Tíminn - 25.09.1965, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 25. september 1965
IÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Hvernig er spáin ?
Á morgun leika KR og Keflavík. 5 áhuga-
menn um knattspyrnu spá fyrir um úrslitin
Alf—Reykjavík. — á morgun, sunnudag, munu KR og Keflavík
leiða saman hesta sína á Laugardalsvellinum í síðasta leik í deildar
keppninnar í ár, leik, sem getur haft úrslitaálirif um það hvort ís-
landsbikarinn hafnar hjá KR í Reykjavík eða hjá Skagamönnum á
Akranesi. Keflvíkingar eru ekki aðilar að Þessari baráttu nema að
takmörbuðu leyti, þ. e. þeir hafa ekki möguleika á að hljóta bikarinn,
en geta ráðiS milu um það á hvorn staðinn hann fer. Ef KR sigrar
er KR meistari — ef Keflavík sigrar er Akranes meistari, en ef jafn-
tefli verður, þurfa KR og Akranes að leika aukaleik. Hannes Þ.
Sigurðsson dæmir leikinn, sem hefst kl. 16. — Á síðunni í dag svara
5 kunnir áhugamenn um knattspymu spurningunni: Hvemig er spáin
fyrir leikinn? Fara svör þeirra hér á eftir:
Hilmar Ólafsson:
Óiafur Karlsson
r
Olafur Karlsson:
„Baráttuvilji KR-inga mun færa
þeim sigur í leiknum á sunnudag
inn. Það hefur sýnt sig undan
farin ár, að í þýðingarmiklum
leikjum hafa KR-ingar komið
á óvart með baráttuvilja sínum.
Að mínu viti hefur KR-liðið verið
óvenju slakt á yfirstandandi keppn
istímabili og hefur verið mjög
heppið í íslarrdsmótinu. Keflavík
ur-liðið er betra en í fyrra og
hefur sýnt góða leiki, m. a. gegn
Ferenevaros á Laugardalsvellin-
um. En hætt er við, að Keflvík
ingamir verði ekki áhugasamir í
leiknum gegn KR. Þeir hafa enga
möguleika á að verja fslandsmeist
aratitilinn — og þótt þeir hafi
möguleika á að hreppa annað
sæti, þá er það í sjálfu sér
ekki sérlega eftirsóknarvert.
Sem sé, ég spái því að KR
sigri á baráttuviljanum. Trúlega
verða ekki mörg mörk skoruð
og líklegt að KR vinni með eins
marks mun.
„Eg spái þvi, að leiknum á
sunnudaginn lykti með jafntefli,
jafnvel þótt maður hafi í huga,
að þarna leiki KR úrslitaleik og
þeir lumi oft á aukakrafti undir
slíkum kringumstæðum. Mér hef
ur fundizt KR-liðið lélegt í sum
ar og ekki líklegt til stórræða í
leiknum á sunnudaginn frekar en
í öðrum leikjum í sumar. Um það
hve mörg mörk kunna að verða
skoruð í leiknum vil ég engu spá
um — og enn síður hvemig viður
eign milli KR-inga og Skaga-
manna myndi fara í aukaleik um
íslandsmeistaratignina.“
Arnaldur Þór
Hilmar Ólafsson
Arnaldur Þór:
„KR vinnur með 2:1 í jöfnum
og speimaiuU leik, þ. e. a. s. ef
KR-þrékið bílar ekki. Það er
gaman að fylgjast með þessum
tveimur liðum vegna þess, að
leikaðferðir þeirra eru svipaðar
— og mótaðar af bræðrunum, sem
þjálfa liðin, Óla B. og Guðbirni.
Eg efast ekki um, að Keflvíking
ar mæta til leiks með það eitt
í huga að sigra, en þar sem þeir
hafa ekki lengur möguleika á að
I verða íslandsmeistarar, býst ég við
að þá skorti herzlumuninn til
þess. Keflvíkingar komu of seint
í spilið til að blanda sér í bar
áttuna um efsta sætið, en að
mínum dómi er lið þeirra gott í
; dag.
Þeir svara
TÍMA-
spurningu
Helgi Daníelsson:
„Ég vona innilega, að Kefl-
víkingum takist að sigra í viður-
eigninni á sunnudaginn, því það
þýðir, að íslandsbikarinn kemst í
góðar hendur og á réttan stað.
En ef Keflvíkingar hafa hugsað
sér að sigra, verða þeir að leika
betur en þeir gerðu gegn okkur
um daginn, Þrátt fyrir, að þeim
tækist að sigra þá, en það var
eins og hver önnur heppni. Að mín
um dómi eiga Keflvíkingar sterk-
ara liði á að skipa en KR, en
allt getur gerzt í knattspyrnunni
— ég tala nú ekki um í úrslitaleik
eins og þessum. Ég býst við hörð
um baráttuleik, sem mun lykta
með eins marks sigri annars
hvors aðilans, sem ég vona að
verði Keflavík. Það má búast við,
að margir Akumesingar fari suð
ur til að sjá leikinn — og þeir
munu áreiðanlega ekki láta
sitt eftir liggja til að hvetja
Keflavíkur-liðið til sigurs."
Friðrik Ólafsson:
„Ég býst við jöfnum leik og
harðri baráttu. Með tilliti til
þess, að hér er um úrslitaleik
fyrir KR-inga að ræða, má búast
við, að „fidonsandi" komi yfir
þá og þeim takist að tryggja sér
sigur í þessum þýðingarmikla leik.
