Morgunblaðið - 03.11.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER1985
mankynsins. Nafni þeirra tengj-
ast sumir hæstu topparnir í fjár-
málaheiminum eins og hið geysi-
volduga olíufélag Exxon og Chase
Manhattan, sem lengi vel var álit-
in eins konar háborg alirar
bankastarfsemi. En Rockefeller-
nafninu tengist líka menningar-
legt stórafrek eins og endurreisn
bæjarins Williamsburg í Virgín-
íufylki, sem er einstaklega fögur
borg í nýlendustíl frá 18. og byrj-
un 19. aldar.
Rockefeller — það var og er
nafn með sannkölluðum töfra-
hljómi, lofsungið í dægurlögum
sem samheiti fyrir óviðjafnanleg
auðævi og munað, úthrópað af
öðrum sem sjálf hoidtekja hins
ilivígasta auðvaldsmólúks.
Rockefeller — það var John D.
(„Stofnandinn"), forfaðir hinnar
voldugu ættar, en það var hann
sem stofnaði hið nafntogaða olíu-
stórveldi Standard Oil árið 1870,
og aflaði sér svo margra óvina
með viðskiptabrellum sínum, að
hugmyndum hans um að nota
hluta auðæva sinna til að koma á
fót sérstakri stofnun til fram-
dráttar vísindarannsóknum og
menningarmálum var í fyrstu
tekið með ýtrustu tortryggni og
vantrú. Árið 1911 hafði honum
þegar tekist að aura saman 900
milljónum doilara, en það eru
auðævi sem samsvara um níu
milljörðum bandaríkjadala nú á
dögum.
Rockefeller — það var hinn
ofstækisfulli andstæðingur allrar
áfengisneyslu, John D. jr. („Arf-
takinn"), sem átti veigamikinn
þátt í því, að algjört áfengisbann
var innleitt í Bandaríkjunum árið
1919, en það stóð að vísu ekki ýkja
lengi. Milljónaauður Johns D.
hins yngra („ég var borinn til
auðs; auðævin voru eins eðiilegur
þáttur í lífi mínu eins og loftið,
sem ég andaði að mér, maturinn
og aðrar lífsnauðsynjar") var líka
notaður til að skapa eitthvað var-
anlegt og stórkostlegt — eins og
hið risavaxna Rockefeller Center
á miðri Manhattaneyju.
Rockefeller — það voru líka
börn Johns D. yngra („Bræðurn-
gjald, sem svarar til kr. 20.000.-
og upp í kr. 24.000.- fyrir hvern
fermetra.
Aðalstöðvar fjárhaldsfélaga
ættarinnar ganga yfirleitt undir
heitinu „Herbergi 5600“ og eru til
húsa 1 einu háhýsanna í Rocke-
feller Center, þar sem 200 manna
starfslið situr við vinnu sína á
tveimur hæðum skýjakljúfsins. í
upphafi þessa árs gerðist það, að
fjárhaldsfélaginu barst allt í einu
krafa upp á 400 milljónir dollara,
sem eigendum Rockefeller Center
var gert að greiða hið bráðasta, ef
þeir vildu koma í veg fyrir, að
sjálf húsastæðin og lóðirnar undir
Rockefeller Center yrðu einfald-
lega seldar öðrum kaupanda.
Þessi skyndilega krafa kom mjög
svo flatt upp á eigendurna, og frá
þeirri stundu hefur hallærisleg
rekstrarafkoma þessa fjölskyldu-
fyrirtækis verið lýðum ljós. Þegar
búið var að draga fastan rekstr-
arkostnað frá árstekjunum, hrökk
tekjuafgangurinn rétt fyrir úti-
standandi skuldum.
