Morgunblaðið - 03.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER1985 Sala Iceland Seafood fyrstu 10 mánuði ársins 4,7 milljarðar króna: Aukningin frá fyrra ári 13,2% SALA Iceland Seafood Corp., dótturfyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjun- um, hefur gengió vel á þessu ári, að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra fyrirtækisins. Fyrstu 10 mánuði ársins var selt fyrir 114,2 milljónir dala, 4,7 milljarða króna, og er það 13,2% meira en á sama tíma í fyrra. Guðjón segir, að fiskskortur hafí komið í veg fyrir mögulega meiri sölu. Morgunblaðið/Bjarni Á Sprengisandi SPRENGISANDUR, nýr skemmtistaður í austurborginni, var formlega opnaður með mikilli viðhöfn á föstudaginn. Var þar boðið öllum sem unnið hafa að byggingu hússins og velunnurum ásamt mökum, á annað hundrað manns. Bygging staðarins tók aðeins 112 daga og var skilað fullbúnu að utan og innan, með gróðri og öðru tilheyrandi. Við opnun staðarins voru sprengd um 250 kíló af sprengiefni, sem þrumaði um loftið í Elliðaárdalnum. Meðfylgjandi mynd var tekin af boðsgestum á föstudagskvöldið. Lokið við að salta í 210.000 tunnur Mesta söltun sfðustu ára á þessum tíma í októbermánuði var alls selt fyrir 13,244 milljónir dala, 550 milljónir króna og er það 16,9% meira en i sama mánuði í fyrra. Þetta er annar söluhæsti mánuður í sögu fyrirtækisins á eftir sept- ember síðastliðnum og söluhæsti októbermánuður frá upphafi. Að magni til jókst sala verksmiðju- framleiddrar vöru um 12,9% og í verðmætum um 17,5%. í sölu flaka var magnaukningin 27,7% og í verðmæti 34,3%. Fyrstu 10 mánuði ársins var heildarsalan í dölum talið 114,2 milljónir og er það 13,2% aukning frá fyrra ári. Alls voru seldar 89,1 Gísii Sigurósson Gísli Sigurðs- son, fyrrum lög- regluþjónn látinn GÍSLl Sigurðsson, fyrrum lögreglu- þjónn, lést á Hrafnistu í Hafnarfírði miðvikudaginn 30. október síðastlið- inn, 82 ára að aldri. Gísli Sigurðsson fæddist hinn 23. júní 1903 á Sólheimum í Hruna- mannahreppi. Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason frá Kolsholti i Flóa og kona hans Jóhanna Gísla- dóttir frá Forsæti í Flóa. Gísli varð snemma mikill áhuga- maður um íþróttir. Hann réðst sem lögregluþjónn í Hafnarfirði 1. júlí 1930 og stundaði það starf meðan starfsþrek hans entist, þar af var hann varðstjóri frá 1949. Gísli var allra manna fróðastur um sðgu Hafnarfjarðar og naut fræðimannastyrks fyrir söfnun ýmiss konar fróðleiks um Hafnar- fjörð, Garðahrepp og Bessastaða- hrepp. Gísli kvæntist 30. maí 1931 Vigdísi Klöru Stefánsdóttur, bónda á Fitjum í Skorradal Guðmunds- sonar, og lifði hann konu sína. Þau hjón láta eftir sig börn, tengdabörn og barnabörn. í dag Meðal efnis í blaðinu í dag er: Ú tvarp/sj ón varp 6 Dagbók 8 Fasteignir 10-22 Leiðari 28 Reykjavíkurbréf 28/29 Pen i ngarmarkaður 30 Myndasögur 31/32 Raðauglýsingar 40-47 Fólk í fréttum 26b/27b Dans/bíó/leikhús 28b/31b Velvakandi 32b/33b Menning/listir lc—8c Útsýn ld—4d milljónir punda, rúmlega 40.415 lestir, sem er 11,2% meira en í fyrra. Magnaukning í sölu verk- smiðjuframleiddra vara er 7,2% og 11,5% í sölu flaka. Guðjón sagði, að nú færi skortur á þorskblokk að verða alvarlegur og auk þess vantaði ýsuflök, karfa og grálúðu og því væri hægt að fullyrða, að salan hefði getað orðið meiri, hefði nóg verið til af þessum tegundum. Hann teldi að sú fisk- veiðistefna, sem haldið væri uppi á íslandi, væri viðleitni til að gera nauðsynlega hluti, en þegar upp kæmu sérstök markaðsleg vanda- mál, eins og blokkarskortur, væri afar æskilegt að tekið væri tillit til þess og reynt að skapa svolítinn sveigjanleika í kerfinu. Markaður- inn yrði að fá að ráða stefnunni, en ekki á kostnað þess, að verið væri að ofveiða fiskistofnana. Ef spurningin væri um örlítinn sveigjanleika til að mæta sérstök- um markaðsvanda, fyndist honum ekki hægt að líta framhjá því. Yrðum við uppiskroppa með jafn- þýðingarmikla vöru og þorskblokk, sem væri aðalhráefnið fyrir verk- smiðjuframleiðsluna, gæti það haft alvarlegar afleiðingar. Gæti þýtt að við misstum stóra og þýð- ingarmikla viðskiptavini, sem ekki væru á hverju strái. f frystihúsum Sambandsins væri nú reynt að framleiða