Morgunblaðið - 03.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER1985 Morgunbladid/Júlíus Engin brauð — forráðamenn Kaupfélagsins í Hafnarfirði hafa sett upp skilti, þar sem þeir tilkynna viðskiptavinum að lögbann hafi verið sett við sölu á brauðum og kökum. Kaupfélagið við Miðvang í Hafnarfirði: Lögbann við sölu á brauði og kökum Eigandi Kökubankans fékk lögbann sett vegna deilu um sölu í Kaupfélaginu Fjáreigendur á Siglufirði leita til heilbrigðisráðherra: Lokunarskipun Hollustu- verndar verði afturkölluð Morgunbla4i4/HBJ Ólafur Jóhannsson fjáreigandi við hurðina í kjötfrystiklefann í sláturhúsi félagsins sem fógetinn innsiglaði fyrir skömmu. FÓGETAEMBÆTTIÐ í Hafnarfírði hefur kveðið upp úrskurð um lög- bann við sölu á brauðum og kökum í stórmarkaði Kaupfélags Hafnfírð- inga í verslunarmiðstöðinni við Miðvang. Kökubankinn, sem jafn- framt er til húsa í verslunarmiðstöð- inni við Miðvang, setti fram kröfu um lögbann eftir að forráðamenn Kaupfélagsins tilkynntu, að fram- vegis yrðu þar á boðstólum brauð og kökur frá Mjólkursamsölunni ásamt vörum frá Kökubankanum. Við málflutning í fógetarétti kom fram, að samningar hefðu verið gerðir á sínum tíma um að brauð og kökur frá öðru bakaríi en Kökubankanum yrðu ekki á boðstólum í verslunarmiðstöðinni við Miðvang. Árið 1980 hefði Kaupfélagið opnað stórmarkað í Miðvangi og skömmu síðar voru þar á boðstólum brauð og kökur frá Kökubankanum eftir að sér- stakt samkomulag var um það gert. Síðan hefði það gerst, að Kaup- félagið bauð viðskiptavinum sínum Samsölubrauð og eiganda Köku- bankans tilkynnt að svo yrði i framtíðinni. Eigandinn taldi með þessu á sér brotið og krafðist lög- banns við sölu á kökum og brauð- um i Kaupfélaginu. Lögbannskrafa hans náði fram að ganga gegn 200 þúsund króna tryggingu og skal höfða mál til staðfestingar lög- banninu innan viku. Telja að annar- legar ástæður geti legið að baki LÖGMAÐUR Sameignarfélags fjár- eigenda á Siglufírði hefur sent Ragn- hildi Helgadóttur, heilbrigðisráð- herra, bréf þar sem kröfu Hollustu- verndar ríkisins um lokun frysti- geymslu félagsins er mótmælt sem lögleysu og þess krafíst að ráðherr- ann afturkalli lokunarskipun Holl- ustuverndarinnar. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur bæjarfóget- inn á Siglufirði innsiglað frysti- geymslu sláturhússins þar sem geymt er kjöt af fé Siglfirðinga sem þeir slátruðu í haust án þess að hafa til þess leyfi landbúnaðar- ráðherra. Slátraði hver fjáreig- andi sínu fé, sem um heimaslátrun eða slátrun á blóðvelli væri að ræða og ætluðu kjötið til heima- nota. Megininntak bréfs lögmannsins, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., er það að Hollustuvernd ríkis- ins hafi ekki minnstu ástæðu til að ætla að umrætt kjöt skorti eðlilega hollustu eða sé skaðlegt heilbrigði manna, enda hefði félag- ið gert allt sem í þess valdi stóð „til að tryggja heilbrigði eigenda kjötsins, þá er þeir neyta þess.