Tíminn - 26.09.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.09.1965, Blaðsíða 16
SEGJAINDVERJA HAFA ROF- húsi G. ----Sunnudagur 26. september 1965 — 49. árg. !Ð VOPNAHLÉÐMARGSINNIS NTB—New Delhi, Rawalpindi, laugardag. Talsmenn indverska varnawnála ráðuneytisins sögðu í nótt, að til- tölulega harðir bardagar hefðu brotizt út í gær miili indverskra og pakistanskra hermanna í Burki héraðinu skammt frá Lahore, og handsprengjum hefði verið kast- að á indverska lögreglustöð. Áttu bardagarnir sér stað Indlandsmeg- in við Ichhogil-skurðinn, þar sem herdeild frá Pakistan gerði til- raun til þess að komast að baki indversku varnarlínunini, sögðu talsmennirnir. Jafnframt sögðu talsmenn Pak- istana í Rawalpindi, að Indverj- ar hefðu hafið skothríð á fremstu Frumsýning franska ballets ins Grand Ballet Classique de France fór fram í Þjóðleik- húsinu í gærkvöldi, innan sól- arhrings frá því flokkurinn kom til landsins. Stóðu æfingar yfir á leiksviðinu allan eftir- miðdaginn, og tók þá Guðjón Einarsson ljósmyndari Tímans þessa mynd af aðaldansmeyj- unum fjórum, Liane Daydé, Genia Melikova, Marianna Hil arides og Maina Gielgud, sem dönsuðu Fjórdansinn eftir Ant on Dolin á frumsýningunni og hlutu allar blómvendi í leiks- lok, Framkvæmdin viö mat á húsi G. I. G. vítaverð Undirmaður ráðherra látinn segja til um verðið IGÞ-Reykjavík, laugardag. Undanfarið hefur Þjóðviljinn reynt að kenna Hermanni Jónas- syni um kaupin á húsi Guðmund- ar f. Guðmundssonar, án þess að blaðið hirði um að fara með satt og rétt mál. Raunverulega er húsa kaupamál þetta tvö mál, eða að minnsta kosti tvíþætt. Annað at- riðið er, hvort kaupa átti húsið eða neita því. Hinn þátturinn er hvemig, eða fyrir hvaða verð hús- ið var keypt. Og eru flestir sam- mála um að það sé meginatriðið. Liggur í augum uppi, að fram- kvæmdin við mat á húsi Guðmund ar er vítaverð, þar sem undirmað ur ráðherra var látinn segja til um verðið. Árið 1947 voru sett „Lög um embættisbústaði dómara.“ Sam- kvæmt þessum lögum skal ríkið láta byggja eða kaupa embættis- bústaði fyrir héraðsdómara og hæstaréttardómara. í samræmi við þessi ákvæði hef- ur rík(ið nú eignast alla bústaði héraðsdómara nema þrjá. — Suma hefur ríkið iátið byggja, en átta bústaði hefur ríkið keypt, ýmist íegar héraðsdómararnir létu af af embætti, eða meðan þeir voru í embætti. Þeir þrír embættisbú bústaðir héraðsdómara, sem eru enn í einkaeign, eru emb- ættisbústaðirnir á Akranesi, Húsa vík, þar sem dómarinn bauðst til að byggja sjáifur og á Seyðisfirði, þar sem héraðsdómarinn kaus heldur að búa í eigin húsi heldur BOSCH KOM■ INN HEIM NTB—New York, laugardag. Juan Boseh, fyrrverandi forseti, snéri í dag heim til Dóminikanska lýðveldisins tveim árum eftir að honum var steypt úr stóli af her foringjum þar. Hefur Bosch að undanförnu dvalið sem flóttamað Ur í San Juan á Puerto Rico. Hann hefur lýst því yfir, að hann muni ekki gera neina tilraun til þess að ná aftur forsetastöðunni. Ástandið í Dominikanska lýð- veldinu er nú nokkurn veginn eðli legt, eftir hina bitru borgarastyrj- öld, og síðar hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Það hefur að mestu-veriSrólegt í höfuðborginni Santo Domingo, en efnahagslíf landsins er enn í hinum mestu ógöngum, og mun það taka lang- an tima að koma þjóðfélaginu í eðlilegt horf, að því er ráðamenn þar segja. Dóminikanska lýðveldinu er nú stjórnað af bráðabirgðastjórn und ir forsæti Hector Garcia-Godoys, forseta. Hann er talinn í meðal- lagi frjálslyndur og hefur lofað að halda frjálsar kosningar innan níu mánaða. Stuðningsmenn Bosch vonast til þess að fá hann til þess að gefa kost á sér þá. en hann .segir sjálfur, að hann ætli sér ekki að vera í framboði. en í embættisbústaðnum, sem rík ið hafði keypt af fráfarandi hér- aðsdómara. - Tíminn hefur það fyrir satt, að engum héraðsdómara, sem farið hefur þess á leit að selja ríkinu embættisbústað sinn, hafi verið synjað um það.,- Það sem er meginatriði máúsins er ekki það, hvort embættisbú- staðurinn var keyptur, eins og tíðkast hefur í átta tilfellum öðr- um, heldur hitt, við hvaða verði bústaðurinn var keyptur. - Samkvæmt bréfi fyrrverandi for sætisráðherra (H.J.) skyldi verð