Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 21 Hussein endurskoðar afstöðu sína til PLO Amman, 25. október. AP. HUSSEIN Jórdaníukonungur kvaðst á næstunni myndu eiga „mjög alvarleg- ar viðræður" við Yasser Arafat, leiðtoga PLO, til þess að endurskoða sam- band sitt við PLO og bandalag PLO og Jórdaníu gagnvart ísrael. Ýmislegt bendir til að sambúð PLO og Jórdana fari stórum versnandi. Arafat vísaði á bug fregnum blaða í Bahrain þess efnis að Jórdanir hefðu lokað skrifstofum og stofn- unum PLO í Jórdaníu og bannað fjölda háttsettra leiðtoga PLO að koma til landsins. Blaðið A1 Quds í ísrael, sem hefur haft góð sam- bönd við hirð Jórdaníukonungs, skýrði frá lokun skrifstofanna í dag og að helztu skæruliðaleið- togunum hafi verið bannað að koma til Jórdaníu. A1 Quds styður Hussein og er talið afar trúlegt að blaðið fari ekki með fleipur. Á blaðamannafundi með vest- rænum fréttamönnum sagði Hus- sein að til greina kæmi að í fram- tíðinni tækju Palestínumenn, sem ekki tengdust PLO, þátt í friðar- umleitunum í stað fulltrúa PLO. Hann sagði að ýmsar aðgerðir af hálfu PLO að undanförnu hefðu orðið til að tefja fyrir friðarum- leitunum. Nefndi hann ránið á Achille Lauro, morð á þremur ísraelum á Kýpur og misheppnað- ar viðræður fulltrúa PLO og brezka utanríkisráðherrans. Þá mun það ekki hafa bætt úr skák, að PLO hefur kallað yfir sig reiði egypsku stjórnarinnar með því að bera á móti þeim fullyrðing- um Egypta að PLO hafi óskað eftir því að fá afhenta ræningja Achille E1 Salvador: Forsetadótturinni sleppt úr haldi Særðu skæruliðarnir 96 komnir til Panama S»n S»l*»dor, El S»l» »dor, 25. október. AP. I DAG komu til Panamaborgar í Panama tugir vinstriskæruliða, sem leyft var að fara frá El Salvador, eftir að dóttir Duartes forseta hafði verið látin laus samkvæmt samkomulagi stjórnarinnar og skæruliðahreyfingarinnar um fangaskipti. I Panamaborg beið kúbönsk þota eftir að flytja hluta hinna 96 særðu skæruliða til læknismeðferðar á Kúbu, 23 áttu að fara til Mexíkó- borgar og nokkrir til Frakklands. Tveir skæruliðanna voru bornir á sjúkrabörum og margir höfðu misst hönd eða fót. Auk þess að leysa Ines Guadal- upe Duarte Duran úr haldi, svo og vinkonu hennar, önu Ceciliu Villeda Sosa, slepptu skæruliðar einnig níu af 38 bæjarstarfsmönn- um, sem þeir höfðu í haldi. Hinum, 29 talsins, verður sleppt síðar, samkvæmt ákvæðum samkomu- lagsins. Stjórnin sleppti, auk særðu skæruliðanna 96, 22 pólitískum föngum. Napoleon Duarte forseti kvað dóttur sina hafa verið við góða líðan, er henni var sleppt. „Hún var þreytt, sem vonlegt var eftir þriggja daga stöðugar göngur, og taugaóstyrk, sem engan skyldi undra eftir sex vikna fangavist hjá skæruliðum. Hún var yfir sig glöð að sjá okkur foreldra sína og þó umfram allt börnin sín þrjú,“ sagði forsetinn við fréttamenn. Karpov flæktur í fjármálahneyksli í SÍÐASTA helgarblaði enska fjár- málablaðsins The Financial Times er greint frá því að Anatoly Karpov, heimsmeistari í skák, sé flæktur í hneykslismál vegna umboðslauna sem Karpov fékk fyrir að auglýsa skáktölvur. Samkvæmt heimildum blaðsins leita v-þýzkir lögfræðingar nú logandi Ijósi að 450.000 Banda- ríkjadölum, eða jafnvirði 18 milljóna íslenskra króna, sem Karpov mun hafa unnið sér inn fyrir að auglýsa skáktölvur á tímabilinu 1979 til 1981, en aldrei fengið í hendur. Samkvæmt samningi Karpovs við tölvufyrirtækið Novag í Hong Kong, sem er í eigu V-Þjóðverjans Peter Auge, átti Karpov að fá í sinn hlut tvo og hálfan dal fyrir hverja skáktölvu, sem fyrirtækið seldi undir nafni Karpovs, eða jafnvirði 100 ísl. króna. Því er haldið fram að peningunum hafi verið komið fyrir á bankareikn- ingum á Vesturlöndum, en hvað síðan varð um þá kann að koma í ljós í réttarhöldum þeim sem fram undan eru. Sovézkir stórmeistarar í Moskvu hafa kallað