Nauöstaddir
milljónerar
„Þá fór nú heldur betur að fara
um fjölskyldumeðlimina," sagði
einn fjármálaráðunautur fyrir-
tækisins. 45 meðlimir Rockefell-
er-fjölskyldunnar hafa myndað
sterkasta samstöðuhópinn innan
ættarinnar og frá þeim bárust
kröfur um skjótar úrbætur. Innan
hins stóra og þurftafreka ætt-
ingjahóps, sem eru hluthafar í
Rockefeller Center, eru skoðan-
irnar hins vegar mjög skiptar um
það, hvað helst sé til ráða. Þegar
tekjuleysið var orðið að kaldri
staðreynd, stungu nokkrir af
Rockefeller-hópnum upp á því að
selja öðrum stórauðugum fjöl-
skyldum hluta af fyrirtækinu og
haga sölunni á svipaðan hátt og
gert var fyrir tveimur árum. Þá
farinn að gefa sig
Nú þegar er búið að ganga frá sölu á nokkrum hluta
Rocefeller Center, hinni risastóru háhýsaþyrpingu á
miðri Manhattaneyju í New York og mikill hluti þess-
ara gríðarlegu húseigna er enn á sölulista — er þessi
volduga dollara-drótt Ameríku orðin fjárvana?
heyra að einhver af Rockefeller-
ættinni skuli yfirleitt geta lent í
fjárhagsörðugleikum," segir í at-
hugasemdum „Wall Street Journ-
al“ um þessa sennilega langsam-
lega viðamestu sölu fasteigna á
einu bretti, sem um getur í sögu
Bandaríkjanna. Nú er málum svo
komið, að „jafnvel Rockefeller-
ættin er ekki lengur ónæm gegn
þeim fjárhagslegu og félagslegu
þrengingum, sem margar stórauð-
ugar fjölskyldur verða orðið að
horfast í augu við nú á dögum.“
Meiriháttar mistök
Að fréttinni um fjárhagsvand-
ræði Rockefeller-ættarinnar hef-
ur „Wall Street Journal" hina
traustustu heimildarmenn, því
nokkrir hinna 79 núlifandi afkom-
enda auðssafnarans, Johns D.
seniors, hafa sjálfir komið að máli
við blaðið til að láta í ljós beiskju
sína yfir því, að einmitt stærsta
og arðvænlegasta fasteignin i eigu
allrar ættarinnar, sjálft Rocke-
feller Centf r, sem metið er á 4,5
milljarða dollara, skyldi jafnvel á
bestu árunum sjaldnast hafa gef-
ið af sér meira en eitt prósent arð.
Meirihluti Rockefelleranna vill
loksins fá meiri peninga í sinn
hlut — að minnsta kosti meira
reiðufé. Það eru framar öðrum
þeir meðlimir fjölskyldunnar, sem
samkvæmt erfðaskrá hafa hingað
til orðið að láta sér nægja til líf-
eyris þann arðhluta, sem þeim féll
í skaut af rekstri Centersins.
Leigutekjurnar af Rockefeller
Center nægðu orðið. gifeinilega
ekki fjölskyldumeðlimunum til að
viðhalda þeim fína lífsstíl, sem af
þeim er krafist. Þetta „konungs-
gersemi" eins og „Wall Street
Journal" kallaði Reocefeller Cent-
er — tólf skrifstofuháhýsi, sem
gnæfa upp úr húsaröðunum milli
átta þverstræta á miðri Manhatt-
an og hafa m.a. að geyma skauta-
höll og „Radio City Music Hall“ —
hefur að áliti rekstrarsérfræðinga
ekki verið rekið á viðskiptalegan
hagstæðan hátt.
Framkvæmdastjórn Rockefell-
er Centers hefur til dæmis leigt
þá 576.000 fermetra leigurýmis,
sem fyrir hendi eru í háhýsa-
samstæðunni, á tiltölulega lágu
verði eða fyrir upphæð sem nem-
ur um 13.000 ísl. krónum á hvern
fermetra; í öðrum skrifstofu- og
verslunarbyggingum á svipuðum
slóðum greiða leigjendur hiklaust
Upphafsmaður
auðsöfnunarinnar,
John D. eldri (til hægri)
og sonur hans,
John D. yngri.
keypti Agnelli-fjölskyldan ít-
alska, aðaleigendur Fiat-bifreiða-
verksmiðjanna í Torino, og hinn
stórauðugi Texas-iðjuhöldur,
Belton Kleber Johnson, samtals
6% hlutanna í Rockefeller Center.
