Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK
STOFNAÐ 1913
242. tbl. 72. ár;
L
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
E1 Salvador:
Banatil-
ræði við
Duarte?
S»n Salvador, 25. oktéber. AP.
JOSE Napoleon Duarte, forseta El
Salvador, var sýnt banatilræði af
leyniskyttum, sem hófu skothríó er
hann bjóst til að yfirgefa skrifstof-
ur forsetaembættisins. Forsetinn
slapp ómeiddur. Aðrar fregnir
herma að lögreglumenn hafi staðið
fyrir skothríðinni og hafi þeir verið
að skjóta á eftir flýjandi þjófí.
Tveir menn létust og 10 særð-
ust í skothríðinni. Hermenn
skutu á strætisvagn, þaðan sem
þeim sýndist skothríðin koma, en
farþegar í strætisvagninum, sem
sluppu ósærðir úr skothríðinni,
fullyrða að skotin hafi ekki komið
þaðan. Farþegarnir voru hand-
teknir og yfirheyrðir eftir tilræð-
ið og hermenn leituðu skæruliða í
nærliggjandi hverfum. Ekki er
ljóst hvort einhverjir hermenn
særðust í árásinni. Talið er að
skotin hafi komið frá bil sem ekið
var framhjá forsetahöllinni.
Árásin var gerð minna en sól-
arhring eftir að dóttir forsetans
var látin laus, eftir að skæruliðar
höfðu haldið henni fanginni í 44
sólarhringa. Fregnir herma að
forsetinn hafi haldið ró sinni
meðan á árásinni stóð og snúið
aftur til skrifstofu sinnar minna
en klukkutíma eftir að árásin var
gerð.
AP/Slmamynd
HORFT í HYLDÝPIÐ
Uurent Fabius, forsætisráðherra Frakklands, (tv.) og Paul Quiles,
varnarmálaráðherra, (t.h.), horfa niður í djúpa tilraunaholu, sem
geymdi kjarnorkusprengju, sem Frakkar sprengdu í fyrradag á
Mururoaeyjum í Kyrrahafí. Ráðherrarnir fylgdust með tilrauninni.
Skiptar skoðanir
um ræðu Reagans
Mo.skvu. 25 nktóhpr AP —*
ÓLÍKLEGT er talið að Sovétmenn fallist á tillögur Ronalds Reagan, forseta
Bandaríkjanna, sem hann setti fram í ræðu sinni á allsherjarþinginu í gær,
fímmtudag, um að þeir taki þátt í samningaviðræðum um frið í einstökum
hlutum heims.
Tass, sovéska fréttastofan, segir
að ræða Reagans hafi verið endur-
tekning á gjaldþrotastefnu Banda-
ríkjanna í utanríkismálum. Hún
ásakaði Reagan fyrir að draga at-
hyglina frá tillögum Sovétríkjanna
í afvopnunarmálum og fyrir að
gefa ranga mynd af ástandinu í
Nicaragua, Afganistan og fleiri
löndum. Tass sagði að Reagan hefði
viðurkennt að jákvæðar hliðar
væru á tillögum Sovétmanna í af-
vopnunarmálum.
Daniel Ortega, forseti Nicar-
agua, brást reiður við ræðu Reag-
ans, en viðbrögð annarra þjóðar-
leiðtoga voru jákvæðari. Zia U1
Haq, forseti Pakistan, sagði ræð-
una vera eina þá bestu sem hann
hefði heyrt, en Olof Palme sagði
hana hafa verið þversagnakennda
og Helmut Kohl og franski utan-
ríkisráðherrann Roland Dumas
sögðu að ræðan hefði borið þess
vott að fundur leiðtoga stórveld-
anna væri fyrirhugaður. Rajiv
Gandhi, forsætisráðherra Ind-
lands, sagði að hann hefði kosið að
ræðan hefði fjallað um afvopnun,
því deilur í einstökum hlutum
heims væri hægt að leysa á öðrum
vettvangi.
Fundur sex leiðtoga Vesturveld-
anna með Reagan lýsti yfir stuðn-
ingi við stefnu Bandaríkjanna i
viðræðum stórveldana í Genf.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur ákveðið að
þiggja boð Shevardnadze, utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, um að
fara til Moskvu 4.-5. nóvember til
að undirbúa fund leiðtoga stórveld-
ana í Genf 19.—20. nóvember.
Noregur:
Landsréttindum
lýkur í fjörunni
Osló, 25. oklóber. FriJan Erik Laure. IrétUriUra Morgunbluósins.
HÆSnRÉTTUR í Noregi felldi í Maður nokkur frá Sogni setti
dag dóm, sem er mjög mikilvægur
fiskræktendum. Þar er því slegið
föstu að landeigandi eigi ekki einka-
rétt á sjónum utan landareignar
sinnar.
60 daga neyðarástandi
lýst yfir í Argentínu
i»__ k <ie ad
Buenos Aires, 25. október. AP.
