Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 Mótettukór Hallgrímskirkju, hljómsveit og einsöngvarar: Kantötuhátíð á sunnudaginn KANTÖTUHÁTÍÐ í Langholts- kirkju verður haldin sunnudaginn 27. október nk. Tilefnið er margvís- legt: Minnst er þess að 300 ár eru liðin frá fsöingu J.S. Bachs, sem lagði drjúgan skerf í tónbókmennta- sjóð. 27. október er dánardagur Hallgríms Péturssonar og árlegur hátíðisdagur í Hallgrímskirkju og þessi sunnudagur er líka helgaður siðabótinni í lútherskum söfnuðum. Á kantötuhátíðinni eru fluttar þrjár kantötur Bachs af einsöngvurum, Mótettukór Hallgrímskirkju og hljómsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar organista. Kantöturnar þrjár eru: í dauð- ans böndum Drottinn lá (Christ lag in Todesbanden), Lofið Drott- in, allar þjóðir (Jauchzet Gott in allen Landen) og Vor Guð er borg á bjargi traust (Ein feste Burg ist unser Gott). Állar eru þessar kantötur meðal þekktari kantata Bachs. Tvær hinar síðarnefndu heyrast líklega í fyrsta sinn hér- lendis i þessum flutningi Mótettu- kórsins, hljómsveitar og einsöngv- ara, en þeir eru: Margrét Bóas- dóttir sópran, Elísabet Waage alt, Þorgeir J. Andrésson tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Szymon Kuran er konsertmeistari, en hljómsveitina skipa strengja- leikarar, tréblásarar, trompet- og orgelleikari. Kantatan { dauðans böndum Drottinn lá er ein af fyrstu kantöt- um Bachs og líklega samin á tíma- bilinu 1707 til 1714. Er hún eitt af fáum dæmum um páskatónlist meistarans. Textinn er samnefnd- ur sálmur Lúthers og er kantatan í formi tilbrigða þar sem öll sjö vers sálmsins birtast hvert í sínum sérstaka búningi. Skiptast á kór, dúett og einsöngur. Kantatan er i e-moll og lega raddanna er óvenju- lág, e.t.v. til að minna á að Kristur lá í dauðans böndum. Kantatan Lofið Drottin, allar þjóðir er eins konar konsert fyrir sópranrödd, trompet og strengi og er þessi skipan einstæð í kantötum Bachs. Verkið sem var líklega frumflutt 17. september 1730 gerir óvægar kröfur til einsöngvarans, Margrétar, og trompetleikarans, sem verður Ásgeir H. Steingríms- son. Hraður flúrsöngur og há lega einkenna verkið. í þessu verki eru nokkur dæmigerð form barokk- tímans, konsert í fyrsta kafla þess, resitatíf í öðrum kaflanum, síðan da capo aría, sálmalagsúrvinnsla og fúga að lokum. Kantatan Vor Guð er borg á bjargi traust var samin að hluta í Weimar árið 1715 og aukin og endurbætt fyrir siðbótarhátfðina í Leipzig. Talið er að sonur Bachs, Wilhelm Friedemann, hafi bætt þremur trompetröddum og pákum við verkið í fyrsta og fimmta kafla þess, en þeirri skipan er ekki hald- ið hér. Texti kantötunnar eru fjög- ur vers sálms Lúthers frá árinu 1529 og vers eftir Salomon Franck frá 1715. Álitið er að Lúther hafi bæði samið lag og ljóð sálmsins, sem er baráttu- og sigursöngur siðbótarinnar og sú er einnig út- legging Bachs. Inngangurinn er eins konar fimm radda mótetta, fjögurra radda kór og fylgirödd við fyrsta Morgunbladid/Árni Sæberg REYNDU ÞESSA EINFÖLDU ÆFINGU f 3 MÍNÚTUR Á