“ Svo lengi sem heilbrigðisyfirvöld finni ekkert að kjötinu geti þau ekki stöðvað eigendur þess í að neyta þess. Hollustuverndin byggði lokun- arkröfu sína m.a. á ákvæði í heil- brigðisreglugerð sem segir að óheimilt sé að slátra búfé utan sláturhúsa í kaupstöðum og kaup- túnum, enda þótt afurðir séu ætl- aðar til heimilisnota eingöngu. Lögmaðurinn telur að þetta reglu- gerðarákvæði hafi ekki lagastoð og því að engu hafandi í málinu. Með ákvæðinu sé skertur réttur manna í kaupstöðum og kauptún- um til sjálfsbjargar með mataröfl- un. Þá kemur fram í bréfinu að umbjóðendur hans hafi grunsemd- ir um að annarleg sjónarmið búi að baki aðför Hollustuverndar ríkisins að þeim. Þeim sé m.a. kunnugt um að hagsmunaaðilar vilji knýja félagsmenn til að beina sláturviðskiptum til sinna slátur- húsa, og telja að þeir skirrist ekki við að beita ríkisvaldi af óbilgirni í þessu skyni hafi þeir aðstöðu til. Fundur JC: Frjáls- hyggja eða ríkis- rekstur? FRJÁLSHYGGJA eða ríkisrekst- ur? er efni félagsfundar, sem JC í Reykjavík efnir til í Risinu á Hverfisgötu 105 þriðjudagskvöld- ið 5. nóvember nk. kl. 20.00. Frummælendur á fundinum eru Hannes H. Gissurarson, sagnfræðingur, og Birgir Árna- son, hagfræðingur hjá Þjóð- hagsstofnun. Að erindum lokn- um bera þeir fram spurningar hvor til annars og síðan verður mælendaskrá opnuð fyrir um- ræður og fyrirspurnir til frum- mælenda. Fundurinn er öllum opinn. Trúnaðar- bréf afhent PÁLL Ásgeir Tryggvason sendi- herra afhenti hinn 14. október sl. Todor Zhivkov, forseta Búlgaríu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Búlgaríu með aðsetur í Moskvu. Krétutilkínoing Fundur SVS og Varðbergs fimmtudagskvöldið 7. nóvember: Michael S. Voslensky ræðir um sovésk viðhorf við Vestur-Evrópu Talinn háttsettasti sovétborgari sem yfirgefið hefur heima- land sitt. KGB reyndi að myrða hann fyrir fjórum árum DR. MICHAEL S, Voslensky, pró- fessor og forstöðumaður Sovét- rannsóknarstofnunarinnar í Miinc- hen, höfundur hinnar heimsfrægu bókar NomenkJatura, sem fjallar um herrastéttina í Sovétríkjunum, er væntaniegur hingað til lands í boði Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS). Voslensky, sem er fyrrum framkvæmdastjóri afvopnunar- máladeildar Sovésku vísindaaka- demíunnar og starfsmaður Heimsfriðarráðsins, flytur er- indi og svarar fyrirspurnum á fundi sem SVS og Varðberg gangast fyrir nk. fimmtudags- kvöld, 7. nóvember. Fundurinn verður á Hótel Esju, 2. hæð, og hefst kl. hálfníu. Hann er opinn félagsmönnum í SVS og Varð- bergi og gestum þeirra. Voslen- sky mun m.a. ræða um sovésk viðhorf til Vestur-Evrópu. Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, kynnir ræðu- mann í upphafi fundar, en Birgir ritaði sjö greina flokk um bókina Nomenklatura, sem birtist hér í blaðinu vorið 1983 og hefur einn- ig komið út tvívegis sérprentað- ur. Sagt hefur verið, að hærra settur sovétborgari hafi aldrei kosið að setjast að á Vesturlönd- um en þegar dr. Voslensky tók þá ákvörðun 5. mars 1972. Hann var þá 51 árs gamall, virtur fræði- og embættismaður í Sov- étríkjunum, þar sem hann hafði