hússins ákveðið þannig, að selj- andi tilnefndi matsmann af sinni hálfu og ríkið, þ.e. hlutaðeigandi ráðuneyti, tilnefndi annan. Ef þessir tveir menn yrðu sammála um verðið, skyldi það gilda sem kaupverð. Ef þeir yrðu ekki sam- mála, þ.e. ef umboðsmaður ríkis- ins teldi matsverð umboðsmanns seljanda of hátt, skyldi Hæstirétt- ur tilnefna hlutlausan matsmann til að ákveða söluverðið. Samkvæmt þessu hafði ríkið í hendi sér, að kaupa ekki nema við því verði, sem matsmaður þess taldi sanngjarnt, eða verði, sem hlutlaus maður, tilnefndur af Hæstarétti, teldi rétt verð. - Ekki verður séð að þessi aðferð til að finna sanngjarnt kaupverð sér óvenjuleg, eða óeðlileg á nokk urn hátt. — Aðalatriðið er hvern- ig þessi atriði eru framkvæmd. — Guðm. í. Guðmundsson til- nefndi af sinni hálfu flokksmann sinn, — og ríkið tilnefndi sem umboðsmann sinn, undirmann Guðm. í. Guðmundssonar. - Það er þetta sem gerir framkvæmdina óeðlilega og tortryggilega. Hvers vegna fellst umboðsmaður ráðu neytisins, eða ráðuneytið sjálft, umyrðalaust á hið háa verð í stað þess að ganga hreinlega til verks og láta hlutlausan mann, tilnefnd- an af Hæstarétti ákveða verðið. - stöðvar Pakistans í Burki-héraðinn í gær um kl. 17.30 að þarlemdum tíma, og upplýst var, að Pakistan ar hefðu kært þetta vopnahlésrof til gæzlusveitar Sameinuðu þjóð anna. Var tilkynnt í morgun, að bardagar í Lahore héldu áfram og að Indverjar hefðu sótt fram til staða, sem þeir hefðu ekki haft á valdi sínu fyrir voipnahléð. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð aivna hófu í morgun að þarlendum tíma ferð meðfram vopnahléslín- unni í Khem Karan-héraðinu í þeim hluta Kasmírs, sem Pakistan anar hafa á valdi sínu. Aka þeir meðfram línunni í livítum jepp- um. Pakistanar .segja, að Indverjar hafi þegar rofið vopnahléssáttmál ann margsinnis á þessu svæði. Vopnahléslínan er mjög óljós á þessu svæði, og hörðustu bardag- arnir áttu einmitt stað þar. í New Delhi er sagt, að 1333 indverskir hermenn hafi verið drepnir í bar dögunum við Pakistan, en tap Pakistans hafi verið 4802 her- menn. GOÐ VEIÐI MB—Reykjavík, laugardag. Dágóð síldveiði var síðastliðinn sólarhring enda ágætt veður. Mest veiddist í Reyðarfjarðar- dýpi. Frá klukkan 7 á föstudags- morgun til jafnlengdar í morgun fengu 48 . skip samtals 45.227 mál og tunnur. Þegar blaðið átti tal við síldarleitina á Dalatanga um hádegið í dag, voru allmörg skip búin að kasta, en ekki var þá enn kunnugt um veiði þeirra. Veður var þá gott, en nokkur þoka. Skipin voru í Reyðarfjarðar dýpi og þó öllu meira í Norðfjarð ardýpi, um 60 mílur frá Dala- tanga. Ægir leitar nú síldar norð ur og austur af veiðisvæðinu, en hefur ekki orðið síldar var, svo heitið geti. NY HEIMSPEKIBOK EFTIR BRYNJÚLF IGÞ-Reykjavík, laugardag. Komin er út bók eftir Brynjólf Bjarnason, fyrrv. ráðherra, sem nefnist Á mörkum mannlegrar þekkingar, en útgefandi er Heims kringla. Þetta er fjórða bók höf- undar um heimspekileg efnir Fyr ir utan að velta fyrir sér ýinsnm spursmálum um alvaldið hefur Brynjólfur verið helzti forustu- maður Sósialistafélags Reykjavík- ur. Þessi nýja heimspekibók Brynj ólfs er í nítján köflum og henni fylgir auk þess orðaskrá og nafna skrá.. í formála segir höfundur, að í bókinni sé vakið máls á spurningum, sem núverandi kyn- slóð sé lífsnauðsyn að gera sér grein fyrir. „Engin kynslóð hefur verið í meiri lífsháska en sú, sem nú byggir jörðina, en hún er líka í miklum sálarháska," segir höi undur. Þetta með lífsháskann er Sjáif- sagt rétt hjá Brynjólfi, og ætti hann að vita manna bezt að slík- ur háski er sprottinn af póLinsku harðfylgi og óbilgirni. Um lífs- háskann sem slíkann hefur ekki komið út sérstök bók eftir þenn- an höfund, ef undan er skilið frum varpið „Leið íslands til sósíaJ- isma,“ þar sem því er lýst yfir að kommúnistaflokkurinn hafi það að höfuðtakmarki að vinna bug á borgaralegu þjóðskipulagi á íslandi. Þessi nýja bók er um sálarhásk ann, eins og hann kemur Brynj- ólfi fyrir sjón.-, en að allri pólitík slepptri, þá er hann mjög vel menntaður maður í heimspeki, og ekki einn af þeim vantrúuðu í flokknum að dómi Þorbergs. Brynjólfur Bjarnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.