Morgunblaðið - 03.11.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.11.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER1985 Morgunbladid/Júlíus Engin brauð — forráðamenn Kaupfélagsins í Hafnarfirði hafa sett upp skilti, þar sem þeir tilkynna viðskiptavinum að lögbann hafi verið sett við sölu á brauðum og kökum. Kaupfélagið við Miðvang í Hafnarfirði: Lögbann við sölu á brauði og kökum Eigandi Kökubankans fékk lögbann sett vegna deilu um sölu í Kaupfélaginu Fjáreigendur á Siglufirði leita til heilbrigðisráðherra: Lokunarskipun Hollustu- verndar verði afturkölluð Morgunbla4i4/HBJ Ólafur Jóhannsson fjáreigandi við hurðina í kjötfrystiklefann í sláturhúsi félagsins sem fógetinn innsiglaði fyrir skömmu. FÓGETAEMBÆTTIÐ í Hafnarfírði hefur kveðið upp úrskurð um lög- bann við sölu á brauðum og kökum í stórmarkaði Kaupfélags Hafnfírð- inga í verslunarmiðstöðinni við Miðvang. Kökubankinn, sem jafn- framt er til húsa í verslunarmiðstöð- inni við Miðvang, setti fram kröfu um lögbann eftir að forráðamenn Kaupfélagsins tilkynntu, að fram- vegis yrðu þar á boðstólum brauð og kökur frá Mjólkursamsölunni ásamt vörum frá Kökubankanum. Við málflutning í fógetarétti kom fram, að samningar hefðu verið gerðir á sínum tíma um að brauð og kökur frá öðru bakaríi en Kökubankanum yrðu ekki á boðstólum í verslunarmiðstöðinni við Miðvang. Árið 1980 hefði Kaupfélagið opnað stórmarkað í Miðvangi og skömmu síðar voru þar á boðstólum brauð og kökur frá Kökubankanum eftir að sér- stakt samkomulag var um það gert. Síðan hefði það gerst, að Kaup- félagið bauð viðskiptavinum sínum Samsölubrauð og eiganda Köku- bankans tilkynnt að svo yrði i framtíðinni. Eigandinn taldi með þessu á sér brotið og krafðist lög- banns við sölu á kökum og brauð- um i Kaupfélaginu. Lögbannskrafa hans náði fram að ganga gegn 200 þúsund króna tryggingu og skal höfða mál til staðfestingar lög- banninu innan viku. Telja að annar- legar ástæður geti legið að baki LÖGMAÐUR Sameignarfélags fjár- eigenda á Siglufírði hefur sent Ragn- hildi Helgadóttur, heilbrigðisráð- herra, bréf þar sem kröfu Hollustu- verndar ríkisins um lokun frysti- geymslu félagsins er mótmælt sem lögleysu og þess krafíst að ráðherr- ann afturkalli lokunarskipun Holl- ustuverndarinnar. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur bæjarfóget- inn á Siglufirði innsiglað frysti- geymslu sláturhússins þar sem geymt er kjöt af fé Siglfirðinga sem þeir slátruðu í haust án þess að hafa til þess leyfi landbúnaðar- ráðherra. Slátraði hver fjáreig- andi sínu fé, sem um heimaslátrun eða slátrun á blóðvelli væri að ræða og ætluðu kjötið til heima- nota. Megininntak bréfs lögmannsins, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., er það að Hollustuvernd ríkis- ins hafi ekki minnstu ástæðu til að ætla að umrætt kjöt skorti eðlilega hollustu eða sé skaðlegt heilbrigði manna, enda hefði félag- ið gert allt sem í þess valdi stóð „til að tryggja heilbrigði eigenda kjötsins, þá er þeir neyta þess.