISRÁÐHERRA! NTB—Ósló, föstudag. Formaður Miðflokksins, Per Borten ,verður forsætisráðþerra Noregs þegar Einar Gerhardsen og ríkisstjórn hans fer frá völdum í næsta mánuði, eða eftir um það bil tvær vikur. Kemur þetta frám i yfirlýsingu sem flokkarnir fjórir, íhaldsflokkurinn, Kristilegi flokkurinn Miðflokkurinn og Vinstri flokkurinn sendu út í dag eftir margra daga viðræður. Segir í yfirlýsingunni að ef kon ungur óski að liafa samband við Upptækt smygl margfalt meira nú en siðasta ár MB-Reykjavík, föstudag. Blaðið spurði í dag Unnstein Beck, tollgæzlustjóra, um hve mikill smyglvarningur hefði ver ið gerður upptækur, það sem af er árinu. Unnsteinn gaf þær upp Iýsingar, að margfalt meira magn af áfengi og tóbaki hefði verið gert upptækt nú en á sama tíma í fyrra, og einnig af ýmsum öðrum vamingi. Að vísu liggja ekki fyrir full- komlega endanlegar skýrslur um þann vantiog, sem gerður hefur verið upptækur til þessa dags, þar eð nokkuð er enn ókomið ut an af landi af skýrslum, en þó ekki sem miklu nemur. Tölurn ar frá því í fyrra, sem teknar eru til samanburðar, eru miðaðar við 30. september þá. Nú hefur verið gerður upptæk ur fatnaður, sem virtur er á 98 þúsund krónur að innkaups verði ytra, sælgæti, að verðmæti 34.500 krónur og matyara fyrir 6 þúsund krónur. Við þetta bætist svo nýjasta smyglið í Gullfossi, en það hefur ekki verið virt enn. í fyrra voru ýmsar vörur, að verðmæti 116 þúsund krónur, gerðar upptækar. Nú hefur verið lagt hald á 7 útvarps- og sjónvarps tæki, en 15 í fyrra. Þá er komið að áfenginu, en I þar hefur margfalt meira magn j verið gert upptækt nú en á sama tima í fyrra og munar þar mest | um „jöklavínið", sem svo er nefnt. Fram að þeim tíma. sem , áfengið fannst í Langjökli höfðu Framhaid á bls. 14. leiðtoga flokkanna fjögurra í sam bandi við myndu.n nýrrar stjórn ar, þá skuli hann snúa sér til Per Bortens, forseta Óðalsþings ins. Það var Kjeld Bondevik, leið togi Kristilega flokksins, sem til- kynnti blaðamönnum þetta í dag. Flokksleiðtogarnir neituðu að segja nánar frá ráðherralista hinnar væntanlegu ríkisstjórnar. — Eg er andlega óundirbúinn fyrir þá aðstöðu, sem ég er nú kominn í, — sagði Borten. Hann sagði, að héðan í frá myndi hann líta á sig sem trúnaðarmann flokk anna fjögurra, og fullyrti að það andrúmsloft, sem ríkt hefði á viðræðufundunum, lofaði góðu um samstarfið í framtíðinni. Per Borten fæddist árið 1913. Hann varð kandidat hjá Landbún aðarháskóla Noregs árið 1939. Því naést var hann í tvö ár héraðs búfræðingur í Nord-Österdal og síðar birgðaeftirlitsmaður í Suð ur-Þrændalögum. Hann var fylkis búfræðingur í Suður-Þrændalög- um frá því 1946. einkum þó í -ambandi við tæknileg atriði. Borten hefur starfað á sviði stjórnmálanna síðan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var odd- viti í Flá, fulltrúi i fylkisstjórn (kjördæmisstjórn) Miðflokksins frá 1950, og formaður flokksins hefur hann verið síðan árið 1955. Framhald á bls. 14. Per Borten

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.