lifað og hrærst í efri lögum herrastéttarinnar frá unga aldri. Hann hafði mikla reynslu að baki og bjó yfir mikilli þekkingu á öllum innviðum sovéska alræð- isbáknsins. Skömmu eftir að hann tók þessa ákvörðun, reyndu KGB-menn að ræna honum í Vínarborg. Eftir að bók hans Nomenklatura kom út, þar sem hann lýsir sovéska stjórnkerfinu innan frá og ekki síst sinni eigin stétt, herrastéttinni, reyndu KGB-menn að drepa hann á eitri (í Bremen í september 1981). Michael S. Voslensky fæddist NOMEN ,Um herrastéttina i Sovétríkjunum" .Michael Voslensky Ritgerð Birgis ísl. Gunnarssonar um Nomenklatura, sérprentuð úr Morgunblaðinu. 6. desember 1920 í Berdjansk í Suður-Úkraínu, en fluttist átta ára gamall til Moskvu, þar sem hans beið óvenju glæsilegur námsferill, svo að athygli vakti hjá stjórnvöldum. Á háskólaár- um sínum hlaut hann t.d. hinn eftirsótta Stalín-styrk, en á þeim árum var það æðsta viðurkenn- ing, sem stúdent gat fengið. Hann er doktor í sagnfræði, heimspeki, stjórnvísindum og almennum stjórnmálafræðum. 1946 var hann sendur til Nurn- berg, til þess að vera túlkur og þýðandi við stríðsréttarhöldin yfir foringjum nasista. Að þeim loknum tók Sokoloff marskálkur hann með sér til Berlínar til starfa við Fjórveldastjórn bandamanna í Þýskalandi. Eftir það var frami Voslenskys tryggður. Nefna má, að hann starfaði í alþjóðamálastofnun sovéska utanríkisráðuneytisins, var upplýsingastjóri Ráðherra- ráðs Sovétríkjanna, starfsmaður Heimsfriðarráðsins í Prag og Vín, félagi og starfsmaður Vís- indaakademíunnar, prófessor við Lúmúbaháskóla í Moskvu, ritari aðalnefndar Sovétríkjanna um afvopnunarmál, átti sæti í sov- ésku nefndinni um öryggi og samvinnu í Evrópu, var fulltrúi Sovétríkjanna í Pugwash-hreyf- ingunni (alþjóðlegum samtökum vísindamanna fyrir vopnaeftir- liti með þátttöku margra vís- indamanna á Vesturlöndum), starfsmaður og ráðgjafi Æðsta ráðsins og Miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, forseti Vináttufélags Austurríkis og Ráðstjórnarríkjanna, sat i UNESCO-nefnd Sovétríkjanna o.s.frv. Eftir að Voslensky settist að á Vesturlöndum hefur hann flutt fyrirlestra sem prófessor við há- skólana í Vín, Miinster, Ham- borg, Múnchen og Linz, í Banda- ríkjunum og við Max Planck- Michael S. Voslensky. stofnunina í Starnberg. Alls hefur hann ritað fimm bækur og um 450 greinar í blöð og tímarit. Frægastur hefur Voslensky orðið fyrir bók sína Nomenklat- ura, um valdastéttina í Sovét- ríkjunum. Þetta rússneska töku- orð úr latínu („nomenclatura“ = nafnaskrá) er nú orðið alþjóðlegt á sinn hátt eins og „Gúlag“, sem Solzjenitsín gerði frægt. Bókin hefur víða orðið metsölubók, en hún hefur síðan 1980 komið út í Þýskalandi, Frakklandi, á ftalíu, Spáni, Grikklandi, í Portúgal, Svíþjóð, Argentínu, Brasilíu, Japan, Bandaríkjunum og Bret- landi. Hún hefur verið gefin út og henni dreift ólöglega í Pól- landi og Ungverjalandi og á rússnesku í Englandi, þaðan sem henni er smyglað til Sovétríkj- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.