eins mikið af blokk og hægt væri. Það hefði skilað árangri að því marki að menn hefðu aukið verulega það hlutfall, sem færi í blokk. Það væri hins vegar bara hlutfall af minna heild- armagni en áður. KÍSILIÐJAN víð Mývatn fær ekki að starfa áfram nema það sannist við vísindalega rannsókn að vinnslan þar hafí ekki hættu í för með sér fyrir lífríki Mývatns. Þetta kom fram í ávarpi Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra við setningu ráðstefnu Nátt- úruverndarráðs um lífríki Mý- vatns og Laxár og áhrif kísilgúr- náms, sem hófst í Norræna húsinu í gærmorgun og lýkur síðdegis í SÍLDARSÓLTUNIN nemur nú orðið um 210.000 tunnum og er það meira en nokkru sinni á þessum tíma undanfarin ár. Alls hefur verið samið um sölu á 245.000 tunnum. Mikil veiði var um miðja vikuna og margir bátar hafa lokið kvóta sínum. Nokkr- ar söltunarstöðvar luku söltunar- að engum vettlingatökum yrði beitt ef á daginn kæmi að Kísiliðj- an stofnaði lífrfkinu í hættu. Hann greindi jafnframt frá því að þeim fjármunum Kísiliðjunnar sem nú er varið til rannsókna við Mývatn yrði áfram varið til þeirra, þótt í ljós kæmi að kæmi að kísilgúrná- mið ógnaði ekki lífríki Mývatns. Drög að áætlun um rannsóknir á lífríki Mývatns og Laxár, sem hópur sérfræðinga hefur samið, verða til umræðu á ráðstefnunni kvóta sínum á föstudagskvöld. Síldveiðin var lítil á föstudag vegna veðurs, en mikið af síld hefur verið landað í flestum sölt- unarhöfnum. Samkvæmt upplýs- ingum Síldarútvegsnefndar er mikið af síldinni heilsaltað og því verulegur gangur við það. Hver söltunarstöð væri með ákveðinn kvóta og væru nokkrar þeirra í þann veginn að ijúka honum. Mest hefði verið saltað til þessa upp í stærsta sölusamninginn, fyrir Rússa, en saltað væri jafnt og þétt upp í alla gerða samninga. Á fimmtudagskvöld var Bú- landstindur á Djúpavogi hæsta söltunarstöðin með 16.029 tunnur og Pólarsíld á Fáskrúðsfirði önnur með 14.106 tunnur. Hæstu söltun- arbæirnir á sama tíma eru Eski- fjörður með 30.473, Fáskrúðsfjörð- ur með 18.100, Reyðarfjörður með SEX sækja um embætti bæjarfógeta á Húsavík og sýslumanns í Þingeyj- arsýslum. Þeir eru Adolf Adolfsson, fulltrúi á Húsavík, Ásmundur S. Jóhannsson, héraðsdómslögmaður á Akureyri, Barði Þórhallsson, bæjarfógeti á Ólafsfírði, Freyr Ófeigsson, héraðsdómari á Akur- eyri, Halldór Kristinsson, bæjarfóg- eti í Bolungarvík, og Örlygur Jóns- son, héraðsdómslögmaður á Húsa- vík. Fráfarandi bæjarfógeti og sýslumaður er Sigurður Gizurarson, sem skipaður hefur verið bæjarfóg- eti á Akranesi. Þrír sækja um embætti sýslu- manns i Rangárvallasýslu með aðsetri á Hvolsvelli. Þeir eru Friðjón Guðröðarson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, Lúðvík Giz- urarson, hæstaréttarlögmaður f Reykjavík, og Þorleifur Pálsson, deildarstjóri í dóms- og kirkju- ' ’ *l___A.Í_ Tt • 17.300 og Djúpivogur, Hornafjörð- ur og Grindavík allir með um 16.000 tunnur. Fanga af Litla- Hrauni leitað: Strauk frá tannlækninum LÖGREGLAN leitar nú fanga af Litla-Hrauni. Hann slapp úr gæslu á fimmtudag og hefur verið leitað síðan. Fanginn kom ásamt gæslu- manni til Reykjavíkur til að leita sér tannlækninga. Að tannviðgerð lokinni gerði fanginn sér lítið fyrir og læsti dyrum á eftir sér og komst undan gæslumanni sínum. Síðan hefur ekki til fangans spurst, þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu. sýslumaður er Böðvar Bragason, sem skipaður hefur verið lög- reglustjóri f Reykjavfk. Uppskeruhá- tíð Víils í dag UPPSKERUHÁTÍÐ Knattspyrnufé- lagsins Vals verður haldin í dag í samkomuhúsinu Broadway. Þar verður þeim knattspyrnumanni, sem kjörinn hefur verið „leikmaður árs- ins“ í hverjum aldursflokki, afhent sérstök verðlaun. Húsið verður opnað kl. 14.00, en verðlaunaafhendingin hefst kl 14.30. Stjórnendur félagsins hvetja Valsmenn, foreldra leikmanna, svo og aðra velunnara félagsins til að Morgunblaðið/Bjarni. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, ávarpar ráðstefnuna í Norræna húsinu í gærmorgun. Kísiliðjan við Mývatn: Fær ekki að starfa áfram nema vinnsl- an sé hættulaus Embætti sýslumanna: Sex sækja um Húsa- vík og þrír um Hvolsvöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.