Tíminn - 25.09.1965, Side 7

Tíminn - 25.09.1965, Side 7
LAUGARDAGUR 25. september 1965 TIMINN Tempo Gísii Gíslason frá Kálfafelli Ég var að koipa frá jarðarför í gærkvöldi. Til grafar var þá bor- inn Gísii Gíslason, fyrrum bóndi á Kálfafelli í Suðursveit, um langt skeið sveitumgi minn og stéttar- bróðir. Gísli var fæddur á Hnappa völlum í Öræfum, 24. janúar 1893. Ungur var hann tekinn í fóstur að Skaftafelli af Einari Jónssyni bónda þar. Fyrir fermingu lá leið hans þaðan á ýmsa bæi í Suður- sveit og Öræfi, unz hann festi ráð sitt og kvæntist Ingibjörgu Finn- bogadóttur frá Hofi i Öræfum. Fáum árum eftir giftinguna reistu þau bú á Kálfafelli í Suður- sveit og bjuggu þar í mörg ár. Þau eignuðust tvö börn, pilt og stúlku, bæði vel gefin. Pilturinn heitir Einar, kvæntur Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur frá Gerði í Suður- sveit, en stúlkan heitir Halldóra gift Benedikt pípulagningar- manni, búsett í Reykjavík. Ég þekkti Gísla vel af ýmsum kynnum og ekki sízt af því að hann var vinnumaður hjá mér eitt ár, árið áður en hann festi ráð sitt. Gisli var drengur góður, fróð ur um margt, félagslyndur og lagði öllum þeim málum gott lið, sem hann var kvaddur til að standa að. Hann var einn af ellefu stofnendum U.M.S.-Vísir í Suður sveit og einn af fyrstu áskrifend- um um stofnun lestrarfélags þar. Það mátti segja um Gís’Ia að hann var trúr sinni köllun, hvar sem hapn var kvaddur til starfs, hann var trúr bændastéttinni meðan hann var bóndi og trúr verka- mannastéttinni eftir að hann kom þar í hóp. Gísla mátti alltaf treysta, hvort sem var til orðs eða verks, hann var alinn upp í þeim skóla þegar drengskapur var met inn öllu öðru meir. Einatt raulaði hann ljóð af munni, enda kunni hann mikið af eldri og yngri kveð- skap. Hann var bókhneigður, sótti vel mannfundi og var góður áheyr andi talaSs orðs. Þó ekki beri mik ið á mönnum eins og Gísla, þá er starf þeirra ekki minna virði en þeirra sem hærra virðast gnæfa í mannfélagsstiganum. Þau Gísli og Ingibjörg höfðu aldrei úr miklu að spila meðan þau bjuggu á Kálfafelli og gátu þar af leiðandi ekki veitt sér mik ið af hinum svokölluðu lífsins gæð um fram yfir daglegar þarfir, en hvað gerði það til, þau undu glöð við sitt í litlu baðstofunni á Kálfafelli, sem var hvorki há til lofts né víð til veggja. í þessu litla húsi var þó oft vel veitt, því margan gest bar þar að garði, hús bændurnir voru glaðir og ánægðir yfir því að mega veita og taka á móti gestum. Það sannaðist hér, sem víðar, að það þarf ekki stór- hýsi til að búa í svo fólkið verði lífsglatt og ánægt. Það er hin innri ró sem þá ræður mestu, að kunna að sætta sig við sitt hlut- skipti. Einu sinni í búskapartíð Gísla og Ingibjargar á Kálfafelli veiktist bóndi úr Suðursveit hast- arlega af lungnabólgu í félagsheim ili sveitarinnar, sem ekki var langt frá heimkynnum þeirra, þó voru önnur heimili nær. Þau Kálfafells hjónin tóku bóndann að sér þó lítil væri húsakynni hjá eim hjúkruðu honum unz hann fékk lítil væri húsakynni hjá þeim sem eru álitnir smáir að efnum geta verið stórir í hjálpsemi. Ábýlisjörð sína Kálfafell keypti Gísli á fyrstu búskaparárum sín- um. Frá Kálfafelli fluttu þau Gísli og Ingibjörg 1946 ásamt bömum sínum, eftir margrá ára búskap þar, á Höfn. Þar byggðu þau sér myndarlegt íbúðarhús sem þau gáfu nafnið Hof. Aðstoðaði sonur þeirra þau með þessa byggingu, enda fékk hann þar íbúð mörg- um árum seinna þegar hann fór að búa sjálfur. Nú voru að koma uppgangstímar, síhækkandi kaup og nóg vinna, gátu því þeir sem úr sveitunum fluttu og búið höfðu við takmörkuð efni, veitt sér meira, eins var með hjónin frá Kálfafelli. En engum getum vil ég að því leiða hvort meiri ánægja hefur ríkt í sál þeirra eftir bú- staðaskiptin. Gísli þjáðist af erf iðum sjúkdómi síðustu árin. Það var fallegt síðsumarskvöldið þeg- ar ég ók frá Hofi, eftir að hafa verið við jarðarför húsbóndans þar. Himinninn var h»iður og loftið tært. Jökultungumar sem blöstu við í norðri og norðvestri gljáðu þegar kvöldsólin skein á þær. Kvöldið minnti mig á þá heið ríkju og ró, sem ríkti yfir lífi míns látna vinar allt til hinztu stundar. Hér er unnin lífsins hinzta þraut. Skrifað 5—9 1965. Steinþór Þórðarson. Reynið nýju NEW YORK. Þessi mynd var tekin á flugvellinum í New York fyrir nokkrum dögum þegar utanríkisráðherra Sovétríkjanna Andrei Gromyko kom þangað til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna sem aðalfulltrúi lands síns. Með honum á myndinni er rússneski sendiherrann í Washington A. Dobrynin. Gromyko er að lesa tilkynn- ingu fyrir fréttamenn. Tempo JL filter-sígarettumar nyju Tempo filter-sígaretturnar Tempo er með nýrri tegund af filter, sem veitir ySur meiri ánœgju, mildara og betra bragð. Tempo eru framleiddar úr úrvals tóbaki. Tempo eru framleiddar af stœrstu sígarettu- framleiðendum Bandaríkjanna, BONDED CHARCOAL.. adifilter. FOR TASTE TOO GOOO TQ MISS made-in u.s.a. MINNING

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.