“ Svo lengi sem heilbrigðisyfirvöld finni ekkert að kjötinu geti þau ekki stöðvað eigendur þess í að neyta þess. Hollustuverndin byggði lokun- arkröfu sína m.a. á ákvæði í heil- brigðisreglugerð sem segir að óheimilt sé að slátra búfé utan sláturhúsa í kaupstöðum og kaup- túnum, enda þótt afurðir séu ætl- aðar til heimilisnota eingöngu. Lögmaðurinn telur að þetta reglu- gerðarákvæði hafi ekki lagastoð og því að engu hafandi í málinu. Með ákvæðinu sé skertur réttur manna í kaupstöðum og kauptún- um til sjálfsbjargar með mataröfl- un. Þá kemur fram í bréfinu að umbjóðendur hans hafi grunsemd- ir um að annarleg sjónarmið búi að baki aðför Hollustuverndar ríkisins að þeim. Þeim sé m.a. kunnugt um að hagsmunaaðilar vilji knýja félagsmenn til að beina sláturviðskiptum til sinna slátur- húsa, og telja að þeir skirrist ekki við að beita ríkisvaldi af óbilgirni í þessu skyni hafi þeir aðstöðu til. Fundur JC: Frjáls- hyggja eða ríkis- rekstur? FRJÁLSHYGGJA eða ríkisrekst- ur? er efni félagsfundar, sem JC í Reykjavík efnir til í Risinu á Hverfisgötu 105 þriðjudagskvöld- ið 5. nóvember nk. kl. 20.00. Frummælendur á fundinum eru Hannes H. Gissurarson, sagnfræðingur, og Birgir Árna- son, hagfræðingur hjá Þjóð- hagsstofnun. Að erindum lokn- um bera þeir fram spurningar hvor til annars og síðan verður mælendaskrá opnuð fyrir um- ræður og fyrirspurnir til frum- mælenda. Fundurinn er öllum opinn. Trúnaðar- bréf afhent PÁLL Ásgeir Tryggvason sendi- herra afhenti hinn 14. október sl. Todor Zhivkov, forseta Búlgaríu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Búlgaríu með aðsetur í Moskvu. Krétutilkínoing Fundur SVS og Varðbergs fimmtudagskvöldið 7. nóvember: Michael S. Voslensky ræðir um sovésk viðhorf við Vestur-Evrópu Talinn háttsettasti sovétborgari sem yfirgefið hefur heima- land sitt. KGB reyndi að myrða hann fyrir fjórum árum DR. MICHAEL S, Voslensky, pró- fessor og forstöðumaður Sovét- rannsóknarstofnunarinnar í Miinc- hen, höfundur hinnar heimsfrægu bókar NomenkJatura, sem fjallar um herrastéttina í Sovétríkjunum, er væntaniegur hingað til lands í boði Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS). Voslensky, sem er fyrrum framkvæmdastjóri afvopnunar- máladeildar Sovésku vísindaaka- demíunnar og starfsmaður Heimsfriðarráðsins, flytur er- indi og svarar fyrirspurnum á fundi sem SVS og Varðberg gangast fyrir nk. fimmtudags- kvöld, 7. nóvember. Fundurinn verður á Hótel Esju, 2. hæð, og hefst kl. hálfníu. Hann er opinn félagsmönnum í SVS og Varð- bergi og gestum þeirra. Voslen- sky mun m.a. ræða um sovésk viðhorf til Vestur-Evrópu. Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, kynnir ræðu- mann í upphafi fundar, en Birgir ritaði sjö greina flokk um bókina Nomenklatura, sem birtist hér í blaðinu vorið 1983 og hefur einn- ig komið út tvívegis sérprentað- ur. Sagt hefur verið, að hærra settur sovétborgari hafi aldrei kosið að setjast að á Vesturlönd- um en þegar dr. Voslensky tók þá ákvörðun 5. mars 1972. Hann var þá 51 árs gamall, virtur fræði- og embættismaður í Sov- étríkjunum, þar