Eftir langvarandi deilur innan
ættarinnar, leit loks flókin fjár-
hagsáætlun dagsins ljós: Rocke-
feller-hluthafarnir settu á stofn
nýtt rekstrarfélag, „Rockefeller
Center Properties Inc.“ (ROPI) og
tóku 1,1, milljarða dollara veðlán.
ROPI býður aftur á móti hluta-
bréf í Center-húseignunum fyrir
600 milljónir dollara (24 milljarða
ísl. kr.) til sölu á verðbréfamark-
aði í Bandaríkjunum, og skulda-
bréf að upphæð samtals 500 millj-
ónir dollara (20 milljarða kr.) á
verðbréfamörkuðum erlendis.
Ennþá er óljóst, hvað Rockefell-
erarnir ætla sér að gera með allar
þessar nýfengnu dollara-milljónir
sínar. Fjármálastjóri þeirra,
Richard Voell, leggur til að ætt-
mennin kaupi sig inn í ýmis, mis-
munandi stórgróðafyrirtæki, og
ráðleggur þeim auk þess að kaupa
upp ný fyrirtæki í sameiningu.
Hver sem endanleg fjárfestingar-
ákvörðun fjölskyldumeðlimanna
kann að verða, þá er það stað-
reynd að „salan á miklum hluta
Rockefeller Centers, niðurrif
táknmyndar," eins og „Wall
Street Journal" komst að orði,“
sýnir ljóslega grundvallarbreyt-
ingar með dálítið furðulegu móti
um leið örlítið nær þeim anda,
sem einkenndi stofnanda ríkis-
dæmisins, John D. Rockefeller
sr.“. Hjá honum gilti fyrst og
fremst sú ófrávtkjanlega regla, að
viðskiptaleg hlið á rekstri fyrir-
tækjanna yrði að vera í góðu lagi.
Þegar tekjurnar voru öruggar, þá
fyrst var hægt að fara að hugsa
til þess að eyða.
Rockefellar í
fjárhagsvandræðum
Við veisluborð
þeirra höfðu
konungar og
aðrir fulltrúar
evrópska háað-
alsins setið að
snæðingi, en
vart nokkur
gesta þeirra gat státað af þvílíkri
auðlegð og þeir áttu. Þeir höfðu
reist gífurlegri auðlegð sinni svo
volduga, himinháa minnisvarða,
að engum gat fyrirsést veldi
þeirra í fjármálaheiminum — á
einum stað getur að líta bygg-
ingar risavaxinnar fyrirtækja-
samsteypu þeirra, á öðrum heilan
himinstiga í mynd feiknalegrar
skýjakljúfasamstæðu. Næstum í
heila öld voru þeir ýmist úthróp-
aðir sem hinir verstu arðræningj-
ar álfunnar eða lofsungnir sem
hinir mestu velgjörðarmenn
ir“), þeirra á meðal núverandi
ættarhöfðingi David, sem um ára-
bil var hinn almáttugi forstjóri
Chase Manhattan Bank, og
stjórnmálamaðurinn Nelson, sem
varð ríkisstjóri New Yorkar og
kom fram í því embætti „eins og
prins eða öllu heldur keisari", að
sögn ævisöguritara hans, Josephs
E. Persicos.
Getur það verið, að þessi glæsi-
legi ferill heillar ættar sé nú allt í
einu á enda og tilheyri liðinni tíð,
sé gufaður upp eins og skammær
draumur tæpum fimmtíu árum
eftir andlát fyrsta ættarhöfðingj-
ans?
Það er margt, sem bendir til
þess. Um miðjan ágúst síðastlinn
birtist, fyrst á lítt áberandi stað á
viðskiptasíðum stórblaðsins New
York Times, en skömmu síðar á
forsíðu „Wall Street Journal" sú
ótrúlega frétt, að Rockefeller-
ættinni sé fjár vant og hún ætli
sér því að setja 60% af skýja-
kljúfasamstæðunni Rockefeller
Center á sölulistann bæði innan-
lands og erlendis, og söluandvirð-
ið sé 1,1 milljarður dollara.
„Það verkar að líkindum á
marga eins og reglulegt lost að
Rockefeller Center á Manhattan:
„Þá fór heldur betur að fara um
fjölskyldumeðlimina."
ullstóllinn