Novag-málið „hreint hneyksli" og því hefur ver- ið haldið fram að Karpov hljóti að hafa þurft að greiða skatta af þessu fé á Vesturlöndum. Þá hafa menn einnig velt því fyrir sér í Moskvu hvernig sovézk yfirvöld komi til með að taka á málinu, ef þau komast að þeirri niðurstöðu að Karpov hafi brotið sovézkar gjaldeyrisreglur með samningnum við Novag. Anatoli Karpov Alþjóðaskáksambandið fléttast einnig inn í þetta mál. Forseti þess, Filippseyingurinn Campo- manes, er sagður hafa skrifað Pet- er Auge bréf árið 1983 þar sem hann krafði hann um sönnun fyrir greiðslu. Annar háttsettur FIDE- maður, V-Þjóðverjinn Alfred Kinzel, fyrrum háttsettur í lög- reglunni í Berlín, hefur reynt að aðstoða Karpov við að ná yfirráð- um yfir fénu. Að sögn heimildarmanna blaðs- ins gæti mál þetta verið notað til að varpa Karpov út í kuldann í Moskvu, tapi hann heimsmeist- araeinvíginu gegn Kasparov. Karpov var á sínum tíma sæmdur Lenin-orðunni af Leonid Brezhn- ev, fyrrum aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, og hann er nú forseti sovézka friðarsjóðsins. Lauro og láta þá sæta ábyrgð gjörða sinna. Shimon Peres, forsætisráðherra Israel, kvaðst í dag reiðubúinn að hefja beinar viðræður við Sýrlend- inga um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann kvaðst þó ekki sjá þess nein merki að Sýr- lendingar vildu friðmælast. Hins vegar fagnaði Peres þeirri þróun, sem verið hefði síðustu daga, og sagði ýmis Arabaríki virðast til- búin til að sýna sveigjanleika í afstöðunni til fjölþjóðaráðstefnu um frið í Miðausturlöndum. Út- varpið í ísrael sagði að í nánd virtist vera samkomulag ísraela og Jórdana um að hefja undir- búning tvíhliða friðarviðræðna ríkjanna. Bæði Hussein og Peres hafa í dag og gær orðið til að lýsa hugmyndum hvors annars með jákvæðum hætti. Bladburðarfólk óskast! ^0 Austurbær Ingólfsstræti Barónstígur Leifsgata 4—33 Læknastofa ERLENT Hef opnaö læknastofu viö St. Jósefsspítala Suöur- götu 44, Hafnarfiröi. Viötalsbeiönir í síma 50188 (skiptiborö), kl. 9—17. Stofutími minn í Domus Medica veröur óbreyttur. Gunnar Valtýsson, læknir. Sérgrein: Hormóna- og efnaskiptasjúkdómar, almennar lyf- lækningar. HEWLETT PACKARO KYNNIR NÆSTU NÁMSKEIÐ FYRIR HP3000 NOTENDUR HEWLETT PACKARD tölvu- notendur hafa aðgang að fjölda sérhæfðra námskeiða bæði innanlandsog utan. SYSTEM OPERATOR Námskeiðið er nauðsynlegt fyrir þá sem eiga að sjá um daglegan rekstur HP3000 tölva. Einnig er það æskilegt fyrir þá sem vinna við HP3000 tölvur. Markmiðið er að gefa þátttak- endum almennt yfirlit yfir HP3000 tölvuna, MPE stýrikerfið og ýmis hjálparforrit. Kennari: Ragnar Marteinsson Haldið: 17.-20.12. öll námskeiðin eru haldin í húsakynnum HP að Höfðabakka 9. Allar frek- ari upplýsingar eru veittar í síma 671000 RITVINNSLA HPSLATE / MAKEUP Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem ætla að nota ritvinnslu á HP3000. Markmiðið er að gefa þátttak- endum almennt yfirlit yfir þau ritvinnslukerfi sem HP á Islandi býður upp á. Kennari: Ragnar Marteinsson Haldið: 14.-15.11. TEIKNIKERFI HPDRAW / EZCHART Markmiðið er að gefa þátttak- endum almennt yfirlit yfir þau grafisku kerfi sem HP á Islandi býður upp á. Kennari: Friðþjófur Johnson Haldið: 28.-29.11. A PROGRAMMER'S INTRODUCTION Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem vilja fá góða innsýn í MPE stýri- kerfið og ætla að taka þátt í þróun eða viðhaldi kerfa á HP3000. Farið er vel yfir þá þætti sem snúa að almennri forritun á HP3000. Einnig er farið yfir helstu þættina í IMAGE gagna- grunnkerfinu og VPLUS skjá- myndakerfinu auk margra hjálp- arforrita. Kennari: Ragnar Marteinsson Haldið: 2.-6.12. Námskeið erlendis HP býður upp á mjög vönduð námskeið erlend- is, svo sem á viðskiptasviði og tæknisviði. HEWLETT PACKARD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.