En ég spái því, að það verði
mjótt á mununum og að KR-ing
ar vinni ekki með meira en einu
marki Hvernig svo sem úrslitin
verða, hygg ég, að búast megi
við skemmtilegri viðureign milli
KR-inga og Keflvíkinga á Laugar
dalsvellinum á sunnudaginn."
Hvað sem öllu líður, er spá
mín sú, að KR-ingar fagni sigri
á sunnudaginn og hljóti íslands
meistaratign."
Helgi Daníelsson
Friðrik Ólafsson
Celtic—Raith Rovers 4:0
Hibemian—Alloa 11:2
Rangers—Airdrie 4:0
Reynir minnist
30 ára afmælis
Knattspyrnufélagið Reynir í
Sandgerði minnist í dag 30 ára
afmælis síns. í dag verður háður
í Sandgerði leikur milli Reynis
og færeyska liðsins Vágs-boltafé
lags og hefst hann klukkan 16.
Um kvöldið verður haldið sam-
kvæmi í samkomuhúsinu í Sand
gerði og hinir færeysku gestir
kvaddir.
Þess má geta, að færeyska liðið
hefur leikið fjóra leiki hér. Sá
fyrsti var gegn Reyni, og sigruðu
Færeyingarnir með 4:1. Næsti
leikur var einnig gegn Reyni og
fór hann fram á Njarðvíkurvell-
inum. í þetta skipti sigruðu Reyn-
ismenn með 3:2. Þriðji leikur
Færeyinganna var gegn Selfossi og
varð jafntefh, 2:2. Fjórði leikur
þeirra var gegn b-liði Keflavíkur
og sigruðu Færeyingar með 3:1.
Þess má geta að Reynir og
VB keppa í dag um forkunnarfagr
an bikar, sem Albert Guðmunds-
son hefur gefið.
Flugeldi skotið
í keppnisbyrjun
Vertíð Golfklúbbs Rvíkur lýkur í dag.
i
Vertíð reykvískra golfmanna
! lýkur í dag með keppnj á velli
1 Golfklúbbs Reykjavíkur í Graf-
arholti. Keppnina nefna golfmenn
„bændakeppni“ og er henni þann
ig hagað að þátttakendum í keppn
inni er skipt niður í tvo hópa,
en fyrirliði er fyrir hvorum hóp.
Um holukeppni er að ræða, og
eru fjórir í hverju „holli“ — tveir
frá hvorum — og er síðan keppt
innbyrðis og stig reiknuð saman,
þegar keppninni er lokið. Kepp
endur verð 48 talsins og mun
keppnin byrja samtímis á hinum
12 pöllum vallarins, en þar sem
þannig háttar til á Grafarholtsvell
inum, að ekki sést á milli allra
pallanna, verður flugeldi skotið
upp — og verður hann upphafs-
merki. Er það áreiðanlega eins-
dæmi í ísl. íþróttasögu, að flug-
I eldur sé notaður sem upphafs-
merki í íþróttakeppni.
En þetta er skemmtileg
nýbreytni. Fyrirliðar hópanna
verða þeir Einar Erlendsson og
PáU Ásg. Tryggvason.
Enska landsliðið gegn Wales 2.
okt. n.k. var valið í gær og lítur
það svona út (talið frá markv-
til v. úth.): Springett (Sheffield
Wedn.), Cohen (Fulham), Wilson
(Everton), Stiels (Manchester
Utd.) Jack Charlton (Leeds Utd.)
Moore (West Ham). fvrirliði. Og
. framlínan Paine (Southampton),
i Greaves (Tottenham), Peacock
í (Leeds Utd.) Bobby Charlton
; (Manch. Utd.), og Connolly (Man-
■ chester Utd.)
Wales: Sprake (Leeds Utd.)
! Rodrigues (Cardiff City), Graham
: WiIIiams (West Bromwich), Henn
! essy (Birmingham) England
| (Blackbum), Hole (Cardiff City),
; Rees (Coventry), Vemon (Stoke
!City), Davies (Bolton), Allchurch
j (Swansea) og Rees (Sheffield
! Utd).
j Skotland gegn frlandi sama dag:
Brown (Tottenham), Hamilton
i (Dundee). McCreadie (Chelsea),
McKay (Tottenham) McNeil
(Celtic), Greig (Rangers), Hender
son (Rangers), Law (Manch. Utd.)
Gilzcan (Tottenh.) Baxter (Sund
erland) Ilughes (Celtic).
N-frland: Jennings (Tottenham)
Magill (Arsenal), Elder (Bura-
ley), Harvey (Sunderland) Neill
(Arsenal) Nicholson (Hwdders-
field), Mcllroy (Stoke City),
Crossan (Manch. City), Irvine
(Burnley), Dougan (Leicester),
Best (Manch. Utd.)
Úrslit i „deildarbikarnum" í
Skotlandi (síðari leikur):
Ayr—Kilmarnock 2:2
Til gamans má geta þess að sam
amlagt unnu 1. deildar-liðin 2.
deildar-liðin 40:6 : tvöfaldri um-
ferð. Já, það er mikill munur á
1. og 2. deildinni á Skotlandi.
SG
PÚSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTUR
Einangrunarplast
Seljum adar gerðir af
pússningarsandi, heim-
fluftan og blásinn inn.
Þurrkaðar vikurplötur og
og einangrunarplast.
Sandsalan víð Elliðavog sf.
Elliðavogi 115, simi 30120.
/