sem hann hafði lifað og hrærst í efri lögum herrastéttarinnar frá unga aldri. Hann hafði mikla reynslu að baki og bjó yfir mikilli þekkingu á öllum innviðum sovéska alræð- isbáknsins. Skömmu eftir að hann tók þessa ákvörðun, reyndu KGB-menn að ræna honum í Vínarborg. Eftir að bók hans Nomenklatura kom út, þar sem hann lýsir sovéska stjórnkerfinu innan frá og ekki síst sinni eigin stétt, herrastéttinni, reyndu KGB-menn að drepa hann á eitri (í Bremen í september 1981). Michael S. Voslensky fæddist NOMEN ,Um herrastéttina i Sovétríkjunum" .Michael Voslensky Ritgerð Birgis ísl. Gunnarssonar um Nomenklatura, sérprentuð úr Morgunblaðinu. 6. desember 1920 í Berdjansk í Suður-Úkraínu, en fluttist átta ára gamall til Moskvu, þar sem hans beið óvenju glæsilegur námsferill, svo að athygli vakti hjá stjórnvöldum. Á háskólaár- um sínum hlaut hann t.d. hinn eftirsótta Stalín-styrk, en á þeim árum var það æðsta viðurkenn- ing, sem stúdent gat fengið. Hann er doktor í sagnfræði, heimspeki, stjórnvísindum og almennum stjórnmálafræðum. 1946 var hann sendur til Nurn- berg, til þess að vera túlkur og þýðandi við stríðsréttarhöldin yfir foringjum nasista. Að þeim loknum tók Sokoloff marskálkur hann með sér til Berlínar til starfa við Fjórveldastjórn bandamanna í Þýskalandi. Eftir það var frami Voslenskys tryggður. Nefna má, að hann starfaði í alþjóðamálastofnun sovéska utanríkisráðuneytisins, var upplýsingastjóri Ráðherra- ráðs Sovétríkjanna, starfsmaður Heimsfriðarráðsins í Prag og Vín, félagi og starfsmaður Vís- indaakademíunnar, prófessor við Lúmúbaháskóla í Moskvu, ritari aðalnefndar Sovétríkjanna um afvopnunarmál, átti sæti í sov- ésku nefndinni um öryggi og samvinnu í Evrópu, var fulltrúi Sovétríkjanna í Pugwash-hreyf- ingunni (alþjóðlegum samtökum vísindamanna fyrir vopnaeftir- liti með þátttöku margra vís- indamanna á Vesturlöndum), starfsmaður og ráðgjafi Æðsta ráðsins og Miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, forseti Vináttufélags Austurríkis og Ráðstjórnarríkjanna, sat i UNESCO-nefnd Sovétríkjanna o.s.frv. Eftir að Voslensky settist að á Vesturlöndum hefur hann flutt fyrirlestra sem prófessor við há- skólana í Vín, Miinster, Ham- borg, Múnchen og Linz, í Banda- ríkjunum og við Max Planck- Michael S. Voslensky. stofnunina í Starnberg. Alls hefur hann ritað fimm bækur og um 450 greinar í blöð og tímarit. Frægastur hefur Voslensky orðið fyrir bók sína Nomenklat- ura, um valdastéttina í Sovét- ríkjunum. Þetta rússneska töku- orð úr latínu („nomenclatura“ = nafnaskrá) er nú orðið alþjóðlegt á sinn hátt eins og „Gúlag“, sem Solzjenitsín gerði frægt. Bókin hefur víða orðið metsölubók, en hún hefur síðan 1980 komið út í Þýskalandi, Frakklandi, á ftalíu, Spáni, Grikklandi, í Portúgal, Svíþjóð, Argentínu, Brasilíu, Japan, Bandaríkjunum og Bret- landi. Hún hefur verið gefin út og henni dreift ólöglega í Pól- landi og Ungverjalandi og á rússnesku í Englandi, þaðan sem henni er smyglað til Sovétríkj- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.