SÆMILEGUM HRAÐA. Þó að þér finnist þessi uppástunga hlægileg í fyrstu þá gætirðu komist að því að hún er í engan stað hlægileg heldur þrælerfið. Við hjá Ræktinni sf. erum með sérmenntaðan mann hjá okkur sem AEROBIC | þolleikfimi 4 vikna námskeið. MÚSÍK }-leikfimi 6 vikna námskeið. SILVER-SÓLARIUM Ijósabekkir atvinnumannsins kann allt um meðhöndlun lélegs þols og rýrra vöðva. Hann getur gert kraftaverk á hverjum sem er sem nennir að leggja pínulítið á sig til að öðlast þá hreysti sem er undirstaða þess að menn njóti lífsins. Nuddarinn okkar getur mýkt upp hvaða grjót sem er, svo framarlega að það er gert úr holdi og blóði, og þeir sem koma í Ijósin okkar þurfa að passa að gleyma ekki endur- skinsmerkinu núna í skammdeginu. SÓLBAÐSSTOFAN RÆKTIN SF. ÁNANAUSTUM 15 I ÁNANAUSTUM 15 S. 12815 & 12355 S. 12815 & 12355 Mótettukór Hallgrímskirkju cfir í Langholtskirkju ásamt hljómsveit vers Lútherssálmsins. Hver hend- ing myndar fúgu sem endar á því að laglína sálmsins birtist í keðju hæstu raddar óbóanna og lægstu raddar kontrabassans f flóknum vef fúgunnar. Síðan skiptast á aríur og resitatíf. Verkið rís hæst í fimmta kafla, sem er leikinn á öll hljóðfærin og kórinn syngur þriðja vers sálmsins einraddað, hendingu fyrir hendingu. Þessi kantata telst til glæsilegri verka meistarans á þessu sviði og hljóm- ar líklega í fyrsta skipti á íslandi í Hallgrímskirkju á Hallgríms- degi, 27. október á Bachárinu 1985, 250 árum eftir tilurð hennar. Hún verður síðan flutt á tónleikunum í Langholtskirkju kl. 17 á sunnu- daginn. Sem fyrr segir er tilefni þessar- ar kantötuhátíðar þrefalt, minning Bachs, Lúthers og Hallgríms, sem eru þvf samnefnarar hátíðarinnar hver á sinn hátt. Þeir voru af- burðamenn hver á sínum stað og tima í sögu kirkju og listar og litu þannig á verk sín að þau væru Drottni til Dýrðar. Listvinafélag Hallgrimskirkju stendur að þessari kantötuhátíð ásamt Mótettukórnum, en félaginu er ætlað að efla listalíf við Hall- grímskirkju í Reykjavík. Meðal verkefna kórsins á næstunni má nefna tónleika í desember i tilefni af útkomu jólaplötu með óperu- söngvaranum Kristni Sigmunds- syni og Mótettukórnum og vortón- leika kórsins. Félagar Listvinafé- lagsins fá ókeypis aðgang að tón- leikunum sýni þeir félagsskírteini sín. jt Leikarar f Lukkuriddaranum. Lukkuriddarinn sýndur í Kópavogi LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir gamanleikinn Lukkuriddarínn eftir írska rithöfundinn J.M. Synge í dag, laugardag. Alls taka 12 leikarar þátt í sýningunni, en meó helztu hlutverk fara þau Þórhallur Gunnarsson, Vil- borg Gunnarsdóttir, Svanhildur Th. Valdimarsdóttir og HörAur Sigurðar- son. Leikstjórar eru Helga Harðar- dóttir og Rúnar Lund. Þýðandi verksins er Jónas Árnason, en tón- listin samanstendur af vel þekktum írskum þjóðlögum. Hildigunnur DavíAsdóttir hannaAi leikmynd Lukkuriddarans, Lárus Björnsson sér um lýsingu og undir- leikari á píanó er Ingibjörg M. Reynisdóttir. Sýningar verAa í Hjáleigunni í Félagsheimili Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.