RAUL ALFONSIN, Argentínuforseti, lýsti í dag yfir tveggja mánaða
neyðarástandi í landinu vegna „ítrekaðra ofbeldisverka“, sem beinst
hafa gegn stjórn hans. Forsetinn ákvað hins vegar að leyfa pólitíska
fundi og hefur ekki í hyggju að hætta við fyrirhugaðar kosningar
til þings og bæjar- og sveitarstjórna 3. nóvember nk.
Að sögn Antonio Troccoli,
innanríkisráðherra, var ákveðið
að lýsa yfir neyðarástandi er
dómari lýsti því yfir í gær að
sérstök handtökutilskipun for-
setaembættisins á þriðjudag á
hendur 6 foringjum í hernum og
6 óbreyttum borgurum stæðist
ekki samkvæmt stjórnarskránni.
Fyrirskipaði dómarinn að Alej-
andro Arias, fyrrum ofursti, yrði
látinn laus.
Alfonsin fyrirskipaði hand-
töku tólfmenninganna, sem tald-
ir eru viðriðnir sprengjuherferð,
símahótanir og aðra hermdar-
verkastarfsemi, sem beinst hefur
gegn stjórninni. Þeir eru kunnir
fyrir pólitnka afstöðu sína og
tengdust náið herforingjastjórn-
unum, sem sátu að völdum í
Argentínu frá 1976 og þar til
Alfonsin tók við völdum í des-
ember 1983. Linnti ofbeldisverk-
unum ekki eftir handtöku mann-
anna 12, því rétt á eftir sprakk
sprengja í varðstöð við skrifstof-
ur yfirmanns herafla landsins. í
gær sprakk svo sprengja í húsi,
sem Troccoli dvelst jafnan í um
helgar í úthverfi höfuðborgar-
innar.
Um leið og Alfonsin lýsti yfir
neyðarástandi gaf hann út nýja
handtökutilskipun á hendur tólf-
menningunum, til að fullnægja
ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Forsetinn hefur nú m.a. völd til
að afnema öll mannréttindi og
banna útifundi, en hann hefur
ákveðið að beita ekki þessum
ákvæðnm.
Háttsettir embættismenn
telja stjórnarbyltingu mjög ólík-
lega, þar sem Alfonsin hefur
aldrei verið vinsælli, samkvæmt
skoðanakönnunum, og hylli hers-
ins er í lágmarki.
Á rúmum mánuði hafa verið
sprengdar á annan tug sprengja
í Argentínu og embættismönn-
um, mannréttindabaráttumönn-
um og þingmönnum hafa borist
hundruð símahótana. Margar
sprengjanna hafa sprungið við
mannvirki hersins, til að láta líta
út fyrir að vinstri öfgamenn séu
að færast í aukana, að sögn
stjórnar Alfonsins.
fyrir nokkrum árum á laggirnar
fljótandi fiskræktarstöð og batt
festar hennar í landareign annars
manns. Eigandi landsins hafnaði
tilboði fiskræktandans um að
greiða aðstöðugjald og flutti síðar-
nefndur þvi fiskeldissteðina fimm-
tíu metra frá fjöruborði.
En landareigandinn var þeirrar
hyggju að flytja þyrfti stöðina á
braut. Annars vegar hélt hann
fram að hann hefði yfirráð yfir
sjónum utan landareignar sinnar
og hins vegar stæði fiskeldisstöðin
í vegi fyrir skipum, sem leið ættu
um þröngan fjörðinn.
í undirrétti var dæmt landeig-
andanum i vil, en hæstiréttur
ákvað að hann hefði ekki yfirráð
yfir því sem lægi i sjónum út af
landareigninni. Þessi dómur á
ugglaust eftir að gleðja margan
fiskræktandann, því að mörg mál
af þessu tagi liggja fyrir norskum
dómstólum um þessar mundir.
Átök milli eistneskra
og rússneskra stúdenta
Stohkhólmi, 25. október. AP.
STUDENTUM af eistneskura og rússneskum uppruna hefur lent saraan
og þeir barist á götum úti í háskólaborginni Tartu í Eistlandi, að því er
Ants Kippar, formaður samtaka sem vinna að lausn eistneskra sam-
viskufanga, segir. Til saras konar árekstra hefur einnig komið milli
stúdenta í Riga í Lettlandi.
Árekstramír áttu sér stað i
endaðan september og i byrjun
október að sögn Kippar og voru í
tengslum við undirbúning þjóð-
hátíðardags Sovétrikjanna. Að
sögn þátttakenda i átökunum
voru notaðir hnífar, keðjur og
hnúajárn í óeirðunum, en her-
skólanemar frá Tallin i Eist-
landi voru notaðir til að bæla
beirðirnar niður. Að eögn Kipp-
ars leiddu átökin til handtöku
fjölda fólks, sem þátt tók i þeim,
auk þess sem nokkrir þeirra
þurftu aðhlynningu á sjúkrahús-
um.
Mikið af Rússum hefur flust
til baltnesku landana á undan-
förnum áratugum og hefur Sov-
étstjórnin unnið gegn þvf að
þessar þjóðir við strönd Eystra-
saltsins haldi þjóðareinkennum
sínum. Það hefur valdið reiði og
ókyrrð í þessum löndum, en Sov-
étríkin innlimuðu þau í lok
seinni heimsstyrjaldarinnar.